Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1983
11
„í víti eiturlyfja“, bók eftir
danska stúlku
■ Hjá IÐUNNI er komin út bókin í víti
eiturlyfja eftir Birthe E. Christensen. Þor-
valdur Kristinsson þýddi. Höfundur er ung
dönsk stúlka sem segir hér á umbúöalausan
hátt frá ævi sinni, einkum því skeiði sem hún
var ánetjuð eiturlyfjum, en það voru sjö ár
og hún var fimmtán ára þegar hún hóf að
neyta þeirra. í kynningu forlags á kápubaki
segir: „Hér leggur hún ævi sína á borðið.
Hvemig hún lenti í eiturlyfjunum. Hvernig
„sjö ára helvíti sem djönkari og hóra“ gekk
fyrir sig - og hvemig hún sneri við blaðinu.
- Þessi bók er skrifuð handa þeim sem ekki
þekkja vonleysi óviðráðanlegrar fíkniefna-
neyslu. Það þarf kjark til að slíta sig lausan.
Og margt getur fleygt „stelpugæs eins og
mér“ aftur í skítinn.... Ég hélt að ég myndi
aldrei sigra... Það tók mig rúm þrjú ár að
skrifa þessa bók og það var hörð barátta að
Ijúka henni... Rís upp kona og sýndu hvað í
þér býr!“
I víti eiturlyfja kom út í Danmörku árið
1981. Hún er gefin út með styrk úr norræna
þýðingarsjóðnum. Bókin er í tuttugu og
einum kafla, 140 blaðsíður að stærð. Oddi
prentaði.
og slýs
bækur
S’ ■■
BELGISK BORÐSTOFUHUSGOGN
VORUM AÐ FÁ ÞESSI FALLEGU BORÐSTOFUHÚSGÖGN í EIK
BORGARHÚSGÖGN
við Grensásveg (Hreyfilshúsið) SÍMAR 8-59-44 & 8-60-70
„Barnasjúkdómar og slys“
ný heimilishandbók
■ IÐUNN hefur gefið út Bamasjúkdóma
og slys, sænska handbók handa foreldrum og
öðrum uppalendum. Aðalhöfundar em Áke
Gyllenswárd og UUa-Britt Hágglund, en
Guðsteinn Þengilsson læknir þýddi og stað-
færði. 1 bókinni er fjöldi mynda. Hér er lýst
hinum venjulegu einkennum bamasjúk-
dóma. Með hjálp bókarinnar má þekkja
sjúkdómana á framstigi og taka ákvörðun
um hvenær ástæða sé til að tala við lækni eða
heilsugæslustöð. Þá er hér einnig að finna ráð
og leiðbeiningar um hvernig fólk getur best
annast veik börn sín í heimahúsum.
Meðal þess sem gerð er grein fyrir í
bókinni er alls konar áföll: blæðing, tauga-
lost, eitran, bruni, kal o.fl., og hvernig við
skuli bregðast. Þá eru hér einnig ráð til að
koma í veg fyrir slysfarir bama, heima, við
leik utan dyra og í umferðinni.
Þá eru kaflar um almenna heilsu-
blaðstður. Bókin er sett hjá Prisma, en
prentuð í Svíþjóð.
Hans |
Teikrfingur
Svend Otto S
Gréta
irnjNN
„Hans og Gréta“ með myndum
eftir Svend Otto S
■ IÐUNN hefur gefið út Hans og Grétu,
hið sígilda ævintýri Grimmsbræðra með lit-
myndum eftir danska teiknarann Svend Otto
S. Hann er kunnur af teikningum sínum og
hefur Iðunn áður gefið út Fimm Grimms-
ævintýri með myndum eftir hann, svo og
norska ævintýrið Pönnukökuna. Þorsteinn
frá Hamri hefur þýtt Hans og Grétu. Bókin
er sett hjá Ásetningu en prentuð í Danmörku
Neyðar -
pjonusta
nótt sem nýtan dag
Neytendaþjónusta Rafafls sem undanfarin ár hefur sinnt viögeröum, víkkar nú út
þjónustuna og býöur þér viðgerðarmann strax hvenær sólarhringsins sem er.
Ef rafmagnsbilun verður, þá hringir þú í síma 85955, og símsvarinn okkar gefur þér upp
símanúmer þess sem er á vakt.
'RAFAFL
SIMI: 85955
NEYTENDARJÓNUSTA