Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 5
Lí 5 Ifréttir „Gekk eins vel og hugsast — sagði Páll Halldðrsson, flugstjóri TF-RÁN, sem bjargaði skipbrotsmönnunum þremur hvorki látið björgunarbáta reka að eyj- unum né skotið þangað línu. Þá var haft samband við Landhelgisgæsluna, sem undirbjó TF Rán til flugs vestur og einnig var björgunarsveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli beðin um aðstoð. ■ Áhöfn TF Rán við komuna til Reykjavíkurflugvallar. Frá vinstri eru Friðgeir Olgeirsson stýrimaður, Kristján Jónsson stýrimaður, Benóný Ásgrímsson flugmaður og Páll Halldórsson flugstjóri. Tímamynd Róbert ■ „Þetta var ansi slæmt veður á köflum og við sáum að vindstyrkurinn fór upp í um 50 hnúta í verstu hviðunum sem er um 9 vindstig, en þetta gekk eins vel og hugsast gat og þyrlan sannaði enn einu sinni ágæti sitt við björgunarstörf í þessu veðri“ sagði Páll Halldórsson flugstjóri á TF Rán í samtali við Tímann skömmu eftir að þyrlan lenti á Reykjavíkurflug- velli í gærkvöldi. „Við Benóný Ásgeirsson flugmaður vorum staddir í varðskipinu Óðni þegar kallið kom og vorum komnir í loftið um kl. 15.16. Við vorum klukkutíma á leið á slysstað þar sem við þurftum að fara fyrir Snæfellsnesið. Þegar við komum þangað höfðum við samband við bát sem sagði okkur að tveir menn væru á svokölluðu Lónsskeri, rétt vestur af Bjarnareyjum, og að það flæddi yfir skerið. Við fundum mennina strax og notuðum körfuna til að bjarga þeim í þyrluna. Mennirnir voru svo hressir að þeir komust hjálparlaust í körfuna. Síð- an sáum við gúmmíbát uppi í fjöru á ey þarna rétt við og gátum lent þar á móa. Stýrimennirnir fóru út og fundu þar einn mann í bátnum og hann virtist vera einna þrekaðastur" „Mennirnir voru þó ekki það illa haldnir að við töldum í lagi að fara beint í leit enda var tíminn dýrmætur. Við fórum yfir eyjarnar og leituðum þar um allt en þegar eldsneytið tók að minnka fórum við með mennina til Stykkishólms og tókum olíu. Þá var farið að skyggja þannig að ekki þótti ráðlegt að fara út aftur en þyrla varnarliðsins leitaði fram í myrkur", sagði Páll Halldórsson að lokum. -GSH Bjargað um borð í þyrlu Vélbáturinn Sigurður Sveinsson fór frá Stykkishólmi með lækni og björgun- arsveitarmenn Slysavarnarfélagsins á Stykkishólmi innanborðs á slysstaðinn. Kl. 15.16 fórTF Rán í loftið og kl. 15.45 fór þyrla frá varnarliðinu af stað með lækni innanborðs. Þá voru margir bátar komnir á slysstaðinn, meðal annars flóa- báturinn Baldur. Þá hafði sést til tveggja manna á skeri og gúmbjörgunarbátur sást í fjöruborði eyjarinnar Lóns. TF Rán var við eyna um kl. 16.20 og tók þá strax mennina þrjá um borð og skömmu seinna kom varnarliðsþyrlan á staðinn. Þyrlurnar leituðu báðar við Bjarnareyjar, en um kl. 17.00 lenti RF Rán við Stykkishólm með skipbrots- mennina, en þyrla varnarliðsins leitaði áfram á svæðinu fram í myrkur en án árangurs. Að sögn flugmanna á TF Rán var brak úr Haferninum farið að reka á land við eyna, þar sem einn maðurinn fannst. Þar rak einnig gúmbjörgunarbát, en hann reyndist vera mannlaus. I dag verður leitað við slysstaðinn, m.a. gengnar fjörur á eyjunum og einnig leitað við sker í nágrenninu á skipum og bátum. Vélbáturinn Haförn SH 122 var 80 tonna stálbátur í eigu Rækjuness hf., á Stykkishólmi. Hann var byggður árið 1959 og hét áður Ófeigur II ÁR 18 og var gerður út frá Þorlákshöfn. -GSH ■ Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Rán, flýgur yfir eynni Lóni sem er ein Bjarnareyja en Haförninn SH 122 sökk rétt vestan við eyna. sem einn skipverjinn komst í. Þyrlan bjargaði manninum af eynni. Til vinstri sést gúmbjörgunarbáturinn ! ■ Halldór Asgrimsson, sjávarútvegsráðherra, á fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í gærmorgun. Tímamynd GE Vinnunefnd alþjóðafisk- ( veiðiráðsins um loðnuveiði: Telur 375.000 tonn vid hæfi ■ „Tillaga vinnunefndarinnar er að heimilað verði að veiða 375 þúsund tonn á tímabilinu frá nóvember í ár fram í mars á næsta ári. Þessi tiltaga á eftir að fara fyrir fiskveiðinefnd ráðsins, en í þessu tilfelli sé ég ekki ástæðu til að ætla að henni verði breytt,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, þegar hann var spurður um tillögur vinnu- nefndar Alþjóðafiskveiðiráðsins, sem fundaði í Kaupmannahöfn í vikunni sem ieið, um loðnuveiðar við strendur' , íslands. „ Hjálmar sagði að í leiðangri þriggja i skipa í byrjun október hefði loðnustofn- ;inn mælst um 970 þúsund tonn. í tillögum vinnunefndarinnar er miöað við að 400 þúsund tonn fái að hrygna næsta vor, en talið er að af stofninum drepist næstum 200 þúsund tonn náttúru- legum dauðdaga í sjónum. -Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.