Tíminn - 25.09.1983, Page 16
Íttiám
SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983
16
„Ég gæli ennþá við að gela gert hvort tveggja: sinnt rannsóknum og skriftum.“
vísi en gerist í heilbrigðum frumum."
- Og er þetta ekki flókið?
„Jú, er það ckki? Þúsundir vísinda-
manna í áratugi... og vandamálið enn ekki
skilið, hvað þá leyst. En þó virðist sem
menn séu nú að öðlast hctri skilning á
því en áður, hvers vegna krabbameins-
fruman hagar sér á þennan illkynja
hátt.“
- Er lækningin kannski í sjónmáli?
„Menn munu á næstu tíu árum öðlast
mun betri skilning á cðli þcssara fruma
og ef skilningurinn er fyrir hendi cru
mciri líkur á að finna megi lækningarað-
ferð. Læknisfræðin er að tcygja sig
stöðugt meira og meira niður á svið
grunnvísinda eins og frumulíffræði, líf-
efnafræði, lífeðlisfræði og erfðafræði.
Það gildir jafnt um það hvort menn vilja
skilja hvernig heilbrigt líffæri hagar sér,
eða ef truflun verður á starfsemi þcirra,
að þá er skýringin sífellt meir og meir
rædd á tungumáli þessara fræðigreina."
- Er krabbamein ættgengt?
„Það er ættgengur þáttur í sumum
tegundum krabbameina. Þau haga scr
mjög mismunandi. Það sem erfiðast er
við að etja er þetta hve seint þau gera
vart við sig, þessi mein.“
„Ég held," segir Katrín, „að með
aukinni sérhæfingu sé hætta á að mann
eskjan verði útundan. Menn einblíni á
ákveðna líkamshluta eða jafnvel líffæra-
kerfi eða jafnvel fruniuhluta en glcymi
manninum sjálfum. í minni grein er
maðurinn hins vegar skoðaður í hcild
sinni, í sínu umhverfi."
- Eru heimilislækningar ekki ný sér-
grein?
„Heimilislækningar eru mjög gömul
grein og raunar elsta læknisgrein í hcimi
en hún er á hinn bóginn einna nýjust af
viðurkenndum sérfræðigreinum. Hér
áður fyrr fóru læknar annaðhvort í
sérnám eða urðu heimilislæknar. Sumir
sérfræðingar höfðu svo heimilislækning-
ar meðfram. Ég held það hafi verið í lok
sjöunda áratugarins að Bretar fóru að
kenna þetta sem sérgrein og þeir eru,
ásamt Kanadamönnum, mjög framar-
lega í heimilislækningum.
í leikhúsinu
Hlutverk heimilislæknisins er þetta:
hann er fyrsti snertipunktur sjúklings við
heilbrigðiskerfið. Og þorri þess fólks
sem leitar til hans þarf ekki á öðru að
halda. Ég geri ráð fyrir því að heimilis-
læknirinn leysi vanda 80-90% þeirra sem
til hans leita. Hinum vísar hann svo
áfram í rannsóknir, á spítala eða til
sérfræðinga. Þeir sem hafa alvarlega
sjúkdóma eru einungis lítið brot af
sjúklingum hvers heimilislæknis, ég'
giska á 3-4%, en það eru þessi örfáu
prósent sem dýrustu þættir heilbrigðis-
kerfisins sinna.“
- Ég geri ráð fyrir að læknisstarfið sé
oft skemmtilegt og heillandi en þó crfitt
á stundum - varst það ekki þú Katrín
sem fó'rst á vegum Flugleiða til Sri Lanka
þegar Ougslysið varð þar?
„Jú, það var í nóvember 1978. Islensk
flugvél í pílagrímaflugi fórst þar og
fjöldi manns með. Ég var kölluð frá
London með nokkurra klukkutíma fyrir-
vara til að sinna þeim íslendingum sem
Ijfðu af slysið.“
- Þið hafið eitthvað komið nálægt
leikhúsinu - þýdduð Antadeus sem Þjóð-
leikhúsið sýndi í fyrra og Valgarður átti
Dags hríðar spor á fjölum Þjóölcikhúss-
ins fyrir tveimur árum eða svo - hver
skyldu tildrög þess hafa verið?
„Ég skrifaði leikritið aðallega árin 76
og 7 úti í London. Áður hafði ég gert
lauslegar tilraunir við leikrit og ljóð en
ekki birt neitt, varla reynt neitt alvarlega
heldur, ogkannski hafðiégekki nægilegt
sjálfstraust fyrr en þarna.“
- Hvernig fékkstu sjálfstraustið?
„Æ, hvað þú spyrð skrýtilega... Þetta
er kannski... kannski... spursmál um
það að minn almenni heimsskilningur
var þá að fá á sig einhverja heillega
mynd.“
- Og hver er sú mynd?
„Það er ekki einfalt mál að skýra. Ég
held sú heimsmynd sé skyld heimspeki
náttúrufræðinnar. Má þetta duga?“
- Ja - í leikritinu kemur, ef ég man
rétt, fram gagnrýni á lífshætti nútíma-
fólks?
„Já, ég leyni því ekki að í leikritinu
kemur fram eftirsjá mín eftir ýmsu úr
gamla tímanum og efasemdir um að rétt
sé að farið í þeim lífsmáta vesturlanda
sem við erum að taka upp. Sá lífsmáti
einkennist af efnishyggju, og oflæti
þekkingarstefnu einhvers konar, lífslyst-
arleysi, og einhvers konar nytjastefnu
sem viðhöfð er á vesturlöndum í
mannabúskap og gersneydd er allri fag:
urfræði."
- Ertu með eitthvað í smtðum núna?
„Já, ég er að skrifa leikrit, og hef verið
með það í smíðum í um það bil eitt ár.
Það leikrit fjallar dálitið um framtíðina
og kemur inn í þessa nytjastefnu vest-
ræna þjóðfélagsins, mér er ofarlega í
huga þetta hvernig þjóðfélögin nytja
fólk sitt eins og húsdýr. Það er eins og
öll þjóðfélagsgerðin sé gíruð inn á það
að nytja fólkið til frálags.1-
- Viltu þá breyta þjóðfélagsgerðinni?
„Ég ætla ekki að gera byltingu - nema
rólcga," segir Valgarður oghlærvið, „en
í minni útópíu býr fólk dreift, kannski í
þorpum, og er bæði í nánum tengsluin
við móður náttúru og þó með allt
upplýsingastreymi veraldarinnar heim í
stofu, og þá á ég við bæði vísindi,
pólitík, listir og heimspeki. Með nútíma
tækni eða tækni næstu áratuga verður
auðvelt að koma þessu í kring - svo
fremi að sprengjan falli ekki.“
„Persónulega myndi ég
vilja að um Skuiagotu-
svæðið færi fram sam-
keppni“
- Hvernig gengur þér að finna tíma til
skrifta?
„Það er nú stóra málið, þetta hvað
ævin er stutt, en ég gæli ennþá við að
geta gert hvort tveggja: sinnt rannsókn-
um og skriftum. Dæmið er enn óuppgert
í huga mér.“
- Þú hefur áhyggjur af sprengjunni
heyri ég, eruð þið virk í nýstofnuðum
Samtökum lækna gegna kjarnorkuvá?
„Já, Katrín er þar í varastjórn og við
höfum bæði starfað að þessum málum.
Á aðalfundi Læknafélags íslands fyrir
rúmu ári flutti Katrín tillögu með
Kristófer Þorleifssyni, héraðslækni í
Ólafsvík, þess efnis að læknafélagið færi
að gefa gaum að þeirri hættu sem
mannkyni stafar af kjarnorkuvá.“
„Við lögðum til að íslenskir læknar
legðu sitt af mörkum í kjarnorkuum-
ræðuna," segir Katrín. „Tillagan var
lögð fram á fundinum og fékk þá
afgreiðslu að formaður félagsins tók að
sér að halda almennan félagsfund um
efnið kjarnorkuvá. Sá fundur var hald-
inn í maí mánuði síðast liðnum. Við
vorupt reyndar erlendis þá. Kjarnorkan
er geigvænlegasta hætta mannkynsins
fyrr og síðar."
- Nú er mikið deilt um skipulagsmál -
svo við víkjum aftur að borgarstjórninni,
Katrín.
„Já, en mér finnst nú kjarni málsins
týnast í deilum um minni atriði. Á
síðasta borgarstjórnarfundi var sam-
þykkt að breyta Skúlagötusvæðinu, eins
og það er oft kallað, úr iðnaðarsvæði í
íbúðabyggð og ég held að allir flokkar
í borgarstjórn aðhyllist það. Menn deila
hins vegar um nýtingarhlutfallið, en
borgarstjórn samþykkti að nýting mætti
verða allt aö 2ur, sem þýðir ekki að hún
eigi að verða 2. Tvær arkitektastofur
voru fengnar til að leggja fram tillögur
um það hámark af byggingum sem koma
má fyrir á þessu svæði en það er ekki þar
með sagt að byggt verði að því hámarki.
Mér finnst skipta mestu máli að þarna
verði íbúðabyggð, en staðurinn er harla
óvenjulegur fyrir nýbyggð, þarna er
ómetanlegt útsýni og byggðin í göngu-
færi við miðbæinn. Persónulega myndi
ég vilja að um þetta svæði færi fram
samkeppni. Þar gætu koniið fram ein-
hverjar hugmyndir sem við getum ekki
séð fyrir okkur núna. Fyrst þrír arkitekt-
ar gátu komið með þrjár alls ólíkar
hugmyndir er hugsanlegt að við fengjum
kannski 10-20 hugmyndir. Og hvort
nýtingarhlutfallið yrði þá 1.2 eða 1.9 eða
eitthvað þar á milli yrði þá þeirra tíma
ákvörðun."
- Hefur fólk eins og þið nokkurn tíma
frístundir?
„Fáar,“ segir Katrín, „mjög fáar. Ég
reyni að lesa, aðallega ensk og amerísk
skáldverk nútímans. Þau feðgin, Valg-
arður og Jórunn, stunda fjallgöngur."
Þá finnst mér best að hypja mig og
stela ekki fleiri frístundum enda vísarnir
á úrinu mínu skriönir yfir í næsta dag.
Ég set því hettuna á pennann, rúlla
saman skrifblokkinni, þakka fyrir spjall-
ið og býð góða nótt. Um leið og ég stíg
út í mjúka haustnóttina smeygir brönd-
óttur kettlingur sér inn. -sbj.
8ESJI í?
hjMparkokkurinn
KENWOOD CHEF
„CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg
hrærivél.
Kynnið ykkur kosti hennar og notkunarmöguleika.
CIMBOÐSMENN:
REYKJAVÍK
JL-húsið, Hringbraut 121
Rafha hf., Austurveri
AKRANES
Rafþjónusta Sigurd. Skaga-
braut 6.
BORGARNES
Húsprýði
STYKKISHÓLMUR
Húsið
BÚÐARDALUR
Verslun Einars Stefánssonar
DALASÝSLA
Kaupfélág Saurbæinga,
Skriðulandi
ÍSAFJÖRÐUR
Póllinn hf.
BOLUNGARVÍK
Verslun Einars Guðfinnssonar
HVAMMSTANGI
Verslun Sigurðar Pálmasonar .
BLÖNDUÓS
Kaupfélag Húnvetninga
SAUÐÁRKRÓKUR
Kaupfélag Skagfirðinga
Radío- og sjónvarpsþjónustan
AKUREYRI
Kaupfélag Eyfirðinga
HÚSAVÍK
Grímur og Árni
EGILSSTAÐIR
Verslun Sveins
Guðmundssonar
HELLA
Mosfell
SELFOSS .
Kaupfélag Árnesinga
Radío- og sjónvarpsþjónustan
VESTMANNAEYJAR
Kjarni
ÞORLÁKSHÖFN
Rafvörur
GRINDAVÍK
Verslunin Bára
KEFLAVÍK
Stapafell hf.
Eldhússtörfin verða leikur einn
með KENWOOD chef
ISAMVINNU Itryggingar ÁRMÚLA3 SÍMI81411
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum.
Zusuki 800 árg. '81
Galant1600 árg. '80
Renault 20 árg. '78
Fiat 125 P árg. '78
Mercury Monarch árg. '75
Mazda 1000 árg. '74
Princess árg. '79
Datsun Blubird 20 GLD árg. '81
Mitsubishi L 200 Pic-up árg. '81
Mazda 626 árg. '82
Lada 1200 árg. '77
Mazda 121 árg. '76
Datsun 280 C diesel árg. '80
Simca (sendibíll) árg. '75
International (vöruflutn.) árg. '80
Vauxhall Viva árg. '74
Polanez árg. '80
Audi 100 LS árg. '76
Mazda 616 árg. '77
Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, mánudag-
inn 26.09.'83 kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga,
Ármúla 3, Reykjavík, fyrir kl. 16, þriðjudaginn 27.09.'83.