Tíminn - 07.10.1983, Blaðsíða 7
Herskátt
friðarávarp
■ Nokkur hundruð þúsund
Moskvubúa höfðu í frammi
miklar friðaraðgerðir 1. október
s.l. Þar var á ferðinni hin opin-
bera og ríkisskipaða friðarhreyf-
ing og boðskapurinn var gamal-
kunnur. Það eru eingöngu
Bandaríkin og Atlantshafs-
bandalagið sem ógna friðnum í
heiminum og vilja kjarnorku-
styrjöld, en hinn friðelskandi
Kommúnistaflokkur undir
styrkri leiðsögn félaga Andróp-
ovs stendur staðfastur gegn ógn-
inni, og ailir sannir friðarsinnar
hljóta að skipa sér undir merki
hans.
Friðargangan í Moskvu var
vel skipulögð. Flópar lögðu upp
frá ýmsum stöðum í borginni og
gekk einn þeirra framhjá sendi-
ráði Bandaríkjanna og skók þar
borða og hrópuð voru ókvæðis-
orð að byggingunni. Fióparnir
komu saman á Olympíuleik-
vanginum þar sem góðir flokks-
menn lýstu yfir friðarvilja sínum
og úthúðuðu ríkisstjórnum Vest-
urlanda.
Lögregla og hermenn sáu um
að allt færi þetta vel og skipulega
fram og vel agaðir Moskvubúar
kunna sína rullu vel.
Þótt hin opinbera friðarhreyf-
ing í Sovétríkjunum skírskoti
mjög til friðarhreyfinga á Vest-
urlöndum, eru friðarhreyfingar
austur þar sem berjast gegn víg-
búnaði jafnt í vestri sem austri
harðbannaðar og forystumenn
þeirra ofsóttir. Einhverjir angar
af vestrænum friðarhreyfingum
hafa reynt að ná sambandi við
skoðanasystkini sín í kommún-
istaríkjunum, en slíkt hefur
ávallt farið á sama veg, einlægum
friðarsinnum er haldið frá vest-
rænu fólki og þeim gert nær
ómögulegt að stofna samtök og
flytja friðarboðskap sinn.
Opinbera friðargangan í
Moskvu var vcl tímasett. Hún
fór fram tveim dögum eftir að
Andrópov réðst harkalega að
Reagan og vísaði á bug öllum
tillögum hans um takmörkun
kjarnorkuvopna í Evrópu.
Áróður samkomunnar í Moskvu
beindist allur gegn Vesturveld-
unum og sérstaklega þeirri
ákvörðun að setja upp meðal-
drægar eldflaugar í Evrópu á
næstunni. Ekki var minnst orði
á að þær eldflaugar verða settar
upp til mótvægis við hin ógnvæn-
legu gereyðingarvopn sem So-
vétmenn beina gegn Vestur-Evr-
ópu og nánast látið eins og þau
séu ekki til, enda krafan að
engin ný vopn verði sett upp í
Evrópu.
En- í orðsendingu opinberu
Friðar-
hreyfingar
í vestri og
austri eiga
fátt sam-
Sovétríkin vilja ekkert annað en frið en vígbúnaðurinn fer fram í vestri, stóð á opinberu
spjöldunum í Moskvu.
friðarsinnanna felast einnig hót-
anir. Hér fer á eftir kafli úr
ávarpi Moskvufundarins og birt-
ist hér í þýðingu APN, sem er
ríkisrekin sovésk fréttastofa:
„Við erum fylgjandi einfaldri
auðskilinni reglu - jafnt öryggi
fyrir alla. Það er enginn munur á
bandarískum, enskum eða
frönskum eldflaugum - þeim er
beint gegn Sovétríkjunum og
geta lent á þeim og banda-
mönnum þeirra. Það er réttur
okkar að njóta varnar fyrir þeim.
Ef Bandaríkin eða Nató, hefja
uppsetningu nýrra eldflauga, þá
verður sovéska ríkisstjórnin að
gera allt sem hægt er til að gera
viðeigandi svarráðstafanir.
Við styðjum friðsamlega
stefnu flokks okkar og ríkis, sem
beinist að því að draga úr víg-
búnaðarkapphiaupinu og víg-
væðingu. Friðarvilji þjóðar okk-
ar kemur fram í friðartillögum
Sovétríkjanna, sem gera kleyft
að ná.sanngjörnu samkomulagií
viðræðunum í Genf. Enn er fyrir
hendi möguleiki á því að koma í
veg fyrir uppsetningu nýrra eld-
flauga í Evrópu með slíku sam-
komulagi.
Við styðjum alla þá sem þessa
dagana mótmæla í hinum ýmsu
löndum, einkum í Vestur-Evr-
ópu og Bandaríkjunum, áfram-
haldandi vfgbúnaðarkapphlaupi
í Evrópu og heiminum öllum,
sem krefjast frystingar og að
vígbúnaður sé þegar í stað skor-
inn niður.
Eins og aðalritari miðstjórnar
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, Júrí Andropov, lýsti yfir í
yfirlýsingu sinni, aðskiljum við
ekki velferð þjóðar okkar og
öryggi ríkis okkar og setjum það
heldur ekki á móti velferð og
öryggi annarra þjóða og annarra
landa.
Við réttum fram vinarhönd
öllum þeim, sem eru reiðubúnir
til þess að taka þátt í sameigin-
legum aðgerðum til þess að ná
þessu markmiði án tillits til
stjórnmálalegrar eða trúarlegrar
sannfæringar. Hættan á kjarn-
orkuógnun hvetur til aðgerða."
Óþarfi er að leggja út af þessu
fyrir þá sem á annað borð eru
læsir. Friðarhöfðinginn er Júri
Andrópov, og hann áskilur sér
allan rétt til að hrúga upp hjá sér
kjarnorkuflaugum ef ekki verður
farið að vilja hans. Síðan vilja
þessir sovésku borgarar sanna
að þeir eigi allt sameiginlegt með
þeim friðarhreyfingum sem
krefjast afvopnunar jafnt í austri
sem vestri.
Á fundi opinberu friðarhreyf-
ingarinnar gat að líta nokkra
fulltrúa frá friðarhreyfingum á
Vesturlöndum, svo sem frá
Finnlandi og Vestur-Þýskalandi.
í Borup í Danmörku er að
hefjast rabbráðstefna friðar-
sinna. Meðal þeirra sem þar
mæta eru tveir landflótta
Oddur Ólafsson
skrifar
Tékkar, þau Zdena Tomin og
Jan Kavan. í viðtali sem birtist í
Politiken s.l. sunnudag, segja
þau að það sé mikilvægt fyrir
vestrænar friðarhreyfingar að
gera skýran greinarmun á opin-
berum friðarhreyfingum austan-'
tjalds og hinum bönnuðu, og
haga málflutningi sínum sam-
kvæmt því. Þau segja að í austur-
evrópskum fjölmiðlum sé mikið
gert úr starfi vestrænna friðar-
hreyfinga en málflutningur
þeirra skrumskældur á þann veg
að hann falli ávallt að opinberum
áróðri. Því er alltaf slegið föstu
að vestrænar friðarhreyfingar
berjist einhliða á móti kapital -
ískri heimsveldisstefnu, Banda-
ríkjunum og Atlantshafsbanda-
laginu, en aldrei minnst á að þær
bcrjist fyrir gagnkvæmri afvopn-
un. Það sem þessum Tékkum
finnst einkum undarlegt er að
vestrænar friðarhreyfingar virð-
ast ginnkeyptari fyrir friðarhjali
og afvopnunartillögum komm-
únistaleiðtoga, en tilraunum
leiðtoga vestrænna þjóða til að
ná fram samningum um gagn-
kvæma afvopnun. Einnig það að
vestrænir fjölmiðlar virðast hafa
tilhneigingu til að fjalla um
mannréttindasamtök austan-
tjalds sem hópa andkommúnist-
iskra flóttamanna, og eiga þá
einkum við Charter 77 samtökin.
Tékkarnir gagnrýna harðlega
þá meðlimi vestrænna friðar-
hreyfinga sem vilja samvinnu við
hinar opinberu áróðurshreyfing-
ar kommúnistaríkjanna. I þess-
um iöndum viti allir að þetta eru
einhliða, opinberar áróðurs-
stofnanir og það sé frá leitt að
líta á þær sem samherja í barátt-
unni fyrir friði, þvf þær séu
engan veginn samstíga vestrænu
friðarhreyfingunum og eiga ekk-
ert sameiginlegt með þeim.
FOSTUDAGUR 7. OKTOBER 1983
umsjón: B.St. og K.L.
erlent yfirlit
Ryan O'Neal
sendir soninn á
uppeldisheimili
■ Ryan O’Neal þykir skap-
maður hinn mesti og oft hefur
uppeldi hans á börnunum, Ta-
tum og Griffin, þótt orka tví-
mælis. Þó virðist svo sem ræst
hafi úr Tatum, en Griffin aftur
á móti á í cinhvcrjum erfið-
leikum um þessar mundir. Er
pabbi hans nú búinn að fá svo
nóg af syni sínum, að hann
hefur sent hann á meðferðar-
heimili fyrir vandræðaunglinga
á Hawaii.
Lengi hefur Griffin gert
föður sínum lífið leitt. Hann
hefur margoft verið bendlaður
við eiturlyfjaneyslu, enda þótt
hann sé ekki nema 17 ára. En
dropinn, sem fyllti mælinn,
var þegar Griffin fékk æðis-
kast á hóteli í Malibu og
braut alit og bramlaði. Ekki
nóg með það. Þegar lögreglu-
menn komu til að stilla til
friðar, réðist Griffin á þá með
látum.
Þá var Ryan O’Neal nóg
boðið. Hann gaf syni sínum
utan undir og tilkynnti honum
■ Nú gekk Griffin O’Neal
loks fram af föður sínum
að hér með væri honum vísað
úr föðurhúsum. Hann yrði
sendur til tveggja ára dvalar á
heimavistarskóla á Hawaii til
að læra að hegða sér eins og
maður. Og hann skyldi ekki
búast við því, að þar yrði tekið
á honum með silkihönskum.
Þessi skóli hefði orð á sér fyrir
að vera strangari en nokkur
herskóli.
Lana T urner missti af
hlutverki — vegna
kröfuhörku og frekju
■ Vegna kröfuhörku og
frekju hefur Lana Turner ný-
lega misst af feitum samningi,
sem hefði gefið henni tækifæri
til að endurheimta eitthvað af
sinni fornu frægð.
Nýlega bauðst henni að taka
að sér hlutverk í sjónvarps-
mynd, sem áður hafði verið
gerður samningur um við Bette
Davis. En þegar Bette varð að
ganga undir brjóstkrabbaað-
gerð og fékk síðan heilablæð-
ingu, þótti sýnt að hún gæti
ekki staðið við gerða samn-
inga. Var þá leitað til Lana
Turner, sem orðin er scxtug.
Lana gerðist hin hortugasta.
Hún sagðist hreint ekki sætta
sig við þau laun, sem Bette
Davis, hún er orðin 75 ára,
hafði sætt sig við. Þar að auki
gerði Lana kröfur um alls kon-
ar hlunnindi að auki, að sögn
leikstjórans, Aaron Spelling,
sem bætti því við, að hún væri
■ Lana Turner var ein af
etirsóttustu stjörnunum í
Hollywood á heimsstyrjaldar-
árunum síðari, en hún virðist
ekki hafa áttað sig á því, að
tímarnir hafa breyst.
greinilega ekki búin að átta sig
á því, að tímarnir eru breyttir
frá því hún var á hátindi frægð-
ar sinnar í Hollywood 1944.
Unglingarnir skrifi eins og þeim
finnst eðlilegt að tala og spyrji
um það sem þau hafa áhuga á.
Af þessu spretta persónuleg
kynni, sem eru mjög dýrmæt. Þá
má ekki gleyma því að að lokum
verða þetta mjög skemmtilegar
heimildir því að það mun bera
ýmislegt á góma sem mönnum
hefur ekki fundist taka að skrifa
um eða lýsa. Ýmis konar atvik,
eða upplýsingar um lifnaðar-
hætti. Svo að þetta verður að
mínum dómi mjög gagnlegt.
Þið eruð með þessu að tengja
saman nýja og gamla tímann.
- Það má segja það. Á sinn
hátt verður byggð þarna tveggja
kynslóða brú.
Þið haflð fengið forsetann í lið
með ykkur.
Já, það var okkur mikið gleði-
efni að hún fylgir þessu úr hlaði
með ávarpi, þar sem þetta er
kynnt, í septemberhefti Æsk-
unnar. Maður hugsaði ekki síst
til Vigdísar sem fyrrverandi
leikhússtjóra þar sem þetta gæti
orðið til þess að örva verðandi
blaðamenn eða rithöfunda. þar
sem unglingar fá með þessu
þjálfun í meðferð hins talaða
orðs.
Viltu segja eitthvað um þetta
að lokum, Þór?
- Já, eitt vildi ég minnast á.
Við vildum gjarnan kynna þetta
í íþróttafélögunum. Aðþjálfarar
og leiðbeinendur stingi upp á
því við stráka eða stelpur að þau
spjalli við gamla kappa. Það yrði
mjög lærdómsríkt fyrir t.d. fót-
boltamenn að tala við gamlar
fótboltahetjur. Albert er ekki
nógu gamall kannski, en hann
var ekki sá fyrsti sem byrjaði að
sparka bolta á íslandi. Að finná
sameiginleg áhugamál eða sam-
eiginleg störf. Það er mjög
dýrmætt.
Við þökkum Þór fyrir spjallið.
Verkefnin á að senda til Æsk-
unnar og allir sem þátt taka fá
send viðurkenningarskjöl. Og
þá er bara að byrja. Veija sér
fórnarlamb, sem orðið er 70 ára,
fá sér umsjónarmann, kennara
eða foreldri, sem á einkum að
sjá til þess að verkefni Ijúki, ef á
því er byrjað. Og ekki má
gleyma því að ef .einhver öld-
ungur veit af unglingi sem hefði
gott af því að skrifa... þá bara að
hnippa í hann.
BK
■ Jan Kavan og Zdena Tomin segja að ekkerf sé sameiginlegt með vestrænum friðarhreyfingum og hinum opinberu áróðurs-
samtökum austantjalds.