Tíminn - 07.10.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.10.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofurog auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. r Osamkvæmni í málflutningi ■ Norðfjarðarsósíalisminn og bullukollar Aljrýðubanda- lagsins fyrir sunnan hafa ekki alltaf átt samleið. Á Norðfirði hafa sósíalistar lengi haft sterkan meirihluta og byggt þar upp útgerð og vinnslustöðvar og verið virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Þeir eru því betur meðvitandi um samhengið í íslensku efnahagslífi en hugmyndafræðingarnir og slag- orðasmiðirnir sem ávallt hvín hæst í. í títtumræddri grein, sem Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar h.f. í Norðfirði, skrifaði í Morgunblaðið, leggur hann til að útgerðarmenn leggi flotanum þar sem efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar komi svo illa við útgerð og fiskvinnslu að ekki sé við unandi. Þjóðviljinn tekur undir tilmæli Ólafs í ritstjórnargrein s.l. sunnudag og hefur þar eftir honum, að allar greinar útgerðar séu reknar með bullandi tapi, svo og saltfiskverkunin, en fiskvinnslan sé á núlli. Það þurfi því 21% fiskverðshækkun til að stöðva skuldasöfnun útgerðarinnar. Þetta mundi þýða samsvarandi gengisfellingu og er hægt að kalla verkalýðsleið- toga til vitnis um hvaða áhrif það hefði á lífskjör launþega. I ritstjórnargrein málgagnsins er tekið undir sjónarmið Ólafs og talið að hann hafi kveðið upp dóm yfir stjórnarstefn- unni. Þessi ummæli eru undarleg þversögn við margítrekaðar staðhæfingar forystuliðs Alþýðubandalagsins um að efna- hagsaðgerðirnar bitni einvörðungu á launafólki, sem verður að sætta sig við lakari lífsksjör, en atvinnurekendur og fyrirtæki safni auði. Á fundi á Akranesi endurtók Svavar Gestsson þau margítrekuðu ummæli sín, að ríkisstjórnin gerði bókstaflega ekkert annað en ganga á rétt launþega. Á fundi í Stapa nokkru síðar ítrekaði hann enn boðskap sinn. Aðrir ræðu- menn á þeim fundi voru eins og bergmál af máli formannsins. Geir Gunnarsson, sagði blákalt, að hlutur verkafólks hefði verið skertur um 30% á sama tíma og hlutur atvinnurekenda væri aukinn um 25%. Svavar formaður sagði, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gengju ekki út á annað en að salla kaupið niður. Nú væri svo komið, að launamenn í þessu landi gætu ekki gengið lengra í því að skera niður eigið kaup. Launafólki væri nú nauðugur sá kostur að efla samtakamátt sinn til að efla lífskjör að nýju. Þær verðbólgutölur sem forsætisráðherra sýndi þjóðinni væru ekki annað en sjónhverfing, því ríkisstjórnin gæti ekki haldið þessum tölum niðri nema með því að dæma fólk til varanlegrar lífskjaraskerðingar. i Þjóðviljinn hefur eftir Svavari: „Það er brýn nauðsyn á því að hækka laun í landinu og það er svigrún til þess. Það sönnuðu bætt viðskiptakjör, aukinn hagvöxtur í nágranna- löndum okkar, stórfelldur hagnaður frystihúsa og stöðugt olíuverð.“ Þá hvatti hann verkalýðshreyfinguna til að hrista af sér ok bráðabirgðalaganna og fylkja liði gegn þeim. Ekki eru þeir aldeilis sammála sósíalistarnir að austan og sunnan. Svavar segir hagnað frystihúsanna vera stórfelldan, en Olafur að fiskvinnslan sé rekin á núlli. Þær sannanir, sem Svavar leggur fram, um að það sé svigrúm til að hækka launin, fyrirfinnast hvergi í röksemdafærslu framkvæmda- stjórans í Neskaupstað. Þegar Svavar Gestsson hvetur launamenn til að fylkja liði og sýna samtakamátt sinn til að brjóta bráðabirgðalögin á bak aftur, á hann að sjálfsögðu við að beita verkfallsvopninu. En Norðfjarðarsósíalistinn hvetur atvinnurekendur aftur á móti til að stöðva atvinnutæki sín þar sem ríkisstjórnin búi atvinnurekstrinum ekki þau skilyrði að hann geti gengið. Og Þjóðviljinn gerir málstað beggja að sínum. Og aldrei minnast þessir menn orði á það hvernig atvinnuvegirnir hefðu verið leiknir ef engar ráðstafanir hefðu verið gerðar. OÓ, fmww KÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 skrifað og skrafaðj Umferðarvika ■ Haraldur Henryson, for- seti Slysavarnafélags Islands skrifaði grein í DV í tilefni umferðarviku. Þar segir m.a.: „Nú stendur yfir umferðar- vika í Reykjavík og fleiri bæjarfélögum hér á Suðvest- urlandi og nýlokið er at- burðaríkri umferðarviku á Akureyri. Markmið með slíkum vikum er að vekja athygli á umferðarmálunum, fá fólk til að íhuga þau mál fremur en venjulega og reyna með þessu að bæta umferð- armenninguna og fækka slysum. Ymsir hafa vantrú á slíkum „herferðum" og telja þær lítt vænlegar til árangurs þar sem umfjöllun um mál sé takmörkuð og tilviljana- kennd. Því er til að svara, að öll jákvæð umfjöllun um þessi mál er af hinu góða og hlýtur fremur en hitt að stuðla að aukinni íhugun um þau meðal fólks. Rétt er hins vegar, að hér er um svo stórt vandamál að ræða, að það krefst miklu víðtækari og margþættari aðgerða en slíkra herferða öðru hvoru. Ljóst er, að umferðarslys- um verður ekki fækkað að mun á íslandi meðan ekki verður veruleg breyting á almennu viðhorfi til þess, hvernig að umferðarmálum skuli staðið. Hér þarf al- mennan og víðtækan skilning á eðli vandans og samræmdar aðgerðir margra aðila. Þessi ma'l eru samofin mörgum þáttum þjóðfélags okkar, ekki síst fræðslumálum, skipulagsmálum, löggæslu, löggjöf og fjármálastefnu, svo nokkur atriði séu nefnd. Þeir sem hlut eiga að máli á hinum ýmsu sviðum þurfa að þekkja skyldur sínar í þessu sambandi. Aukin almenn fræðsla í fyrsta lagi þarf mjög að huga að almennri fræðslu í skólum landsins um þessi mál, því í uppeldi og fræðslu barna og unglinga er lagður grundvöllur að umferðar- menningu þjóðarinnar. Ljóst er að umferðarfræðsla er enn homreka í skólunum þótt margt gott hafi verið gert á þessu sviði á síðari árum. Þessa fræðslu þarf að stór- auka, ekki síst meðal eldri nemenda í grunnskólunum og einnig í framhaldsskólun- um. Slysatölur sýna, að ung- lingar eru stærsti áhættuhóp- urinn í umferðinni. Kapp- kosta verður enn frekar að búa unglingana undir það að verða hæfir og ábyrgir vegfar- endur, ekki síst sem stjórn- endur ökutækja. Á þessu aldursskeiði bíða þeir einmitt með óþreyju eftir því að öðlast réttindi til að stjórna ökutækjum og ákaflega mikilvægt er að þá sé haldið að þeim mikilli og staðgóðri fræðslu um þessi mál. Veitir ekki af mótvægi gegn þeim óæskilegu áhrifum, sem sí- felldar sýningar á kapp- og glæfraakstri í kvikmyndum og víðar hljóta að hafa. I þessu sambandi þarf að huga sérstaklega að menntun og þjálfun kennara til að annast slíka fræðslu. Löggjafar- og fjárveitingavald Góð umferðarlöggjöf er að sjálfsögðu ein forsenda góðr- ar umferðarmenningar og þarf sífellt að kappkosta að hún svari kröfum tímans. Þá er ákaflega þýðingarmikið að menn geri sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum. sem hér eru í húfi. Þar vega auðvitað þyngst þær ómældu andlegu og líkamlegu þján- ingar, sem umferðarslysin hafa í för með sér. Til viðbót- ar kemur síðan gífurlegt fjár- hagslegt tjón, sem þeim fylgir, svo sem rækilega hefur verið sýnt fram á. Telja má öruggt, að aukið fjármagn til fyrirbyggjandi aðgerða myndi skila sér margfalt til baka með fækkandi slysum. Skilningur stjórnvalda á þess- um staðreyndum þarf að auk- ast að mun. Umferðarmálin þurfa að njóta meiri forgangs en verið hefur ef við höfum raunverulega áhuga á að fækka slysunum. Bæði þarf að veita meira fé til einstakra þátta, sem hér hafa verið nefndir að framan og fleiri, sem og til almennrar fyrir- byggjandi starfsemi, sem unnin er á vegum Umferðar- ráðs og aðila að því. Þetta er ein grundvallarforsenda þess að við náum árangri. Með vaxandi skilningi og þrýstingi almennings aukast líkur á því að stjórnmálamennirnir taki hér við sér og snúi sér af . meiri alvöru að þessum málum. Hér hafa verið nefndir nokkrir þættir af mörgum, sem hyggja þarf betur að af hálfu hins opinbera til þess að umferðarvandamál okkar verði leyst með fullnægjandi hætti. Nú á norrænu umferð- aröryggisári eru menn fremur en fyrr farnir að gera sér grein fyrir því, að þessi mál verða ekki leyst til frambúðar með umfjöllun á þröngum vettvangi. Fundir og ráð- stefnur, sem haldpar hafa verið á þessu ári um hinar ýmsu hliðar umferðarmál- anna, hafa mjög aukið skiln- ing á þessu. Ef raunin verður sú, að menn hefjist handa í samræmi við það, þá hefur þetta norræna átak sannar- lega ekki verið til einskis. “ Hjartaskurð- lækningar Morgunblaðið hvetur til þess í leiðara í gær að hjarta- skurðlækningar verði fluttar heim, en til þessa hafa sjúkl- ingar verið sendir utan þegar þeir þurfa að gangast undir miklar skurðaðgerðir. en hér á landi er nú næg þekking.og hæfni til að framkvæma þessai aðgerðir, en tækjakostur sjúkrahúsanna er ekki nægi- lega góður til að hægt sé að framkvæma þær. Blaðið segir m.a.: „Á síðustu áratugum hafa hjarta- og æðasjúkdómar verið ein algengasta dánaror- sök á íslandi. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur enn ekki verið komið upp aðstöðu hér á landi til hjartaskurðlækninga. Miklar framfarir hafa orð- ið í íslenzkum heilbrigðis málum, sem bezt sést á því, að meðalævi íslendinga er lengri en flestra annarra. Meðal margs sem áunnizt hefur er sú staðreynd, að íslenzkar heilbrigðisstéttir búa yfir þeirri þekkingu og sérhæfðu þjálfun sem til þarf til að hefja hjartaskurðlækn- ingar hér á landi. „Útflutn- ingur“ hjartasjúklinga á því ekki rætur í vanbúnaði heil- brigðisstétta. Þaðan af síður er hægt að réttlæta seinlæti á þessu sviði með „verkefnaskorti". Á síð- astliðnu ári fóru 110 íslend- ingar á hjartaaðgerð erlend- is. Það sem af er þessu ári hafa 130 farið utan sömu erinda. Líklegt má telja að 8 af hverjum 10 aðgerðum, sem hér um ræðir, hefði verið hægt að framkvæma hér á landi, ef aðstaða í sjúkrahúsi hefði verið til staðar. Flest bendir líka til að „útflutningur" hjartasjúk- linga kosti samfélagið svip- aða fjármuni og að fram- kvæma hjartaskurðlækningar heima. Og kostnaðurinn er tvímælalaust mun meiri, ef með er talinn hliðarkostn aður við utanferðir, sem við- komandi sjúklingur eða að- standendur hans þurfa að greiða. Samkvæmt upplýsingum Páls Sigurðssonar, ráðuneyt- isstjóra í heilbrigðisráðu- neyti, kostar milli 400 og 900 þúsund krónur að senda hvern sjúkling í aðgerð er- lendis. Hannsegirennfremur að það hafi óverulegan við- bótarkostnað í för með sér að hefja þessar aðgerðir hér á landi. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgar- spítala, segir í grein hér í Mbl. sl. laugardag, „aðsjúkl- ingur eða vandamenn verði að greiða fargjald og hótel- kostnað fyrir fylgdarmann, jafnvel tvo, vegna tungu- málavandamáls og ýmissa annarra ástæðna. Mér telst til að sá kostnaður liggi á milli 50-100 þúsund krónur. Sá kostnaður er örugglega mörgum sjúkiingum þungur ofan á annað sem veikindun- um fylgir." Grétar Ólafsson, yfirlækn- ir á Landspítala, telur að gjafafé sé þegar fyrir hendi til kaupa á stærstuni hluta tækjakostnaðar. Hins vegar þurfi að bæta við 7 hjúkrun- arfræðingum, ef hjartaskurð- lækningar verði „fluttar" heim, en þeir muni jafnframt nýtast öðrum deildum. Allar götur síðan 1971, en þá lá fyrir álitsgerð frá sér- fræðingum Borgarspítala og Landspítala um hagkvæmni þess að hefja hér hjarta- skurðlækningar, hefur mál þetta verið þæft í embættis- og stjórnsýslukerfinu. Þá þegar var bent á líklegan sparnað, bæði fyrir trygg- ingakerfið og viðkomandi einstaklinga, auk hins mann- eskjulega þáttar, sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Óþarfi er að undirstrika að- stæður þeirra sem veikjast svo hastarlega að utanferð um verður ekki við komið."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.