Tíminn - 30.12.1983, Side 3

Tíminn - 30.12.1983, Side 3
FÖSTUDAGUR 3«. DESEMBER 1983 3 fréttir HUGMYNDIR UM AÐ BREYTA ASI í Ein STÓRT STÉTTARFÉIAG! ■ Varðandi skipulagsmál A.S.Í. hafa nýlega vaknað hugmyndir um að skoða nánar hugmyndir Danska verkamanna- sambandsins, sem ganga út á það að allir félagsmenn verkalýðssamtakanna verði í einu verkalýðssambandi, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Vinnunnar. Þ.e. að ASI yrði þá ekki samband félaga eða sambanda heldur væru félags- mennimir beinir aðilar að ASÍ. „Með öðrom orðum: ASÍ yrði breytt í eitt stórt stéttarfélag. Komið yrði upp svæðis- skrifstofum, þar sem stöfuðu starfsmenn með sérþekkingu í öllum höfuðstarfs- greinum vinnumarkaðarins“, eins og haft er eftir Þóri Daníelssyni, formanni skipulagsmálanefndar ASÍ. „Umræðan um breytingar er stutt á veg komin og því ekki gott að segja hvernig menn taka þessum hugmyndum. Þetta er að hluta til hjá landsamböndun- um og síðan veríð að kynna hugmyndirn- ar í félögunum", sagði Þórír Daníelsson, spurður um undirtektir manna. Málið er kannski fyrst og fremst það að finna skipulagsform sem hentar öllum hópnum, en það getur veríð bísna flókið. Það er því eitt og annað sem komið getur til álita.“ -Ef launþegar yrðu beinir félagar í ASI, þýðir það þá ekki að félögin verði lögð niður sem slík og þá jafnframt að samið yrði fyrír alla í einu, og verkföll næðu til allra í einu? „Nei, það er ekki átt við að leggja félögin niður. Það má ekki gera of mikið úr þessari beinu persónulegu aðild að sambandi - félögin myndu starfa eftir sem áður, þó hlutverk þeirra breyttist kannski eitthvað. T.d. væri hægt að hugsa sér að ASI værí eftir sem áður samband félaga, sem þá væri skipt niður í deildir eftir starfsgreinum og þessar deildir gætu þá samið hver fyrir sig. Það ero heldur ekki uppi neinar hugmyndir um að breyta t.d. verkfallsréttarákvörð- uninni. En við eram þeir einu á Norður- löndunum, sem höfum verkfallsréttinn heima í héraði - allsstaðar annarsstaðar er hann hjá samböndunum.“ Þórir sagði menn sem sagt vera að velta fyrir sér öllum leiðum, en kvaðst sannfærður um að ekkert gerist í þessum málum með skjótum hætti. Persónulega kvaðst hann þó þeirrar skoðunar að fljótlega þurfi að taka afstöðu til þess grundvallaratriðis hvort allir sem eru á sama vinnustað eigi að vera í sama stéttarfélagi, eða að áfram verði haldið með núverandi kerfi. Sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að gera eigi þá breyt- ingu. Hún sé kannski stóra atriðið í þessari umræðu. -HEI Framlög til verklegra framkvæmda á Seltjarnarnesi: Lækka í krónu- tölu milli ára ■ Framlög til verklegra framkvæmda á Seltjarnarnesi munu nú lækka í krónu- tölu á milli ára og ennfremur framlag til eignabreytinga sem í áætlun ársins 1984 er 16 millj. króna, eða um 2 millj. krónum lægri en á síðasta ári. Hlutfalls- lega er lækkunin úr 22% í áætlun 1983 niður í 17,8% í áætlun 1984, að því er segir í frétt frá bæjarstjóranum á Sel- tjarnarnesi, af framlagningu fjárhags- áætlunar 1984. Heildarniðurstöðutölur á rekstrar- reikningi eru áætlaðar 73,5 millj. króna, sem er 46% hækkun frá endurskoðaðri áætlun 1983. Útsvarsálagning verður 10,5%. Auk þess sem stefnt er að því að koma sundlaug í notkun verður á næsta ári lögð áhersla á að bæta fjárhagsstöðu bæjarsjóðs, sem versnað hefur mjög á árinu 1983, að því er segir í frétt frá bæjarstjóra. Starfsmenn Hraðfrystihús Grundafjarðar: Gáfu kirkju og bókasaf ni höfðinglegar jólagjafir ■ Starfsmenn Hraðfrystihúss Grund- arfjarðar sýndu sérstaka rausn í gjöfum sínum um jólin. í tilefni jólahátíðar 1983 gáfu þeir kirkju sinni, Grundarfjarðar- kirkju 20 þús. krónur og Bókasafni Eyrarsveitar sömu upphæð. ■ í kvöld verður 13. sýning á óperunni La Travitata hjá ísslensku óperunni, en henni hefur verið afburða vel tekið af áheyrendum og gagnrýnendum. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og hljómsveitarstjóri Marc Tardue. Myndin er af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í hlutverki Víólettu, en flestum ber saman um að í því hafí hún unnið minnisverðan listsigur. Forsætisráðherra um þá hugmynd að hækka einungis laun þeirra lægst launuðu á næsta ári: „EKKI VERIÐ RÆTT í RÍKISSTJÓRNINNI” ■ „Hugmyndin um að einungis lægstu launin hækki 15 til 20%, hefur ekki vcrið rædd í ríkisstjórninni, enda eru kjara- samningar á vegum og ábyrgð vinnuveit- enda og launþega," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra þegar Tíminn spurði hann í gær hvað hæft værí í því að ríkisstjórnin teldi að nota bærí það svigrúm sem gefst til launahækkana á næsta árí, til þess að hækka laun þeirra lægst launuðu um 15 til 30%, og engin önnur laun, en þessu er haldið fram í DV í gær. Forsætisráðherra sagðist samt sem áður telja að nota bæri það svigrúm sem fyrir hendi yrði til launahækkana á næsta ári, til þess að bæta kjör þeirra lægst launuðu og persónulega sagðist hann ckki vera andvígur því að einungis laun þeirra lægst launuðu hækkuðu á næsta ári en önnur laun ekki. _AB Pilturinn sem lést eftir átökin í Breiðholti: DÁNARORSÖK LIGGJA ENN EKKI FYRIR ■ Niðurstöður rannsóknar á orsökum þess að maður lést eftir átök við tvo 18 ára pilta, skömmu fyrir jól, liggur enn ekki fyrir. Piltarnir tveir, sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald vegna þessa máls, viðurkenndu að hafa lent í átökum við manninn. Piltarnir hafa hinsvegar borið að þeir hafi ekki gert sér neina grein fyrir hvernig komið var fyrir manninum þegar þeir yfirgáfu íbúðina sem atburðurinn átti sér stað í og því algerlega grunlausir um að átökin hefðu leitt til dauða hans. Maðurinn sem lést hét Þórður Jónsson, fæddur 28.12. 1963. GSH Bjarni Bragi Jónsson: Nýr aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankanum ■ Bjarni Bragi Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarbankastjóri við Seðla- bankann frá og með 1. janúar n.k. Bjarni hefur verið hagfræðingur bankans og forstöðumaður hagfræðideildar hans frá septemberbyrjun 1976. Bjarni Bragi er fæddur 1928 og lauk námi við Háskóla íslands árið 1950. Framhaldsnám í hagfræði stundaði hann við háskólann í Cambridge. Bjarni Bragi hefur nt.a. starfað hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Framkvæmdabanka íslands, Efnahags- stofnunina og Framkvæmdastofnun ríkisins. Vetraráætlun Arnar- flugs 1983-1984 ■ Vetraráaetlun Arnarflugs í milli- landaflugi gekk í gildi 1. nóvember sl. Flognar eru tvær ferðir í viku milli Keflavíkur og Amsterdam eins og sl. vetur. Við gerð vetraráætlunar var sérstak- lega tekið tillit til þeirra sem þurfa að taka framhaldsflug. Er flogið á þriðju- dögum og föstudögum til Amsterdam og lent í Schiphol kl. 12:05 nógu tímanlega til þess að ná tengiflugi um alla Evrópu og jafnvel til annarra heimsálfa og Ijúka samt ferðinni samdægurs, enda hcfur Schiphol flugvöllur margoft verið valin’n besti skiptiflugvöllur heims. Til að gera flug til íslands jafn auðvelt er lagt af stað frá Schiphol síðdegis kl. 18:00 á mánu- dögum og fimmtudögum. Til flugsins er notuð þota af gerðinni Boeing 737-200 ADV og er um svo- nefnda Combi-gerð að ræða. Þessi vélar- kostur gerir kleift að breyta stærð vöru- og farþegarýmis eftir flutningsþörfinni hverju sinni, hafa t.d. 130, 82 eða 65 farþegasæti og þá rými fyrir 2-7 lestir af vörum. Vetraráætlun innanlandsflugs gekk í gildi um miðjan síðasta mánuð. Sam- kvæmt henni er flogið 37 sinnum í viku til níu staða á Vestur- og Norðurlandi. Flognar eru sex ferðir í viku til Stykkis- hólms og Rifs, fimm ferðir til Blönduóss og Siglufjarðar, fjórar ferðir til Flateyrar og Suðureyrar, þrjár til Bíldudals og tvær ferðir í viku til Hólmavíkur og Gjögurs. Þá er að auki flogið reglubund- ið leiguflug tilFáskrúðsfjarðar þrisvar í viku í samvinnu við heimamenn þar. Til flugsins notar Arnarflug flugvélar af gerðinni Twin Otter (19 sæta), Cessna 402 (9 sæta) og Piper Cheyenne II (7 sæta).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.