Tíminn - 01.11.1983, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. NOVEMBER 1983
Cher í bak og fyrir
■ Söngkonan Cher hefur mörkum almenns velsæmis að
löngum verið jafn fræg fyrir troða upp í þessum götótta og
sinn glæsilega kropp og rödd- gagnsæja bol. Ljósmyndararn-
ina, enda er hún óspör á að jr kepptust um að ná myndum
sýna sig fáklædda. Þessi bún- af Cher og hún söng hin sperrt-
ingur þótti þó áheyrcndum asta eins og hún væri klædd
hennar vera helst til „djarfur“, módelkjól frá París.
því að ísland er eyja, fjarri öllum
meginlöndum. Þeir fjármunir
sem í þetta fara eru fljótir að
skila sér í heilbrigðara fólki.
Annars er nauðsynlegt“,
heldur Lárus áfram, „að skoða
þessi eiturlyfjamál í víðara sam-
hengi. Ymis öfl, ekki bara pen-
ingaöfl, heldur líka pólitísk víða
um heim vilja gjarnan lama okk-
ur Vesturlandabúa. Við sjáum
hvernig ýmis öfl í Austurlöndum
og S-Ameríku fjármagna baráttu
sína með sölu eiturlyfja og það
samrýmist langtímahagsmunum
þeirra að lama þjóðfélög okkar.
Þessi hugsun blasir við þegar
maður les erlend blöð og set'ur
saman fréttir víðsvegar að úr
heiminum. En fyrir mér vakti
fyrst og fremst að vekja athygli
sjómannasamtakanna á þessu
máli og beina því til þeirra hvort
þau geti ekki lagst í eitt með
öðrum að kæfa eituriyfjasmygl
strax í fæðingu. Ég vona að Guð
gefi að þessi ályktun beri ein-
hvern árangur. Það er alls ekki
það að ég vilji hnýta neitt í
íslenska sjómenn - það er fjarri
mér - en innan þeirrar stéttar
eins og allra eru til skúrkar eða
veiklundaðir menn sem láta nota
sig."
- Ég spyr Lárus hvort að
kirkjan eigi að fjalla um svona
mál. „Ég álít að kirkjan eigi
skilyrðislaust að fjalla um öll
mannleg vandamál. Reyna að
vera vegvísandi og verka til góðs
og þessu máli þarf alltaf að halda
vakandi“.
Ég spyr Lárus að því hvort
hann hafí kynnst citurlyfjamál-
um af eigin raun.
„Ég hef kynnst þeim í gegnum
vini mína sem starfa að þessum
málum hér syðra og svo leitar
fólk til mín þannig að ég hef
dálítil óopinber afskipti af þess-
um málum og því er ekki að
leyna að vandamálið þekkist fyr-
irvestan t.d. meðal farandverka-
manna"
- Hvernig var Kirkjuþing
1983?
„Afkastaði gríðarlega miklu.
Fjörutíu maí voru á dagskrá og
vinnuálagið því gífurlegt, ef
maður vill vinna vel. Þingið er
spegill þjóðarinnar að verulegu
leyti. Samsett af mismunandi
skoðanahópum. Menn eru ekki
steyptir í sama mót, síður en
svo.“
Við þökkum Lárusi Þorvaldi
Guðmundssyni fyrir spjallið.
-BK
■ A sama tíma og varnarmálaráðherrar Nató þinguðu í Montebello, ræddu utanríkisráðhcrrar Breta, Itala, Frakka og Bandaríkjamanna í
París um gæzlusveitirnar i Líbanon. Vafalaust hefur Genfarviðræðurnar borið á góma. Myndin er frá fundi þeirra.Talið frá vinstri eru Howe,
Andreotti, Cheysson og Schultz.
Þokast í samkomulagsátt
í Genf á síðustu stundu?
Varnarmálaráðherrar Nató vilja ræða tillögur Andropovs
■ VARNARMALARAÐ-
HERRAR Atlantshafsbanda-
lagsins komu saman til fundar í
Montebello í Kanada í stðustu
viku. Aðalefni fundarins var að
ræða stöðuna í viðræðum risa-
veldanna í Genf um takmörkun
meðaldrægra kjarnaflauga.
Það gerðist m.a. á þessum
fundi, að ráðherrarnir sam-
þykktu að skora á Sovétríkin að
leggja fram í viðræðunum í Genf
hugmyndir þær, sem komið
höfðu fram í viðtali Andropovs
forseta, sern birzt hafði í Pravda
fyrr í vikunni, svo að hægt væri
að ræða þær þar og fá nánari
skýringar á því, sem fyrir And-
ropov vekti.
Áður hafði varnarmálaráðu-
neyti Bandaríkjanna látið fara
frá sér, að viðtal Andropovs fæli
raunverulega í sér ekki annað en
endurtekningu á fvrri tillögum
Rússa. Hér væri því bersýnilega
um áróðursbragð að ræða.
Svo virðist sem varnarmála-
ráðherrar hinna ríkjanna hafi
ekki talið klókt að afgreiða við-
talið við Andropov á þá leið,
heldur taka því á jákvæðari hátt
og lýsa sig reiöubúna til að ræða
það nánar.
Nú er að sjá, hvort Rússar
verði við þessari áskorun. Geri
þeir það ekki, verður litið á
viðtalið sem áróðursbragð.
Leggi þeir hins vegar fram nýjar
tilllögur, sem ganga lengra til
móts við Nató en fyrri tillögur
þeirra, kemst Nató tæpast hjá
því að gera gagntilboð.
AÐALATRIÐIÐ í viðtali
Andropovs við Pravda var það,
að samkomulag yrði að byggjast
á því, að ekki yrði raskað því
valdajafnvægi í Evrópu, sem nú
væri fyrir hendi þar. Innan þess
ramma væru Sovétmenn reiðu-
búnir til aðgerða, sem Androp-
ov lýsti á eftirfarandi hátt:
„í fyrsta lagi: Sovétríkin hafa,
svo sem kunnugt er, lýst því yfir
að þau séu reiðubúin til sam-
komulags um fækkun meðal-
• drægra kjarnorkuvopna, á sama
grundvelli fyrir báða aðila, og að
sama marki. Tæki þessi fækkun
bæði til burðartækja (eldflauga
og flugvéla), sem bæru þesíi
vopn, og fjölda kjarnaodda, sem
þau gætu borið. Einhver kynni
að spyrja: Og hvað myndu þá
Sovétríkin gera, ef þau, til að
tryggja jafnan fjölda kjarna-
odda.'sem annars vegar Sovét-
ríkin hefðu og hins vegar Bretar
og Frakkar, stæðu uppi með
færri eldflaugaskotpalla en Nató
hefur nú?
Við erum reiðubúnir til þess.
■ Andropov.
Við óttumst ekki þá stöðu, þó að
hún kynni að koma upp, og
þcgar viö höfum í huga núvcr-
andi fjölda kjarnaodda brezkra
og franskra eldflauga, þá gætu
Sovétríkin haft í Evrópu um 140
SS-20 eldflaugar, en það cru
verulega færri flaugar en mcð-
afdrægar eldflaugar Breta og
Frakka eru n ú.
í öðru lagi. Ekki alls fyfir
löngu lýstum við því yfir að cf
hægt yrði að komast að gagn-
kvæmt aögengilegu samkomu-
lagi, sem innifæli það að Banda-
ríkin hættu við uppsetningu cld-
flauga sinna í Evropu, myndu
Sovétríkin rciðubúin til að eyði-
leggja allar þær eldflaugar, sem
þau tækju niöur í Evrópuhluta
sínum í stað þess að færa þær til
austurhéraða sinna. Frá og með
því augnabliki, sem samningar
næðust, munum við algerlega
hætta að setja upp SS-20 cld-
flaugar, cinnig í austurhéruðum
okkar. En þá leggjum við það
cinnig til grundvallar að cngar
hcrnaðarbreytingar vcrði í Asíu.
Það þýðir fyrst og frcmst að
Bandaríkin setji þar ckki upp
meöaldræg kjarnorkuvopn, sem
næðu til skotmarka í austurhluta
Sovétríkjanna.
I þriðja lagí. Því er stundum
haldið fram, að cftir að hvor
aðili fyrir sig hefur fækkað vopn-
um sínum, þannig að eftir standi
ekki mcira en 300 burðarflaugar,
scm geta borið meðaldræg vopn,
þá höfum við fækkað vígbúnaði
okkar meira en Bandaríkin,
vegna flota þcirra, sem einniger
búinn samnbærilegum vopnum.
Við höfum þannig á engan
hátt í huga að þrengja kosti
Bandaríkjanna. Enda þótt það
verði að segjast, sannléikans
vegna, að þær sovézku flugvél-
ar, sem borið geta meðaldræg
kjarnorkuvopn. eru ekki staö-
settar i öðrum löndum, þar sem
þær gætu hitt skotmörk á land-
svæði Bandaríkjanna.
Og hér erum við einnig reiöu-
búnir til að sýna sveigjanleika til
viöbótar: Að iinna fyrir bæöi
Sovctríkin og Nató jafnan
grundvöll undir fjölda og alhliða
magn og ljölda þeirra flugvéla-
móöurskipa, sem flytja meðald-
ræg kjarnorkuvopn, jafnvel þó
aö þessi tillaga sé að nokkru
frábrugðin fyrri tilllögum okkar.
Um fjölda þessara tækja mætti
komast að samkomulagi á sania
liátt og kveöið yröi á um aöra
þætti takmörkunarinnar."
HÉR er grcint frá helztu atr-
iðum í tillögum Andropovs.
Flest í þeim er í samræmi viö
fyrri tillögur Rússa, ncnia þaö,
að Andropov hýöst nú til að
fækka SS-20 eldflaugum í Evr-
ópu niöur í 14(1 á móti 162
eidflaugum Brcta og Frakka.
Áöur hafa Rússar krafizt sama
fjölda og Brctar og Frakkar
höfðu. Hér reyna þeir aö rnæta
þeirri gagnrýni, að SS-20 cld-
flaugarnar eru fullkomnari cn
cldflaugar Breta og Frakka.
Þá er þaö nýtt, aö Andropov
lofi því, að SS-20 cldflaugum
vcröi ckki fjölgað í Asíu. Þetta
er bcrsýnilega gert til að róa
Kínverja og Japani.
Athygli lilýtur þaö aö vekja,
aö Andropov minntist hvergi í
viðtalinu á kafbáta eöa cldflaug-
ar, sem eru fluttar mcð þeim.
Varnarmálaráðherrar Nató
Hafa scnnilega talið rétt að óska
eftir því, að þessar tillögur And-
ropovs vcrði skoðaðar nánar
vegna þess, að í þeim felst nteiri
fækkun . á rússneskum eld-
tlaugum en Rússar hafa áður
gert tillögu um. Þeir munu einnig
hafa talið, að það skapaði Rúss-
um bætta áróðursaðstöðu. ef
Andropov yrði látið með öllu
ósvarað,
Viðræðunum í Genf á að Ijúka
um 20. þ.m. Mikil spenna mun
ríkja í sambandi við þær til
síðustu stundar. Endanlegt sam-
komulag er þó vart líklegt á
þessum tíma, en eitthvað gæti
gerzt, sem vekti þær vonir um
samkomulag, að uppsetningu
bandarísku eldflauganna yrði
frestað í tiltekinn tíma. Aðdómi
margra vestantjalds er mikil-
vægt, að Andropov eigi ekki
síðasta orðið í þessum við-
ræðum, Áróðursstaða Nató yrði
þá verri.
Þórarinn lO
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar Krm