Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísll Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæiand Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friörik Indriöason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (fþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verö i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaöaprent hf. Þörf stóraukinnar umf er ðar f r æðslu ■ Skýrt var frá því í Tímanum á föstudaginn, aö könnun, sem Bjarni Torfason læknir á Borgarspítalanum, hefur gert, sýni, að margfalt fleiri slasast í umferðarslysum hér á landi en hingað til hefur verið talið og fram kemur í opinberum skýrslum. Árið, sem kannað var, komu til dæmis á Slysadeild Borgarspítalans 988 manns með meiriháttar meiðsl eftir umferðarslys, en skýrslur Umferðarráðs.sögðu þá 262 hafa hlotið meiriháttar meiðsl á öllu landinu - eða aðeins rúmlega fjórðungur þeirra sem komu á slysadeildina. í skýrslum Slysadeildar Borgarspítalans árið 1975 komst Bjarni að því, að þangað höfðu þá komið 1.882, sem slösuðust eða létust í umferðarslysum það ár, en það var 6.4% allra þeirra sem þangað leituðu. Af þeim reyndust 988 vera með meiriháttar meiðsl eins og fyrr segir, en 894 með minniháttar meiðsl. Skýrslur Umferðar- ráðs sögðu alls 707 hafa slasast eða látist á öllu landinu það ár. Þarna er gífurlegur munur á milli, sem sýnir svart á hvítu, að herkostnaðurinn í umferðinni mældur í alvarlegum meiðslum í umferðarslysum er miklu hærri en talið hefur verið til þessa. ( könnun Bjarna kom m.a. fram, hve gífurlega mikið er um slys á ungu fólki, sérstaklega karlmönnum, en ungir karlmenn og aldrað fólk varð fyrir hlutfallslega alvarlegri meiðslum en aðrir vegfarendur. Mun fleiri hjólreiðamenn slösuðust í umferðinni þetta ár en áður var talið. 305 slasaðir hjólreiðamenn leituðu þannig til slysadeildarinnar, en umrætt ár komust aðeins 22 slasaðir hjólreiðamenn í skýrslur Umferðarráðs yfir allt landið. Bjarni valdi könnunarár svo-langt aftur í tímann til að geta jafnframt komist að því, hvernig þeim, sem leggjast þurftu inn á sjúkrahús vegna umferðarslysa, hefði reitt af 5 árum síðar. Kom í ljós að um helmingur þeirra bar ennþá varanleg mein eftir slysið, þ.e. fundu til meiri og minni verkja við störf, en um þriðjungur þjáðist einnig af verkjum í hvíld. Langsamlega flestir stunduðu þó fulla vinnu. í viðtali við Tímann sagði Bjarni Torfason, læknir, að það, sem hefði komið sér lang mest á óvart, hafi verið, hve vandamálið sé miklu stærra en talið hafi verið, og hve unga fólkið sé í miklum meirihluta þeirra, sem slasast i umferðarslysum. Einnig hafi 1 sér komið á óvart, hve afleiðingar slysanna voru miklar og langvarandi og í framhaldi af því, hve menn væru harðir af sér og stunduðu vinnu þrátt fyrir verki og þjáningar. En hvað er til ráða til þess að draga úr þessum gífurlegu mann- og heilsufórnum í umferðinni? Um það segir Bjarni m.a.: „Ég held að vinna ætti miklu meira að fræðslu og beina henni jafnframt meira að þeim, sem of lítið hefur verið sinnt til þessa, þ.e. ungu fólki, gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki. Ökukennslu bifreiðastjóra þarf að bæta, lögleiða notkun bílbelta bæði í fram og aftursæti - því það er jafn hættulegt að sitja aftur í bíl og frammí - og taka upp kennsiu í slysafræði til prófs í grunnskólum. Vegna mjög tíðra slysa á 15 ára vélhjólamönnum tel ég að færa eigi lágmarksaldur til aksturs vélhjóla upp um eitt ár að minnsta kosti og hefja vélhjólakennslu. Fyrir þá, sem eru á reiðhjólum, tel ég að lögleiða eigi hjálmnotkun, því m.a. kom í ljós að meiðsl á höfði eru lang algengust meiðsla hjá hjólreiðafólki. Jafnframt þyrfti að hækka aldursmörkin fyrir þá, sem mega vera á reiðhj ólum í umferðinni. Gangandi vegfarendum þarf að gera auðveldara að ferðast án þess að þurfa sífellt að fara yfir akbrautir. í öðrum löndum má víða sjá skipulag þannig, að gangandi fólk getur komist ieiðar sinnar án þess að þurfa stöðugt að krossa umferðaræðar. Þetta á að vera hægt að gera á tiltölulega ódýran hátt, t.d. með því að hafa göngulefðir annars staðar en alltaf upp við akbrautir. Einnig má hafa brýr eða upphækkaða vegi með undirgöngum sem sést í gegnum.“ Þetta eru athyglisverðar hugmyndir, þótt vafalaust séu skiptar skoðanir um sumar þeirra. En um hitt, að gera verði raunæft átak til þess að fækka umferðarslysum og draga úr alvarlegum afleiðingum þeirra fyrir heilsu manna, hljóta allir að vera sammála - ekki síst nú þegar í ljós kemur, að fórnirnar á vegum landsins eru mun hrikalegri en hingað til var ætlað. -ESJ MwÚVtU SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 Helstu rökgegnþvíað leyfa solu áfengs öls — samantekt frá áfengisvarnaráði 1. Sala milliöls var leyfð í Svíþjóð 1965. Þeir sem fengu því til leiðar komið héldu því fram að ölneysla drægi úr neyslu sterkra drykkja. Reynslan varð þveröfug. Unglinga- og barnadrykkja jókst gífurlega og sænska þingið bannaði framleiðslu og sölu milliöls frá 1. júlí 1977. 2. Á fyrsta árinu eftir milliölsbannið minnkaði áfengisneysla Svía um 10% miðað við hreinan vínanda. Neysla öls (allra tegunda) minnkaði um 24% miðað við áfengismagn. 3. Á milliölsáratugunum í Svíþjóð jókst áfengisneysla um 39,5%. Á sama árabili jókst neyslan á íslandi um 26,1 %. 4. Félagsmálaráðherra Svía segir m.a. um það mál: „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að á nýliðnu tíu áratímabili milliöls í Svíþjóð hafi grunnurverið lagðurað drykkjusýki sem brátt muni valda miklum vanda.“ 5. í Finnlandi var sala áfengs öls leyfð 1968. Þá var áfengisneysla Finna minni en annarra norrænna þjóða, að íslendingum undanskildum. Eftir að sala áfengs öls hófst hefur keyrt um þverbak hvað drykkju snertir þar í landi. Nú drekka Danir einir Norðurlandaþjóða meira áfengi en Finnar. Margir telja drykkjuvenjum Finna svipa að ýmsu leyti til drykkjusiða íslendinga. 6. Á tímabilinu frá 1969-1974 jókst áfengisneysla Finna um 52,4%. Á sama tíma jókst neyslan hérlendis um 35% og þótti mörgum nóg. 7. Þegar sala áfengs öls hafði verið leyfð í rúm tvö ár í Finnlandi hafi ofbeldisglæpum og árásum fjölgað um 51% og hinum alvarlegustu þeirra glæpa, morðum, um 61,1 %. 8. Danir eru mestir bjórdrykkjumenn meðal norrænna þjóða. Þar eykst og neysla sterkra drykkja jafnt og þétt. Þeir drekka allt að þrisvar sinnum meira en íslendingar enda drykkjusjúklingar þar hlutfallslega miklu fleiri. Þar er öldrykkja ekki einungis vandamál á fjölmörgum vinnustöðum heldur einnig í skólum. Ofneysla bjórs er algeng meðal barna þar í landi og ofdrykkja skólabarna stórfellt vandamál. Meðalaldur við upphaf áfengisneyslu mun u.þ.b. 4 árum lægri en hérlendis. 9. Vestur-Þjóðverjar, ásamt Tékkum, neyta meira bjórs en aðrar þjóðir Evrópu. Þar jókst heildameysla áfengis á árunum 1950-1967 um 196% - Á sama tíma jókst neyslan hérlendis um 70% og þótti flestum meira en nóg. 10. Þýska blaðið Der Spiegel, sem vart verður vænt um bindindisáróður, helgar nýlega drykkjusýki unglinga (Jug- end Alkoholismus) forsíður og verulegan hluta eins tölublaðs. 11. Háskólamir í Hamborg, Frankfurt og Mainz rannsökuðu fyrir nokkrum árum áfengisneyslu ökumanna og ölvun við akstur í Þýskalandi. Rannsóknin leiddi í ljós að aðalskað- valdurinn er bjórinn en um helming allra óhappa á vegunum mátti rekja til hans. Ef við bætast þau tilfelli, þar sem bjór var drukkinn með víni eða sterkari drykkjum, hækkar hlutfallið í 75%. 12. í Belgíu er yfir 70% alls áfengis, sem neytt er, sterkt öl. Þar eru um það bil 95% allra drykkjusjúklinga öldrykkju- menn, þ.e. menn sem drekka ekki aðra áfenga drykki en öl 13. Formaður samtaka æskulýðsheimilaforstjóra í Stokk- hólmi segir: „Öldrykkja er mesta og alvarlegasta vanda- mál æskulýðsheimilanna. Auðveldara hefur verið að fást við vandamál af völdum ólöglegra fíkniefna." 14. Vitað er að unglingar og böm hefja áfengisneyslu oft og tíðum með öldrykkju. Hún veldur m.a. því hversu margir unglingar og jafnvel börn þjást af drykkjusýki í ölneyslu- löndum. 15. Félagsmálaráðherra Breta gerði í ræðu á árinu 1977 harða hríð að ofdrykkjusiðum þar í landi og bjórkrám. Kvað hann krárnar oft sveipaðar rómantískum ljóma fyrir sjónum þeirra sem lftt þekktu til. Hann benti á að á síðastliðnum 20 árum hefði ölneysla aukist um 50% Neysla sterkra drykkja hefði hins vegar þrefaldast á sama tíma og neysla léttra vína fjórfaldast. - Á sama tíma og neysla sterkra drykkja eykst um 54% á íslandi eykst hún um 300%, eða tæplega 6 sinnum meira en hér, í Énglandi og búa þeir þó síður en svo við skort á bjórkrám eða áfengu öli. 16. Nýjar rannsóknir sýna að því fleiri áfengistegundir sem eru á boðstólum og því víðar þeim mun meira er drukkið. Drykkjusjúklingum fer fjölgandi er drykkja eykst. 17. Jafnslæmt er fyrir drykkjusjúkling að drekka eina ölkrús og viskístaup. Á þennan sannleika ber að leggja megin- áherslu. En það er líka jafnhættulegt fyrir barnið eða unglinginn. Og börn eiga áreiðanlega greiðari aðgang að öli en viskíi eða sú er a.m.k. raunin meðal nágrannaþjóða okkar. 18. Eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir fjölgun drykkjusjúkra er að draga úr neyslunni. Til þess eru ýmis ráð. Og þótt góðra gjalda sé vert að lækna drykkjusjúka og gefa þeim að nýju þrek og sjálfstraust - er hitt þó mikilvægara að leitast við að koma í veg fyfir að menn verði áfengi að bráð. 19. Addiction Research Foundation of Ontario er þekktasta rannsóknastofnun í heimi á sviði áfengis- og fíkniefna- mála. Stofnun sú varð á sl. ári samstarfsaðili Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) um þessi efni. Álits ARF var leitað varðandi ölmálið íslenska og var mat þeirra að ástand þessara mála versnaði stórum ef leyfð yrði hér bruggun og sala áfengs öls. 20. Óheft frelsi áfengisauðmagnsins til framleiðslu, dreifingar og sölu þessa fíkniefnis mun óþekkt nú á dögum þó að ýmsir gerist til þess að halda slíkri stefnu fram. - Meira að segja Frakkar hafa komið á ýmsum hömlum og hefur tekist með þeim (en ekki fræðslunni einni) að minnka drykkju verulega. Og nú boðar Frakklandsforseti 10 ára herferð gegn drykkjuskap. 21. Ölgerðir eyða hundruðum milljóna króna í áróður, beinan og óbeinan. Óafvitandi gerast ýmsir sakleysingjar áróð- ursmenn þeirra afla sem hafa hag af því að sem flestir verði háðir því fíkniefni sem lögleyft er á Vesturlöndum, áfengi. Því má bæta við að samtök bruggara greiða hinum lakari blöðum stórfé fyrir að birta staðleysur um áfengismál, oft undir yfirskini vísindamennsku. Slæðast slíkar ritsmíðar stundum í blöð hérlendis. 22. Ef enginn hefði fjárhagslegan ábata af drykkju annarra og þar með þeim hörmungum, sem af henni hljótast, væri áfengismálastefna þjóðarinnar raunsærri og heiðarlegri, - sbr. baráttu gegn öðrum vágestum svo sem holdsveiki og berklum. Áfengisvarnaráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.