Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR t. NÓVEMBER 1983 10 [viðskiptalffið umsjón: Skafti Jonsson ■ Þegar er afráðið að heimilissýningar verði haldnar þrjú næstu ár. Heimilissýningar Kaupstefnunnar hf.: Haldnar árlega í framtíðinni I stk.TÍVOLÍ ZOl.'í tow Sl*r4:»S.Íi»> (X} íKtwrtó «so«?oíc .. R«tt ylií hafté tnti Hahk'tp **HAPKK fP Wp" ■ „Við stefnum að því að halda stóra Heimilissýningu á hverju ári héðan í frá þannig að sýningarnar verði fastur við- burður í þjóðlífinu. Slíkt tíðkast víða erlendis og má í því sambandi nefna Ideal Home sýninguna, sem haldin er í London á hverju ári,“ sagði Páll Bragi Kristjónsson, stjórnarmaður hjá Kaup- stefnunni hf. í samtali við Tímann. Páll Bragi sagði, að reglubundið sýn- ingarhald auðveldaði fyrirtækjum að ákveða, hvort og þá hvenær þátttaka hentaði, en reynslan hefði sýnt að ef vel væri að verki staðið, létu sýningargestir sig ekki vanta. Hann sagði að sýningar- haldið hefði tekið miklunt brcytingum I áranna rás og stöðugt aukin fjölbreytni hefði sett svip á sýningarnar, en Kaup- stefnan hefur staðið fyrir 11 stórum vörusýningum á þeim .. nær þremur áratugum sem liðnir eru síðan fyrirtækið var stofnað. Næsta heimilissýningin „Heimilið ’84“ verður haldin í Laugardalshöll 24/8 til 9/9 1984. Sýningarnar 1985 og 1986 verða einnig á svipuðum tíma, það er að segja ágúst/septembcr, en endanlegar dag- setningar liggja ekki fyrir. ■ Skipið er 11 ára gamalt, systurskip Suðuriands, sem fvrir er í eigu Nesskips hf. Nesskip bætir við flotann: FÆR 2.500 LESTA SKIP í DESEMBER ■ Nesskip h.f. hefur fest kaup á þýska skipinu „Estebogen" og verður þaö afhent félaginu í desember næstkom- andi. Skipið er byggt í Þýskalandi árið 1972 hjá Sietas skipasmíðastöðinni og hefur 2500 tonna burðargetu. Kostnað- arverð skipsins er 5 milljónir v.-þýsk mörk. Skipið er systurskip m.s. Suður- lands, sem fyrir er í eigu félagsins. Lengd skipsins er 88,5 metrar og breidd 13,80 metrar. Lestarrými er 164.01K) rúmfet. Það hefur eina lestarlúgu 51.00 metrar á lengd og 10.2 metrar á breidd á veðurþilfari, og stórar þilfars- lúgur sem fjarlægja má auðveldlega þegar þeirra er ekki þörf. Skipið er búið tveim 15 tonna þilfars- krönum, sem sameiginlega geta lyft 30 tonnum. Er því ætlað að sinna alhliða stórflutningum svo sem fyrir stóriðju svo og ýmsum flutningum á sjávarafurðum til útflutnings. Þá er skipið einnig vel útbúið til gámaflutninga og getur flutt 142 gámaeiningar (20 fet). Skipið verður sérstaklega útbúið til flutninga á kældum farmi. Aðalvél skipsins er af gerðinni MAK 2400 hestöfl og ganghraði skipsins er 14 sjómílur. Ljósavélar eru 4 af Deutz gerð. Einnig hefur skipið bógskrúfu. Skipið hefur einkum verið í flutning- um á norðlægum slóðum og er styrkt til siglinga í ís samkv. ströngustu kröfum þýska Lloyds flokkunarfélagsins. Norskur húsgagnaidnaður: Minni hlutur á heimamarkaðnum ■ Húsgagnainnflutningur Norð- manna jókst um 16,9% fyrstu sjö mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. í allt var flutt inn fyrir 938 milijónir norskra króna, sem þýðir yfir 1,5 milljarðar á ár>grundveili. 45% af húsgögnunum kom frá Svíþjóð og.28% frá Danmörku. Útflutningur norskra húsgagna jókst unt 12,5% á þessu tímabili, en skilaði þó aðeins 244 miiljónum norskra króna. Svíþjóðarmarkaðurinn er stærsti erjéndi markaðurinn fyrir norsk húsgögní en nokkur fyrirtæki hafa mjög aukið sölu sína til Bandaríkj- anna. Reiknað er með að Norðmenn flytji húsgögn fyrir um 105 milljónir króna á þessu ári til Bandaríkjanna. I fyrra áttu norskir húsgagnafram- leiðendur 65% af heimamarkaðinum, en yfir 70% næstu tvö árin þar á undan. Útflutningur nemur aðeins 'A af innflutningnum. ÍOO þúsund gærur til Finnlands: „Góð byrjun á sölutímabilinu" segir Jón Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins ■ Iðnaðardeild Sambandsins á Akur- eyri hefur gert samning við fmnska fyrirtækið Friitala um sölu á 100.000 gærurn þangað. Gærurnar verða af- grciddar á tímabilinu fram í september á næsta ári, og verða þær á ýmsum vinnslustigum, allt frá því að vera pæklaðar og upp í fullsútaðar og litaðar mokkagærur. Að sögn Jóns Sigurðssonar, aðstoð- arframkvæmdastjóra Iðnaðardeildar, cr þetta góð byrjun á sölutímabiiinu. Vonaðist hann til að þrátt fyrir þröng- an markað tækist á næstu mánuðum að selja alla framleiðsluna frá því í haust. Verslanir KRON: „Afkoman heldur lakari en í fyrra“ ■ Vörusala KRON var eftir fyrstu 6 mánuði ársins komin í rúmlega 108 milljónir króna án söiuskatts og cr það 72% aukning frá sama tíma í fyrra. Það ntun þó varla halda í við almennar verðlagshækkanir þar eð almennt ncysluvöruverðlag hefur hækkað um 77-78%. Afkoma verslananna er því heldur lakari cn á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint í nýjustu félags- tíðindum KRON. Þarsegirennfremur að útkoma verslana félagsins sé ærið misjöfn. Mest söluaukning hafi orðið hjá KRON við Snorrabraut 83%, KRON við Langholtsvcg 80% og Domus 80%. Skipadeild Sambandsins: Fjölgar vörumóttöku- stöðvum í Bretlandi ■ Skipadeild Sambandsins hefur komið sér upp fimm vörumóttöku- stöðvum t Bretlandi. Skipdeildarinnar sigla til Goole, í mynni Humberfljóts- ins nálægt Hull, og er deildin búin að konta sér upp vörumóttökustöðvum í London, Erith í Kent, Bristol. Warr- ington. milli Liverpool og Manchcster, og í Glasgow. Á þessum stöðum er þegar farið að taka á ihóti vörusending- um til íslands, og frá þeim er vörunum síðan ekið í flutningabíium eða gántum til Goole. 5 Iðnaðardeild Sambandsins: Um 150kmaf ullaráklæðl til Danmerkur ■ Iðnaðardeild Sambandsins á Akur- eyri hefur flutt út til Danmerkur um 150 þúsund metra af húsgagnaáklæði og gluggatjöldum það sem af er þessu ári, ásantt nokkru af ullarteppum. Sigurður Arnórsson, aðstoðarfram- kvætndastjóri Iðnaðardelldar. taldi að hjá deildinni hcfði orðið söluaukning í magni bæði að því er varðaði útflutning á garni og ullarfatnaði fyrstu sex mán- uði ársins. Einnig hefði hlutdeild Iðn- aðardeildar í útflutningi iandstnanna á þessum vörum hækkað. Lopi hefði selst vel að undanfbrnu, nteðal annars í Bandaríkjunum og Englandi, og ullarfatnaðurinn færi nú meðal annars mikið til Ítalíu og Englands. Þá væri verið, að vinna aÁ endurútgáfu á sölubæklingum deildarinnar, bæði fyr- ir handprjón, fatnað og ullartcppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.