Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 4
, ,ÞJÍJ€M.ljDA.<JUK 1. JNQVEMBER ’1»83 fréttir ÞRIGGJA ER SAKNAD EN MtlR KOMUST AF ER HAFÖRNINN SÖKK A BREIÐAFIRÐI í GÆR ■ Mjög slæmt veður var á slysstaðnum í gær og aftakabrim við Bjarnareyjar,en hluti þeirra sést efst á myndinni. Tímamyndir Ámi Sæberg ■ Þriggja manna er saknað, en þrír komust af þegar vélbáturinn Haförninn SH 122 sökk á Breiðafirði við Bjarnareyjar skömmu eftir hádegið í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði mönn- unum þrem, tveim af Lónsskeri og einum af eyjunni Lón, sem er ein Bjarnareyja. Slysavarnarfélag íslands fékk tilkynningu frá hafnarverðinum í Stykkishólmi kl. 14.40 í gær um að Haferninum hefði hlekkst á við Bjarnareyjar, en hann var þá á heimleið úr skeljaróðri. Það var vélbáturinn Þórsnes SH 108 sem lét vita af þessu. Þá voru 7-8 vindstig af vestan og éljagangur á köflum á þessum slóðum og foráttubrim við eyjar og sker. Strax var haft samband við aðra báta heimleið úr róðri. Þeir sáu neyðarljós, á þessum slóðum, sem voru einnig á en gátu ekkert aðhafst til björgunar, ■ Vélbáturinn Haförninn SH 122 var 80 lesta stálbátur. Hann hét áður Ófeigur II en var seldur til Stykkishóims fyrir tveimur árum. Sjávarútvegs- ráðherra: Ætlar ad athuga gaumgæfi- lega kvóta- skiptinguna ■ „Við erum búnir að ákveða að mæla með því á fundi norsk-íslensku fiskveiðinefndarinnar í Osló á miðvikudag að veidd verði 375 þúsund tonn á vertíðinni eins og fiskifræðing- arnir leggja til,“ sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, þegar hann var spurður hvort ráðuneytið hygðist fara að tillögum fiskifræðinga um loðnuveiði á komandi vertíð. Halldór var spurður um kvótaskipt- inguna sem ákveðin var á fundi stjórn- ar LÍÚ og útgerðarmanna loðnubáta í gær. Hann kvaðst ekki hafa kynnst sér hana nægilega til að tjá sig um hana opinberlega. „Ég mun væntanlega fá álit manna á þessu á morgun og athuga þau gaumgæfilega,“ sagði Halldór. -Sjó Útvegsmenn leggja til kvóta á loðnuvertíðinni: 67% AF HEILDARKVOTANUM SKIPT JAFNT MILLI ALLRA — en afgánginum er úthlutad eftir stærð báta ■ Ákveðnar voru breytingar á kvóta loðnubáta á komandi loðnuvertíð á fundi stjórnar LÍÚ með útgerðar- mönnnm loðnubáta í gær. Verður m af heildarkvótan- um skipt jafnt á milli bátanna, sem alls eru 51, og afganginum, 33%, úthlutað eftir stærð bátanna. 66 Þa hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að aðeins þeir bátar sem sérstaklega eru útbúnir til loðnuveiða fái heimild til veiða á vertíðinni. ^jnn|g er |j5st ag loónubátar missa að einhverju leyti heimildir til annarra veiða en loðnuveiða. „Þetta hefur verið þannig undanfarið að helming heildarkvótans hefur verið úthlutað jafnt milli báta en hinum helm- ingnum eftir burðargetu þeirra. Síðan hefur komið fram ósk frá eigendum minni báta um að þessu verði jafnt skipt og þetta er málamiðlun,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Tímann í gær. - Er ekki augljóst óhagræði af þessari skiptingu. - Kallar hún ekki á aukin útgjöld fyrir flotann í heild? „Það er náttúrulega augljóst að í þessu felst flutningur frá stærri bátunum til þeirra minni. En meirihluti útgerð- armanna er með minni skip og það eru þeirra sjónarmið sem þarna ráða,“ sagði Kristján. Hann sagði ennfremur að ákveðið hefði verið á fundinum að hefja ekki loðnuveiðar fyrr en loðnuverð hefði verið ákveðið. Fyrsti fundur í Verðlags- ráði sjávarútvegsins var haldinn í gær og var málinu vísað til yfirnefndar og verður fundað í henni í dag. Taldi Kristján að fljótlega myndi ganga að ákveða verðið þar sem verð á loðnuafurðum væri hátt á heimsmarkaði og þar af leiðandi mikið svigrúm. -Sjó ; 3 1 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.