Tíminn - 25.09.1983, Page 25
Er feitt frábært?
— þyngdarkenningar endurskoðaðar
■ Er Rubenska fegurðin það sem
koma skal?
■ Á meðan dapurlegar fréttir berast
oss hingað upp á klakann af baráttu
sænskra við megrunarsýkina sem
gjarnan hrjáir ungar nútíma stúlkur
berast gleðilegri fregnir að vestan. Nú
er því nefnilega spáð að senn verði stórt
álitið stórkostlegt og feitt frábært. Þá
muni horrenglur ekki höfða til hins
kynsins heldur verði sæmilega holdugt
fólk vinsælast.
Arthur Harkins prófessor við
háskólann í Minnesóta segir að Ungfrú
Alheimur árið 2000 verði þrifleg kona
og heldur hann því fram, - eins og aðrir
vísindamenn sem hafa verið að
rannsaka vesturlandabúa og komist að
raun um að þeir sem eru að verða einu
númeri stærri,- að um það leyti verði
sæmileg hold álitin merki sannrar
fegurðar og fólk verði hreikið af
undirhökum sínum.
Feitt fólk er þegar farið að skipa sér
í sveitir undir merkinu: Feitt er fallegt.
í Ameríku er búið að stofna ýmiss
konar frelsishreyfingar feitra og einnig
er þar til Landssamband til aðstoðar
feitum Ameríkönum.
Þar hefur bókin "Feitt getur verið
fallegt" verið metsölubók nú um skeið
en þá bók ritaði dr. Abraham Friedman
frá Miami - tággrannur maðurinn.
Læknisfræðilegar niðurstöður hans eru
þær að feitt fólk sé oft betur í stakk
búið til þess að takast á við ýmis
líkamleg fár heldur en þeir sem eru eins
grannir og núverandi tíska segir fyrir
um.
Japanskar fitubollur hafa einnig
stofnað með sér félagsskap þar sem
þeim er m.a. boðið upp á tískusýningar
fyrir feita og geta tekið þátt í íþróttum
fyrir feita, en félagarnir í þessum
samtökum panta ævinlega tvö sæti í
flugvélinni þegar þeir bregða sér
bæjarleið.
Bretar hafa komið sér upp keppni
sem er nokkurs konar
fegurðarsamkeppni í þungavigt og
talsmenn þarlendra fataverslana segja
að nú sé mikilfenglegt fólk að verða
mikill bísness.
Þá herma fregnir ennfremur að síðast
liðin tvö ár hafi sýningarbrúður
tískuverslananna fitnað talsvert og
talsmenn fataiðnaðarins eru farnir að
láta hafa það eftir sér að ekki sé
ómögulegt að fólk sem notar föt í stærri
númerunt geti samsvarað sér vel. Og
síðast en ekki síst sýna nú sífellt fleiri
læknisfræðilegar rannsóknir fram á að
nokkur aukakíló þurfi alls ekkert
endilega að stytta lífið.
Nú segir til að mynda dr. Ancel Keys
prófessor í lífeðlisfræði að „þrátt fyrir
það að árum saman hafi allir trúað þeim
áróðri að heilsunni stafi hætta af
aukakílóunum er það að mestu leyti
ósatt." Hann segist hafa komist að því,
ásamt kollegum sínum, að ef fólk
þjáist ekki af of háum blóðþrýstingi sé
þyngdin alls enginn áhættuþáttur nema
um geysilega offitu sé að ræða. Reyndar
komst hann að þeirri niðurstöðu að vilji
fólk forðast „ótímabæran" dauða sé
besta leiðin sú að vera aðeins feitari en
meðaljóninn.
Þá hefur dr, Williant Bennett í
Harward læknaskólanum komist að
þcirri niðurstöðu að feitt fólk borði
ekkert meira en grannt fólk, feitt fólk
lifi ekkert skemur en þau mjóslcgnu og
að fitan sem slík orsaki hvorki of háan
blóðþrýsting né sykursýki - hafi
tilhneigingin til þessara sjúkdóma ekki
vcrið til staðar áður.
Ennfremur má geta þess að það cr
einfaldlega ekki rétt að nær allir geti,
með hæfilegum viljastyrk, stjórnað
þyngd sinni.
Breska heilbrigðisráðuncytið hefur
nteira að segja gagnrýnt „harðstjórn
almenningsálitsins" sem krcfst þess að
allir séu meðalþungir miðað við kyn og
hæð, en bætti því þó við að sé fólk
tuttugu prósentum þyngra en kjörþyngd
segir fyrir um minnki líkamshreysti
þess.
En sem sagt: Nú er vaxandi tilhneiging
til þess í hinum vestræna heirni að álíta
það hreint ekkert ægilegt þó fólk sé í
þyngra lagi. Og Ameríkanar scm eiga
sinn skerf ríflegan af fitubollum
hregðast skjótt við að vcnju mcð ýmsu
móti, t.d. sérstökum
stefnumótamiðlunum fyrir
þungavigtarfólkið og sérstökum
sjónvarpsþáttum fyrir búttað fólk, að
ógleyntdri baráttunni fyrir rúmbetri
sætum í flugvélum.
CLhRK
micHiGnn
HUGTAK FYRIR
AFKÖST OG ÖRYGGI
Hjólaskóflur í stærðum frá 1 rúmm. til 18 rúmm.
AFL — AFKÖST
ARÐSEMI
HAMARHF
Velacteild
Sími 22123. Pósthólf 1444 Tryggvagötu, Reykjavík.
Við erum ódýrari!
Póstsendum um land allt
Smiöjuvegj 14, sfmi 77152