Tíminn - 07.10.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1983, Blaðsíða 3
Síldveiöibátar: FÁ AÐ VEIÐA 25% TIL VIÐBÓT- AR ÞVÍ SEM FER í FRYSTINGU — til að stuðla að því að frysting síldar hefjist sem fyrst ■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að lcvfa hverjum síldarbát að veiða 25% til viðbótar því magni, sem bátur leggur upp til frystingar. „Við auðvitað fögnum þessari ákvörð- un ráðherrans: Hún verður til þess, að meiri jöfnuður næst milli þeirra sem landa til frystingar og þeirra sem landa tif söltunar," sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjóimannasambands Islands, í samtali við Tímann. í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu segir, að ákvörðun þessi sé tekin til að stuðla að því að frysting síldar hefjist sem fyrst. Ennfremur til að jafna hlut þeirra báta, sem landa síld til söltunar og þeirra sem landa til frystingar. Síldar- verð til frystingar er um 30% lægra en verð á síld til söltunar. Gert var ráð fyrir, að tæplega 20 þúsund tonn af 52 þúsund tonna heildar- kvóta færu til frystingar, þannig að með ákvörðun ráðuneytisins bætast tæplega 5000 tonn við heildarkvótann. -Sjó. ■ Forsvarsmenn „Gagnvega“ blaða í Æskunni. F.v. Þór Jakobsson, Eðvarð Ingólfsson, Agnes M. Sigurðardóttir og Níels Árni Lund. „GAGNVEGIR” — Ellefu til átján ára unglingar ræði við eldra fólk ■ Á þessum mildu haustdögum beina fjórir áhugamenn um fólk því til 11-18 ára unglinga, að þeir taki þátt í verkefn- inu „Gagnvegir". Það er í því fólgið að taka viðtal við manneskju, skylda eða óskylda, sem orðin er 70 ára, finna sér umsjónarmann, sem fylgist með því að vel sé að verki staðið og riti nafn sitt undir viðtalið, og senda afraksturinn til Æskunnar en í septemberhefti þess blaðs er framtak þetta kynnt. Viðtalið á að vera 3-10 „vélritaðar" síður, vélritað eða handskrifað. Skilafrestur er til áramóta og allir sem taka þátt í þessu fá sent viðurkenningarskjal. Ekki er verra að mynd fylgi .viðtalinu. í Viðtali dagsins í Tímanum í dag er viðtal við einn af aðstandendum, Þór Jakobsson, veður- fræðing um þetta framtak. BK Lionsmenn selja perur á Akranesi — til styrktar Sjúkrahúsi Akraness ■ í dag föstudag munu félagar í Lions- klúbbi Akraness ganga í hús á Akranesi og bjóða bæjarbúum ljósaperur til kaups. Eru perurnar seldar til ágóða fyrir áhaldakaupasjóð Sjúkrahúss Akra- ness, en um langt árabil hefur klúbbur- inn aflað með þessum hætti fjár til að gefa sjúkrahúsinu fjölmörg lækninga-og rannsóknatæki. Akurnesingar hafa ætíð burgðist vel við perusölu Lionsmanna, og þannig stutt í verki sjúkrahús sitt með myndarlegum hætti. Er ekki að efa að svo verður einnig að þessu sinni. -aó ^*>%******>*>**%%*»»<,,t ;■ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRU SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 Allar skrúfur, múrfestingar draghnoð og skotnaglar RAWLPLUG TFECSHJM TTW5GQUM tYÞWH>| SWININCSREIt SKRIFUM UNDIR! Kristján Thorlacíus, Albert Kristinsson, Einar Ólafsson, Sigþrúður Ingimundardóttir, Haraldur Steinþórsson, Hrafn Marinósson, Haraldur Hannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.