Tíminn - 01.01.1984, Page 31
SUNNUDAGUR X. JANÚAR 1984
■ Heimsins stærstu hestar eru þeir belgísku. I vallónska bænum Libramont er árlega efnt til hestasýningar, þar sem fallegustu hestarnir eru leiddir fram og verölaun veitt. Verölaunin í ár hlaut þessi
mvndarlcgi hestur, sem tóks að bera tveggja tonna trjábol 50 metra vegalengd á mettíma, - 90 sekúndum. Hann hlaut auðvitað koss eigandans að launum.
■ Bjórgerðarhúsin í Miinchen halda tryggð við hestana þótt flutningatækni fleygi
fram og þegar líður að „október-hátíðahöldunum" eru aktygin með skrautlegasta
móti, eins og hér sést.
hrossaræktarstöðinni, þótt eftirspurnin
yrði nær engin um skeið, þá kipptu menn
sér heldur ekkert upp við það þótt hún
ryki skyndilega upp úr öllu valdi. „Við
vildum ekkert með þetta hafa" segir
forstöðumaðurinn, ..Hrossin eru ræktuð
upp til þess að laða fram sem besta
eiginleika, en ekki til þess að hefja
fjöldaframleiðslu". Bændum stendurnú
til boða að fá afnot af úrvalsgraðhestum
handa hryssum sínum fyrir lágt gjald.
Nú kostar folinn um 110 þúsund ísl.
krónur, en hryssan er um þriðjungi
ódýrari.
En Karnbaum hefur frétt að Japanarn-
ir hafi verið heppnari, þegar þeir leituðu
fyrir sér í Frakklandi. Þar keyptu þeir
nær því upp allan Percherorn-hesta-
stofninn. Pessir hestar eru öllu þyngri og
stærri en bæversku hestarnir, þótt þeir
eigi að líkindum sama forföðurinn, hinn
svonefnda „vestræna-villihest," sem út-
dauður varð á síðustu ísöld. Hann hafði
þó áður blandast austræna villihestinum,
sem var minni, en harðari af sér. Það hve
auðvelt er að fást við þessi hestakyn á
ræktunarstöðvum sést best á „Haflinger"
smáhestinum, sem á síðustu áratugum
var einkum ræktaður sem dráttardýr. En
nú er tekið að rækta hann fremur sem
reiðhest.
Petta hefur leitt til ýmislegs misskiln-
ings, því meðan sumir líta á Haflinger-
hestinn sem dráttarhross, telja aðrir
hann reiðhest. T.d. líta þeir sem annast
gæslu hrossa til ýmissa flutninga hjá
v-þýska hernum á Haflinger-hestinn sem
dráttardýr.
En ef við lítum á dráttarhross Frakka
og Bclga, þá er ekki vafí á hvernig greina
ber skepnurnar. Þarna eru á ferðinni.
stærstu hestar í heimi og þegar þeir taka
á gerist það aðeins hægt og hægt, en ekki
með snöggum rykk, eins og bæversku
hestunum er tamt að gera. Þessir risar
eru líka eftirsóttir af öðrum ástæðum,
þ.e.a.s. vcgna kjötsins.
En ekki sleppa hestarnir sem Japanir
kaupa í Frakklandi til átu við ýmsar
þrekraunir samt. Aður en þeir eru
leiddir til slátrarans eru þeir látnir taka
þátt í kappreiðum. Karnbaum þykir
þetta lítt hlægilegt. „Ef til vill á þetta
skylt við þá ánægju sem Japanir hafa af
því að horfa á akfeita glímumenn
kljást,“ segir hann.
Bæverskir bændur hugsa öðru vísi.
Hestana litu þeir fremur á sem vini og
félaga en tilvonandi súpukjöt. Þessir
hestar bárust þeim upphaflega í hendur
frá Rómverjum hinum fornu og allt fram
til loka síðari heimsstyrjaldarinnar voru
þeir 95% af hestum í landinu. Rómverj-
ar höfðu komið sér upp þessum hesta-
stofni í skattlandi sínu Noricum, sem var
þar sem Austurríki er nú og Bayern
austan við ána Inn. Enn þann dag í dag
eru hestarnir líka oft nefndir „Norika“.
Þeir eru skjótari, skapríkari og þó
einkum fótvissari en frændur þeirra í
Frakklandi og í Belgíu. Bæverskir kross-
farar riðu einmitt á þessum hestum til
Jerúsalem á fyrri öldum.
Það þótti hæfilegt dagsverk hjá góðum
plægingamanni fyrrum ef hann plægði
3407 fermetra á dag. Enn þann dag í dag
taka bændur í Bayern sér matar og
kaffitíma sem alveg er sniðinn að þeim
tímum er hestar þeirra þurftu að éta og
drekka.
Hestarnir taka víða
dráttarvélunum fram
Margt er það í menningu bændanna
og orðskviðum sem talsverðan sannleika
hefur að geyma, svo seml „Brúðarmissi
sér bæta má, en basl verður nýjan klár að
fá.“ Þótt einhverjum þyki þetta hljóma
sem gálgafyndni þá hefur það ekki alla
tíð verið svo: Dæi konan, þá var oftast
hægur leikur fyrir bóndann að fara og
biðja sér nýrrar og henni fylgdi einhver
heimanmundur. En ef hesturinn dó kost-
aði það ærið fé að fá sér annan.
En nú er svo komið að yfirvöld
landbúnaðarmála létta undir með þeim
bændum sem þurfa að kaupa sér nýjan
hest með styrk, - hér um bil 20 þúsund
ísl. krónum. Það er einkum við skógar-
högg sem hestarnir koma að góðu gagni
við að draga trjáboli. Ekki á þetta síst
við um skógarhögg í fjalllendi. Hestarnir
geta líka komist um trjágöng, þar sem
dráttarvélum verður ekki komið. Drátt-
arvélarnar fara líka illa með jarðveginn,
menga umhverfið með útblæstrinum og
þurfa að nota dýra olíu. Það eru því ekki
aðeins þeir bændur sem vernda vilja
umhverfið sem kjósa hestana, þeir geta
líka verið hagkvæmari orkuvalkostur.
Ekki hyggst bóndinn Walter Lorenz í
Bad Tölz skipta um, - því hann hefur
aldrei fengið sér dráttarvél. Hann segir
að hestarnir séu eðlilegur hluli af lífi
bóndans. Hann notar að sönnu margvís-
leg nýtísku tæki en í hcsthúsinu standa
hryssurnar Jutta, Hedi og Josefa. Þær
eiga völ á þremur graðfolum, því bænd-
urnir í Bad Tölz hafa með sér félag um
að halda þrjá graðhesta. Þeir ciga alls
100 hryssur.
Lorenz bóndi fer oft með hryssurnar
út í skóginn, því olían er nú það dýr að
eftirtekjurnar yrðu litlar af skógarhögg-
inu, ef ekki væru hestarnir, scgir hann.
Þeir koma sér því betur þcgar verið er
að grisja nýjan skóg, þar sem trén standa
all þétt. Langdregið „hooo“ veit hestur-
inn að merkir að hann á að taka hægt en
vel á, stutt „hooo" þýðir að hann á að
beita kröftunum með snöggum rykk litla
stund. Þegar bóndi kallar „vusss“ snýr
hesturinn til hægri, en til vinstri þegar
kallað er upp á íslensku - „hott“.. Þegar
blístrað er pissar hesturinn en það er
mikilsvert að gleyma ekki að gcfa honum
færi á því.
Fyrir því síðastnefnda liggja m.a. þær
ástæður að nýrnabilun og þvagteppa er
meðal algengustu sjúkdóma sem á hest-
ana sækja. Reyndir bændur eiga vel að
geta fylgst með hvort hesturinn pissar
eins mikið og hann á að þurfa og þá er
oft nauðsynlegt að blístra róandi til
hans. Annars eru dráttarhestarnir ekki
kvellisjúkir og það er auðvelt að hirða
um þá. Þeir eiga vel að geta náð 30 ára
aldri.
Ekki er að sjá að eftirspurnin eftir
þessu hestakyni muni fjara út. Á mark-
aði í Bayern seldist foli nokkur fyrir ca.
52 þúsund ísl. krónur nýlega, en hann
hefði mátt fá á 8000 krónur fyrir fimm
árum.
Þá hefur orðið vart við aukna eftir-
spurn eftir bókurn um hrossarækt, en þó
einkurn ritum, þar sem \ að er við
ýmsum brellum og hrck- m lirossa-
prangara. Á matvælan kuðum í
Múnchen hefur líka verið < uð verslun
þar sem boðin eru fram : sem fyllt
eru með hrossakjöti í sta- vanalega
kálfakjöts.