Tíminn - 01.10.1983, Page 1
Sextánda innkaupakarfa Verðlagsstofnunar - Sjá bls. 16
Bla 1 ð 1 Tvö blöö í dag
Laugardagur 1. október 1983 227. tölublað - 67. árgangur
Sidumúla 15-Postholf 370Reykjavík—Ritstjorn86300—Auglysingar 18300- Afgreidsia og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
SUPPFELAGIÐ SEGIR UPP
ÖLLU STARFSFÓLKI SÍNU!
— „Reiknum með að næstum allir verði
endurráðnir’% segir framkvæmdastjórinn
■ „Ég gcri ráö fyrir að naestum
allir starfsmenn fyrirtækisins
verði ráðnir aftur. Við erum
núna að gera gagngera úttekt á
rekstri fyrirtækisins, sem er
gamalt og stendur traustum fót-
um þrátt fyrir erfiðleika sem við
vonum að séu tímabundnir og
hægt sé að komast yfir með
cndurskipulagningu á rekstrin-
um," sagði Jún Sævar Jónsson,
framkvæmdastjóri Slippfélags-
ins í Reykjavík sem í gær sagði
upp öllum sínum starfsmönnum.
77 talsins, en uppsagnirnar mið-
ast við árainót.
„Það er ekki langt síðan að
starfsmenn félagsins voru næst-
um tvöfalt fleiri og við gerum
okkur vonir um að í framtíðinni
frekar en fækka," sagði Jón.
Hann sagðist ekki geta greint
frá því í smáatriðum í liverju
endurskipulagningin myndi
felast, Ljóst væri þó. að málning-
arverksmiðjan yrði tölvuvædd og
einnig yrði meira notað af tölv-
um í bókhaldi og skrifstofu-
vinnu.
„Við þurfum fyrst og fremst
að stöðva þróun undanfarinnar
ára, en hún hefur veriö sú að
umsvifin hafa minnkað ár Irá ári.
Fólk hcfur hætt störfum og eng-
inn verið ráðinn í staðinn þannig
hefur starfsmönnum fækkað
mj ög á örfáum áru msagði J ón.
-SJÓ
■ Kista Gunnars Thor-
oddsen, fyrrverandi for-
siétisráðherra borin frá
Dómkirkjunni. Steingrím-
ur Hermannsson,forsætis-
ráðherra og Davíð Odds-
son borgarstjóri fara
fremstir. Að baki þeim
eru þeir Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubanda-
lagsins, Gylfi Þ. Gíslason,
fyrrverandi ráðherra,
Pálmi Jónsson alþingis-
maður, Friðjón Þórðarson
alþingismaður, Gunnar G.
Schram, alþingismaður og
Friðrik Sophusson alþing-
ismaður.
Tímamynd - Árni Sæberg
- sjá nánar bls.5
verði hægt að fjölga starfsfólki
HLAUP
¥
I
SKAFTÁ
■ Skaftárhlaup hófst í
gærmorgun og varð þess
vart við bæinn Skaftárdal
um hádegið í gær. Talið
var að vegurinn að Skaft-
árdal myndi lokast í gær-
kvöldi. Vonir standa til að
hlaupið nú verði ekki mik-
ið þar sem lítiö vatn var í
ánni. .
í samtali við Tfmann
sagði Lárus Siggeirsson á
Kirkjubæ að þar hefði
hlaupsins orðið vart um
miðjan dag í gær en hlaup-
ið vteti venjulegá um 12
tíma frá Skaftárdal til
Kirkjubæjar. Lárus sagð-
ist frekar búast við að
þetta hlaup yrði lítið þar
sem kornlítið hefði verið í
ánni fyrir., og lítill snjór.
Lárus sagði að samkvæmt
venju yrði hámark hlaups-
ins eftir 5-6 daga.
Síðasta Skaftárhlaup
byrjaði 5. janúar 1983 og
sagði Lárus að Skaftár-
hlaup væru nokkuð árviss
viðburður. Þau eiga upp-‘
tök sín í sigdæld í Vatna-
jökli, NA af Gríms-
vötnum. - GSH
*
■ - Fra og með deginum i
dag kostar mánaðaráskrift
Tímans kr. 250 og í lausa-
sölu virka daga kr. 20, en
um helgar kr. 22. Grunn-
verð auglýsinga verður frá
og með sama tima kr. 150
pr. dálksentimetra.
Velti bifreid sinni við Hólmsá og skarst mikið á höfði:
ÓK MEÐ GAPANDI HÖFUÐSÁR 30 KM
A HÚSLAUSUM BÍL í KALSA VEÐRI
■ Ungur Vestmanna-
eyingur skarst mikið á höfði
þegar hann velti bfl sínum
rétt vestan við Hóimsá í
Skaftártungum. í veltunni
kastaðist ökumaðurinn út
úr bflnum en farþegi í bfln-
um slapp hins vegar ó-
meiddur. Með hjálp vegfar-
enda var bflnum komið á
hjólin aftur og ökumaður-
inn settist síðan undir stýri
og ók á húslausum bflnum,
í kalsaveðri, með gapandi
höfuðsár, til Kirkjubæjar-
klausturs, um 30 kflómetra
vegalengd, þar sem héraðs-
læknir gerði að sárum hans.
Að sögn Harðar Davíðs-
sonar lögreglumanns á
Kirkjubæjarklaustri liggja
krappar beygjur að brúnni
yfir Hólmsá. Ökumaður
mun hafa ekið fullgreitt og
tók ekki eftir aðvörunar-
skiltum fyrr en of seint
þannig að honum tókst með
naumindum að forða því að
bíllinn lenti í ánni.
Vegna þessa óhapps vildi
Hörður taka fram að skylt er
að kveða til lögreglu í svona
tilfellum ef þess er nokkur
kostur, og þarna var einnig
nauðsynlegt að kalla á
sjúkrabíl. Þaðvar hinsvegar
ekki gert þó fullt af fólki
hafi drifið þarna að.
- GSH