Tíminn - 01.10.1983, Page 4
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
Iðnþróunarverkefni SMS:
FRAMUEIÐNIAUKNING
AÐ MEÐALTAU 16,5%
— á milli áranna 1980 og 1982 hjá þeim fyrirtækjum
er fyrst hóffu adgerdir
■ Eitt af meginviðfangscfnum Iönþró-
unarverkefnis Sambands málm- og
skipasmiöja frá ársbyrjun 1980 hefur
verið sérstakt átak innan málmiðnaöar-
ins sem miöar aö því aö auka framleiðni
greinarinnar en nú er almennt viður-
kennt meðal þróaðra þjóða að ein hclsta
vonin tii aukinna framfara og hagsældar
sé að auka framleiðni á öllum sviðum.
Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir úr
þessu verkefni og voru þær kynntar
blaðamönnum á fundi á Hótel Esju cn
þar var haldin ráðstefna sem á milli
60 -70 manns sóttu úr þessari iðngrcin
til kynningar á annars vegar afrakstri af
skipulcgri skráningu og hinsvcgar útgáfu
SFI flokkunarkerfisins.
Á fundinum kom fram að hjá þeim 14
fyrirtækjum í skipaiönaðinum sem fyrst
hófu aögerðir árið 1980 varð framleiðni-
aukning að mcðaltali 16,5% á milli
áranna 1980 og 1982, að vísu misjafn
milli einstakra fyrirtækja en engu að
síður sýnir þessi niðurstaða að hér er
eftir feykimiklum verðmætum að
slægjast. Þess bcr að gæta að afkoma
fyrirtækja áriö 1982 var lakari en árið
1980 almennt.
Fundinn sátu þeir Steinar Steinsson
formaður verkefnisstjórnar, Jens Vil-
hclmscn frá Norges skipsforskningsin-
stitutt í Osló, Ingólfur Sverrisson verk-
efnisstjóri SMS og tæknifræðingarnir
Brynjar Haraldsson og Pétur Haralds-
son.
Vilhelmsen sagði á fundinum að SFI-
flokkunarkerfið hefði verið tekið upp í
Norcgi 1972 og væri það nú notað í flest
öllum, ef ekki öllum norskum- skipa-
smíðastöðvum auk þess sem fleiri lönd
hefðu tekið það upp.
Aðgerðir
Iðnþróunarverkefni SMS fór fyrst af
stað í skipaiðnaðinum eins og fram er
komið og frá 1980, var þar markvisst
unnið að því að koma verkskráningum í
samræmt og gott lag í tilteknum skipa-
iðnaðarfyrirtækjum. Árangurinn kom
fljótt í Ijós og var skýrari eftir því sem
lengra leið. Á fundinum kom fram að
sum þessara fyrirtækja væru hreinlega
ekki starfandi nú. ef þau hefði ekki
komið inn í þetta dæmi.
Jafnframt því sem unnið var að þess-,
um samræmdu skráningum úti í fyrir-
tækjunum var farið að leita fyrir sér um
samninga eða kaup á flokkunarkerfi sem
komið yrði á fót í sem flestum skipaiðn-
aðarfyrirtækjum. Með því ynnist þrennt.
Fyrirtækið ætti auðveldara með að finna
upplýsingar um fyrri verk og byggja á
þeim föst verð, fyrirtækjunum væri gert
auðveldara með þessu samræmda kerfi
að vinna saman að bæta undirbúning
verka.
Þar sem ekkert slíkt kerfi var til staðar
hérlendis var augunum fljótt beint að
norsku flokkunarkerfi sem Norska
skiparannsóknarstofnunin NSFI hafði
þróað og tekið hefur verið upp víða um
heim. Eftir athugun var ákveðið að
kaupa þetta kerfi og er nú búið að gefa
það út á íslensku og var það kynnt á
ráðstefnunni á Hótel Esju.
- FRI
Sparisjóöur
Reykjavíkur
og nágrennis:
Opnar
fyrsta
útibúið
sitt
■ Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis hefur opnað sitt fyrsta útibú,
Sparisjóðinn Seltjarnarnesi að Austur-
strönd 3 Seltjarnarnesi. Verður útibúið
opið á venjulegum afgreiðslutíma og
veitir almenna þjónustu á borð við
útibú annarra inniánsstofnana.
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis var stofnaður árið 1932 fyrir
forgöngu iðnaðarmanna og hefur meg-
inverkefni sjóðsins alla tíð verið að
lána fé til einstaklinga vegna íbúða-
bygginga, íbúðakaupa eða til viðhalds
og endurbóta á íbúðum.
Láta mun nærri að á 50 ára starfsferli
sínum hafi Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis veitt u.þ.b. helmingi
íbúðaeigenda á starfssvæði sínu
veðlán.
- FRI
Kennara-
samband
íslands:
rrLeita
verður
úr-
skurðar
dóm-
stóla”
■ Vegna blaðaskrifa um ráöningu
Ormars Snæbjörnssontir að Þelamerkur-
skóla, viil stjórn Kennarasambands ís-
lands koma cftirfarandi á framfæri:
„Deilt er um, hvort fyrrverandi
menntamálaráðherra Ingvar Gíslason,
hafi á fullnægjandi hátt gengið frá
ráðningu Orntars Snæbjörnssonar. Ekki
er vitað um hliðstæða deilu áöur og
stjórn K.I. gctur ekki dæmt um hvort
fullyröing fyrrverandi menntamálaráð-
herra, um að hann hafi gengið frá
ráðningu Ormars, stenst. Náist ekki
sættir í deilu þcssari er Ijóst að leita
verður úrskurðar dómstóla. Það er
skylda Kennarasambandsins að gæta
réttar félagsmanna sinna og þurfi úr-
skurð dómstóla til þess, að mati stjórnar
K.Í., er það gert þótt því fylgi jafnan
fyrirhöfn og kostnaður".
Norræna
félagið
þingar
■ Sambandsþing Norræna félagsins
verður haldið að Reykjum í Ölfusi
dagana 1. -2. október n.k. Deildir fé-
lagsins cru nú 41 að tölu og verða
þingfulltrúar um 70 taisins. Sendiherrar
Norðurlanda verða viðstaddir þingsetn-
inguna.
Auk skýrslu sambandsfélaganna eru
lagðarfram lagabreytingar þarsem m.a.
er gert ráð fyrir fjölgun í sambands-
stjórn.
- GSH
■ Hluti starfsmanna og stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í nýja útibúinu.
Tímamynd Árni Sæberg
Yfirlýsing frá
forsætis-
rádherra:
30. september 1983
■ Ynrlýsing frá forsætisráðherra.
Með tilvísun til síendurtckinna árása
Þjóðviljans vegna bifreiðakaupa minna
vil ég taka fram eftirfarandi:
Samkvæmt lögum og reglugerðum
greiðir ríkissjóður reksturskostnað af
bifreið vegna ráðherra. Tvær leiðir eru
heimilar til slíkra bifreiðakaupa.
Annars vegar er heimilt að ríkissjóður
eigi bifreiðina og greiði þá að sjálfsögðu
innflutningsverð hennar (verð án að-
flutningsgjalda). Bifreiðin er hins vegar
ásamt bifreiðastjóra til allra þeirra af-
nota sem ráðherra þarf og reyndar vegna
eiginkonu hans einnig.
Hins vegar er heimilt að ráðherra eigi
bifreiðina sjálfur og greiði þá innflutn-
ingsverð. Sú heimild gildir í 10 rnánuði
p,Aðflutningsgjöld sem
ég hef ekki greitt
verða ekki afskrifuð”
eftir að ráðherra lætur af störfum. Slík
heimild hefur oftast verið nýtt, ánnað
hvort í upphafi ráðherrastarfs eða að því
loknu.
Ég hygg að þessar tvær leiðir hafi
verið farnar nokkuð jöfnum höndum.
Upplýst er að um fjörutíu sinnum að
minnsta kosti síðan 1970 hafa ráðherrar
fest kaup á bifreið sjálfir og þá ekki
greitt aðflutningsgjöld, og sumir oftar en
einu sinni.
Það eru ráðherrar úr öllum þeim
flokkum sem setið hafa t' ríkisstjórn
undanfarin 12 ár. M.a. hafa þegar fimm
ráðherrar úr síðustu ríkisstjórn keypt
bifreið með þessum hætti, þar af fjórir
eftir að þeir létu af störfum.
Ég er ekki í nokkrum vafa um, að rétt
er sem fjármálaráðherra segir í Morgun-
blaðinu í dag, 30. þ.m.,að þaðerstórum
kostnaðarminna fyrir ríkissjóð að ráð-
herra eigi bifreiðina sjálfur. Staðreyndin
er einnig sú, að flestar þær ráðherrabif-
reiðar sem hafa og eru í eigu ríkissjóðs
hafa ekki verið seljanlegar nema fyrir
lítið verð enda mikið eknar og margar
farnar að láta á sjá.
Mér þótti rétt, fyrst og fremst til
sparnaðar í rekstri, að losa mig við þá
stóru bifreið sem ég ók áður, en fá í
staðinn aðra, sem væri minni og spar-
neytnari. Á meðan ríkissjóður rekur
bifreiðina er það að sjálfsögðu hann sem
hagnast á því.
Fullyrðingar Þjóðviljans þcss efnis, að
ég muni fá afskriftir af fullu verði
bifreiðarinnar eru varla svaraverðar.
Mér hefur aldrei dottið slíkt í hug. Að
sjálfsögðu verða ekki aðflutningsgjöld,
sem ég hef ekki greitt afskrifuð. Með því
getur Þjóðviljinn fylgst ef hann óskar.
Að um sé að ræða einhverja sérstaka
„lúxus" bifreið vísa ég á bug. Þetta er
lítill og sparneytinn jeppi. Sem slíkur
hefur hann þann kostinn umfram þá
stóru en jafnframt ýmsa ókosti eins og
hverjum manni má vera Ijóst.
í þessum bifreiðaskiptum hef ég gert
það sem ég hef talið réttast og m.a.
hagkvæmt fyrir ríkissjóð. Með þau hef
ég ekki farið í neinar felur enda engu að
leyna. Ég hef í öllu farið að þeim lögum
og reglum, sem gilda. og mun gera það
áfram.
Steingrímur Hermannsson