Tíminn - 01.01.1984, Page 9

Tíminn - 01.01.1984, Page 9
menn og málefni Rabbað um bækur um stjom málamenn og ferðarapur ■ Eysteinn Jónsson ■ Bjarni Benediktsson Jólalestur minn ■ Bækur, sem fjölluðu um íslenska stjórnmálamenn, voru áberandi í jólabókaflóðinu. Sumar þeirra seldust vel. Það bendir til, að íslendingar vilji halda því áfram að vera fróðir um sögu sína, og kunna skil á mönnum og málefnum liðins tíma. Ég gluggaði um jólin í ekki færri en fimm bækur um íslenzka stjórnmála- menn, sem allir eru enn á lífi, nema Bjarni Benediktsson, sem lézt um aldur fram. Þessar bækur voru Eysteinn í eldlínu stjórnmálanna eftir Vilhjálm Hjálm- arsson, Bjarni Benediktsson í augum samtíðarmanna eftir allmarga höf- unda, Olafsbók, sem er afmælisrit tileinkað Ólafi Jóhannessyni sjö- tugum,- einnig eftir allmarga höfunda, Kraftaverk einnar kynslóðar, sem er endurminningabók Einars Olgeirsson- ar, skráð af Jóni Guðnasyni, og Ingólf- ur á' Hellu (síðari hluti) skráð af Páli Líndal. Þá bættust við tvær bækur, sem eru af öðrum toga spunnar. Önnur þeirra var Ferðarispur eftir Matthías Johann- essen. Hin var Sól ég sá eftir Steindór Steindórsson, síðari hluti. Það verður að játast, að ekki las ég allar þessar bækur nákvæmlega, en greip þar niður, sem ég taldi að væri áhugaverðast að mínum dómi. Það var heldur ekki ætlunin að ritdæma þær, enda væri það ærið verkefni, ef telja ætti upp allt í þeim, sem ég tel ekki falla undir sagnfræði Ara fróða. Eigi að síður tel ég feng að þessum bókum öllum og þær ættu að geta orðið að liði þeim, sem vilja kynna sér sögu þess tíma, sem þær ná til. En ráðlegt er þó að menn lesi þær með hæfilegri gagnrýni. Mér finnst, þrátt fyrir það, sem áður segir, að ég komist ekki hjá því að segja það álit mitt, að mér fellur bókin um Eystein bezt. Þar er þess gætt að láta staðreyndirnar tala sem mest í stað þess að fella dóma. Þar er að miklu leyti sleppt mannlýsingum, sem oft geta verið skemmtilegt lestrarefni, en yfirleitt eru þó ekki annað er persónulegt mat viðkomandi manns, oft sprottið af ónógum kunnugleika. Þetta einkennir að mínu mati um of bók Steindórs Steindórssonar. Það bætir úr, að þeir, sem lesa bókina, átta sig fljótt á því, að Steindór lætur flest fjúka um menn og málefni, þegar sá gállinn er á hohum. Það er m.a. ótvírætt, að Steindór er viðkvæmur maður, ef hann telur sér misboðið. T.d. virðist hann hafa móðg- azt við Eystein Jónsson. Hann hafi ekki viljað sitja við hlið Steindórs á þingbekk og því skipt á sæti við Jónas Rafnar. Ástæðan var ekki sú, að Eysteinn væri ekki fús til að sitja við hliðina á Steindóri, heldur vildi hann halda sama sæti og á fyrri þingum. Sjaldnast dró hann þetta sæti og átti því oftast í verzlun í þingbyjun við þann þingmann, sem hefði dregið sætið. I umrætt sinn verzlaði hann um sætið við Jónas Rafnar, sem vafalaust hefur talið það happ að mega sitja við hlið Steindórs. Ég minnist Steindórs frá þessu þingi, því að það var fyrsta þing mitt, og fannst mér hann sóma sér vel. Annars finnst mér ekki undarlegt, þótt Stein- dór geti verið dálítið skrítinn í stjórn- málum, því að hann upplýsir í bókinni, að hann hafi ekki lesið Tímann síðustu áratugi og raunar ekki Alþýðublaðið heldur, þótt það væri flokksblað hans, fyrren Jón Baldvin fórað skrifa í það! En þótt Steindóri hafi ekki heppnazt vel í stjórnmálum, verður það ekki haft af honum, að hann er ágætur fræðimaður og afkastamikill og hressi- legur rithöfundur. Ég hefi haft gaman af mörgu í endurminningum hans. Eysteinn og Bjarni í meira en aldarfjórðung eða á árunum 1940-1970 voru þeir Eysteinn Jónsson og Bjarni Benediktsson í hópi allra áhrifamestu stjórnmálamanna á íslandi, jafnvel oft þeir áhrifamestu. Að vísu gætti þeirra Hermanns Jónas- sonar og Ólafs Thors meira, þegar mikið lá við, en þar á milli mörkuðu þeir Eysteinn og Bjarni mest stefnuna og stjórnuðu flokksstarfinu. Þeir Eysteinn og Bjarni áttu margt sameig- inlegt, þótt um annað væru þeir ólíkir. Þeir voru frábærir starfsmenn og skipu- lögðu vel stöff sín og annarra, - alltaf vakandi á verðirium, fljótir að átta sig á málum og viðbragðsfljótir, ráðríkir, en þó þrautseigir samningamenn, þeg- ar á reyndi. Eysteinn Jónsson hélt Framsóknar- flokknum saman og átti öðru meiri þátt í því, að Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson biðu ósigur í flokknum, þegar glímt var um örlög hans. Jónas Jónsson viðurkenndi, að hann myndi hafa beðið ósigur fyrir Tryggva og Ásgeiri í þingflokknum 1933, ef Ey- steinn hefði ekki verið kominn á þing og haldið áfram að ræða við þingmenn flokksins með lagni og rökvísi, þegar Jónas þraut þolinmæði og skap til að sitja lengi á samningafundum. Bjarni Benediktsson gegndi ekki ólíku hlutverki í Sjálfstæðisflokknum. Ólafur Thors réði ekki við þingflokk- inn fyrr en Bjarni var kominn við hlið hans. Bjarni hélt síðan flokknum í greip sinni og kvað niður allar upp- reisnartilraunir, jafnt með lagni og hörku eftir því hvað við átti hverju sinni. Það er mest verk þessara tveggja manna, þótt margir fleiri komi þar við sögu, að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa um lengra skeið verið traustari flokkar en aðrir sambærilegir flokkar á Norðurlöndum. Margt rifjast upp, þegar áðurnefnd- ar bækur eru lesnar. Kveldúlfsmálið skýrir t.d. glöggt afstöðu flokkanna til atvinnufyrirtækja. Sósíalistar, þ.e. Al- þýðuflokkurinn og Kommúnistaflokk- urinn, vildu nota sér erfiða fjárhags- lega stöðu Kveldúlfs til að koma á víðtækri þjóðnýtingu. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi láta Landsbankann kaupa eignir Thors Jensen á okurverði og koma tapi Kveldúlfs þannig yfir á bankann, sem stóð þó höllum fæti. Framsóknarmenn knúðu það fram, að þær eignir, sem höfðu verið dregnar út úr rekstri Kveldúlfs, yrðu veðsettar og þannig tryggt að fyrirtækið gæti haldið áfram rekstri, án of mikillar áhættu fyrir bankakerfið. Birgir ísleifur Gunnarsson, sem skrifar ágæta grein um Bjarna Bene- diktsson sem borgarstjóra, rifjar það upp, að Strætisvagnar Reykjavíkur hefðu upphaflega verið einkafyrirtæki, en reksturinn verið farinn að ganga illa. Þá lét Bjarni Reykjavíkurbæ taka við rekstrinum. Þá segir Birgir (sleifur einnig frá upphafi Bæjarútgerðarinn- ar. Bjarni tryggði að Reykjavík fengi í hlut sinn nokkra svonefnda nýsköpun- artogara, en þegar engir einstaklingar fengust til að reka þá, stofnaði hann Bæjarútgerðina. Bjarni Benediktsson viðurkenndi þannig, að opinber rekstur gæti oft verið nauðsynlegur, jafnvel óhjá- kvæmilegur, en þessu er yfirleitt afneit- að af hugmyndafræðingum Sjálfstæðis- flokksins nú. Einar og Ingólfur Það verður ekki sagt um endur- minningar þeirra Einars Olgeirssonar og Ingólfs Jónssonar, að þar sé sagan alitaf hlutlaust rakin, einkum segir þó Einar Olgeirsson söguna í baráttustíl. Honum hefur ekkert farið aftur í þeim efnum, þótt kominn sé á níræðisaldur. Ingólfur Jónsson var einnig mikill baráttumaður, en hafði allt annan stíl en Einar. Bók hans ber þess glögg merki, þótt hann virðist ekki eins brennandi í andanum og Einar. Ef til vill veitist mönnum því erfiðara að greina það, þegar hallað er á andstæð- ingana, hjá Ingólfi en Einari. Enginn getur ætlazt til þess, að jafn slyngir áróðursmenn og þeir Einar og Ingólfur voru, gerist hlutlausir, þótt þeir séu ekki lengur á sjálfum orrustu- vellinum. Þrátt fyrirþáeðlilcgu ágalla, sem hér hefur verið minnzt á, er fengur að bókum þeirra, ef þær eru lesnar með réttum skilningi. Báðir voru þeir merkir stjórnmála- menn, hvor á sinn hátt, Einar og Ingólfur. Það er mat mitt, að slyngustu áróð- ursmenn í hópi íslenzkra stjórnmála- manna á þessari öld hafi verið þeir Jónas Jónsson og Einar Olgeirsson. Þeir áttu það sameiginlegt að geta skapað hrifningu jafnt í ræðu og riti, og þó mest í persónulegri kynningu. Ungt fólk hefur ekki hrifizt meira af öðrum stjórnmálamönnum. Margir stórgáfaðir menn snerust til fylgis við kommúnisma meðan hann hafði ekki verið reyndur í Sovétríkjun- um. Kommúnistaflokkurinn hafði vösku liði á að skipa í upphafi, en vafasamt er þó, að hann hefði komizt á legg, ef maður með minni áróðurs- hæfileika en Einar hefði gerzt aðal- brautryðjandi hans. Þrátt fyrir hina miklu áróðurshæfi- leika Einars og margra samherja hans, er vafasamt, að Sósíalistaflokkurinn (eins og Kommúnistaflokkurinn hét eftir 1938) hefði auðnazt langt líf, ef landvarnarvinnan, eins og kommúnist- ar kölluðu vinnuna hjá varnarliði Bandaríkjanna, hefði ekki komið til sögunnar. Eftir innrás Rússa í Finn- fandi um áramótin 1939-1940 stóð hlutur Sósíalistaflokksins mjög illa. „Landvarnarvinnan" gerbreytti þessu. Eftirspurn eftir vinnuafli varð svo mikil, að yfirboð hækkuðu dag frá degi á vinnumarkaðnum. Kommúnistar gripu þetta tækifæri og beittu sér fyrir formlegum kauphækkunum. Margir þökkuðu þeirn hækkanirnar, sem raun- verulega urðu til vegna yfirboða varn- arliðsins, og þeir fengu á sig þann stimpil að vera helzti verkalýðsflokkur landsins. Afkomandi Sósíalistaflokks- ins, Alþýðubandalagið, býr að þessu enn þann dag í dag. lngólfur Jónsson hafði gott vega- nesti frá Jónasi Jónssyni og Tryggva Þórhallssyni, þegar hann hóf þátttöku sína í stjórnmálum. Þetta varð til þess, að hann gegndi mikilvægu hlutverki í Sjálfstæðisflokknum. Ingólfur átti manna mestan þátt í því, að Sjálfstæð- isflokkurinn snerist ekki eins mikið gegn landbúnaðinum og annars hefði líklega orðið, án hans. Þess vCgna hélt Sjálfstæðisflokkurinn mcira fylgi í dreifbýlinu en réttmætt var. Nú á Sjálfstæðisflokkurinn engan lngólf í forustuliði sínu. Steindór og Matthías Aðeins einn þeirra stjórnmála- manna, sem áðurnefndar bækur fjalla um, Ólafur Jóhannesson, tekur enn virkan þátt í stjórnmálum. Forustu hans á framsóknaráratugnum þarf ekki að kynna í þessu blaði. Það er sameiginlegt um Ólafsbók og bókina um Bjarna Benediktsson, að þar eru ritgerðir margra höfunda, sem hver ræðirsérstakan þátt í starfi þeirra. Þær eru því nokkuð misjafnar, en í heild glöggur vitnisburður um viðhorf samherjanna til þeirra Bjarna og Ólafs. Eins og áður segir, voru aðrar jóla- bækur mínar Sól ég sá eftir Steindór Stcindórsson og Ferðarispur eftir Matthías Jóhannessen. Áður hefur verið minnzt nokkuð á bók Steindórs, sem er skemmtilegur lestur og fróðleg um margt. Merkilegast við hana er þó ef til vill það, að hún dregur upp glögga mannlýsingu - lýsingu á Steindóri sjálfum, - sem með bjartsýni og trú á sjálfan sig stenzt allar raunir og sigrar jafnvel Hannibal sjálfan á frægum framboðsfundi á ísafirði. Ogekki tjáir þeim að biðjast griða, sem móðgað hafa kempuna. Skrif Matthíasar Johannessen les ég mér alltaf til ánægju og alveg eins þótt ég sé honum ekki sammála. Það var sagt um fornkappana, að þeir gætu haft í senn mörg sverð á lofti. Um Matthías má segja að hann geti haft samtímis margar hugmyndir á lofti og maður veit aldrei fyrirfram hver verður helzt otan á hjá honum. Að sjálfsögðu verða slíkir rithöfundar stundum mis heppnir, en aldrei leiðirilegir. Það er ágæt dægradvöl að lesa Ferðarispur Matthíasar og setjast þannig við hlið hans á skáldfáki hans, þegar hann þeysir um láð og lög, utanlands og innan. Bezt finnst mér þó að ferðast með honunt innanlands. Þar nýtur Matthías sín bezt. í Ameríku yrkir hann kvæðaflokk- inn End the bloody war og segir þar m.a.: En eitt finnst mér undarleg staðreynd að enginn þar vestra sást sem vildi af alefli vernda okkar viðleitni í menningarátt. Þeir hafa ekki hugmynd um það, hvað heimsmenningin á bágt. Kvæðaflökknum lýkur á þennan hátt: Já, nóttin er fegurst á Fróni og fjöllin heið til að sjá ég minntist þess margoft vestra er mistrið byrgði okkur sýn og hvergi er Hlíðin ja,fn fögur er hvíldarlaust sólin skín Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.