Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983 9 á vettvangi dagsins Fjárlögin verða að vera það stjómtæki sem þeim er ætlað Ræða Guðmundar Bjarnasonar vid 1. umræðu fjárlagafrumvarps ■ Hér fér á eftir meginhluti ræðu sem Gudmundur Bjurnasun flutti við fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið. Þess ber að gæta víða er sleppt úr köflum þar sem Guðmundur svarar þeim sem á undan hunum tuluðu en vonandi slítur það ckki samhengi meginmáls ræöunn- ar. Guðmundur Bjarnasnn á sæti i Ijár- hagsnefnd ug ber málflutningur hans þess glngg nierki að hann er þcini hnútuni kunnugur sem hann fjallar um. Fjárlagafrv. það sem hér er til með- ferðar er á ýmsan hátt sérstætt og frábrugðið í uppbyggingu þeim fjárlaga- frumvörpum sem lögð hafa verið fvrir hv. Alþingi undanfarin ár. í fyrsta lagi er það lagt fram við óvcnjulegar og erfiðar aðstæður í-þjóðfélaginu. Mikill samdráttur hefur orðið í þjóöartekjum, sem t'yrst og fremst stafa af minnkandi sjávarafla. Þetta hefur leitt til verulega samdráttar í þjóðfélaginu almennt, sem síðan hefur sín áhrif á frv,- gerðina og setur sinn svip á uppbyggingu þess. í ööru lagi má nefna að frv. tekur mið af efnahagsstefnu ríkistj. á næsta ári og viðleitni hennar til að draga úr ríkisum- svifum án þess þó aö skerða mikilvæga félagslega þjónustu. í þriðja lagi er gerð tilraun til þess að setja fram fjárlög, sem taka mið af raunverulegum ríkisútgjöld- um og gcti á þann hátt orðið það stjórntæki, sem þeim ber að sjálfsögðu að vcra. Fleira mætti nefna en lítum aðeins nánar á þessa þrjá þætti. í fyrsta lagi eru það ríkjandi aðstæður. Það erfiða ástand sem nú cr í þjóðfélag- inu stafar fyrst og fremst af verulegum samdrætti þjóðartekna. Þjóðarbú- skapurinn hefur hreppt mikinn andbyr og orðið fyrir áföllum. Munar þar að sjálfsögðu mest um stórlega minnkandi þorskafla á sl. ári og enn þá meiri samdrátt afla það sem af cr þessu. Vandséð er hvernig leyst verða þau stóru vandamál, sem nú eru að skapast í sjávarútveginum. Þá brást loðnuvertíð- in sem hefur að sjálfsögðu einnig stór- kostleg áhrif á þjóðarhag. Á sama tíma og þetta gerðist óx allur innlendur kostn- aður vegna mikillar verðbóglu. Veru- legur halli varð á viðskiptum við útlönd, þar scm þjóðartekjur drógust saman og útflutningstekjur minnkuðu. Ljóst var því að grundvöllur atvinnuveganna var mjög ótryggur við þessar erfiðu aðstæður og þar með atvinnan í landinu. Því gripu ný stjörnvöld til mjög róttækra efnahags- aðgerða til að sporna við vandanum. draga úr skuldasöfnunninni við útlönd. lækka verðbólguna og treysta grundvöll atvinnulífsins. Þetta hefur vissulega leitt til tímabundins samdráttar í þjóðfélag- inu. Þensla hefur minnkað með minni verðbólgu og rýrnandi kaupmáttur hefur einnig haft það í för með sér að neysla hefur minnnkað, dregið hefur úr inn- flutningi og þar með viðskiptahalla. en þá að sjálfsögðu cinnig úr tekjum ríkis- sjóðs. Áður en til þessara aðgerða var gripið var atvinnuörygginu veruleg hætta búin og erfitt að gera sér í hugarlund, hvert ástandið væri nú ef t.d. laun hefðu hækkað um 22% í júní og verðbólgan þar með tekið nýtt stökk upp á við. Ljóst er þó að nú þegar hefði fjöldi fyrirtækja verið kominn í strand, sveitarfélög t.d. sem hafa fasta tekjustofna sem ekki hækka með aukinni verðbólgu hefðu einnig orðið að hætta við nánast allar sínar framkvæmdir og fjöldaatvinnuleysi tneð öllum sínum hörmungum væri skollið á. Ráðstafnirnar í maílok bættu hins vegar stöðu atvinnulífsins veru- lega. T. d er Ijóst að rekstrarstaða útflutnings- og samkeppnisiðnaðar hefur sjaldan verið betri en í kjölfar þessara aðgerða. Vissulega er hætt við að sam- dráttur tekna og eftirspurnar leiði til samdráttar í ýmsum þjónustugreinum, sem starfa fyrir innlendan markað. Þó má geta þess og er full ástæða til að benda á það hér, að samkvæmt nýlegri verðkönnun Verðlagsstofnunar, sem sagt var frá í fréttum útvarps í gær, eru íslenskar vörur, sem á boðstólum eru í verslunum, mikið ódýrari en innfluttur varningur. Munar þar yfirleitt um meira en helming, í mörgum tilfellum enn meira. Er því full ástæða til að þakka Verðlagsstofnuninni fyrir þessa upplýs- ingastarfsemi og nauðsynlegt að 'hvetja alla landsmenn til að gefa þessu gaum og hegða sér í samræmi við það, því að ekki er víst að öllum hafi verið ljósar þessar staðreyndir. Má þá gera ráð fyrir að samdrátturinn beinist meira að innflutn- ingnum en innlendri framleiðslu. Væri það vissulega af hinu góða og liður í því að gera atvinnuáhrif aðgerðanna já- kvæðari. Um stundarsakir eða þar til við höfum rétt úr kútnum og getum bætt lífskjörin með raunverulegri aukningu þjóðar- tekna hefur ástandið mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs og þar með gerð og uppbygg- ingu fjárlagafrv. Heildarskatttekjur ríkisins verða verulega lægri á næsta ári sem hlutfall af þjóðarframleiðslu en var t.d. á seinasta ári, jafnvel minni en áætlað er á verði nú í ár. Skýrist það m.a. af minni skatttekjum ríkisins af innflutn- ingi óg neyslu og svo af þeim skattalækk- unum sem ákveðnar voru í sumar sem liður í efnahagsaðgerðum ríkisstj. svo sem lækkun tekjuskatts, hækkun barna- bóta, lækkun aðflutningsgjalda og fleira, sem oft vill gleymast þegar rætt er um þessar aðgerðir og hrópað er um einhliða árás á launin í landinu. Gert er ráð fyrir því í frv. að skattalækkun sú sem orðin er haldist á næsta ári og skattbyrði þyngist ekki miðað við greiðsluár. Til að geta gert sér sem gleggsta grein fyrir heildarfjármáladæmi ríkissjóð og þjóðarbúsins alls var lögð rík áhersla á að leggja hér fram fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir komandi ár um leið og fjárlagafrv. væri til meðhöndlunar í þinginu. Þetta hefur því miður ekki alltaf tekist en ber að gera og ánægjulegt að það tókst að þessu sinni, því að í því felst markvissari og samstilltari stjórnun efnahasgsmála. Meginstefnan í fjárlagafrv. ogfjárfest- ingar- og lánsfjáráætluninni er að stilla saman viðunandi jafnvægi í viðskiptum við útlönd, áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar, viðleitni til að fjárfesta í arðbærum framkvæmdum, sem best munu tryggja atvinnu til frambúðar og gæta þess jafnframt, að margumræddur samdráttur tefli ekki atvinnuástandi í tvísýnu. Þetta er vandasamt verk og mikils um vert, að ákvarðanir séu ábyrg- ar og teknar af fyllsta raunsæi. Ríkisstj. leggur mikla áherslu á at- vinnuöryggi og mun fylgjast vandlega með þróun atvinnumála um allt land, sagði hstv. fjmrh. í ræðu sinni áðan. Það er ekki vafi á því að á undanförnum árum hefur ríkt töluverð umframeftir- spurn á vinnumarkaði og enn mun nokkurrar spennu gæta, einkum hér á höfuðborgarsvæðinu umfram það sem er víða úti á landi, en þar er fremur farið að gæta samdráttar sem þó einkum mun enn sem komið er koma fram í bygging- ariðnaðinum. Að þessu verður ríkisstj. að gæta vandlega og bregðast við í tæka tíð og á réttan hátt, ef verulegra breyt- inga eða misræmis fer að gæta í atvinn- ástandinu. Einnig þarf að hafa þessi atriði í huga þegar skipt verður því takmarkaða framkvæmdafjármagni, sem frv. gerir ráð fyrir. Þá tel ég að þurfi mjög að gæta að því að atvinnulífið verði eins treyst eins og mögulegt er með þeim aðgerðum og fjárveitinum, sem fjárlag- afrv. og fjárfestingar- og lánsfjáráætlun- in gera ráð fyrir. í sumar hafa fulltrúar stjórnarflokk- anna unnið með fjni.rh. og fulltrúum hans í fjmrn. og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnuninni við að leita leiða, sem leitt gætu til sparnaðar í ríkisrekstrinum. Ég hef tekið þátt í þessari vinnu fyrir hönd þingflokkss Framsfl. Hefur fjölmargt verið athugað og margt af því tekið til greina við uppsetningu frv. Reynt hefur verið af fremsta megni að gæta þess að sá samdráttur bitnaði ekki á nauðsyn- legri félagslegri þjónustu. En á hitt verður að líta, að þau ráðuneyti, sem helst þjóna þessu hlutverki, þ.e. heilbr,- og trmrn. og menntmrn. fara með 55% eða meira en helminginn af heildarút- gjöldum frv. Það er því Ijóst, að útilokað er að koma við verulegum sparnaði án þess að það komi að einhverju leyti einnig við þessi ráðuneyti. Meginatriði er' líka það að spara og auka hagkvæmni í rekstri án þess að það komi niður á félagslegri þjónustu, reyna að ná því fremur fram í hagræðingu og sparnaði í rekstrinum. Mikið hefur verið básúnað um fyrir- hugaðan spamað í tryggingakerfinu og m.a. í umr. hér í dag, aðsjálfsögðu, upp á um það bil 300 millj. kr. Til almanna- trygginga er áætlað að verja tæplega 4.7 milljörðum, hefðu verið 5 milljarðar að viðbættum þessum 300 millj. sem áætlað er að spara eða 28.7% að heildarútgjöld- um ríkisins. Þessir 5 milljarðar eru 28.7% af heildarútgjöldum ríkisins. 300 millj. eru 6% af þessum 5 milljörðum og verður því vart trúað, að ekki megi koma við slíkum sparnaði í öllu því kerfi án þess að leiði til stórvandræða eða að það þurfi að bitna á þeim sém síst skyldi. Ég treysti að till. heilbr,- og trrh. svo og meðferð fjvn. á þessu rnáli leiði til þess að við finnum leiðir sent við getum sætt okkur við í því að ná fram þessum sparnaði. 1 viðbót við margvíslegan sparnað á hinum ýmsu útgjaldaliðum er áætlaðað ná fram heildarsparnaði, sem nemi 2.5% á launaliðum frv. og 5% á almennum rekstrarútgjöldum. Um þetta hefur nokkuð verið rætt einnig í umr. í dag. Hv. 3. þm. Norðurl. v. taldi reyndar að það væri nokkuð auðvelt að spara í almennum rekstrarútgjöldum, þessi 5%, það ætti að vera hægt, ef menn tækju á því máli, en erfiðara yrði sjálfsagt að ná fram sparnaði í launaliðum. Ég tel hins vegar, að ef okkur ekki tekst að spara í launaliðnum, þá verði erfitt að spara í almennum rekstrarútgjöldum. Þaðertil ítils að hafa vinnandi, eða hafa starfsfólk sem kannske yrði ekki vinnandi, ef það hefði engin rekstrarútgjöld til þess að greeiða það scm þarf til þess að það geti unnið sitt starf, að hafa starfsfólk á skrifstofum ef við höfum ekki fjármagn til að greiða rekstrarkostnaðinn sem þarf til er einskisvert. Þess vegna verður þessi sparnaður að fara saman. Við verðum að geta náð utan um báða þessa liði og hv. 7. landsk.þm. orðaði það einnig í sinni ræðu, að það þyrfti að lækka yfirstjórn í meðförum þingsins svo að ekki kvíði ég því að við eigum ekki gott samstarf við þann hv. þm. um það að ná fram þessum markmiðum. Hugmyndir hafa verið upp um sparn- að í mannahaldi á þann hátt, að t.d. verði ekki samstundis cndurráðið í störf sem losna. Dregið verði úr ráðningu vegna sumarafleysingar, reynt verði að flytja fólk milli starfa til hagræðingar, dregið verði úr yfirvirinu svo að eitthvað sé nefnt, þá hefur rn. nú verið ritað bréf og þau bein um að athuga, hvort þessum sparnaði mætti koma við á þann hátt að flytja til milli stofnana, ef ein gæti sparað meira en önnur og mundi þá fjvn. að sjálfsögðu flytja um slíkt brtt. Er þetta gert til að gera þessar sparnaðaraðgerðir léttbærari og raunhæfari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.