Tíminn - 25.09.1983, Page 13

Tíminn - 25.09.1983, Page 13
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 13 REIFYNJA ■ Á þeim öldum sem Aldinborgarættin sat að ríkjum í Danmörku settust í hásætið af og til menn sem ekki verður um sagt að hafi verið serlega vel til konungdóms fallnir, sumir vegna þess að þeiur voru um of latir og drykkfelldir eins og Friðrik fimmti, en aðrir vegna þess að þeir voru stærilátir og litu niður á þegnana, eins og Kristján sjötti. Loks voru aðrir tæpir á geðsmunum, eins og Kristján annar og Kristján sjöundi. En einnig hittust þarna meinhægir menn og góðgjarnir, þótt ekki þættu neinir skörungar og líklega verður að flokka þann öðlingsmann sem hér verður fjallað um í þann hóp, en sá er Friðrik sjöundi. Hann kom til valda árið 1848, þegar ríkið var að sigla inn í mikla kreppu og styrjöld yfirvof- andi og þegar hann lést, 1863, var enn stríð í uppsiglingu. Samt sem áður átti það fyrir þessum síðasta afspreng Aldinborgarættar- innar að liggja að afnema erfðaeinveldið, sem komist hafði á á dögum Friðriks þriðja og sitthvað fleira gerðist í hans stjórnartíð sem horfði í frjálslyndisátt. En þótt kóngur væri fremur góðgjarn og hæglundaður, sem áður segir, þá fór því samt f jarri að ekki gustaði um hann í stjórnartíð hans og orsakirnar til þess voru ekki síst tengdar einkahögum hans, eins og nú verður sagt frá. ■ Frá brúðkaupi Fríðriks sjöunda og Cariotte Maríane af Mecklenburg. Hún fékk fljótt nóg af hjúskapnum eins og fyrri konan, Vilhelmína Friðriksdóttir. ■ Frú Danner. Kristján áttundi sagði að hún væri „hræðilega Ijót", en aðrir kölluðu hana „fagra og konunglega". hátignarinnar úti í horni, líkt og ástmær Friðriks 6., frú Dannemand hafði gert. Louise Rasmussen hafði ekki til einskis staðið í flóði Ijósanna á sviði Konunglega leikhússins. Hún naut þess að koma fram opinberlega og kunni bæði að velja sér föt og bera sig höfðinglega. I útliti var hún ekki sérlega aðlaðandi, þótt það kunni að hafa verið of mikið sagt sem Kristján gamli 8. eitt sinn sagði um hana að hún væri „hræðilega ljót.“ Listmálar- inn Kristian Zahrtmann sagði að fram- ganga hennar væri „fögur og konung- leg“. En hún var mjög viðkvæm fyrir sjálfri sér og lét sér annt um að sér væri næg virðing sýnd og metorðagirndin var óseðjandi. Hún gerði sér mikið far um að bæta sér upp litla kunnáttu í tungu- málum og almennri menntun. „Hún getur það sem hún vill“, sagði konungur- inn. Hann var ákaflega stoltur af að láta sjá sig við hlið hennar og það gerði hann It'ka í tíma og ótíma. Sjaldan lét hann hjá líða að segja við gesti sína: „Má ég ekki kynna yður fyrir konunni minni?“ Og hver gat neitað slíku boði? í hylli bændanna Þó voru þeir til sem fögnuðu komu Danner greifynju. Það voru danskir bændur og foringjar þeirra sem litu á hana sem varnarmúr í kring um konung- inn gegn ófrelsisöflunum og tryggingu fyrir frjálslyndisanda stjórnarskrárinnar. Frá því árið 1850 skipulögðu bændavin- irnir árlegar ferðir konungshjónanna út um sveitir og aldrei brást að konungs- hjónunum væri þar tekið með kostum og kynjum, sem var alls ólíkt því sem tíðkaðist í höfuðborginni og meðal fína fólksins. Hvar sern þau komu var búið að reisa blómum skrýdd heiðurshlið, kvæði voru ort og sungin þeim til heiðurs og ræður fluttar. Þegar prestur einn í þessum ferðum fór að flytja tölu sína um gleði sóknarbarnanna yfir komu kon- ungsins, gerðist það að kýr baulaði í grenndinni. Sagði þá Friðrik konungur: „Uss! Bara einn í einu." Hæð nokkur í Jyske Ás í Vendsyssel var skírð eftir greifynjunni og nefnd „Dannerhæð." Samt var það svo að mörg þeirra skálda sem létu Ijós sitt skína við þessi tækifæri höfðu fyrirfram þegið laun fyrir ómak sitt frá Berling. Væri þóknunin of lítil kom það fyrir að skáldin söðluðu um og ortu níð um konungshjónin. Eitt þessara níðskálda var svo dónalegt og áleitið að greifynjan varð sjálf að greiða því fé, svo það færi úr landi. Hirðin og aðallinn hotnðn hana, en konnng- nrinn og hændurnir elskuðu hana „Hvers vegna er ég ekki elskuð“ „Hvers vegna er ég ekki elskuð?" skrifaði Danner greifynja í dagbók sína nokkru eftir 1850. Hún skildi ekki að fortíð hennar, framkoma og pólitísk sambönd hlutu að valda óánægju og árekstrum. Barátta hennar fyrir viður- kenningu af hálfu aðalsins og yfirstétt- anna var vonlaus barátta, sem því miður varpaði iðulega skugga á sambúð hennar og konungsins. Haustið 1854 fór hún ásamt konungi í heimsókn til hallarinnarPlön í Holstein. Öllu heldra fólki í hertogadæminu var boðið til samkvæmisins, en fyrir- mennirnir mættu án maka síns í mót- mælaskyni við nærveru frúarinnar. Kon- ungurinn reiddist og skipaði lúðrasveit- inni að spila „Den tapre landsoldat" með miklum trumbugný svo hátt að rúðurnar skulfu í gluggunum. Þegar enginn holsteinsku herranna lyfti glasi sínu fyrir greifynjunni, gerði konungur- inn það sjálfur og skömmu síðar voru borð tekin upp. Ekki gat slíkt orðið til þess að efla stöðu konungsins í Holstein. Þegar konungshjónin heimsóttu L.N. Scheele í Pinneberg hafði Scheele sem þar var dróttseti konungs gert hvað hann mátti til þess að gera þeim hjónum heimsóknina sem ánægjulegasta. Varð hann eftir það í miklum dáleikum hjá greifynjunni og margir fullyrtu að hann væri elskhugi hennar. Það var Scheele að þakka að íhaldssamri stjórn A.S. Orsteds var komið frá völdum og nýtt ráðuneyti kom til sögunnar, þar sem Scheele varð utanríkisráðherra og ráð- herra fyrir Holstein og Lauenburg. Hann naut stuðnings greifynjunnar og í þakk- lætisskyni sá hann svo um að hún fékk nafn sitt í árbók evrópska aðalsins, sem aftur táknaði að sendiherrar í Kaup- mannahöfn voru skyldaðir til að sýna henni tilhlýðilega virðingu. Samt urðu áhrifin ekki þau sem menn vonuðust eftir. Eina hirðin sem eitthvað vildi umgangast dönsku konungshjónin var sú sænska. Tilraunir Scheeles til þess að gera frú Danner að hertogaynju mis- heppnuðust alveg. Völd hans við hirðina og innan ríkisstjórnarinnar fóru líka dvínandi um þetta leyti af mörgunt ástæðum. Berling gerði loks þá skyssu að hann viðhafði ummæli á þann veg að sænska hirðin sýndi frú.Danner lítilsvirðingu og bakaði sér þannig mikla reiði sænskra. I stað þess að virða óskir Svíanna um að Berling drægi sig í hlé frá hirðinni, sæmdi konungurinn hann nú Danne- brogsorðunni. Fækkaði þannig enn vin- um konungs og frú Danner og létu margir svo um mælt að Friðrik 7. yrði að segja af sér, eða þá að hann deildi umboði sínu með öðrum. Óvinsældir Berling urðu svo miklar hjá ríkisstjórn- inni, að hún sagði af sér um síðir, eftir að einn ráðherrann af öðrum hafði sagt ráðuneyti sínu lausu. Stolið gull og vald sem var rænt Ný ríkisstjórn var mynduð 1859, sem kölluð var „ríkisstjórn greifynjunnar," og naut hún stuðnings bændanna. En þessi stjórn var ekki sterk, vegna allra þeirra hneyksla sem á undan höfðu gengið. Forstjóri skemmtigarðsins „Cas- ino“ lét þýða og færa upp franskan sjónleik, sem hét „Greifynjan og syst- kinabarn hennar.“ Þótt það væri Lúðvík 15. sem um var rætt í leiknum, duldist engum við hvað var átt í vísu sem þarna var sungin og var á yfirborðinu um frú Barry: „Eg hata hana, sem skreið upp úr undirdjúpunum, með fyrirlitningu alls landslýðsins á herðum sér og ráðskast nú með eitt og allt með stolið gull og vald sem var rænt. Með frekju treður hún niður dýrustu eign okkar: heiður nafns okkar og hið göfuga blóð. Með hjálp sauðtryggra leiguþjóna myndar hún hring um fótskör hásætisins.“ Friðriksborg brennur Aðfaranótt 17. descmber 1859 brann Friðriksborgarhöll, eftirlætisaðsetur hirðarinnar. „Menn segja að eitthvað skuggalegt og dularfullt hafi gerst í höllinni,“ segir háttsettur stjórnmála- maður einn í dagbók sinni um atburðinn. Orsök brunans var þó aðeins sú að greifynjan hafði gefið skipun um að kynda skyldi sérstaklega vel að þessu sinni, svo ekki slægi að konunginum, þar sem hann sat og sýslaði nteð fornmuni sína. Eldurinn komst inn í loftræstikerf- ið. Vatn allt við höllina var harðfrosið og slökkviliðið var í lamasessi. Höllinni varð ekki bjargað. Á eftir var sagt að greifynjan hefði haft meiri hug á að bjarga myndinni af Scheele og krínól- íukjólunum sínum, en einstæðum sögu- legum gersemum og listmunum í höll- inni. Meðan á brunanum stóð hafði Berling fallið og meiðst í tröppum, en meira fall varð það þó þegar konungurinn varð skömmu fyrir áramótin að svipta hann öllum ábyrgðarstöðum og vísa honurn frá hirðinni. Nú gcrðist skammt stórra högga á milli: í febrúarbyrjun 1860 dó forsætisráðherra „ríkisstjórnar greifynj- unnar“ og við tók ný stjórn með Hall í broddi fylkingar, en hann tilheyrði Frjálslynda þjóðarflokknum (nationall- iberale). Þar með var Danner greifynja svipt pólitískum völdum sínum endan- lega. Til hinstu stundar Eftir sem áður var hún þó trúfastur fylgjunautur konungsins og fylgdi hon- um á ferðum hans. I síðustu feröinni sem þau fóru saman árið 1863 var cfnt til móttökuhátíðar í Christiansfeld. Við það tækifæri sagði konungur við suður- jóska bændur: „Fyrst þið haldið svo mikið upp á mig, þá verðið þið að halda upp á konuna mína líka... Þið eigið það henni að þakka að ég skuli ckki fyrir löngu vera búinn að snúa tánum uppí- !oft.“ Danner greifynja lifði eiginmann sinn í tíu ár. Sá auður sem konungurinn lét henni eftir átti eftir að koma að góðu gagni. Hún var einkaerfingi seturs þeirra að Jægerpris og þar lét hún stofna uppeldisstofnun fyrir fátækar stúlkur, sem fárra kosta áttu völ. Mælti hún svo fyrir að þær fengju þar uppeldi og kennslu sem miðaði að því að þær gætu orðið „duglegar þjónustustúlkur." Þann- ig má segja að minning Dannergreifynju sé einnig göfguð nokkrum Ijóma. Konungur lést árið 1863 og það voru þá aftur ófriðarblikur á lofti í stjórn- málaheiminum og stríð í uppsiglingu. En þessum hægláta og einkennilega manni var vægt við áhyggjum af þeim. Hann dó í Glúkborg, áður en til átaka kom, þegar þau frú Danner voru þar í heimsókn og með honum dó líka út sjálf Aldinborgarættin á konungsstóli Dana. Nýi konungurinn var einmitt kenndur við Glúksborg og hann hlaut nafnið „Kristján níundi,“ sem kunnugt er. Þama var nýtt blóð komið til sögunnar og nýi konungurinn var „hnífréttur hermaður og aristókrat," sem aldrei gcrði ráðherrum sínum og hirðinni lífið leitt með óvæntum uppátækjum og ásta- samböndum, eins og fyrirrennari hans. (AM tók saman)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.