Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1983, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Raunverð fasteigna: Afsláttur HEFUR LÆKKAÐ UM TÆP a. 25% FRÁ SEPTEMBER1982 Ö£ ■ Verð fasteigna lækkaði um tæplega fjórðung, reiknað á föstu verðlagi, á tímabilinu frá september i fyrra til sama tírna á þessu ári að því er segir í fréttabréfi frá Fasteignamati ríkisins. Fastcignaverð hækkaði um tæplega 50%, á meðan lánskjaravísitala hækkaði um 95%. Raunverð minni íbúða lækkaði minna en hinna stærri, en lítið framboð var á litlum íbúðum miðað við eftir- spurn. í þriðja ársfjórðungi í ár hafði verð á hverjunt fermetra í tveggja og þriggja herbergja íbúðum hækkað um 48-52% en í stærri íbúðum ekki ncnia um 38-42%. Litlar íbúðir eru því hlut- fallslega dýrari en hinar stærri, þótt hlutfall útborgunar í þcim sé hærra og lánakjör verri. í fréttabréfinu segir að verð á tveggja herbergja íbúð, 52.5 m' hafi verið kr. 950 þúsund í ágúst s.l., eða 18.200 kr. á hvern fermetra. Verð þriggja herbergja íbúðar hafi verið 1200 þúsund krónur á sama tíma. sem þýðir 16.000 kr. á hvern fermetra og verð fjögurra herbergja íbúðar. 94.7 m' að stærð hafi vcriö 1390 þúsund krónur cða 14.800 á hvern fermetra. Mismunur á hlutfalli útborg- unar frá tveggja til fjögurra herbcrgja íbúðar er innan við 1%. Þá kemur fram í fréttabrcfinu að meðalstærð nýrra íbúða hefur stöðugt verið að vaxa undanfarin ár. Meðalstærð íbúða byggöra á síðustu þrem árum er 155 m'. Mest varð stærðaraukningin árið 1980. sem er öfugt viö þaö sem búast heföi mátt viö. en það ár urðu flest lán til byggingaframkvæmda fullverötryggö. -JGK ■ I upplýsingabæklingi þeim. scm Rauði krossinu gaf út og síðan var endurbirtur í Tímanum, cru rangar upplýsingar um afslátt til ellilífeyris- jtega sem cru áskrifendur Tímans. Hið rétta er að eingöngu þeir setn dvelja á élli- og dvalarheimilum hafa rétt til 50% afsláttar. Rúöstafanir hafa verið geröar til þess aö leiörétta þetta hjá Rauða krossinum. CHRYSLER MEIRIHATTAR VERÐLÆKKUN Dodge picup 1980 379.500,- Dodge van 1982 479J00,- JOFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 íslenska hljómsveitin ætlar að hef ja vetrar- ■ Einsogkomiðhefurfram.þáerekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu á fjárlögum til íslensku hljómsveitarinnar, en hljómsveitin fór fram á 800 þúsund króna fjárveitingu, svo hún gæti staðið undir eigin rekstri. Nú hefur hljómsveit- in ákveðið að hefja vetrarstarfið, þótt enn sé ckki Ijóst hvort hún hlýtur þann stuðning sem hún þarf. „Er þetta gert í trausti á velvilja ríkisvaldsins enda hafa öll viðbrögð og undirtektir tónlistarunn- enda verið á þann veg, að ástæða er að halda starfinu áfram," segir m.a. í frétt frá íslensku hljómsveitinni um þctta mál. Þar kemur fram að enn er unnt að fá áskrift að tónleikum vetrarins, og er það ítrekað að engir miðar verða seldir í lausasölu í vetur. Fyrstu tónleikar vetrarins verða fimmtudaginn 10. nóv- ember í Neskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. " -AB Samsýning í Lista- safni ASÍ ■ Myndlistarmennirnir Gunnar Örn Gunnarsson, Jón Axcl Björnsson og Vignir Jóhannsson opnuðu samsýningu í Listasafni ASI á laugardag. Sýningin verðuropin daglega fram til I3. nóvem- ber kl. 14.00-20.00 á virkum dögum og 14.00-22.00 laugardaga og sunnudaga. Þeir félagar sýna samtals 24 myndir unnar í akrýl. Þeir hafa allir sýnt áður. bæði einir sér og með öðrum. Þeir Gunnar Örn og Jón Axel eru búsettir hérlendis, en Vignir starfar að list sinni í Bandaríkjunum og kom heim gagngert til að vera með á þessari sýningu.-JGK Nú seljum við síðustu eintökin af þessum frábæru tækjum á stórlækkuðu verði. Hlutaf jársöfnun Tímans í fullum gangi: ppVerðum öll að leggjast á eitt” — segir Hreinn Hjartarson, verkamaður ■ F.v. Vignir Jóhannsson, Jón Axel . Björnsson og Gunnar Örn Gunnarsson. Tímamynd Árni Sæberg. ■ „Við verðum öll að leggjast á eitt ef þaö á að takast að gcra Tímann að enn öflugra blaði“,sagði Hreinn Hjartarson, 27 ára gamall Reykvíkingur. sem kom á skrifstofu Framsóknarflokksins og skráði sig fyrir I0 þúsund króna hlut í nýja félaginu um Tímann. Hreinnstarfar sem verkamaður í Alverinu cn var áður sjómaöur. „Eg er stuöningsmaður Framsóknar- flokksins og það cr stjórnmálaflokkum lífsnauösynlegt að ciga öflug og víðlcsin málgögn. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á heilbrigt atvinnulíf í landinu , og rödd flokksins verður að heyrast á þeim vettvangi eins og öörum", sagöi llreinn og bætti því viö. að Framsóknar- flokkurinn - cinn flokka - styddi sam- vinnuhugsjónina, sem væri svo sannar- lcga mikils virði. „Ég vildi hvetja alla frantsóknarmenn og velunnara Tímans að kaupa hlutabréf í nýja félaginu. Ég get ekki hugsaö þá hugsun til enda ef við stöndum ekki saman og Tíminn hættir að koma út í núverandi mynd. Þaögetur varla vcriö að nokkur sannur framsókn- ■ Hreinn Hjartarsson armaöur vilji t.d. aö Tíminn verði eins og Alþýöublaöiö, sem ekki nokkur maö- ur tekur eftir eða les."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.