Tíminn - 09.10.1983, Page 13

Tíminn - 09.10.1983, Page 13
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 1923 og var þar kennari í níu ár. Fyrstu fjögur árin kenndi ég einn, en svo var ráðinn kennari að skólanum og þá byrjaði konan mín að kenna með mér. Nei, hún þurfti aldrei að hlaupa í skarðið fyrir mig, því ég var aldrei forfallaður. Já, mér líkaði vel á Ólafsvík, því þarna kynntist ég ákaflega vel bæði fólkinu og nemendunum og hafði mikið saman við þá að sælda. Þetta var gjöró- líkt því sem ég átti eftir að kynnast þegar ég flutti til Reykjavíkur og gerðist kenn- ari hér. Þá var eiginlega ekki um neitt samband að ræða við foreldrana né nemenduma, nema rétt meðan á kennslu- stundum stóð.“ Eru einhver skólasystkina þinna þér sérlega minnisstæð eftir veruna í Kennaraskóla Islands? „Það er nú oft erfitt að taka einn framyfir annan. En mér er nú minnis- stæðastur Pálmi Jósefsson, skólastjóri Miðbæjarskólans, en við urðum miklir kunningjar og erum það enn í dag. Einnig vil ég nefna Frímann Jónasson, skólastjóra, sem býr í Kópavogi og marga fleiri. En við Pálmi erum jafnan mestir mátarnir." Telur þú að viðhorf ungs fólks til skóla og menntunar hafi mikið breyst frá þínum æskudögum? „Nú á ég erfitt með að dæma, en þó held ég það. Ég tel að nemendur nútím- ans viiji ráða miklu meira um nám sitt og kjör eftir að námi lýkur en var. En ég er ekki að lasta það, - alls ekki. Ég sé það best á okkar barnabörnum, að þau þekkja ekkert til þeirrar æsku sem við áttum, nema það sem ég hef sagt þeim frá.“ Kenndir þú á fleiri stöðum en á Olafsvík og í borginni? „Nei, en þó mætti segja frá því að í Ólafsvík efndi ég til unglingaskóla með prestinum og lækninum, sem starfaði um tíma. Ekki man ég hvað þetta stóð lengi en mér eru minnisstæðir ýmsir nemendur frá þessum unglingaskóla, svo sem þeir Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri, Sigurður Ólafsson, apótekari í Reykjavík og Helga Proppé, kona Lúð- víks Kristjánssonar í Hafnarfirði. Þessir nemendur voru strax allir efnilegir. Þá er einn nemenda okkar hjónanna orðinn þekktur maður núna, en hann er Alexander Stefánsson, félagsmálaráð- herra.“ Þú lést menntamálin mikið til þín taka meðan þú sast á Alþingi. „Ég hætti kennslustörfum 40 ára gam- all og fór að fást við ýmislegt annað um hríð, því kennslulaunin dugðu ekki til þess að lifa af þeim. Ég gerðist þingmaður 1956 og það er rétt að ég lét kennslu og menntamál nokkuð til mín taka, en ég sat á þingi í 15 ár, eða til 1971. Ég var þingmaður Barðstendinga, áður en kjördæmabreyt- ingin kom til 1959, en varð síðan þing- maður Vestfirðinga. Jú, þingmennskan átti fremur vel við mig, en ég held að ég hafi þótt gjarn á að vilja fara mínar eigin leiðir og vilja ekki láta segja mér fyrir verkum, - fór fremur eftir eigin sannfær- ingu en flokkssamþykktum. Ég sat í Menntamálanefnd þegar lögin um Kennaraháskólann voru sett og ég beitti mér sérstaklega fyrir því að komið væri á námsstyrkjum fyrir dreifbýlisnem- endur, sem verða að fara í burtu til náms, og þeir styrkir hafa verið við lýði síðan. Já, ég þekkti þeirra aðstæður frá mínum eigin skólaárum. Þá hef ég ætíð verið eindreginn bind- Indismaður og beitt mér nokkuð í þeim rnálum.'1 Nú búið þið hér að Úthlíð 16, aðeins skamman spöl frá nýjum og glæsilegum húsakynnum Kennaraskólans? „Já, það viíl nú svo til. Ég kom þangað í vor, þegar afmælis skólans var minnst með guðsþjónustu í Háteigskirkju og kaffiboði í skólanum sjálfum á eftir. Nú barst mér í morgun boð um að vera við hátíðarhöld í skólanum nk. laugardag. Skólanum á ég þær óskir helstar til handa að hann lini ekki í neinu á þeim kröfum sem gerðar eru til nemendanna. Það sem mér fannst helst að þegar ég var í skólanum var það að mér fannst æfingakennslan ekki nógu mikil. Af öllum námsgreinunum þá taldi ég æf- ingakennsluna mikilsverðasta, því þar lærði maður að umgangast börn og kenna þeim. Það er ekki nóg að vera vel að sér í einstökum námsgreinum, menn verða líka að skilja börnin og þeirra sálfræði og kunna að vinna með þeim. Ef ekki tekst að halda uppi góðum skólaaga, þá verður námið alltaf lé- legra.“ -AM 13 llllllllPanasonic (Beint frá Japan!) Panasonic ALXCl œw/HCMCW CCXttTW RfcSfcf j V c n 1 2 3 4 5 6 Video Caewoe NV-333 Ou*RW DDMokjí MOS? «-(► w/sue « « c t ■ hu ;:xx t i -■ - ■ i fi stm' » / B Ö 10' 11 12 vw Mttt.-txm Panasonic nv-333 Nýtt tœki á betra veröi með fleiri möguleikum Hér eru nokkrir góðir punktar: • Quarts stýrður beindrifinn mótor. • Quarts klukka. • Myndskerpustilling. Nýtt. • 14daga upptökuminni. • 8 stöðvaminni. • Skyndi tímaupptaka OTR frá 30-120 mín. Nýtt. • Fín editering (Tengir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni). _ ,aga veiði0 Sjálfvirk fínstilling á móttakara. Góð kyrrmynd. Myndleitari. Hraðspólun með mynd, afturábak og áfram. Sjálfvirk bakspólun. Rakaskynjari. 8 liða fjarstýring fáanleg. 36.920^ <©JAPIS hf Brautarholti 2 Akureyri: Tónabúðin. Seyðisfjörður: Kaupfélag Héraðsbúa. Reyðarfjörður: Kaupfélag Héraðsbúa. Vestmannaeyjar: Musik og myndir. Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfirðinga. ísafjörður: Eplið. Djúpivogur: Kaupfélag Berufjarðar. Eskifjörður: Pöntunarfélagið. Tálknafjörður: Bjarnarbúö. Hella: Mosfell. Akranes: Studioval. Borgarnes: Kaupfélagið. Hornafjörður: Radioþjónustan. llllllllPanasonic Glugga- og hurðasmíði eftir máli eða teikningum. Kynnum sérstaklega gróðurhús þessa dagana. Sími 40071 Bröttubrekku 4, Kópavogi. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunardeildarstjóra að Svæf- ingardeild. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Umsóknum sé skilað til hjúkrunarforstjóra, sem veitir upplýsingar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.