Tíminn - 01.10.1983, Page 14

Tíminn - 01.10.1983, Page 14
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983 Búvélar á haustverði Eigum örfáar eftirtalinna véla á góðu verði og greiðslukjörum. Ath. söluskattur hefur verið felldur niður af landbúnaðarvélum. firnnl MÚGAVÉLAR: * Sprintmaster 6 hjóla kr. 42.500. 5 hjóla kr. 24.100.4 hjóla kr. 19.200 Áburðardreifarar 3001. kr. 14.600. HEYÞYRLUR: 4ra stjörnu 4 arma dragtengd kr. 43.800 4ra stjörnu 6 arma dragtengd kr. 45.400 4ra stjörnu 6 arma lyftutengd kr. 52.000 =4=i\ew hollai\d SLÁTTUÞYRLUR j m/festingum fyrir grasknosara kr. 45.400 SLÁTTUÞYRLUR I m/grasknosara kr. 68.100 HEYBINDIVÉL 370 kr. 146.000 HEYBINDIVÉL 378 kr. 160.000 RÚLLUBINDIVÉL 841 kr. 226.000 FÆRIBÖND verð breytilegt eftir lengdum FJÖLNOTAVAGN m/mykjudreifarabúnaði kr. 72.000 SLÁTTUTÆTARAR m/barkastýringu vbr. 145 cm. verð kr. 56.700 RÖICE bagga 20rúmm. kr. 43.000 VAGNAR KVERNELAND Gnýblásarar kr. 48.000. Globusr LAGMCLI 5, SÍMI 81555 messuri Guðsþjónusta í Ásprestakalli ■ Á morgun sunnudag kl. 2 verður guðsþjónusta í nýbyggingu Áspresta- kalls við Vesturbrún. Kirkjukór Áskirkju mun leiða söng undir stjórn i Kristjáns Sigtryggssonar organista og sr. ; Árni Bergur Sigurbjörnsson flytur hug- vekju. Þetta verður í þriðja sinn sem söfn- juðurinn kemur saman í nýbyggingunni til helgihalds. Nú er innrétting hússins langt á veg komin og vonir standa til að kirkjan verði vígð fyrir næstu jól. Vissu- lega er fjár vant eins og löngum í sögu byggingarinnar, en bjartsýni, fórnarlund og velvild sóknarbarna hefur ekki skort. Svo mikið er víst að fáa þeirra sem komu til guðsþjónustu í Áskirkju svalan haust- dag fyrir tveim árum hefur þá grunað að fjórum misserum síðar yrði kirkjuskipið nær fullgert. Að svo er komið er miklum fjölda vina kirkjunnar að þakka og er óskandi að sem flestir þeirra leggi leið sína í Áskirkju næsta sunnudag til að gleðjast yfir því sem unnist hefur og þakka Guði, sem húsið er reist til dýrðar. Eftir guðsþjónustuna verður safnaðar- félag Asprestakalls með kaffisölu í Norðurbrún 1, þar sem söfnuðurinn hefur nú aðstöðu fyrir starfsemi sína. Þar verður reitt fram veislukaffi, og Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri mun lýsa fyrirhuguðu umhverfi kirkjunnar. - BK Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 2. Organleikari Jón Mýrdal. Ath. breyttan messutíma, sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Ásprestakall Guðsþjónusta i nýbyggingu Áskirkju við Vesturbrún kl. 2. Kaffisala safnaðarfélagsins i Norðurbrún 1 eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall iMessa í Breiðholtsskóla kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson skólaprestur prédikar. Ungt fólk 'aðstoðar. Altarisganga. Sr. Lárus Halldórs- son. Bústaðakirkja Barna og fjölskylduguðsþjónusta í Bústöðum kl. 11. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Messa kl. 11. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Félagsstarf aldraðra hefst á mið- vikudaginn kl. 2. Æskulýðsfélag Bústaða- kirkju, fundur miðvikudagskvöld kl. 8.30. Sr. Ölafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í iKópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kris- tjánsson. Dómkirkjan Messa kl. 11. Ferming og altarisganga. Fermdar verða Katrín Auður Sverrisdóttir Hvassaleiti 41 og Valgerður Halldórsdóttir, Smáraflöt 30, Garðabæ. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Messa kl. 2. Ferming og altaris- ganga. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Dómkórinn syngur. Sr. Þórir Stephens- en. Elliheimilið Grund Messa kl. 10. sr. Lárus Halidórsson. Fella-og Hólaprestakall Ferming og altarisganga íBústaðakirkju kl. 2. Sr. Hreinn Hjartarson. Frikirkjan ■ Reykjavík Fyrsti fermingartíminn í kirkjunni laugardag- inn 1. okt. kl. 14. Almenn guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvattir til að koma. Þeir sem gefa Bibiíur á hótel, í skóla og á sjúkrahús (Gideon félagar) koma í heimsókn og taka samskot við kirkjudyr. Organleikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Guðsþjónusta kl. 2. Altarisganga. Fermdur verður Hjörleifur Hreiðar Steinarsson, Kleppsvegi 68. Alihenn samkoma n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. Ilallgrimskirkja Messa kl. 11. Altarisganga. Organleikari Hörður Áskelsson. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kirkjuskóli barnanna er í Safnaöarheimilinu á sama tíma (kl. 11). Börnin komi fyrst í kirkjuna og taki þátt í upphafi messunnar. Þriðjud. 4. okt., fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30 beðið fyrir sjúkum. Spilakvöld kl. 20.30 til ágóða fyrir kirkjubygginguna. Miðvikudagur 5. okt. Náttsöngur kl. 22.00 Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveins- son. Messa kl. 2. Ath breyttan tíma. Ferming. Prestarnir. Kársnesprestakall Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jón Stef- ánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónss. Ferm verða Chiem Tai Shill, Keilugranda 4, Kristín Pétursdóttir, Skeiðar- vogi 157 og Þorbjörg Stefanía Þorsteinsdótt- ir, Sunnuvegi 9.Safnaðarstjórn. Laugarneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Skírn. Kl. 14, fermig á vegum Laugamessog Seljasóknar. Þriðjudagur, bænaguðsþjónusta kl. 18. Föstudag opið hús fyrir aldraða kl. 14.30 Sr. Ingólfur Guðmundsson. Neskirkja Laugardagur 1. okt. Félagsstarf aldraðra kl 15. Sýndar litskyggnur úr austurlandsferð inni. Fjarða- og klettakórinn sýngja. Spurn ingakeppni. Sr. Frank M. Halldórsson Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónsson (ath breyttan tíma) Miðvikudagur, fyrirbænam essa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs son. Seljasókn Fermingarguðsþjónusta verður í Laugar- neskirkju kl. 14. Ath. að guðsþjónustan í Ölduselsskóla fellur niður, vegna fermingar- innar. Fimmtudagur 6. okt. fyrirbænasam- vera Tindaseli 3 kl. 20.30. Sóknarprestur. Árbæjarprestakall Væntanleg fermingarbörn í Árbæjarsókn á árinu 1984 eru beðin að koma til skráningar og viðtals í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar fimmtudaginn 6. okt., stúlbur kl. 6 s.d. en dregir kl. 6.30, og hafi börnin með sér ritföng. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprestakall Væntanleg fermingrbörn mæti í Langholts- skóla kl. 4. miðvikudaginn 5. okt. og hafi með sér ritföng. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Breiðholtsprestakall Fermingarbörn í Breiðholtssókn 1984 komi til innritunar í anddyri Breiðholtsskóla (hjá salnum) þriðjudaginn 4. október milli kl. 16 og 17. Sr. Lárus Halldórsson. Bústaðakirkja Væntanleg fermingarbörn eru beðin að mæta í kirkjunni þriðjudaginn 4. okt. kl. 6 s.d. og hafi með sér ritföng. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. Digranesprestakall Þau börn í Digranesprestakalli sem eiga að fermast 1984 eru beðin að koma til innritunar í Safnaðarheimilið við Bjarnhólastíg mið- vikudaginn 5. okt. kl. 3-5. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Fermingarbörn sr. Þóris Stephensen komi í kirkjuna mánudaginn 3. okt., kl. 5 s.d. en fermingarböm sr. Hjalta Guðmundsson komi í kirkjuna 4. okt. kl. 5 s.d. Börnin eru beðin að hafa með sér skriffæri. Fella-og Hólaprestakall Fermingarbörn ársins 1984, sem ekki hafa þegar verið innrituð, komi til viðtals í skrifstofu mína í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg þriðjud. 11: okt. frá kl. 5-7. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Vorfermingarbörn 1984 í Grensásprestakalli komi til viðtalsogskráningar í Safnaðarheim- ili Grensáskirkju við Háaleitisbraut miðviku- daginn 5. október milli kl. 5 og 6 s.d. Sr. Halldór S. Gröndal. Frikirkjan í Reykjavík Fermingrbörn ársins 1984 eru beðin að koma í kirkjuna við Fríkirkjuveg, laugardaginn 1. október kl. 14. Börnin hafi með sér Nýja testamentið, fermingarkverið: Líf með Jesú, stílabók og penna. Sr. Gunnar Björnsson. Haligrímsprestakall Væntanleg fermingarbörn í Hallgrímskirkju eru beðin að koma til innritunar miðvikudag- inn 5. okt. kl. 6. Sr. Karl Sigurbjörnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Fermingarbörn ársins 1984 komi til viðtals og skráningar í kirkjunni þriðjudaginn 4. októ- ber kl. 6. s.d. og hafi með sér ritföng. Prestarnir. Kársnesprestakall Fermingarbörn 1984 komi í Kópavogskirkju, miðvikud. 5.=okt. kl. 6. s.d. Sr. Arni Pálsson. Langholtskirkja Fermingarbörn Langholtssóknar 1984 mæti til innritunar þriðjudaginn 4. okt. kl. 18.00 í Safnaðarheimilinu við Sólheima. Sr. Sigurð- ur H. Guðjónsson. Laugarneskirkja Fermingarbörn ársins 1984 komi til viðtals í kirkjuna þriðjudaginn 4. okt, og miðvikudag- inn 5. okt. milli kl. 16 og 17. Sr. Ingólfur Guðmundsson. Neskirkja Væntanleg vorfermingarbörn í Ncssókn komi til skráningarog viðtals í kirkjunni n.k. föstudag7. okt. milli kl. 13ogl5. Prestarnir. Seljasókn Fermingarbörn Seljasóknar mæti í Öldusels- skóla þriðjudaginn 4. okt. kl. 20.00 og í Seljaskóla miðvikudaginn 5. okt. kl. 20.00. Vinsamlega komið með skriffæri. Sóknar- prestur. Kirkjaóháða safnaðarins Sr. Emil Björnssonbiðurvæntanlegferming- arbörn í Óháða söfnuðinum árið 1984 að koma til viðtals í kirkju Óháða safnaðarins kl. 5.30. fimmtudaginn 6. okt. Stokkseyrarkirkja Barnamessa kl. 11. Sr. Úlfar Guðmundsson Gaulverjabæjarkirkja Messa kl. 2. Sr. Úlfar Guðmundsson Prestari Reykjavíkurprófastsdæmi, hádegis- fundur í Norræna húsinu mánudaginn 3. október Félag einstæðra foreldra - Framhaldsflóamarkaður ■ Vegna fjölda áskorana og mikillar eftir- spumar verður framhaldsflóamarkaður í Skeljanesi 6 helgina 1. og 2. okt. frá kl. 14. Mikið hefur bæst við. Ath: Ekkert kostar meria en 100 kr. Vetrarstarfíð í Bústaðakirkju ■ Á sunnudaginn hefst bamastarfið í Bú- staðasókn. Fylgir þar gamalli hefð að öðru leyti en því, að þar sem fermingar fara fram í kirkjunni tvo fyrstu sunnudaga október, verða barna og fjölskyldusamkomurnar í Bústöðum, og hefjast kl. 11 árdegis á sunnudagsmorgni og verður þannig í vetur. Á miðvikudaginn hefst einnig félagsstarf aldraðra og verður á miðvikudögum í vetur og með svipuðu sniði og fyrr. f sumar hafa verið farnar ferðir, sem notið hafa mikilla vinsælda og fótsnyrting fyrir aldraða er þegar hafin í safnaðarheimilinu. Um fótsnyrtingu sem annað starf fyrir aldraða gefur frú Áslaug Gísladóttir frekari upplýsingar í síma 32855. Og sérstaklega era þeir, sem þurfa á aðstoð að halda við að komast til samvera- stundanna, beðnir um að láta vita af sér, og verður þá reynt að koma til móts við þá. Einnig eru þeir, sem vildu fá heimsókn á vegum safnaðarins, beðnir um að láta vita af sér í síma kirkjunnar, 37801. Á miðvikudagskvöldum verður einnig fundur í Æskulýðsfélagi Bústaðakirkju. Standa vonir til, að æskulýðsstarfið geti staðið með góðum blóma, þar sem söfnuður- inn hefur kallað aðstoðarprest til þess að sinna þeim málum sem og því öðra, sem henni er falið. Er það séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sem þegar hefur kynnzt mörgum í söfnuðinum og er þegar virt vel fyrir áhuga sinn, dugnað og hæfileika. Þá verður einnig tekin upp að nýju barna- gæzla við messumar kl. 2 síðdegis. Heild- verzlun Ingvars Helgasonar hefur á liðnum áram gefið kirkjunni gott safn leikfanga, sem verða til afnota fyrir börnin á meðan eldri meðlimir fjölskyldunnar taka þátt í messunni í kirkjunni. Ungmenni úr æskulýðsfélaginu mun annast bömin og segja þeim sögur. Messurnar færast til kl. 2 síðdegis frá og með sunnudeginum 9. október, en þa mun séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predika og MUNK) UNDiRSKRIFTASOFNUNINA TREtSIVJM GWR9I TWGGOUM SAMNINGíRtTr A lmrr lil m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.