Tíminn - 09.10.1983, Qupperneq 10

Tíminn - 09.10.1983, Qupperneq 10
10__________ kvikmyndasjá SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 Dan O’Bannon lifir á reiðinni: „Eg skrifa kvikmyndahandrit í stað þess að myrða einhvern!” H Dan O’Bannon skrifaði handritið að kvikmyndinni „Bláa þruman" ásamt Don Jakoby. O’Bannon er einn af þekktari handritshöfundum í Hollywood, útskrifaður úr USC-kvikmyndaskólanum eins og George Lucas, Randal Kleiser, John Milius og fleiri kunnir kvikmyndaleikstjórar. Þekktasta 'kvikmyndin, sem hann skrifaði handrit að til þessa, er geimhrollvekjan „Alien” eða „Óvætturinn", en áður hafði hann m.a. samið handrít að geimkvikmynd sem ber heitið „Dark Star“. í bandaríska tímaritinu „Film Comment" var fyrir skömmu birt viðtal við O’Bannon, þar sem m.a. var fjallað um „Bláu þrumuna". Hér á eftir fara kaflar úr því viðtali. - Fyrir hvern kvikmyndahandritshöf- und, sem nær árangri, eru hundruð sem mistekst. Hvers vegna hefur þér vegnað svona vel? „Mér hefur vegnað vel að því leyti, að ég er einn tiltölulega fárra rithöfunda, sem hafa það fjárhagslega gott af að skrifa fyrir kvikmyndir. En miðað við mínar eigin kröfur hefur mér aðeins vegnað sæmilega. Öllum handritum mínum, nema að „Dark Star“ hefur verið breytt. Ég er almennt talinn vera bestur þegar ég skrifa um hraða, hressi- lega atburðarás. Sjálfur er ég hins vegar stoltastur af sálfræðilegum grunnstoðum sagna minna, en þær eru margar hverjar horfnar út í buskann þegar kvikmyndin er komin á tjaldið. Mér þykir ánægjulegt að horfa á „Bláu þrumuna” á meðal áhorfenda og taka þátt í spennu þeirra og gleði, en það, sem þau sjá, er í raun og veru fjarlægt upphaflegum hugmynd- um mínum um myndina. En, ef ég á að svara spurningunni, þá er það margt sem hefur haft samvirkandi áhrif á að handrit mín hafa selst vel. Ég hef haft góða samverkamenn, eins og Ron Shusett (Alien) og Don Jakoby (Bláa þruman), verið heppinn, hef góða frásagnarhæfileika, kann vel til verka í einni eða tveimur gerðum kvikmynda, gefst aldrei upp og er reiður". - Hvers vegna reiður? „í stað þess að fara út og myrða einhvern, eða að bæla niður reiði mína, ■ Handritshöfrundurinn Dan O’Bannon - „Frá „Alien“ til „Bláu þrumunnar". skrifa ég kvikmyndahandrit. Því reiðari sem ég er, þeim mun betra handrit skrifa ég. Taktu „Alien“ sem dæmi. Ég var fokreiður vegna þess að kvikmyndun handrits míns að „Dune“ varð að engu, ég fékk að sofa í sófanum hjá Ron Shusett, átti ekki krónu og var kominn með magasár. Allur þessi líkamlegi og andlegi sársauki sameinaðist í sköpun i „Alien“ -óvættarins". - Varstu líka reiður þegar þú skrifaðir handritið að „Bláu þrumunni“? „Nei, ég hef lengi gengið fyrir reiði, en ég hef loksins komist að þeirri niðurstöðu, að þótt það kunni að vera gott fyrir kvikmyndahandrit mín, þá fer það illa með heilsuna”. - Hversu nákvæmar voru lýsingamar í handritinu að „Bláu þrumunni“? „Mjög nákvæmar. Allri atburðarás- inni var lýst í smáatriðum. f>ar sem ég vissi að ég fengi ekki að leikstýra mynd- inni, þá ákvað ég að lýsa tæknibrellum og glæfrum, sem væri næstum því ómögu- Iegt að kvikmynda. Það er kaldhæðnis- legt, en sennilega var það einmitt sú ögrun, sem í þessu fólst, sem seldi handritið. Og þessi „óleysanlegu" atriði voru öll leyst á venjulegan Hollywood- máta: meðþvíaðeyðameiripeningum". - Var mörgu sleppt úr handritinu við gerð myndarinnar? „Það var ýmsu sleppt. Auk þess voru ýmsar breytingar nauðsynlegar vegna þess, að höfuðpersónan breytti nokkuð um svip. Frumhugmyndin var á ýmsan hátt allt önnur. Þar var aðalsögupersón- an, Frank Murphy, geðklofi. Hann var á mörkum þess að fá algjört taugaáfall, en gat leynt brjálæði sínu fyrir yfir- mönnum sínum og samstarfsmönnum. Hann leit jafnvel á sig sem Þór - guð þrumu og eldinga - endurfæddan. Og að lokum varð Los Angeles, borgin sem lá að fótum hans er hann flaug í þyrlunni, að hinum goðfræðilega eiturdreka, sem honum fannst hann verða að eyðileggja. Þar sem hann var besti flugmaðurinn í lögregluliðinu var öllum vísbendingum um, að hann væri ekki heill á geðsmun- um, vísað á bug og nýja vopnið, Bláa þruman, sett í hendurnar á honum. Og hann leggur til atlögu við Los Angeles og breytir henni í orustuvöll. Þannig var þetta hugsað, en framleiðendurnir vildu breyta þessu, gera Murphy að hetju, og þannig varð það.“ — nýjasta vopn „Stóra bróður” ■ „Bláa þruman“ (Blue Thunder) nefnist kvikmynd, sem vakið hefur mikla athygli og hlotið ágæta aðsókn erlendis að undanförnu. Nafn myndarínnar er dregið af sérstakri þyrlu, sem segja má að sé míðdepill kvikmyndarínnar. Þessi þyrla er einstaklega fullkomið vopn i höndum lögreglunnar í Los Angeles en einnig stórhættulegt tæki i rangra manna höndum. Dan O’Bannon og Don Jacoby sömdu handritið að kvikmyndinni,en O’Bannon er rn.a. þekktur fyrir handrit sitt að gcimhrollvekjunni „Alien“, sem sýnd hefur verið hér á Iandi. Annars staðar á síðunni eru birtir kaflar úr nýlegu viðtali við O’Bannon um myndina. Leikstjóri er hins vegar John Badham, sem þegar hefur komið nokkuð við sögu kvik- myndagerð. Hann var þannig leikstjóri, „Saturday Night Fever“ með John Tra- volta, en síðasta kvikmynd hans á undan „Bláu þrumunni” var „Er þetta ekki mitt líf?“, sem gerð var eftir samnefndu leikriti, sem m.a. hefur verið sýnt hér á landi. Sú kvikmynd hlaut dræma aðsókn og hvarf því skjótt (glatkistuna miklu. | Hvers konar mynd er þá „Bláa þruman”? Skoðanir eru nokkuð skiptar á því, en þeir sem hrifnir eru af myndinni segja að hún sé eins og „Mad Max“ með þyrlum - og er þar um að ræða tilvísun til áströlsku kvikmyndanna tveggja um framtíðarvíkinginn Max, scm Mel Gib- son lék og varð heimsfrægur af. Kvikmyndin gerist í Los Angeles á m- 4 næsta ári. Borgaryfirvöld eru að undir- búa olýmpíuleikana, sem þar verða haldnir á því ári, og stjðmvöld óttast mjög hryðjuverkastarfsemi. „Við viljum engin Miinchenfjöldamorð hér“, segir einn af ráðamönnum borgarinnar, og löggæslan fær það verkefni að koma í veg fyrir slíkt. En leynileg samtök meðal valdamanna stefna að því að auka áhrif sín og eftirlit með almenningí, og hyggj- ast neyta þess færist sem skapast vegna ótta yfirvaldanna við óeirðir og skcmmd- arverk. Framtídarvopn Þessi leynisamtök, hyggjast m.a. ná fram vilja sínum með því að nota nýja fullkomna þyrlu, sem er fullkomið leitar- og eyðingartæki. Þessi þyrla, sem nefnist „Bláa þruman”, er búin nýjustu tækni, svo sem myndavél sem getur séð í gegnum veggi, hljóðnemum scm geta heyrt fugl setjast á grein, tölvustýrðum byssum ogstjórntölvu, sem hefur aðgang að öllum tölvubönkum lögreglu og njósnastofnana í Bandaríkjunum. I myndinni er það orðað svo, að þyrlan geti skotið fimm þúsund skotum á mínútu og kíkt niður um brjóstmál á konu úr þúsund feta hæð. Þyrlan er að sjálfsögðu í meginhlut- verkinu í myndinni, en nokkrirmennskir menn fá þó einnig að koma þar við sögu. Roy Scheider, sem margir minnast vafa- laust úr „All That Jazz“,leikur Frank Murphy, einn af þyrluflugmönnum lög- reglunar, en það ereinmitt hann sem fær það verkefni að reyna þessa nýjú þyrlu. Hann á svarinn andstæðing, sem Mal- com McDowell leikur. Sá heitir Coch- rane ofursti, og Murphy kemst brátt að því, að hann hefur ekki hreint mjög í pokahominu. Warren Oates fer með hlutverk Braddock, lögreglustjóra, og var þetta síðasta hlutverk Oates, sem lést fyrir skömmu. Síðari hluti kvikmyndarinnar er mikil þyrluomsta á milli Murphys og Coch- rane, og þykir mörgum hún skemmtilega saman sett. Boðskapurinn, ef hægt er að tala um slíkt, er svo sá, að „Stóri bróðir” sé á eftir þér og notfæri sér við það verk nýjustu tækiframfarir, sem geri kleift að fylgjast með öllum athöfnum einstak- lingsins án þess að hann hafi hugmynd um það. - ESJ BLÁA ÞRUMAN ■ Candy Clark fer með hlutverk Kate, vin- i konu Murphys. ■ Þannig Iftur þyrlan „Bláa þruman“ út. ■ Endalok einnar þyríu f lokaslagnum f „Bláu þrumunni”. ■ „Bláa þruman“ getur tekið mann af Iffi úr fjarlægð sekúndum eftir að stjórntölvan hefur lýst hann sekan.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.