Tíminn - 12.01.1984, Side 2

Tíminn - 12.01.1984, Side 2
Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Jan ... 23/1 Jan . . . 6/2 Jan .. . 20/ 2 Rotterdam: Jan .. . 12/1 Jan ... 24/1 Jan . .. 7/2 Jan .. . 21/ 2 Antwerpen: Jan . . . 12/1 Jan . . . 25/1 Jan . . . 8/2 Jan . . . 22/2 Hamborg: Jan . . . 13/1 Jan . . . 27/1 Jan . . . 10/2 Jan . . . 24/2 Helsinki: Amarfell . . . 12/1 Arnarfell . . . 12/2 Larvik: Hvassafell . . . 16/1 Hvassafell . . . 30/1 Hvassafell . . . 13/2 Hvassafell . . . 27/2 Gautaborg: Hvassafell . . . 17/1 Hvassafell . . . 31/1 Hvassafell . . . 14/2 Hvassafell . . . 28/2 Kaupmannahöfn: Hvassafell . . . 18/1 Hvassafell . . . 1/2 Hvassafell . . . 15/2 Hvassafell . . . 29/2 Svendborg: Hvassafell . . . 19/1 Hvassafell . . . 2/2 Hvassafell . . . 16/2 Arnarfell.................20/2 Árhus: Hvassafell................19/1 Hvassafell................ 2/2 Hvassafell................16/2 Arnarfell ................20/2 Falkenberg: Arnarfell.................16/1 Mælifell....................17/1 Gloucester Mass.: Skaftafell................17/1 Skaftafell ...............17/2 Halifax, Canada: Skaftafell................18/1 Skaftafell................18/2 m. SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Forkynning á nýju aðalskipulagi fyrir Kópavog: Nýr miðbær við Reykjanesbraut — 90 ha iðnaðarsvæði — Þrju meginútivistarsvæði með góðum tengslum við íbúðabyggðina ■ „Forkynning á þessu nýja aðalskipu- lagi mun standa út næstu viku í felags- heimili Kópavogs. Þar gefst öllum bæjarbúum kostur á aö kynna sér það og um leið að hafa áhrif á mútum þess á vinnslustigi. Seint í næstu viku munum við síöan hafa almennan borgarafund þar sem fjallaö verður um skipulagiö," sagði Asmundur Ásmundsson formaður skipulagsnefndar Kúpavogs í samtali við blaöiö í gær, en tillögur að nýju aðal- skipulagi fyrir Kópavogsbæ liggja nú fyrir. „Við lítum ekki á þetta skipulag sem einkamál skipulagsnefndar,“ bætti hann við. „í dag er að sjálfsögðu í gildi aðal- skipulag í Kópavogi, sem nær inn undir væntanlega Reykjanesbraut. Nýja skipulagið er bæði endurskoðun á eldra skipulagi og áætlun um nýjar byggðir austan Reykjanesbrautar allt inn að Elliðavatni, samtals 1400 ha landssvæði. Við gerum ráð fyrir að í öllunt Kópavog inn að Elliðavatni geti verið ui'þ.b. 42000 manna byggð, cn hvenær og hvort það mark næst er óvíst á þessu stigi málsins." sagði Ásmundur. Hann sagðist álíta að skipulagsnefnd þyrfti m.a. vegna anna við önnur verkefni að afgreiða þetta mál frá sér fyrir lok febrúar. Sinfóníu- hljómsveit fslandfe: Vínar- kvöld í Háskóla- bíói ■ Hið árlega Vínarkvöld Sinfóníuhljómsveitar íslands verð- ur í kvöld í Háskólabíói kl. 20.30. Leikin verða lög úr ýmsunt Vínar- óperettum eftir Strauss, Kalman, Lehar, Stolz og fleiri. Stjórnandi Vínarkvöldsins Her- bert Mogg, er Vínarbúi í húð og hár, aðalhljómsveitarstjóri og list- rænn forstjóri Raimund leikhúss- ins í Vínarborg. Hann hefur á löngum ferli stjórnað ýmsum af „Fyrst vil ég benda á mikilvægan hlut, scm er sá að Fossvogshraðbraut er ekki til á þessu skipulagi“ sagði Ásmundur. „Hún er hins vegar til í samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur þótt hún eigi samkvæmt því að mestu að liggja í bæjarlandi Kópavogs, en við teljum það ekki samrýmast okkar hagsmunum. Það samrýmist ckki hagsmunum Kópavogs að leggja hraðbraut um dýrmætt útivist- arsvæði. Þetta er einróma afstaða skipu- lagsnefndar Kópavogs. Það er meðal annars eitt einkenni skipulagsins að við leggjum áherslu á rúmgóð útivistarsvæði í góðum tengslum við íbúðabyggðir í kring. Tillögur eru gerðar um svæði sem rómuð eru fyrir gott veðurfar og náttúru- fegurð, Fossvogsdalinn, Kópavogsdal- inn eða umhverfi Hvammkotslækjar og loks Leirdalinn. Samkvæmt skipulaginu verður byggð- ur nýr miðbær við Reykjanesbrautina, þar kemur miðstöð verslunar og þjón- ustu á landi sem er um 7 ha að stærð. Þá er gert ráð fyrir ca 90 ha iðnaðarsvæði beggja vegna Reykjanesbrautarinnar. Svokallaður Suðurhlíðarvegur, sem samkvæmt gamla skipulaginu átti að skera sundur Suðurhlíðarnar verður samkvæmt nýja skipulaginu færður að þekktustu hljómsveitum Evrópu svo sem Mozarteum hljómsveit- inni í Salzburg, hljómsveit austur- ríska útvarpsins þýsku ríkishljóm- sveitinni og svo mætti áfram telja. Einsöngvari verður Sieglinde Kahman. en hana þarf ekki að kynna með mörgurn orðum. hún starfaði um árabil viðýmsaróperur iðnaðarsvæðunum. Með því vinnst tvcnnt. Suðurhlíðarvegurinn sem er framhald Breiðholtsbrautarinnar fer ekki í gegnum eldri byggð heldur framhjá henni og íbúðahverfin losna þannig við gegnumakstur utanaðkom- andi umferðar. I öðru lagi greiðir þessi ráðstöfun fyrirtengslum ibúðahverfanna og útivistarsvæðanna í Kópavogsdal. Ef við snúum okkur þá að skólamálum þá er gert ráð fyrir að 500 nemendur verði um hvern skóla, en það þýðir að Uiþ.b. 3.400 íbúar verða í hverju skóla- hverfi. í hverju skólahverfi er gert ráð fyrir þrcm dagvistum, einu skóladag- heimili og einum sparkvelli í tengslum við hverja skólalóð. Eins og nú er ástatt þá erum við heldur á undan áætlun hvað uppbyggingu skólahúsnæðis varðar, en á hinn bóginn á eftir, ef dagvistir eru annars vegar. Aðra þjónustu sækir fólk svo í nær- liggjandi miðbæi þar sem opinber þjón- usta verður til staðar og félags, lista og menningarstárfsemi gerum við ráð fyrir að fari fram í sérstökum félagsmiðstöðv- um í þjónustukjörnum eða íþrótta- og útivistarsvæðum. erlendis, í Stuttgart, Kassel, Graz, Vín og Múnchen. Hún fluttist til íslands árið 1977 og hefur verið mjög yirk í íslensku tónlistarlífi sfðan. Hún er nú kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Karlakór Reykjavíkur aðstoðar hljómsveit og einsöngvara við flutning nokkurra iaga. -JGK ■ Davíð, 3ja úra dóttursonur Davíðs Sch. Torsteinssonar, var á þrettándan- um falið það ábyrgðarstarf að draga úr ábyrgðarkortum SodaStream tækj- anna hjá Sól h.f. Ábyrgðarkortið, sem Davíð heldur hér á, reyndist vera með nafni Björns H. Kinarssnnar 10 ára gamals bóndasonar á bænum Neðri- hreppi í Andakílshreppi í Borgarfirði. Vinningur Björns er Flórídaferð sem ætla má að ylji Borgfirðingnum unga um hjartaræturnar nú í kuldanum og skammdeginu. Sóknarpresturinn í Desjamyrar- prestakalli: Hlaut viður- kenningu úr Tonmennta- sjóði kirkjunnar ■ Sr. Sverrir Haraidsson, sóknar- prestur í Desjamýrarprestakalli hefur nýverið hlotið viðurkenningu úr Tón- menntasjóði Kirkjunnar, Sr. Sverrir'er þriðja Ijóðskáldið, seijt hlýtur viður- kenningu úrsjóðnum. Hiníreru skáld- in Þorsteinn Valdimarsson og Kristján frá Djúpalæk, samkvæmt frétt frá Tónmenntasjóði Kirkjunnar, sem stofnaður var árið 1975. Eftir sr. Sverri hafa komið út 4 ljóðabækur: Við bakdyrnar J95U - Ríntuð Ijóð á atómöld 1952 - Ljóð 1980 og A'ð lcikslokum 1982. Trúar- skoðanir sr. Sverris eru sagðar komast til skila í Ijóðum hans. Kjarninn í þeim sé ákall um fegurra mannlíf og um betri heim. Ljóðin hljóti að snerta hvern þann cr les þau. fá hann til að hugsa og ftnna til. Sr. Sverrir er fæddur 1922 að Hof- teigi á iökuldal, sonur Margrétar Jakobsdóttur og sr. Haraldar Þórarins- sonar prests í Mjóafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1945 og kandí- datsprófi í guðfræði við H.i. 1954. Sr. Sverrir hcfur verið prestur í Desjamýr- arprestakalli síðan 1963. Auk prests- starfa hefur sr. Sverrir fengist við kennslu í Borgarfjarðarskóla. Kona sr. Sverris er Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir. Þau búa í Bakkagerðis- kauptúni. '*1^ -HFJ Kynningar- fundur um husnæðismal ■ Kynningarfundur um húsnæðismái verður haldinn n.k. laugardag, 14. janúar, kl. 13.30 að Hótel Hofi, Rauð- arárstíg 18 í Reykjavtk. Frummæl- endur á fundunum, scm er öllum opinn, verða þeir Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðhcrra. Pétur H. Blöndal, formaður Húseigcndafélags Rcykjavíkur. Bjarni Axelsson. stjórn- arformaður Byggingasamvinnufélags- ins Aðalbóls og Jón Rúnar Sveinsson, formaður Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta. - Að framsögurerindum loknum verða panelumræður undir stjórn Helga Péturssonar. fréttamanns. Fundur þessi er haldinn á vegum S.U.F. -HEI ■ Frá opnun forkynningarinnar á nýja aðalskipulaginu. Ásmundur Ásmundsson lengst til hægri. Tímamynd Ámi Sæberg ■ Frá æfingu Sinfónuhljómsveitarinnar í gær, Sieglinde Kahman og stjórnandinn Hcrbert Mogg sýnast ekki hafa miklar áhyggjur af lífinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.