Tíminn - 01.01.1984, Qupperneq 13

Tíminn - 01.01.1984, Qupperneq 13
■ Davíð Oddsson við „borgarstjóra - hylinn“ í Elliðaánum. Tímamynd Árni) ■ Geimskutlan yfir Reykjavík (Tímamynd Árni). ■ Paul Mðller kom til viðræðufunda við íslenska ráðamenn að kvöldi 22. júli. (Tímamynd Árni) Vigdísi Finnbogadóttur fagnaðá ísafirði (Tímamynd Ámi) ■ George Bush kemur til Keflavíkurflugvallar 5. júlí. (Tímamynd Ámi) Loks féll úrskurður borgardóms í deilumáli verðlagsyfirvalda og borgaryf- irvalda vegna fargjaldahækkunar SVR og var hann á þá leið að málinu skyldi vísað frá ekki síst vegna þess að ekki þótti séð að málið snerist um kröfur lögfræðilegs eðlis. Litu báðir aðilar eigi að síður á málalok þessi sem sigur fyrir sig. Spegillinn, sem nú var tekinn að koma út að nýju undir ritstjórn Úlfars Þor- móðssonar, var gerður upptækur þann 1. júní á þeim forsendum að í honum væri að finna ærumeiðingar og klám. Búið var að dreifa um 7000 eintökum, en mest af upplaginu náðist inn. 1. júní átti Hafnarfjarðarkaupstaður 75 ára afmæli og var efnt til margvíslegra hátíðarhalda í bænum af því tilefni. Um mánaðamótin hækkaði grund- völlur búvöruverðs um 22,5% og þar með hækkaði og smásöluverð á landbún- aðarvörum um 22-24%. Ánægjulegri tíðindi voru koma víbra- fónsnillingsins Lionel Hamptons til Reykjavíkur, en hann lék fyrir fullu húsi í Háskólabíói að kvöldi 1. júní. Kl. 20 að kvöldi 2. júní lagðist farþega- skipið Edda í fyrsta sinn að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík, en skipinu var ætlað að sigla milli íslands, Bretlands og Þýskalands á sumrinu. Þetta var pólskt skip, búið öllum hugsanlegum þæg- indum. Farskip höfðu skipið á leigu. Lögreglan í Reykjavík bjó sig undir að mæta alþjóðlegum hryðjuverka- mönnum með stofnun sérstakrar „vík- ingasveitar“ sem æfði grimmt ýmsar þrekraunir um þetta leyti. Þann 10. júní hurfu systurnar í Karm- el-klaustrinu í Hafnarfirði af landi brott eftir 37 ára starf hérlendis. I tilefni af því þáðu þær heimboð forseta fslands að Bessastöðum. Mánudaginn 6. júní slapp ýtustjóri á Isafirði naumlega úr miklum lífsháska, er hann stökk á síðustu stundu úr ýtu sinni sem fyrir óhapp féll í sjóinn í ísafjarðarhöfn. Sökk ýtan niður á 7 metra dýpi. Góð tíðindi bárust frá Iceland Sea- food, þar sem söluaukning fyrirtækisins nam 120% fyrstu fimm mánuði ársins. Augljóslega var sumarið komið þegar Davíð Oddsson borgarstjóri renndi fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum og snaraði á land 10 punda hrygnu. Mörgum brá í brún er hinn nýi fjármálaráðherra, Albert Guðmunds- son, Iýsti yfir þeirri skoðun sinni að rétt væri að selja ýmis fyrirtækja ríkisins og bollalögðu menn mjög hver helst kæmu til greina. Þótt sumar væri syðra var enn vetur víða og 12. júní var versta veður á Snæfjallaströnd vestra og króknuðu nokkur lömb í hel í kuldunum. Hörmulegt slys varð um borð í rækju- togaranum Gunnjóni GK-506 er eldur skera yrði fjarveitingar til sjóðsins veru- lega niður. Illa tókst til hjá innbrotsþjófi þeim sem aðfaranótt mánudagsins 11. júlí braust inn í hús í Garðabæ. Vöknuðu húsráðendur við skurk og komu að manninum sem ógnaði húsráðanda með hnífi og komst undan við svo búið. Hins vegar varð honum eftir tanngómur hans á gólfi íbúðarinnar sem hann missti úr sér í hamagangnum og varð gómurinn til þess að sökudólgurinn gaf sig fram. Fyrrverandi fasteiganasali var hand- tekinn við komu Eddu frá íslandi til Þýskalands. Hafði maðurinn orðið gjald- þrota í aprílmánuði og lá undir grun um stórfellt misferli, svo sem að hafa keypt fasteignir með lítilli útborgun, en selt þær síðan strax við hærra verði og með meiri útborgun. Lögreglan gerði sérstakar ráðstáfanir til þess að hindra ölvunarakstur í óbyggðum og lagði upp mkeð lækni helgina 23ja - 24. júlí um Þórsmörk, Landamannalaugar og Veiðivötn, til þess að hafa uppi á brotlegum og geta tekið blóðsýni á staðnum. Helgarpóstinum varð á í messunni er blaðið ákærði tvo lögmenn í Reykjavík um okurlánaviðskipti. Lauk þessu upp- hlaupi blaðsins svo að tveir blaðamanna þess sögðu upp starfi sínu en ritstjóri bað lögmennina opinberlega afsökunar. Paul Múller, einn aðalforstjóra Alus- uisse, kom til íslands til viðræðna við ráðamenn 21. júlí og létu málsaðilar uppi bjartsýni um að samkomulag kynni að nast að þrem viðræðufundum sínum loknum. í lok mánaðarins var Ijóst að kartöflu- uppskera í landinu yrði með lakasta móti og var ástæðan afar lágur meðalhiti á sumrinu. Augljóst var að allmikið mundi draga úr neyslu almennings í landinu því í skýrslum frá Hagstofu íslands kom í Ijós í lok júlí að bifreiðainnflutningur hafði dregist saman um 53% frá aramótum miðað við fyrra ár. Aðeins Skoda hélt sínum hlut. (Tímamynd Ari) hann boð forseta íslands að Bessa- stöðum. ítölsk flugsveit kom til íslands þann 5. júlí og var tilgangurinn með ferðinni sá að minnast þess að 50 ár voru liðin frá flugi Balbo flugkappa yfir Atlantshafið. Alls voru flugvélarnar níu talsins. Tívolí var starfrækt á Miklatúni í Reykjavík um þetta leyti eða til hins 10. júlí. Var fyrirtækið leigt af dönskum eiendum, en aðsókn varð ekki sú sem aðstandendur vonuðu. Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður, lést í Reykjavík laugardaginn 9. júlí. Hann var 73ja ára að aldri. Hraðskákmót fór fram á Lækjartorgi að vanda og varð sigurvegari Helgi Ólafsson, fimmta skiptið í röð. Bandarísk kona fórst er hún stökk í fallhlíf yfir Grímsey þann 12. júlí með félögum sínum úr fallhlífahópnum Sky- lite. Lenti hún utan í hamrabelti austan á eynni vegna sterkrar vestanáttar og beið bana. Urgur var í námsmönnum vegna yfir- lýsingar fjármálaráðherra þess efnis að Júní SUMARFERÐIR MEÐ „EDDU” - F0RSETA - HEIMSÓKN Á BARDASTRÖND kom upp í bátnum norðaustur af Horn- bjargi og fórust þrír skipverja í brun- anum. Varðskipið Þór slökkti eldinn í bátnum og var það dregið til Njarðvíkur. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, heimsótti Barðastrandarsýslu dagana 21.-25. júní og var vel fagnað í ferðinni. í ferð sinni lýsti Vigdís Finnbogadóttir yfir stofnun bókmenntaverðlauna for- seta íslands. Vilmundur Gylfason, alþingismaður, lést þann 18. júní. Var útför hans gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. júní og var mikill mannfjöldi við útförina. Dómur var kveðinn upp yfir Grétari Sigurði Árnasyni fyrir morð á franskri stúlku á Skeiðarársandi 16. ágúst 1982. Hlaut hann 16 ára fangelsisdóm. ■ Frá útför Vilmundar Gylfasonar. Júlí TAKMÖRKUÐ NÁMSLÁN OG MINNI BÍLAKAUP ÁKÖLDU SUMRI Dómur var birtur yfir Þórði Jóhanni Eyþórssyni þann 1. júlí fyrir manndráp að yfirlögðu ráði, er hann varð Óskari Árna Blomsterberg að bana á sl. nýárs- nótt. Hlaut Þórður 13 ára fangelsisdóm. Þrjú minkabú í S-Þingeyjarsýslu urðu fyrir miklum skaða er um 1000 minka- hvolpar drápust þar. Var kennt um gölluðu fóðri frá fóðurblöndunarstöð- inni í Grenivík. Gorge Bush, varaforseti Bandaríkj- anna kom í opinbera heimsókn til fs- lands þann 5. júlí. Dvaldi hann hér í þrjá daga og átti viðræður við íslenska ráðamenn. Að kvöldi hins 6. júlí sat

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.