Tíminn - 01.10.1983, Qupperneq 12
Aðalfundur
blakdeildar HK
■ AðalfundUr Blakdeildar HK, i
Handknattleiksfélags Kópavogs, verð-
ur haldinn nú á mánudagskvöld, -3.
október að Hamraborg 1, niðri, Kópa-
vori. Fundurinn hefst klukkan 19.30.
Á dagskránni eru venjuleg aðalfundar-
störf.
- SÖE
Blakið byrjar á morgun
■ Blakið byrjar á morgun hér á
landi, þá verður Reykjavíkurmótinu
blakað af stað. Þrír leikir eru þá á
dagskrá, í íþróttahúsi Hagaskóla.
Klukkan 19.10 hefst aðalviðureign
mótsins, að því er talið er, Þróttur og
fS í kvennaflokki klukkan 21.50. Næst
er svo leikið á sunn udag eftir viku.
-SÖE
El 1 1 H
Valur sigradi
KA verdskuldað
á Akureyri
■ KA-menn fengu Val í heimsókn í
annan leik sinn í 1. deildar-keppninni í
handknattleik í gxrkvöldi. Lokatöiur
leiksins urðu 23:18 Val í vil og þóttu þau
úrslit eðlileg miðað við gang leiksins.
KA hafði forystu fram í miðjan fyrri
hálfleik en þá tóku Valsmenn mikinn
kipp og höfðu yfir í hálfleik, 14:9. Síðari
hálfleikur var jafn, þótt Valsmenn hefðu
undirtökin og KA náði að minnka mun-
inn undir lok leiksins í 23:18. Öruggur
sigur Valsmanna í prúðmannlega
leiknum og fremur tíðindalitlum leik, að
sögn Magnúsar Gauta Magnússonar,
markvarðar KA. Magnús Gauti má hins
vegar minnast þessa leiks sem merkra
tímamóta því hann var að leika sinn
þrjúhundruðasta leik með meistara-
flokki KA á fimmtán ára ferli sínum.
Var honum færður minjagripur frá
félaginu í upphafi leiks. Magnús taldi
ekki ástæðu til þess að nefna einn
leikmann öðrum fremur - liðin hefðu
verið jöfn. Næsta leik eiga þeir norðan-
menn á heimavelli eftir hálfan mánuð.
Körfubolti
um
helgina
Helgarskákmót
r
a
Fáskrúðsfirði
■ Næsta helgarskákmót verður hald-
ið á Fáskrúðsfirði um komandi helgi.
Hefst mótið á föstudaginn og lýkur á
sunnudag. Þetta verður 20. helgar-
skákmótið en þau hafa notið mikilla
vinsælda og eru orðinn fastur liður í
skáklífi íslendinga. Með tilkomu
þeirra hefur skákmönnum um allt land
gefist kostur á að etja kappi við
færustu skákmenn landsins og margir
ungir og efnilegir skákmenn hafa þar
komið fram á sjónarsviðið.
Það er tímaritið Skák sem gengst
fyrir helgarskákmótunum og þátttöku
ber að tilkynna þangað í síma 31391 og
31975.
-JGK
■ Um helgina lýkur Reykjavíkur-
mótinu í körfuknattleik. Tveir leikir
eru í Meistaraflokki karla í dag og einn
í meistaraflokki kvenna, annar
skammtur eins á morgun. Að sjálf-
sögðu leikið í íþróttahúsi Hagaskóla. í
dag klukkan 14.00 keppa ÍR og KR í
karlaflokki, þá Valur og ÍS. Að lokum
klukkan 17.00 í kvennafloki, ÍR og ÍS.
- Á morgun klukkan 14.00 KR og
Fram í karlaflokki, þá ÍR og Valur,
sem verður að öllum líkindum úrslita-
leikur mótsins, þau lið eru fyrir helgina
ein taplaus. Sá hefst klukkan 15.30.
Að lokum klukkan 17 í kvennaflokki,
ÍR og KR.
- SÖE
Hornamennirnir
Hættu lega st i r
í liði Kolbotn,sem leikur gegn Víkingi á morgun
I í liði Kolbotn, norsku meistaranna í 108 landsleiki fvrir Nnrömenn no hefitr haWi SO lanrlílpiti fvrir Nnrri
ÍTiði Kolbotn, norsku meistaranna í
handknattleik, sem Ieika gegn Víkingi á
morgun klukkan 20.00 í Laugardalshöll
í Evrópukeppni Meistaraliða í hand-
knattleik, eru hornamennirnirtveir tald-
ir hættulegastir. Þeir skora flest mörk
liðsins, og eru báðir lykilmen í norska
landsliðinu. Þar fer framar í flokki
hinn skotfasti
Vidar Bauer,
sem leikið hefur
108 landsleiki fyrir Norðmenn, og hefur
sjaldan verið betri en nú. í hinu horninu
er hinn ljóshærði Svein Storkaas, upp-
rennandi stjama norskra, hann hefur
leikið 13 landsleiki.
Kolbotn hefur spilandi
þjálfara. Sá heitir Gunnar
Helgevold, og flokkast
undir einn þeirra „gömlu“.
Hann þykir meinseigur
refur á velli, enda
á hann að
baki 50 landsleiki fyrir Noreg. Annar
gamall, en þó í fullu fjöri og aðalmaður
í landsliðinu er markvörðurinn Björn
Steive, á að baki 117 landsleiki. Þá er
varamarkvörðurinn ungur og upprenn-
andi, Halvor Dahl með 14 landsleiki að
baki. Þá leika í liðinu landsliðsmennirnir
Tom Staberg með 5 landsleiki, Runar
Bauer með 4 landsleiki og hínn ungi
Geir Brekke, sem á að baki 4 unglinga-
landsleiki. Ekki má heldur gleyma aðal-
skyttu liðsins, Lars Christian Haneborg,
sem hefur yfir ótrúlegum skotkrafti að
ráða, segja fróðir, og á að baki 31
landsleik fyrir Noreg.
- Það fer ekki milli mála að hér fer
besta félagslið Norðmanna, og mega
víkingar aldeilis spila út ásunum sinum
ámorgun... -SÖE
Steinar Birgisson í kröppum slag. Nær hann ásamt
félögum sinum að stöðva hina illvígu hornamenn
Kolbotn, ásamt stórskyttunni Haneborg?
,Norömennirnir
höfðu heima-
dómara með sér”
■ - Norðmennirnir höfðu dæmigerða heimadómara með
sér í leiknum í Kolbotn", sagði Hörður Harðarson, Víkingur
er rætt var við hann um leik Víkings og Kolbotn á morgun.
„Þeir unnu okkur á þessu þar, en hér eigum við alla
möguleika á að taka þá“ sagði Hörður, en hann er nú fyrst
að vinna sér fast sæti í Víkingsliðinu, eftir rúmlega tveggja
ára dvöl. Hörður lék áður í Haukum í Hafnarfirði við góðan
orðstír, og lék m.a. landsleiki fyrir þeirra hönd. Hörður var
einn aðalmanna Víkinga í leiknum úti, skoraði tvö mörk í
lokin og fiskaði tvö vítaköst, eftir að skyttumar Sigurður
Gunnarsson og Viggó Sigurðsson voru teknar úr umferð.
„Ég tel að við eigum alla möguleika gegn þessu norska
liði. Staðreynd málsins er, að þeir höfðu dæmigerða
heimadómara í Kolbotn. Það kom berlega í ljós þegar ég
komst í hraðaupphlaup í lok fyrri hálfleik, stökk upp við
punktalínu, og markið blasti við mér. Þá reif sænski
leikmaðurinn í liði Kolbotns í hendi mér og ég skall með
hnakkann í gólfið. Þetta var óvenju ruddalegt brot og sá
brotlegi verðskuldaði útilokað og við víti. En því var ekki
að heilsa - þeir létu sér nægja að dæma aðeins fríkast," sagði
Hörður.
„Þessi leikur endurtók sig í lok leiksins. Þá komst ég í gegn
um vörn Kolbotns og aftur var rifið aftan í hendina. Þeir eru
miklir klaufar í brotum og ég reikna með að tekið verði
harðar á brotum þeirra í Höllinni. Við höfum æft vel
stöndum nær góðum leik en í Noregi - erum reiðubúnir að
taka á móti þessu norska liði.“ - SÖE
Norsk
blöð
— með leikinn,
en óttuðust
að forystán
væri ekki nóg
■ Norsk blöð hrósuðu mjög Kolbotnlið-
inu lyrir fyrri leik þess gegn Víkingi í
Evrópukeppni-meistaraliða í handknattleik
sem leikinn var í Kolbotn. Blöðin sögðu,
að Koibotn hefði leikið sinn langbesta leik
í vetur, og að sigur vxri frábxr árangur
gegn íslensku liði. Helst skammast norskir
blaðamenn yfir því í skrifum sínum um
leikinn, að Norðmennirnir bafi sofnað á
verðinum, þegar þeir höfðu náð 5 marka
forystu í leiknum, því tveggja raarka for-
skot sé hxttulega lítið í veganesti fyrir
leikinn í Rcykjavík.
„Gífurlegur hraði - návígi þar sem
ekkert var gefið eftir - slagsmál og munn-
söfnuður. Viðureign Víkings frá íslandi og
Kolbotn var hrein orusta. Kolbotn notfærði
sér slæman kafla íslenska liðsins í lok fyrri
hálfleiks og náði forustu, sem hefði átt að
nægja í 2 umferð. En þeir náðu ekki að
halda hinu góða forskoti og ferðast til
Islands með tvö vesæl mörk til að reiða sig
á,“ skrifaði norska Dagbladet.
„Kolbotn lék sinn besta leik - en reynist
það nóg,“ skrifaði norska Arbeiderbladet.
Blaðið heldur áfram: „Möguleikar Kol-
botns á að komast í 2. umferð Evrópu-
keppni meistaraliða urðu ef til vill að engu
á þremur síðustu mínútum leiksins. Einum
víkinganna var vísað af leikvelli en Kolbotn
náði þrátt fyrir það ekki að auka við forustu
sína. Það var ánægjulegt að Kolbotn vann
með tveimur mörkum, 20-18 og það var
ánægjulegt að liðið lék sin besta leiki vetur
- en verður það nóg þegar liðin mætast í
Reykjavík? _ söE
Forsala á leik
Víkings og
Kolbotn
■ Forsala aðgöngumiða fyrir leik Víkings
og Kolbotn verður frá Idukkan 13-16 í dag
■ LaugardaLshölIinni, og miðasala hefst
klukkan 17.00 á morgun. Leikurinn sjálfur
hefst klukkan 20.00.
- SÖE
Þór vann Breiða-
blik lettilega!
■ Þór Vestmannaeyjum vann mikilvægan sigur
á liði Breiðabliks í 2. deildarkeppninni í
handknattleik er leikið var í íþróttahúsinu ad
Varmá í Mosfellssveit í gærkvöldi. Leikslok
urðu 24-18 fyrir Vestmannaeyingana.
í hálflcik var staðan 10-8 fyrir Þorberg Aðal-
steinsson og félaga og var fyrri hálfleikurinn
tiltölulega jafn. I síöari hálfleik meiddist svo
besti maöur Breidabliks, Kristján Gunnarsson
og var borinn af velli. Eftir þaö var ekki spurning
um hvort liðiö sigraöi. Þrátt fyrir að Blikar tækju
atkvæðamestu menn Þórs, þá Þorberg og Gylfa
Birgisson, nægöi þad ekki og lokatöiur uröu sem
fyrr segir 24-18. Gylfi skoraöi 8 og Þorbergur 7
fyrir Þór en Kristján var markahæstur Blika med
7 mörk. _Jó|.
Handbolti um
■ f dag eru tveir leikir í annarri deild
karla í handbolta, og fjórir í þriðju
deild karla. Þá er fyrsti leikurinn í
kvennaflokki í dag á fslandsmótinu.
1 ídagleikaÍRogÞórfráVestmanna-
eyjum í Höllinni í Laugardal klukkan
14.00 í 2 deild karla, og strax á eftir
Frám og Reynir f sömu deild. Að þeim
leik loknum taka við í Höllinni, klukk-
an 16.30, Ármann og f A. Að auki eru
í þriðju deild karla auk þess leiks
Týr og Ögri í Eyjum klukkan 14.00,
helgina
Skallagrímur og Keflavík'í Borgamesi
,á sama tíma, og Selfoss og Afturelding
á Selfossi. - I annarri deild kvenna
keppa á Selfossi Selfoss og Keflavík
strax á eftir karlaleiknum, klukkan
15.15.
Á morgun er svo miðdepill íþrótta-
viðburða helgarinnar hérlendis,
Evrópuslagur Víkings og Kolbotn.
Hann hcfst í Hollinni klukkan 20.00
annað kvöld.
-SÖE
<wmm
. . . af ylvolgu þríggja koma
körfubrauðunum frá Samsölubrauðum
Omlssandí brauð til morgunverðar
- jafrit og í nestíspakkann.
Hollusta og grófleíkí eínkenna nÝju
þríggja koma körfubrauðín.