Tíminn - 24.11.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.11.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1983 TÖLVIIR__________________________________________________3 Tölvuskjár í síauknunm mæli á skrifstofum stjórnenda fyrirtækja: „HÆTTAR AD VERA UIXUSTÆKI OG ORÐNAR BRAONAUÐSYNLEGAR” — segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands ■ Notkun tölva við stjórnun fyrírtækja hefur farið hraðvax- andi á síðustu árum, raunar hafa þær verið notaðar árum saman við verkefni sem krafist hafa mikillar vinnu og tíma svo sem bókhald o.fl. en á síðustu árum hefur vél- og hugbúnaður þeirra aukist í risaskrefum og þeim sviðum sem þær koma að gagni sömuleiðis fjölgað. Það færist einnig mikið í vöxt að forstjórar fyrirtækja komi sér upp tölvu- skjá á skrifstofu sinni, með bein- um aðgangi að aðaltölvu fyrir- tækisins þannig að þeir geta á auðveldan hátt fylgst með öllum þáttum starfseminnar og tekið síðan skjótar ákvarðanir án þess að þurfa langar fundarsetur með deildarstjórum svo dæmi séu tekin. „Það er Ijóst að tölvur eru hættar að vera lúxustæki og orðnar bráðnauðsyn- legar á þessum vettvangi einkum vegna hins gífurlega tímasparnaðar sem þeim fylgir" sagði Árni Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands í samtali við Tímann er við ræddum við hann um hagkvæmni tölvunnar sem stjórntækis. „Tölvan sparar stjórnendum einkum tíma við að reikna út ýmsa hluti og að fá sem skýrastar upplýsingar um mál. Þannig getur stjórnandi til dæmis breytt forsendum í einhverri áætlun og séð niðurstöðurnar um leið á skjánum. Það er að segja í tölvu er hægt að smíða fyrirtækislíkan að hvaða fyrirtæki sem er og síðan sjá samkvæmt því hver áhrifin á fyrirtækið eru, af skulum við segja verkfalli í maí, verðbólguhækkun eða þá að markaðurinn í Nigeríu lokast, svo dæmi séu tekin.“ sagði Árni. Hraðinn verður sem sagt ailt annar, áður tók það kannski tveggja daga vinnu að fá ofangreindar upplýsingar. Árni tók annað dæmi um áætlanaforrit þar sem hægt væri að fara afturábak. Segjum að samkvæmt því forriti komið fyrirtækið út í mínus í desember. Þá getur forstjór- inn spurt forritið hvað þurfi til þess að fyrirtækið komi út í plús, salan þarf kannski að aukast um þessar prósentur, eða verð vörunnar að hækka um þessar prósentur o.sv.frv. Tengimöguleikar talva við önnur tæki eru einnig miklir, þannig er Stjómunar- félagið t.d. áskrifandi að einum stærsta gagnabanka í heimi þar sem er að finna upplýsingar á öllum sviðum en þeir nota þetta mikið til að kenna mönnum að leita í slíkum bönkum á námskeiðum sínum. ■ Ámi Gunnarsson. Tímamynd G.E. iHíl'ís;® 'í* lUHjli: ?! 11811 il þurfti svo aftur kannski svolítinn tíma til að taka þær saman." Stjórnunarfélagið hefur haldið nám- skeið á þessum vettvangi og hafa sótt þau á milli 2-3000 manns fram að þessu. Árni segir að það séu einkum yngri mennirnir sem eigi auðveldara með að hagnýta sér hina nýju tækni...„þarna spilar inn í óttinn við lyklaborðið og það að þurfa að læra stafasetninguna en þróunin á þessum vettvangi verður ör- ugglega sú að lyklaborðið hverfur og menn tala einfaldlega við tölvuna.".... Breytast valdakerfin? í ágústhefti International Manage- ment tímaritsins er grein með fyrirsögn- inni „Tölvur ráðast inn á forstjóraskrif- stofurnar" þar sem ýtarlega er fjallað um tölvuvæðinguna á þessu sviði og hvað hún hefur hugsanlega í för með sér og þar er m.a. varpað fram þeirri spurningu hvort tölvuvæðing á toppnum komi til með að breyta valdakerfunum innan fyrirtækjanna. John F. Rochart forstjóri hjá MIT (Massachusetts Institute of Technology) segir: „Alveg eins og iðnbyltingin breytti framleiðsluháttum mun þessi bylting breyta því hvernig fyrirtækjum/stofnun- um er stjórnað"... „Sumir gömlu góðu hættirnir munu leggjast niður.“ • Sum fyrirtæki þrýsta á um tölvuvæð- ingu á forstjóraskrifstofunum í þeirri trú að sjálfvirknin á því sviði dragi úr kostnaði með því að þá falli niður þörfin á deildarstjórum og öðru starfsliði en aðrir benda á að þetta hafi í rauninni þau áhrif að skapa meiri eftirspurn eftir þessu starfsliði til að annast viðhald talvanna. Og allur árangur sem næst á toppnum getur tapast á deildarstjóra- sviðinu vegna þess að þeir þoli ekki að yfirmenn þeirra séu að grafa í upplýsingabanka þeirra, fara framhjá hefðbundnum boðleiðum upplýsinga innan fyrirtækisins og þannig ógna valda- stöðum þeirra. „Þegar þú breytir upplýsingaflæðinu, breytir þú valdakerfinu í fyrirtækinu/ stofnuninni" segir Rochart hjá MIT. Og það er ekki eina hættan við að setja tölvur innan seilingar frá forstjór- unum: „Það er hætta á að þú dragir deildarstjóra/framkvæmdastjóra niður af stefnumótandi sviði og á tæknilegt svið eða það sem verra er, niður á framkvæmdasvið“ segir Alan G. Merten konrektor viðskiptadeildar Michigan háskólans..." sumir „stjórar" vilja ekki að yfirmenn þeirra líti á daglegan árang- ur sinn“. „Hver forstjóri ætti að hafa eigin tölvu“ En hver er skoðun forstjóranna sjálfra?. International Management tímaritið ræddi við Ronald H.C. Ho forstjóra ICBC bankans á Tapei á Formósu og hann sagði m.a.: „Allir forstjórar ættu að hafa sína cigin tölvu. Þá er miklu auðveldara fyrir þá að skilja sinn eigin rekstur." Ho eyðir að meðaltali um einni klukkustund fyrir framan tölvuskjáinn á hverjum degi og ef hann fcngi að ráða mundi verða setturskermurfyrirframan hvcrn einasta mann sem mætir á stjórn- arfundi hjá bankanum. Á þessum eina tíma fer hann í gegnum starfsmanna- skýrslur, fjárhagsskýrslur, láns-stöðu viðskiptavina sem hjálpar honum að taka ákvarðanir um lánveitingar svo og að taka ákvarðanir um stöðuveitingar og tilfærslur starfsfólks innan bankans. Ho er ekki einn um sínar skoðanir. Forstjórar og æðstu stjórnendur fyrir- tækja víða um heim eru í síauknum mæli að snúa sér að einkatölvum eða tölvu- skjám tengdum við aðaltölvur fyrirtækja sinna til að auka hæfileika sína til sundurgreiningar og hjálpa þeim að taka stjórnunarákvarðanir hraðar og ákveðn- ara. -FRl VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM SKÝRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR. Forstjórinn hefur milli- liðalausan aðgang að öllum upplýsingum Ef við komum aftur að forstjóranum þá hefur hann, með tölvuskjánum, milli- liðalausan aðgang að öllum upplýsingum varðandi fyrirtækið og getur skoðað það sem verið hefur að gerast hjá fyrirtækinu án þess að nokkur viti það og í því sambandi hefur vaknað sú spurning hvort aukin tölvuvæðing á þessu sviði, komi ekki til með að breyta valdakerfun- um innan fyrirtækjanna. Um þetta eru skiptar skoðanir en við komum að þessu atriði seinna. „Þarna er stærsti kosturinn að hann getur fengið upplýsingarnar fljótt, með því að kalla þær fram á skerminn, í stað þess að þurfa að hringja í annan, til dæmis, deildarstjóra/ framkvæmdastjóra til að fá umræddar upplýsingar og sá # TÖLVUPAPPÍR Á LAGER. # NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL " OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA. ® REYNIÐ VIÐSKIPTIN. # Á// PRENTSMIÐJAN d^CÍCÍCl H. F. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur, sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.