Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 nútíminn Bara- flokkur- inn í hljóm- leikaför ■ Baraflokkurinn er nú farinn í hljómleikaför um landiö og hófst hún í gærkvöldi er þeir léku i Agnarögn, hinni nýju félagsmiðstöð í Kópavogi. í kvöld, laugardagskvöld, eru þeir svo með tónleika í Safari og á mánudagskvöld verða þeir í fjöl- brautarskólanum á Akranesi, þriðju- dagskvöldið í Bæjarbíói í Hafnar- firði, miðvikudagskvöldið í MH og fimmtudagskvöldið í Samvinnuskól- anum að Bifröst. Föstudagskvöld er Baraflokkurinn svo á Blöndósi og laugardagskvöldið á Sauðárkrók og þar lýkur förinni. Hljómleikaförin er farin í tilefni þess að um næstu mánaðarmót kem- ur út ný plata með Baraflokknum en hún var tekin upp í London í sumar. Vonbrigdi á Borginni Qtzi, Qtsi, Qtzi, Svart-hvítur draumur, Vonbrigði á Hótei Borg. ■ Þetta kvöld voru vonbrigði í tvenn- um skilningi, vonbrigði með Qtzi og svart-hvítan og svo Vonbrigði sem var sveit kvöldsins á Hótel Borg í fyrra- kvöld, við hæfi að þeir kæmu fram á þessum stað eftir vonbrigðin með Borg- ina sem tónlistarstað í ár en þeir eru að rétta úr kútnum núna og hafa staðið fyrir nokkrum ágætum tónleikum að undan- förnu. Qtzi tróð upp fyrst, fjórir strákar í snjáðum gallabuxum, hefðbundin skipun hljóðfæra og „þriggja-gripa rokkið" anno ’81 í algleymi hjá þeim mjög hávaðasamt á köflum, þarfnast mikillar fínpússningar, jafnvel heils múrverks. Svart-hvítur draumur var næst á dagskrá en í millitíðinni brá einhver gamla Pink Floyd slagaranum „Time“ á fóninn, sem var svona álíka við hæfi og að hljómsveitin Sjálfsfróun hefði troðið upp í sextugs afmæli Alberts um daginn. Þeir í svart-hvítum draumi eru nokkuð efnilegt band, taktfast nýbylgjurokk sem minnti mann mjög á Þeyr-plötu spilaða með sandpappír, sem sagt mjög gróf tónlist a la Þeyr ef finna á einhverja samlíkingu við hæfi. Hljómsveit kvöldsins var svo Von- brigði sem tróðu upp síðast, mannfjöld- inn í salnum þá að nálgast þriggja stafa töluna og nokkrir brugðu sér út á gólfið undir trylltu nýbylgjurokki Vonbrigða em sýndu allar sínar bestu hliðar þetta kvöld. Maður er alltaf að komast meir og meir á þá skoðun að bassaleikarinn Gunni, sé sá pottþéttasti á þessu sviði hér innanlands, frábær án þess að falla úr þeirri samstæðuheild sem sveitin er orðin. -FRI Gotl Seafunk en Afsakið ei gott Jóhann í úrslit ■ Lag Jóhanns Helgasonar, Sail On af Tass-plötunni komst í úrslit í alþjóðlegu söngvakeppninni í Cast- lebar á Irlandi, og var það eitt af níu lögum sem komst áfram. Úrslitakeppnin fór fram í gær- kvöldi og var henni sjónvarpað beint um Irland og Skotland. Söng Jóhann lagið á henni sjálfur og naut aðstoðar Björgvins Halldórssonar sem einnig átti lag í keppninni. ■ Hátíðaralur Verslunarskóla íslands varð vettvangur tónleika s.l. þriðjudags- kvöld. Flytjendur tónleikanna voru þrjár hljómsveitir. Fyrst tróð upp 12 ára bandið Fox Voices, þá lék Icelandic Seafund Corporation og eftir hlé hljóm- sveitin Afsakið! Hljómleikarnir hófust a.m.k. hálftíma á eftir áætlun og það er ekki ný bóla. Peyjarnir 12 ára í Fox Voices hófu leikinn og þar hreifst undirritaður virki- lega af. Þeir eru þrír: Einn trymbill og tveir gítarleikarar. Lögin voru ekki pönkleg, miklu fremur í Bítlaandanum. Var strákunum vel tekið af hinum 70 tónleikagestum. Þá var röðin komin að fönk-bandinu, Seafunkinu, sem undirritaður hafði heyrt að væri skipað færum, efnilegum hljóðfæraleikurum. Þeir hófu leik sinn af fítonskrafti og það fór ei framhjá undirrituðum að strákarnir eru afar flinkir, hver á sitt hljóðfæri. Þó er ég ekki frá því að trommuleikarinn Þorsteinn nokkur hafi verið og sé yfirburðamaður í hljómsveit- inni. Pilturinn tók rosalegt trommusóló, trommusóló sem Gunnlaugur í Mezzo- forte hefði mátt gera sig ánægðan með. Vissulega var Mezzoforte keimur af lögum piltanna en það er á engan hátt Sefunkinu til minnkunar. Tveir hljóm- borðsleikarar eru í hljómsveitinni og miðað við þetta kvöld í Versló, þá held ég að einn sé alveg nóg. Á meðan það heyrist aðeins í öðrum þeirra allavega. Lokalag hljómsveitarinnar fyrir hlé var Ný hljómsveit FOSS stofnuð upp úr Start og Svizz: Gefa út fjögurra laga plötu ■ Ný hljómsvcit FOSS hefur verið stofnuð upp úr hljómsveitunum Start og Svizz en þeir sem skipa nýju sveitina eru þeir Ólafur Kolbeinsson, Jón Ólafsson, Axel Einarsson og Ágúst Ragnarsson. Umboðsmaður þeirra, Eygló Gunnþórs, leit inn á skrifstofu Nútímans til að segja okkur fréttirnar.og sagði hún að hljómsveitin væri bæði með frumsam- ið efni og góða danstónlist í prógrammi sínu. Nú fyrir áramótin kemur svo ný fjögurra laga, 12 tommu, plata með þessari hljómsveit og hefur Tony Cook annast upptökur á þeirri plötu, heldur utan til Bretlands með efnið nú á næstunni í skurð og pressun. Á þessari plötu eru tvö lög eftir Axel og tvö eftir Ágúst. FOSS er með eigið stúdíó á Vitastíg, raunar er það í eigu Axels Einarssonar en þar er æfingaaðstaða sveitarinnar og ekki óþekkt að hún leiki þar fyrir biðröðina fyrir utan Safari um helgar. Umboðssíminn hjá þeim er 78886. -FRI „Kántríbærinn" hans Hallbjörns en að mínu viti fer það að verða ansi þreytt að klykkja út með því lagi þó það sé auðvitað einstakt lag. Varð það vinur minn Einar saxófónn sem raulaði lagið. Legg ég til að hann einbeiti sér að saxófónleik og minnki við sig sönginn. Eftir hlé spilaði hljómsveitin Afsakið en hún er skipuð meðlimum Seafunksins að viðbættum nokkrum söngvurum. Er skemmst frá því að segja að undirritaður hreifst engan veginn af þessari hljóm- sveit. Fyrir það fyrsta heyrðist afar lítið í söngvurunum og í öðru lagi fannst mér lagasmíðarnar óttalega „cheap“. Tón- listin virkaði á undirritaðan eins og slappt sambland af Ljósunum í Bænum og Þú og Ég-dúettinum. Samt ber að taka fram að hljóðfæraleikurinn var pottþéttur en útsetningarnar bara voða gamaldags. Icelandic Seafund Corporation er góð hljómsveit og efnileg og með enn meiri samæfingu og fjölbreyttari lagasmíðum þurfa þeir ekki að kvíða neinu, en ég held að þetta Afsakið-mál ættu þeir bara að láta lönd og leið. Mixer-maður úti í sal var Sigurgeir Sigmundson, fyrrum Startari og stóð hann sig að mörgu leyti vel en rafmagnið í skólanum klikkaði 3-4 sinnum um kvöldið og skemmdi það auðvitað tölu- vert fyrir hljómleikunum. 10 nýjar plötur hjá Steinar fyrir jólin: SAFNPLATA MEÐ BUBBA — inniheldur tvö ný lög. ,,Plötur ættu ekki að hækka i verði fram að jólum” segir Pétur Kristjánsson ■ Fyrir jólin mun Steinar útgáfan senda frá sér 10 nýjar plötur, þeirra á meðal nýja plötu með Baraflokknum, Jóhanni Helgasyni og Ladda auk safnplata,en síðan er rúsínan í pylsuendanum. ný safnplata með Bubba Morthens en á henni verða lög allt frá ísbjarnarblúsnum og fram til dagsins í dag auk tveggja nýrra laga sem tekin voru upp fyrir skömmu. Þetta kom fram í spjalli Nútímans við Pétur Kristjáns- son sem nú er forstjóri Steina í fjarveru Steinars Berg. Hann sagði að plötuverð kæmi sennilega til með að haldast eins og það er, fram að áramótum og væru þeir því vel settir hvað varðaði samkeppnina við bækurnar... “Það er engin hækkun í nánd og ef ekki verður gengisfelling, sem ekki er útlit fyrir, þá hækka plötur ekki“ sagði hann. Hin nýju lög á safnplötu Bubba, eru rokklög, tekin upp með honum, Begga og Rúnari úr Egó og Ásgeir Óskarsson, úr Stuðmönnum, er á trommur. -FRI DEAD KENNEDYS HAFA ÁHUGA Á TÓNLEIKUM HÉR —„Við krefjumst framtíðar”-hópurinn er í sambandi við þá ■ Pönk-hljómsveit Bandaríkjanna númer 1,2 og 3, Dead Kennedys hafa áhuga á að halda tónleika hérlcndis fyrir áramótin og hefur „Við krefjumst framtíðar” - hópurinn verið í sam- bandi við þá vegna þessa. Hljónisveitin flýgur frá Kaliforníu til Heisinki i Finnlandi, seinni part nóvembermán- aðar og var hugmyndin að fá þá lil að millilcnda hér á leiðinni. Eins og staðan er í dag er hinsvegar útlitið ekki mjög gott að af þcssu verði, að sögn eins úr „Við krefjumst fram- tfðar" - hópnum, og hafa mcnn eink- um áhyggjur af því að ekki fáist nógu stór salur til að halda þessa tónleika í og af þeim sökum verði miðaverð mjög hátt. Laugardalshöllin er algjör- lega út úr myndinni á þessum tíma ársins. Allir möguleikar verða hinsvegar kannaðir til hlítar og cr verið að vinna í því nú, enda yrði það einn merkasti tónlistarviðburður ársins ef þessi hljómsveit kæmi hingað. „Við kefjumst framtíðar" - hópur- inn sem hér um ræðir er sama fólkið og stóð að stórtónleikunum með Crass og mörgum islenskum hljómsveitum í Höilinni snemma í haust. Dead Kennedys þarf varla að kynna. þeir eru ein þekktasta pönk sveit heimsins og hafa verið það um árabil. Söngvari þeirra Jello Biafra hefur einnig vakið athygli fyrir ýmis uppá- tæki sín, t.d. bauð hann sig fram til borgarstjóra San Francisco 1980 og varð þriðji af sjö frambjóðendum. Kosningasöngur hans þetta ár náði miklum vinsældum cn það er hið þekkta Dead Kennedys lag „California úber alles”. - -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.