Tíminn - 09.10.1983, Blaðsíða 18
FÖLGULT Á LIT
í HREINU FORMI
Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og fimmta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending
1. Heldur þykir skepna þessi hörð á skrápinn. Lirfur hennar fæðast með stóran fót, sem brátt dettur af. Hún lifir á svæði norður að 64 gráðu norðl. br. og suður að 44 gráðu suðl. breiddar. Hún er jafnan talin sælgætis- matur og harla dýr. Stundum er eitt dýr þúsunda virði, - ekki þó vegna matarins.
2. I fyrsla kafla þessarar skáldsögu kemur Martinez liðþjálfi í flug- hernum nokkuð við sögu. Annars segir þar einkum af ævintýrum bifreiðastjóra nokkurs. Einnig er getið kynna hans af frú Faxen. Kvikmyndun sögunnar sætti tíð- indum í ísl. kvikmyndagerð. Þarer sungið Iagið: „ Vegir liggja til allra átta...“
3. Meðal frægra manna sem léku á þetta hljóðfæri var Kid Ory Frægari var þó Glenn Miller Vanalega hijómar það í „b“ þótt fleirí gerðir þekkist. Mest var það í tísku á árunum fyrir heimsstyrjöldina Víða er um það getið í Biblíunni
4. Ungur sigldi hann til náms í tannlækningum, en hætti námi og gerðist listamaður. Hann hóf söngferil sinn í smá- hlutverkum í Kurfurstenóper- unni í Berlín. En brátt fór hann að syngja hlutverk Gralsriddara og fom- hetja. Hann er helsti íslenski Wagner- tenórinn. Þjóðverjar kölluðu hann „Unser Peter.“
5. Talið er að um 0.06% af jarð- skorpunni séu úr þessu frumefni. Það hefur sætistöluna 16 í lotu- kerfinu og eðlisþyngdina 32. Það mun bæði teljast vera bragð- laust og lyktarlaust, þótt reynsla margra sé önnur. Það er fölgult á lit í hreinu formi. Sagt er að Satan og árar hans eigi talsvert af þessu til heimabrúks.
6. Faðir hans var síðasti íslenski amtmaðurinn. í grennd við æskustöðvar hans bjó Sigurður Breiðfjörð um skeið. Hann studdi hið svonefnda „þjóðlið" Jóns á Gautlöndum. Hann orti: „Þó húmbúggirðu margan mann/ þér mistekst það við dauðann.“ Einnig orti hann: „Öxar við ána, árdags í !jóma...“
7. Land þetta er ávalt að lögun og er lengst milli vest-suðvesturs og aust-noröausturs. Þar finnast vötn mikil og fjöll þótt ekki séu þau stærstu að öllu leyti innan landamæra ríkisins. íbúarnir em friðsamir, en samt alltaf viðbúnir hinu versta. Þeir em taldir ostagerðarmenn góðir. Einna frægastur sona þessarar þjóðar var Vilhjálmur karlinn Tell.
00 ■ Faðir hans þótti sérstæður söng- maður. Sjálfur varð hann þekktur fyrir kynngimagnaðar hestamyndir sínar. Fæddur að Arnórsstöðum á Jökuldal og var sem barn í Víðidal. Menn vilja telja list hans til „naivisma.“ Hann hefur löngum kennt sig við Möðrudal.
9. Skepna þessi heyrir til fylking- unni „Perissodactyla.“ Hún hefur sjö tær og snúa fjórar fram en þrjár aftur. Þrjár greinar sem af henni þekkj- ast búa í Suður og Mið-Ameríku en ein í Malajalöndum. Hún er fáskiptin og fer helst einförum í skógarþykkni nærrí vatnsbólum. Eldfornar beinaleifar hafa fund- ist í Evrópu, Kína og Bandaríkj- unum og eru frá Miósentíma.
■ o Merkiskona þessi fæddist árið 1777 á Stéttum í Hraunhverfi Lengst af bjó hún að Götu í Stokkseyrarhverfi. Hún varð þekkt af afskiptum sínum af hinu svonefnda „Kambsráni“. En frægust varð hún þó af sjó- mennsku sinni. Enda fékk hún viðumefnið „formaður."
Svör við spurningaleik á bls. 20