Tíminn - 07.10.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.10.1983, Blaðsíða 5
* * T a ♦ t> * (iv - 1 *. ***> >. >'• FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 fréttir Hvers vegna er þessi ótrúlega mikli munur á tölum Umferðarráðs og Slysadeildar Borgarspítalans: „ÉG RENGI TÖUIRNAR OG TRÚI ÞEIM EKKI” — segir Sigurður Ágústsson, sem sér um slysaskráningar hjá Umferðarráði Tölur Umferðarráðs: „Ein- göngu slys sem lög- reglan skráir” - segir Óli H. Þórdarson, framkvæmda- stjóri ráðsins ■ „Satt að segja er þctta mjög einfalt mál og alls ekki eins og sumir vilja vera láta, þ.e. að Umferðarráð sé að hylma yfir eitt né neitt í þessu sambandi. Fyrst ogfremst er skýring- in sú, að á Slysadeild koma hvers konar tilvik sem snerta umferðarslys á einn eða annan hátt, sama hversu lítil þau cru, og í mjög mörgum slíkum tilvikum er ekki kallað á lögreglu. en þau slys sem Umferðar- ráð skráir eru cingöngu slys sem lögreglan skráir - við söfnum saman upplýsingum frá þeim. Bara þetta atriði getur munað tugum og jafnvel hundruðum í tölum“, sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, spurður um ástæður ó- samræmisins í tölum Umferðarráðs og Slysadeildar Borgarspítala um umferðarslys. „Já, ég get tekið undir það með þér að það er dálítið merkilegt að svo mikill munur komi fram í flokki meiriháttar meiðsla og við höfum ckki alveg á borðinu skýringar á þeim mun“, sagði Óli, spurður um u.þ.b. fjórfaldan mun á fjölda þeirra sem hlotið hafa meiriháttar meiðsli. „Þetta. er mjög leiðihlcgt ósamræmi sem þarna kemur fram og hefur verið rætt um það cftir þessa ráðstefnu að það þurfi að setjast niður og rcyna að finna einhverskonar samnefnara á þetta og þá fyrst og fremst varðandi alvarlegu slysin,“ sagði Óli. Hann benti á að samkvæmt skil- greiningunni skráiUmferðarráð slys á allt öðrum forsendum en Slysa- deild. „Við skráum einungis það sem lögreglan skráir, sem er alþjóðleg skilgreining sem á að vera eins í öllum löndum. Ég held því að í frmtíðinni veðri jafnvel skráðar tvennskonar tölur - annars vegar þær sem lögreglan skráir og hins vegar slys sem koma á sjúkrahúsfn1'. - HEI. ■ „Ég veit um könnun Bjarna Torfa- sonar og þessar spekúlasjónir þeirra læknanna, en fyrir mitt leyti trúi ég því ekki að svona mikill munur sé á skrán- ingu. Bjarni kemur heldur hvergi með staðfestingu á því að þetta séu allt umferðarslys", sagði Sigurður Ágústs- son hjá Umferðarráði.spurður um hinn mikla mun á skráningu umferðarslysa hjá þeim og hins vegar Slysadcild Borg- arspítaians. „Hann segir það jú, en við höfum ákveðna skilgreiningu á því hvað sé umferðarslys. Það sem við tökum upp er þegar lögregluþjónn fer á staðinn og gerir skýrslu um slysið. Ég veit hins vegar ekki hvaða skilgreiningu stúlkurn- ar sem taka á móti fólki á Slysadeild og skrá niður ástæður slyssins, fara eftir um hvað sé umferðarslys. Ég hef rætt við þessa menn á slysadeild og er sannfærður um að enginn ábyrgur aðili á Slysavarð- stofunni hefur neina skilgreiningu til að fara eftir hvað viðkemur umferðaslysa- skráningu. í öðru lagi finnst mér furðu- legt að það skuli geta orðið svona mörg óhöpp eins og þessar skýrslur þeirra segja“, sagði Sigurður. - Nú segist Bjami nota sömu viðmiðun og þið, um hvað telja beri meiriháttar meiðSjOg þar verður munurinn mestur. Á ykkar skýrslum eru 262 meiriháttar meiðsl árið 1975, en samt koma 988 með meiriháttar meiðsl af völdum umferðar- slysa á Slysadeild það sama ár,og eru þá ótaldir þeir sem bæst gætu við þá tölu úti á landsbyggðinni. Munurinn virðist því a.m.k. vera Ijórfaldur. Rengir þú þá þessar tölur? - Já, ég rengi þær, þetta er svo geysilegur munur.. Bjarni verður að færa rök fyrir því við hvað hann miðar. Hann hefur að vísu allar skilgreiningar frá okkur og ætti því að geta farið eftir þeim - og hefur sagt mér að hann geri það - en ég bara trúi því ekki. Ég veit að það eru veikir punktar í þessu hjá okkur. Skýrslur geta farið fram hjá lögreglunni þegar þeir eru að færa slys inn á okkar skýrslur og eins getur farið svo að þeir mislesi, þannig að þeir lesi úr skýrslu sem minniháttar meiðsl það sem eru kannski meiriháttar meiðsl - ég hef orðið var við það. Eins geta skýrslur týnst niður eða ekki komið 2000 1 500 1 000- 5 00 Number (Umferðarslys á Slstsad.)| Present material 1975 (Skýrslur Umferðarráðs) | lceland 1975 3 3 9 Killed Seriously injured Slightly injured Total fram hjá okkur fyrir vangá eða kannski slóðaskap lögreglunnar úti á landi, þ.e. að þeir sendi okkur ekki skýrslur sem ættu að koma til okkar. En þetta geta ekki orðið svona stórar tölur. Erlendis þykir það líka nokkuð gott ef lögregian nær til 50% umferðarslysa. En ég held að þar séum við miklu hærri, náum í allt að 85-90% af umferðarslys- um. - í skýrslum Bjarna kemur fram að 442 slasaðir bílstjórar hafi komið á Slysadeild á sama tíma og ykkar skýrslur segja ekki nema 222 á öllu landinu? - Það er eitt í þessu sem sérstaklega viðkemur bílstjórunum, að þeir geta meitt sig án þess að lögreglan komi neitt nærri, m.a.s. lent í alvarlegum brotum- keyrt út af eða hvað eina, án þess að lögreglan komist að því. Þessvegna gæti verið töluvert um þetta. Ég er hins vegar dálítið hræddur við þetta að sumu Jeyti, þ.e. að læknarnir skuli vera að þessu, ef það kemur upp að menn geti ekki leitað sér læknishjálp- ar nema að það sé allt skráð og gert opinbert. Bílstjórar fara þá kannski að forðast að leita sér læknishjálpar ef þeir eiga á hættu að lenda í klóm lögreglunn- ar. - í ykkar skýrslur koma sömuleiðis 22 reiðhjólaslys umrætt ár, en samkvæmt tölum Bjarna leituðu 305 á slysadeild vegna reiðhjólaslysa og þar af nxr 60 vegna áreksturs við bíla? - Þá hafa þau ekki verið tilkynnt til lögreglu. En ég get fallist á það sem viðkemur reiðhjólum. Ég man t.d. ekki eítir því í áraraðir að skráð hafi verið umferðarslys á þann veg að reiðhjóla- maður hafi keyrt niður gangandi vegfar- anda; en er þó viss um að það hafi oft átt sér stað að krakkar á hjóli hafi ekið á gangandi vegfarendur og jafnvel meitt þá að einhverju leyti. - En fáið þið ekki skýrslur Slysadeild- ar? - Ég á hérna allar skýrslurnar frá Borgarspítalanum. En þetta er svo ófull- komin skýrslugerð hjá þeim að það er engin leikur að átta sig á hvað er hvað. Slösuðum er gefið númcr og meðferð er gefið númer. En tölurnar eru hins vegar svo óljósar varðandi það hvort læknir hafi nokkuð snert við þcim slasaða eða kannski bara litið á hann. Talan 17 þýðir t.d. „engin meðferð" þó læknirhafi samt litið á viðkomandi og jafnvel farið með hann í myndatöku. - Úr því að svona mikið misræmi kemur fram í þessum tölum og ykkar tölur eru notaðar t.d. í áróðursskyni, er þá ekki ástæða til að breyta eða endur- skoða þessar slysaskráningar að ein- hverju leyti? - Ég er búinn að starfa við þetta í um 40 ár og hef þó varla nokkurn tímann orðið var við að þessar tölur séu notaðar á nokkurn hátt til að vinna að úrbótum í þessum efnum, sagði Sigurður Ágústs- son. Þess má geta að skráðir slasaðir í umferðarslysum hjá slysadeild voru 1.633 á síðasta ári. Sjónvarpsáhorfendur liafa hins vegar sjálfsagt tekið eftir auglýsingu Samvinnutrygginga, þar sem stuðst er við slysatölur Umferðarráðs um 711 skráða ^lasaða í umferðarslysum á síðasta ári. - HEI. Sýningarsalurinn Bíldshöfða 8 (Við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu) Blissard 9700 ekinn 815 km. Pantera 500 ekinn 2625 km. Kavasaki440 ekinn 1800 km. Viö tökum sleða í umboðssölu. Kaupum eða skiptum. Bombardier Bombi á vetrardekkjum ekinn 70tíma. Eigum einnig notaðan Altex beltabíl Dráttarbeisli fyrirliggjandi á BMW - SAAB - Skoda - Citro- en - Subaru - Datsun - VW - Volvo - Mazda - Ford - Fíat - Toyota- Daihatsu Vélsleðamiðstöðin - Sýningarsalnum, Bíldshöfða 8 Sími 81944 - Verður opin frá kl. 1 -6 mánud. til föstud.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.