Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 2
I'RIÐJUDAGUR l. NÓVKMBER 19ÍÍ3 fréttir Framsóknarkonur: VIUA Nll HELMINGASKIPI11 NEFND- UM OG RÁOUM FRAMSÓKNARFLOKKSINS — íhuga sérframboð verði hlutur kvenna óbreyttur þegar líður að næstu kosningum ■ l>ing Landssambands framsóknar- kvenna sem lialdió var á Húsavík nú um lielgina og sótt af á milli 60 og 70 konum beinir þeirri áskorun til forystu Fram- sóknarflokksins að lneta hlut kvenna í ábjrgðarstöóum innan (lokksins þannig að lilutur þeirra verði jafn á við hlut karlanna. „I’essi ályktun er auðvitáð fyrst og fremst tilkomin vcgna þess að lilutur kvenna í Framsóknarflokknum er allt of lítill. Framsóknarflokkurinn á fterri kon- ur í nefndum og ráðum en aðrir flokkar,” sagði Sigrún Sturludóttir nýkjörinn formaður Lándssambands framsóknar- kvenna i samtali við Tímann, en Sigrún var kjörinn formaður á þinginu nú, mcð 29 atkvæöum. en Unnur Stefánsdóttir, Kópavogi, sem einnig var í framboði til formanns hlaut 19 atkvæöi. Gerður Steinþórsdóttir, frúfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Konurnar gera það að kröfu sinni að stjórnir blandaðra flokksfélaga, fulltrúa- ráða og kjördæmissambanda verði aö helmingi skipaðar konum og að a.m.k. 4 konur verði í 9 ntanna framkvæmdti- stjórn flokksins. auk þess sem þær vilja að lormaður L.F.K. fái nú þegarseturétt ú fundum framkvæmdastjórnar og þing- flokks með ntúlfrelsi og tillögurétt, en þann rétt Itefur forntaður S.U.F. í ályktun kvennanna segir jafnframt: „Verði hlutur kvenna innan flokksins óbreyttur þegar líður að næstu kosning- ■ Sigrún Slurludóttir, nýkjurinn for- maöur Landssambands framsóknar- kvenna um, hljóta framsóknarkonur að íltuga ;iö bjóða fram kvennalista innan flokks- ins við hæstu kosningar." Vegna þessa og kröíunnar um helm- ingaskipti spurði Tíminn Sigrúnu hvort konur í L.F.K. teldu sig ráða yfir helmingi atkvæða Framsóknarflokksins: „Konur í Frantsóknarflkokknum eru ekki helmingur flokksmanna, en stað- reyndin er cinu sinni sú, með því aðgera svo róttæk.i breytingu og við gcrum kröfu um, þú fúum við konur til starfa í flokknum og nýjar konur inn í flokkinn. Það vcröur bókstaflcga að auka hlut kvenna í flokknum frá því sem nú er." Sigrún sagðist vonast til þess að þessi ályktun yrði til þess að flokksfo'rystan tæki nú við sér, svo það þyrfti aldrei aö koma til að konurnar þyrftu að bjóða fram sér. Sigrún sagði um þingið að það hefði vcrið gott þing og mörg góð múl hefðu verið rædd þar. Sagði hún að stefnuskrú flokksins, launamúl kvenna, friðarmúl og fjölskyldupólitík heföu verið mikið rædd ú þinginu, en óneitanlcga hefði mcstur tíminn farið í að ræða liðinn konur og stjórnmál. Sigrún sagðist mjög ánægð með stjórn þú scnt kosin var á þinginu en cftirfar- andi konur skipa stjórnina: Sigrún Sturludóttir, formaður. í fram- kvæmdastjórn voru kosnar Drífa Sigfús- dóttir Keflavík, Ragnheiður Svein- björnsdóttir Hafnarfirði, UnnurStefáns- dóttir Kópavogi, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir Reykjavík. Aðrar í stjórn eru: Ingibjörg Púlmadóttir Akranesi, Magdalcna Sigurðardóttir Isafirði, Hall- dóra Jónsdóttir Siglufirði, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Akureyri, Þórdís Bergsdóttir Seyöisfirði, Ásdís Ágústs- dóttir Selfossi. Varastjórn: Jónína Hall- grímsdóttir Húsavík, Þrúður Héígadótt- ir Mosfellssveit, Guðríöur Ólafsdóttir Reykjavík. -AB Brutust inn íVíkurskála íVík í Mýrdal og stálu 150 kg. peningaskáp: Grófu skápinn niður og merktu með röri — Kaupfélagsstjórinn og gjaldkerinn fundu þýfið ■ Tveir pillar brutiist inn í Víkurskála í Vík í Mýrdal, aðlarariiótl sunnudags, og slálu þaðan 150 kg. peningaskáp sem lelldur var inn í innréllingu á skrifslolu verslunarstjórans. Starfsfólk skálans uppgvötvaði þjófn- aðinn á sunnudagsmorgúninn og liatði þú stunband við kaupféhigsstjóra staðar- ins, Matthías Gfslason og við lögregluna í Vík sem þú var að vísu stödd í erindagjörðunt austar í sýslunni. Einnig var haft samband við lögrcgluna ú Hvolsvelli og Selfossi ef hún kymii að hafa orðið vör við grunsainlcgar manna- ferðir. Að sögn Matthíasar Gíslasonar kom svo lögreglan og tók skýrslu af biIstjóra hópferðarútu sem hafði scö til livíts fólksbíls ú lcið austur Mýrdalssand um kl. 5 um morguninn og fannst honum skrýtiö að afturhurð bílsins var opin þrátt fyrir rok og rigningu. Þessi bíll sást svo aftur ú vesturleiö um 10 levtið um inorguninn. „Viö Símon Gunharsson gjaldkeri ktiufélagsins úkvúðum að keyra austur sandinn og atliuga hvort viö yrðum einhvers vísari. Á afleggjaranum niður á Hjörleifshöfða súum við nýleg hjólför og fylgdum við þeim niður að jarðfalli þarna fyrir neðan en þar voru fyrrum itskuhaugíirbæjarins. Þar var talsvert umrót ú barmi jaröfallsiits og upp úr ú einum stað stóð ryögaö júrnrör. Eg krafsaði með höndunum þar undir og fann þar skápinn óopnaðan" sagði Matt- hías í samtali við Tímann. Lögrcglan ú Selfossi stöðvaði síðan bíliiin sent lýst var eftir meö piltalta tvo og játaði annar þeirra vcrknaðinn og var rannsöknarlögreglunni þú fengið múlið í hendurnar. Piltarnir voru yfirheyröir þar en síöan slcppt um húdegisbilið í gær. Þeir hafa úður komið'við sögu hjú RLR. Matthias sagði aö síðar hefði kontiö í Ijós að einn úrrisull Víkurbúi hafi að- stoðaö piltana þar sein þeir höfðu fest bíl sinn í sandinum en þeir sögðu honum að þeir væru feröamenn á leiö þarna unt og sá Víkurbúinn ekki ástæðu til að rengja það. -FRI Forystumerm Framsóknar- flokksins vilja auka hlut kvenna í flokknum en ... hef þó um segir Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra ■ Forystuiinmn Framsóknarflokks- ins viröast á einu ntáli um aö auka þurli hlut kvcnna innan flokksins, en ekki eru þeir hrifnir af þeirri hugmynd kvennanna sem kom frant á þingi Landssantbands framsóknarkvenna nú utn helgina, aö helmingarcglan vcrði látin gilda. Aðspurður unt álit á ályktun frant- söknarkvennanna sagöi Steingrímur Hérmannsson formaður Framsóknar- flokksins: „Ég fagna því mjög að það virðist vera stóraukinn barúttuhugur og kraftur í framsóknarkonum. Ég er því aigjörlega satnntúla að þær eru alltof fáarT okkar fremstu röðum, í nefndum, stjórnum og þcss húttar. Hins vcgar er það alls ekki svo vegna þess aö við höfum Itafnaö þeim. heldur vegna þess aö þær hafa ekki gefið kost ú sér í sama mæli og kariarnir. Ég vona að þessi ályktun þcirra verói til þess að meira framboð verði ú konum í slik störf innan flokksins. og tel ég þú ðruggt að þeim mundi fjölga í forystu- sveit flokksins. nefndunt og stjörnum. Ég hef þó ákaflega miklar efasemdir uni úkveðinn kvóta, og held að mettn verði að veljast eftir úgæti í þcssi störf eins og önnur. en ekki eftir því hvort um karla eða konurer að ræða." Varaformaður Framsóknarflokks- ins. Halldór Ásgrímsson sagði er hann var spurður sömu spurningar: „Ég tel að Itlutur kvenna í Framsöknarflokkn- um eigi að vcra meiri en hann er, og það er tlokknum mikilvægt að svo vcrði, en ég er á móti hclmingaskipta- reglu. Forysta flokksgeturekki tryggt það á einn cða annan hátt að konur séu svo og svo margar í trúnaðarstörfum, en flokkurinn í heild verður að taka á því máli. nteð það að markmiöi að auka hlut þeirra. Steingrínjur og Halldór sögöust báð- ir telja aö7 þegar líða tæki að næstu kosningum. þá hefðu konur í Fram- sóknarflokknum enga ústæðu til þess að hugleiða sérframboð innan flokksins. Staða þeirra færi batnandi. og slik þróun myndi halda áfrant. Halldór sagöi jafnframt að Itlutur framsóknarkvenna tnyndi síst hatna, ef þær færu út í slíkt framhoð. Sér- framboð almennt leiddu ekkert af sér, cnda væri miklu mikilvægara að berjast til áhrifa innan flokkanna. Haukur Ingibergsson framkvíemda- stjóri Framsóknarflpkksitts sagði unt þessa úlyktun framsóknarkvennanna: „Áltugi kvenna á að taka þútt í stjórnmáium fer ört vaxandi. Æ fleiri sjá að sérstök. stjórnntúlasamtök kvenna eru ekki lausnin á jafnrétt- isvandamúlinu, heldur er samstarf karla og kvenna ú jafnréttisgrundvelli innan stjórnmálaflokkanna hin rétta léið. Þess vcgna getur samþykkt Landssambarids framsóknarkvcnria ckki kotttið ú óvart, þótt menn geti ef til vill greint eitthvað ú unt útfærslu einstakra atriða. En alntennt séð held ég að þarna hafi verið stigið stórt skref í rétta útt, sem ætti að hvetja úhuga- satrtar konur um stjórnmúl, til þess að taka þútt í starfi Framsóknarflokksins í auknum mæli." -AB Nöfn mannanna sem fórust meö Sandey ■ Mennirnir fjórir sem fórust þegar Sandey II hvolfdi á Viðéy.jarsundi ú föstudag hétu: EmH Púlsson. Gúðmund- ur Jónsson, Kjartan Erlcndsson ogTorfi Ólafur Sölv ason. Emil var sextugur að aldri. búsettur aðTorfufelli 13 í Reykjavík. Hann lætur cftir sig eiginkonu og sex börn. G; mundur var 31 úrs, búsettur að Nesh ila 8(1 ú Seltjarnarnesi. Hann var kvæntur og þriggja barna faðir. Kjartan var 35 ára, búsettur að Kjartansgötu 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur. Torfi Ólafur var fimmtugur. búsettur að Sól- hcintum 18 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. ■ Emil Pálsson ■ Guðmundur Jónsson ■ Kjartan Erlendsson ■ Torfl Ólafur Sölvason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.