Tíminn - 01.11.1983, Qupperneq 12
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1983
■ Pönnukökur hafa löngum notið
mikilla vinsælda hér á landi, en oftast
nær eru þær bornar fram á annan veg af
tveim, annað hvort upprúllaðar með
sykri innan í eða brotnar saman, fylltar
með þeyttum rjóma og góðri sultu. En
pönnukökur' geta tekið á sig ýmsar
myndir, og m.a. cru ósætar pönnukökur
með margvíslegum fyllingum hreint
hnossgæti. Hér á eftir skýrum við frá
nokkrum afbrigðum.
Grunndeigið
Þessi uppskrift nægir í
8-10 pönnukökur.
120 g hveiti
salt á milli fingurgóma
1 egg
1/4 1 mjólk, eða sama magn af blöndu af
mjók og vatni
15 g smjör, bráðið
Sigtið saman hveitið og saltið. Gerið
holu í miðju hrúgunnar og bætið þar út
í egginu, ofurlitlu af vökvanum og
smjörinu. Hrærið nú hægt og rólega í
mcð trésleif og hrærið hveitið smám
saman saman við. Hrærið, þar til soppan
er orðin samfelld. Bætið þá afganginum
af vökvanum saman við. Hitið nú
pönnuna og smyrjið þunnu lagi af olíu,
ef hún hefur orðið of mikil, skuluð þið
hella umfram magninu af. Hellið nú
nógu mikilli soppu á pönnuna til að hylja
botn pönnunnar þunnu lagi.
Látið stikna þar til orðin er gullin (í
1-2 mín.) Snúið pönnukökunni við og
látið stikna hinum megin. Takið af
pönnunni og leggið á rakan eldhúspapp-
ír. Leggið síðan alltaf eldhúspappír á
milli pönnukakanna.
Þessar pönnukökur geymast í allt að
því viku í ísskáp, vel innpakkaðar í
smjörpappír eða vaxpappír.
Tilbrigði
Heilhveiti Hafið heilhveiti í stað hvíts
hveitis og steikið ívið lengur.
Sítrus. Bætið út í fínt rifnu ysta laginu
á sítrónu-, appelsínu eða limebcrki.
Hafrar. Notið valsaða hafra í stað 1/4
hveitisins.
Súkkulaði. Sctjið kakó í stað 1/8
hveitisins. Bætið 2 tsk. af sykri út í.
Bragðgott ofanálag
Stráið yfir sykri. Strjúkið yfir mcð
■ Sjávarréttur í sérflokki er upplagður
sem kvöldsnarl eða sem forréttur.
■ Krydduð chilirúlla er matarmikil
og krassandi.
■ Banana — ananas pönnukökur eru
góður eftirréttur
Pönnukökurog
aftur pönnukökur
eldheitri skeið og gerið munstur. Þá
myndast karamcllulík skán.
Stráið sykri yfir og setjið undir grillið,
þar til hann er bráðnaður.
Stráið stökkum, steiktum lauk yfir og
hakkaðri steinselju..
Crépe Su/.ette
1/4 1 af pönnukökusoppu, þar ineð talið
fínt rifið ysta lagið af appelsínuberki.
90 g sykur
90 g smjör
börkur af einni appelsínu
börkur af einni sítrónu
3-4 insk. Cointreau líkjör
börkur og kjöt úr anarrri appelsínu
2-3 msk. koníak.
Stcikið pönnukökurnar, stallið þeim
upp og haldið hcitum. Hrærið saman
sykurinn, smjörið, niðurskorinn appel-
sínubörkinn og sítrónubörkinn og Coin-
treau líkjörinn. Smyrjið þessu appel-
sínusmjöri á ncðri hlið kakanna (þá hlið,
sem fyrr var stcikt), en skiljið eftir
a.m.k. 2 msk. Staflið kökunum upp og
hafið nú engan pappír á milli. Breiðið
yfir.
Skerið nú börkinn af hinni appelsínuni
í þunnar ræmur takið kjötið frá og deilið
í báta. Hitið appelsínubátana á steikar-
pönnunni í 2 msk., af appelsínusmjör-
inu. Brjótið nú hverja köku saman í
fernt og leggið 3-4 þeirra í steikarpönn-
una, úti við kantana. Stráið appclsínu-
berkinum yfir. Hitið koníakið. Hellið
svolitlu af því yfir kökurnr. Berið nú eld
að, en sýnið fulla varúð. Farið eins að
með kökurnar, sem eftir eru. Ef áætlað
koníak reynist ekki nóg, bætið þá við.
Krydduð Chilirúlla
1/4 1 soppa
60 g niðursneitt beikon
1 laukur, flysjaöur og smátt skorinn
1 stöngull sellerí, niðursneiddur
15 g smjör
240 g hakkaö nautakjöt
2 msk. tómatmauk
1/2-1 tsk. Chiliduft
280 g ds. nýrnabaunir, saflnn síaður frá
1/4 1 nautakjötskraftur
salt og pipar
50-60 g mjókurostur, niður riflnn
Bakið kökurnar, staflið þeim upp og
haldið hcitum. Steikið beikonið, laukinn
og sellcríið í smjörinu. Bætið nautakjöt-
inu, tómatamaUkinu. ehiliduftinu. baun-
unum og nautakjötskraftinum út í. Látið
krauma undir loki þar til kjötið er orðið
meyrt og vökvinn hefur að miklu leyti
soðið upp. Kryddið. Skiptið þessu nú
niður á pönnukökurnar og rúllið þær
utan um. Bakið í 190 C heitum ofni í 15
mín. Stráið ostinum yfir.
Sjávarréttur í sérflokki
1/4 1 soppa
280 g ds. af túnfiski, síiö soðið frá
120 g rækjur
180 g baunaspírur
120 g niðursoðinn máis, síið soðið frá
3 msk. smátt niöurskorin græn papríka
150 g krukka af sætri og súrri sósu
150 g sýrður rjómi
2 msk. niðursneiddur graslaukur
Bakið kökurnar, staflið þeim upp og
haldið heitum. Hrærið saman túnfiski.
rækjum, baunaspírum. maís, papriku
og sósu. Deilið niöur á kökurnar, sem
eru vafðar utan um fyllinguna eins og
myndin sýnir.
Banana — ananas
pönnukökur
1/4 1 soppa
1/2 tsk. kanill eða blandað krydd
210 g ds. ananasbitar
60 g sykur
rifínn börkur af einni sítrónu
1 banani, sneiddur niöur
Bakið pönnukökurnar, staflið þeim
upp og haldið heitum. Sjóðið ananassaf-
ann og sykur, þar til verður karamellu-
kent. Bætið út í ananasbitunum, 1 tsk.
sítrónuberki og banananum. Deilið
niður á pönnukökurnar. Leggið þær
saman eins og venjulegar rjómapönnu-
kökur. Stráið því sem eftir er af sítrónu-
berkinum yfir.
■ Pönnukökur, hvort heldur er
sætar eða ósætar, er fljótlegt og
auðvelt að gera og yfirleitt er efni-
viðurinn alltaf til á sérhverju heimili.
Siðan er það fyllingin, sem gefur
tilbreytinguna í pönnukökugerðinni.
Það er sama hvort pönnukökurnar
eru borðaðar kaldar með rjóma og
sultu á milli eða hitaðar upp með
beikoni og eggjum, eða jafnvel
skornar niður í ræmur og notaðar til
skrauts i súpur og á kjötrétti, alltaf
smakkast þær vel. Þaér má
auðveldlega geyma i frysti, en þá
má ekki gleymast að leggja vax-
pappir á milli þeirra.