Tíminn - 30.12.1983, Qupperneq 18
18
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
Alþingi:
Líf okkar ber að skoða í Ijósi
baráttu okkar fyrir þjóðrétt-
indum í fortíð og nútíð
■ Þrír þingmenn, þeir Eiður Guðna-
son, Páll Pétursson og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, hafa lagt fram þingsálykt-
unartillögu um kennslu í íslandssögu. Er
hún á þá leið að hlutast verði til um að í
grunnskólanámi verið kennsla í sögu
þjóðarinnar aukin og við það miðuð að
nemendur öðlist ekki aðeins þekkingu
og skilning á sögu þjóðarinnar heldur á
trú á landið og vilja til að varðveita það
menningarsamfélag sem hér hefur þróast
í ellefu aldir.
í greinargerð segir:
Marg hefur verið rætt og ritað að
undanförnu um kennsluhætti og mennta-
stefnu að því er varðar kennslu á grunn-
skólastigi í íslandssögu. Svo sem eðlilegt
hlýtur að teljast hafa þar komið fram
ýmis sjónarmið, býsna ólík. Því er ekki
að neita að ýmsir hafa af því verulegar
áhyggjur að nemendur, scm Ijúka grunn-
skólaprófi séu í sumum tilvikum næsta
fáfróðir um sögu þjóðar sinnar, sem
hlýtur þó, ásamt móðurmálsnámi að telj-
ast einn af veigamestu grundvallarþátt-
um menntakerfisins á íslandi.
Fyrir nokkru biru blöð niðurstöður
skoðanakönnunar sem gerð hafði verið
á söguþekkingu hjá almenningi hér á
landi. Nú er það svo að slíkar skoðana-
kannanir ber ekki að taka bókstaflega,
en þær gefa þó vísbendingu sem ekki er
ástæða til að horfa framhjá.
Dagblaðið Tíminn skýrði frá niður-
stöðum skoðanakönnunarinnar með
eftirfarandi hætti:
„Söguþekking 16-20 ára Islendinga
bágborin: Áðeins 13,1% vissu um fyrsta
forseta Islands. Aðeins 58.8% vita að
Sveinn Björnsson var fyrsti forseti ís-
lenska lýðveldisins samkvæmt skoðana-
könnun sem fyrirtækið Kaupþing gerði
nýlega. 17.5% héldu að það hefði verið
Jón Sigurðsson, 5.7% að það hefði verið
Ásgeir Ásgeirsson og heil 18% sögðust
álls ekki vita það.
íbúar höfuðborgarsvæðisins virðast
samkvæmt könnuninni vera aðeins betur
að sér en fólk út á landsbyggðinni, en
62.7% svöruðu spurningunni rétt. í þétt-
býli annars staðar á landinu svöruðu
55.9% rétt, en 52.9% í dreifbýli. Sé
þeim, sem spurðir voru, skipt niður í
aldurshópa kemur í Ijósaðaðeins 13.1%
fólks á aldrinum 16-20 ára svarði rétt.
Eftir því sem fólk eldist virðist það betur
að sér en 83.9% fólks á aldrinum 56-67
ára vissi hver var fyrsti forseti lýðveldis-
ins.
Hvenær var kristni lögtekin?
Þeirri spurningu svöruðu 49.8% rétt,
en 50.2% rangt. Óverulegur munur var
á svörum fólks eftir aldri, en 57.8%
kvenna vissu svarið, en aðeins 41.9
karla. 53.6% þátttakenda af höfuðborg-
arsvæðinu svöruðu rétt en 44.4% þátt-
takenda úr dreifbýli."
Þessar niðurstöður hljóta að vera al-
varlegt íhugunarefni.
Einn þeirra, sem lagt hafa orð í belg í
umræðunni um sögu og menntastefnu, er
Arnór Hannibalsson lektor við Heim-
spekideild Háskóla íslands. I grein, sem
hann ritaði í Morgunblaðið miðvikudag-
inn 7. des. s.l., segir m.a. á þessa leið:
„Frumgrunnur og tilveruforsenda
smáríkis er ævarandi barátta þess fyrir
fullveldi og sjálfstæði. Höfuðverkefni
ríkisins er að skapa samstöðu allrar þjóð-
arinnar í þeirri baráttu.
Ríkið hlýtur að beina orku sinni að
því að íslendingar öðlist ekki aðeins
þekkingu og skilning á þjóðarsögunni
heldur og að þeir hafi vilja til að varð-
veita það menningarsamfélag sem við
höfum komið okkurupp. Sjálfstæðisbar-
áttunni lýkur aldrei. Smáþjóðin á ætíð
undir högg að sækja. Við ráðum því ekki
hvað stórveldin telja sér í hag. - Líf okk-
ar hér á íslandi ber að skoða í ljósi bar-
áttu okkar fyrir þjóðréttindum, bæði í
fortíð og nútíð. Sé á því slakað, hvort
heldur er í stjórnmálum, söguritun eða
skólastarfi, erum við að svíkja sjálfa
okkur.
Þar með er ég ekki að segja, að ríkis-
valdiö eigi að segja sagnfræðingum fyrir
verkum eða gefa út reglur um „viður-
kennd vinnubrögð" sagnfræðinga, en
það er tími til að íhuga hver skuli vera
stefnan í menntunarmálum þjóðarinn-
ar.“
Flutningsmenn þessarar þingsályktun-
artillögu taka undir þess orð og telja ríka
ástæðu til þess að Alþingi lýsi stefnu sinni
í þessu mikilvæga máli með ályktun.
BREYTING A STJORNSKIP-
AN OG KOSNINGARLÖGUM
■ Frumvarp til stjórnskipunarlaga og
frumvarp um kosningar til Alþingis hafa
verið lögð fram eins og skýrt hcfur verið
frá hér í blaðinu. í greinargerð með því
síðarnefnda eru taldir meginþættir
þeirra breytinga sem felast í frumvörp-
unum. Mikið var um þctta mál fjallað
s.l. voren héráeftircrhlutigreinargerð-
arinnar birtur til upprifjunar:
Með frv. til stjórnarskipunarlaga um
breytingu á þeim ákvæðum stjórnarskrár,
sem fjalla um kosningar til Alþingis, svo
og frv. til breytinga á kosningalögum er
stefnt að verulegri jöfnun atkvæðavægis
eftir búsetu. Verður misvægi eftir búsetu
heldur minna en það var fyrst eftir
breytingarnar á kosningareglunum 1959.
Jafnframt er það markmið með frum-
vörpunum að tryggja sem fyllst samræmi
milli þingfylgis og atkvæðastyrks þing-
flokka. Er þá ekki einungis haft í huga
samræmi miðað við heildarskiptingu at-
kvæða heldur er einnig leitast við að ná
samræmi innan kjördæma. Þá er það
tilgangur breytinganna á kosninga-
lögum, að kjósendur geti haft meiri áhrif
á röð frambjóðenda á framboðslistum
en nú er. Enn fremur er lagt til að
aldursmark kosningarréttar lækki úr 20
árum í 18 ár'.
Meginþættir breytingartillagnanna eru
þessir:
1. Þingsæti verði 63 í stað 60 eins og nú
er, en skipting landsins í kjördæmi
verði óbreytt. Skipting þingsæta á
kjördæmi verði endurskoðuð fyrir
hverjar kosningar með hliðsjón af
breytingum á tölu kjósenda. Þó verði
lágmarkstala úr hverju kjördæmi
bundin í stjórnarskrá. Samkvæmt
núgildandi stjórnarskrárákvæðum er
tala þingsæta bundin og er frá 5 til 12
í hverju kjördæmi. Auk þess er 11
uppbótarþingsætum úthlutað til
jöfnunar milli þingflokka. Af tölu
þingflokka og atkvæðastyrk ræðst
hve mörg þessara sæta korna í hlut
hvers kjördæmis. 1 reynd hafa 0-4
uppbótarsæti komið í hlut einstakra
kjördæma. Samkvæmt hinni nýju til-
högun hefur jöfnunin ekki áhrif á
tölu þingsæta hvers kjördæmis. Einu
þingsæti er þó eigi ráðstafað til kjör-
dæmis fyrir fram heldur ræðst af
kosningaúrslitum hvaða kjördæmi
hlýtur sætið.
2. Aðferð við úthlutun þingsæta á
grundvelli kosningaúrslita er breytt
verulega. Samkvæmt núgildandi
lögum er sætum þeim, sem mörkuð
eru kjördæmum, úthlutað með svo-
ncfndri „reglu hæsta meðaltals", sem
einnig er kennd við d’Hondt. Þykir
örðugt að ná fullum jöfnuði milli lista
þegar henni er beitt við úthlutun
jafnfárra sæta og hér um ræðir, þ.e.
5. Ráðstöfun uppbótarsæta hefur
. dregið nokkuð úr þessu misræmi en á
fremur tilviljunarkenndan hátt.Lagt
er til í frv. að sætum sé í megindrátt-
um úthlutað með aðferð sem í grann-
löndum okkar er nefnd „regla stærstu
brota”, en er hér til styttingar nefnd
„meðaltalsaðferð".
3. Tekin er upp ný jöfnunaraðferð til að
stuðla að samræmi milli atkvæðatölu
þingflokka og þingstyrks. Eins og
áður segir eru nú 11 þingsæti, uppbót-
arsætin, notuð í þessu skyni. Að
lokinni úthlutun 49 kjördæmasæta er
uppbótarsætunum 11 skipt milii þing-
flokka á grundvelli heildarfylgis á
landinu öllu. Fer sú skipting fram eftir
reglu d’Hondts. í þeim kosningum sem
farið hafa fram á gildistíma núverandi
ákvæða, hefur þó skort allnokkuð á
jöfnuð milli flokka. Hefði þurft 2-6
uppbótarsæti til viðbótar til þess að
fullur jöfnuður næðist. Þá er það
annmarki á núverandi fyrirkomulagi,
að úthlutun uppbótarsætanna er ekki
í beinum tengslum við úthlutun sæta
í kjördæmum. Getur því uppbótar-
sæti lent hjá framboðslista án veru-
legra tengsla við atkvæðafylgi hans í
kjördæmi, enda eru uppbótarþing-
menn ekki bundnir við kjördæmi sín
heldur nefndir landskjörnir
þingmenn. Með breytingartillögun-
um er leitast við að koma á jöfnun
milli flokka með úthlutun innan kjör-
dæmanna. Kosningaúrslit á landinu
öllu hafa þá nokkur áhrif í kjördæm-
unum. Þess er þó gætt, að þau áhrif
verði lítil í fámennustu kjördæmun-
um. Er allt að fjórðungur þingsæta
Hvers kjördæmis háður jöfnunará-
kvæðum. Jöfnunarsæti eru því 1 í
hverju kjördæmi utan Suðvestur-
lands, en 2-3 í Reykjaneskjördæmi
og 3-4 í Reykjavík eða alls um 13.
4uk þess er eitt sæti óbundið kjör-
dæmum eins og áður segir. Jöfnunar-
sætum þessum er skipt á milli þing-
flokka á sama hátt og nú er.
4. í frv. eru rýmkaðir möguleikar kjós-
enda til áhrifa á það hverjir frambjóð-
endur ná kosningu af hverjum lista.
5. Þá eru í frv. gerðar breytingar á
skilyrðum kosningarréttar til sam-
ræmis við breytingar á 33. gr. stjórn-
arskrárinnar. Meðal annars er aldurs-
mark lækkað úr 20 árum í 18 ár.
6. Meðal annarra nýmæla í frv. má
nefna að framboðsfrestur er styttur
um eina viku. Þá er verksvið lands-
kjörstjórnar víkkað en dregið úr
hlutverki yfirkjörstjórna að sama
skapi.
Ný lög um framsal sakamanna
■ Jón Helgason dómsmálaráðherra
hefur mælt fyrir frumvarpi um framsal
sakamanna. Er það samið í tengslum við
væntanlega aðild íslands að samningum
Evrópuráðsins um framsal sakamanna
°g byggir á norrænni löggjöf um sama
efni.
Hér á landi cru ekki í gildi almenn lög
um framsal sakamanna, en í hegningar-
lögum eru almenn ákvæði um framsal.
Hins vegar er viðurkennt að dómsmála-
ráðuneytið hafi heimild til að taka
ákvörðun um framsal, til meðferðar
sakamáls eða fullnustu refsingar og að
hægt er að verða við beiðni um framsal
án tillits til þess hvort í gildi sé framsals-
samningur við það ríki sem óskar
framsals.
Síðan ísland varð lýðveldi hafa engir
samningar verið gerðir um framsal við
önnur ríki og erfitt er að skera úr um
hvaða samningar frá löngu liðinni tíð eru
í gildi.
f fyrstu grein frumvarpsins er sagt að
heimilt sé að framselja þann sem í er-
lendu ríki sé grunaður, ákærður eða
dæmdur fyrir refsiverðan verknað.
Önnur grein segir stutt og skorinort,
að ekki megi framselja íslenskan ríkis-
borgara.
Alls kyns fyrirvarar eru í frumvarpinu
og er t.d. óheimilt að framselja menn í
eftirtöldum tilfellum.
a. Framsal fyrir stjórnmálaafbrot og
afbrot tengd stjórnmálaafbroti er óheim-
ilt.
b. Framsal er óheimilt fyrir almennt
afbrot ef tilgangurinn er að höfða refsi-
mál gegn eða refsa manni vegna kynþátt-
ar hans, trúar, þjóðemis eða stjórn-
málaskoðana, eða ef réttarstaða hans
kunni að vera skert vegna einhverra
þessarra ástæðna.
c. Framsal fyrir abrot gegn herlögum
er óheimilt.
d. Framsal er óheimilt ef reglan ne bis
in idem á við, það er ef viðkomandi hefur
verið dæmdur fyrir viðkomandi verknað
í því ríki sem hann óskast framseldur frá.
e. Framsal er óheimilt ef sök eða refs-
inger fyrnd.
Samkvæmt samningnum er heimilt að
synja um framsal í eftirtöldum tilfellum:
a. Heimilt er að synja um framsal fyrir
afbrot sem varða skatta.
b. Heimilt er að synja um framsal á
eigin ríkisborgurum.
c. Heimilt er að synja um framsal ef
brotavettvangur er landssvæði aðilans
sem framsalsbeiðni er beint til.
d. Heimilt er að synja um framsal eftil
meðferðar er mál fyrir sama verknað í
því landi sem beðið er um framsal frá.
e. Heimilter aðsynja um framsal efaf-
brotið getur varðað dauðarefsingu sam-
kvæmt lögunt þess sem framsals beiðist.
en afbrotið getur ekki varðað dauðarefs-
ingu samkvæmt lögum þess sem fram-
salsbeiðni er beint til eða dauðarefsingu
fyrir slík afbrot er almennt ekki fullnægt.
Kvikmyndir
SALUR 1
SALUR2
Jólamyndin 1983
Nýjasta James Bond
myndin
Segðu aldrei
aftur aldrei
SEAN CONNERY
is
JAME5 BOND007
Hinn raunverulegi James Bond
er mættur aftur til leiks i hinni
splunkunýju mynd Never say nev-
er again. Spenna og grín í há-
marki. Spectra meö erkióvininn
Blofeld veröur aö stöðva, og hver
getur þaö nema James Bond. Eng-
in Bond mynd hefur slegið eins
rækilega i gegn viö opnun i Banda-
ríkjunum eins og Never say never
again.
Aðalhlutverk: Sean Connery,
Klaus Maria Brandauer, Barbara
Carrera, Max Von Sydow, Kim
Basinger, Edward Fox sem „M“.
Byggð á sögu: Kevin McClory,
lan Fleming. Framleiðandi: Jack
Schwartzman. Leikstjóri: Irvin
Kershner. Myndin er tekin í
Dolby Sterio.
Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.25
Hækkað verð.
Skógarlíf
og jólasyrpa af
Mikka mús
Einhver sú alfrægasta grinmynd’
sem gerö hefur verið. Jungle Book
hefur allstaöar slegið aðsóknar-
met, enda mynd fyrir alla aldurs-
hópa. Saga eftir Rudyard Kipling
um hið óvenjulega lif Mowglis.
Aöalhlutverk: King Louie,
Mowgli, Baloo, Bagheera,
Shere-Khan, Col-Hathi Kaa.
Sýnd kl. 3,5 og 7.
Sá sigarar sem þorir
(Who dares wins)
Frábær og jafnframt hörkuspenn-
andi stórmynd. Aðalhlutverk:
Lewis Collins og Judy Davis.
Sýnd kl. 9 og 11.25
SALUR3
La Traviata
Sýnd kl. 7
Seven
Sýndkl. 5,9.05iogn.
Dvergarnir
Hin frábæra Walt Disney mynd
Sýnd kl. 3.
SALUR4
Zorroog hýrasverðið
Sýnd kl. 3,5 og 11.
Herra mamma
Sýnd kl. 7 og 9.