Tíminn - 25.09.1983, Side 26

Tíminn - 25.09.1983, Side 26
26 * <♦ v? V SUNNUÐAGUR 25. SEPTEMBER 1983 KUREKINN SEH GENGUR NÆSTUR REAGAN AD VÖLDUM ■ Clark og Reagan í reiðtúr í grennd við Camp David. í kjallara vesturálmu amerísku for setahallarinnar ræður William Patrick Clark ríkjum og ber hann starfsheitið öryggismálaráðgjafi, en í raun og veru er hann voldugasti lögreglustjóri í heim- inum. Lögsagnarumdæmi hans er allur heimurinn, starfsmenn hans guðhræddir og vinnusamir andkommúnistar og vopnin eldflaugar, herskip og sprengju- flugvélar. Sá eini sem hann hefur yfir sér og verður að laga sig eftir heitir Ronald Reagan. Það sem yfirmanni hans þykir rétt og satt, lítur Clark svo á að sé einnig rétt og satt handa heiminum öllum. Clark er 51 árs og hann lítur stoltur á sig sem karl af því tagi sem menn kalla „harða í horn að taka.“ Lögreglustjörn- urnar og byssuna átli áður afi Clark, sem á sinni tíð var verndari laganna í héraði í Kaliforníu, hvar mjög var agasamt. Stóð óróamönnum mikill ótti af þeim gamla. Hann hét Robert Clark og þegar Williams var aðeins fimm ára, kom hann honum í læri hjá gallhörðum kúreka að nafni Tom Mix. Varð dreng- urinn síðar lögreglustjóri í smábænum Oxnard. Sónur Patrick Clark, Colin, sem er einn fimm barna hans, er lög- reglustjóri í Orange-héraði við Los Angeles, sem er frægt afturhaldsvirki. Kæmi að því einn daginn að Reagan þyrfti ekki lengur á öryggismálaráðgjafa sínum að halda, mundi hann snúa á ný til Kaliforníu og taka til við ræktun Hereford-nauta. En ekki þúrfti Clark að óttast að hann þyrfti að halda heim í nautaræktina, eftir þau afrek sem hann vann 'í maí sl. Gegn eindregnum ráðleggingum utanríkis- ráðuneytisins, tókst honum að telja forsetann á að Ieggja án fyrirvara fyrir æðstu valdamenn Breta, Frakka, Jap- ana, ítala, Kanadamanna og V-Þjóð- verja yfirlýsingu, sem mjög mundi styrkja stöðu Bandaríkjanna í afvopnun- arviðræðunum við Rússa, ef samstaða fengist um hana. Þetta gerðist á „topp- fundinum" í Williamsburg og allir sex rituðu undir. í stað þess að bíða hinn versta hnekki, eins og spáð var, hlutu þeir Reagan og Clark mikið lof fyrir. Eftir þennan sigur yfir „heybrókun- um“ í stjórnardeildunum, sem Clark fyrirlítur ákaflega, er óumdeilt að hann er næstvoldugasti maður í Bandaríkjun- um. Reagan hefur lagt á hans herðar ábyrgðarmestu úrskurði og ákvarðanir í utanríkismálunum. Það er Clark, en ekki Schulz utanríkisráðherra, sem er formaður hinnar stjórnskipuðu nefndar sem stjórnar afvopnunarviðræðunum í Genf. Hann ákveður hvort og hvenær dregur til tíðinda í nomapottinum í Mið-Ameríku. Aðstoðarmaður hans, Robert McFarlane, er nú aðalsamninga- maðurinn í Austurlöndum nær, eftir að utanríkisráðherrann varð að halda heim frá ísrael og Sýrlandi án nokkurs árang- urs. Hvort Pershing II eldflaugar verða settar upp í V-Þýskalandi, hvort her- menn og herskip verða send til E1 Salvador og Honduras, hvort ísrael fær fleiri eða færri bandarísk vopn, - allt þetta er í höndum þessa manns, sem sá íhaldssami fréttaskýrandi, William Saf- ire, segir um að sé lifandi sönnun þess að oft er straumur í lygnu fljóti. Þessa valdastöðu hefur Clark ekki fengið vegna þess að hann sé valdagírug- ur eða metnaðargjarn. Hin einfalda ástæða fyrir frama hans er blátt áfram sú að hann er einkavinur Reagans forseta. En ekki bara það: Clark er á sömu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.