Tíminn - 12.01.1984, Síða 4

Tíminn - 12.01.1984, Síða 4
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1984 í spegli tímans OUVU NEWTON-JOHN OG JOfM TRAVOLTA SAMAN í KVIKMYND Á NÝ ■ John Travolla og Olivia Ncwton-John hlutu heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Grease á sínum tíma. Reyndar voru skiptar skoðanir um leik- og danshæfileika þeirra, en hvað um það, myndin fór sigurför um allan heim. Það þótti því kominn tími til að endurtaka sigurinn og hafa þau nýlokið við að leika saman á ný í kvikmynd. Sú heitir á frummálinu „Two of a Kind“. Sýningar eru nýhafnar á myndinni í Bandaríkjunum og nú bregður svo við að gagnrýn- endur eru á einu máli um, að þvílíka hæTdeikasnauða vitleysu hafi þeir aldrei áður séð. Taka þeir skýrt fram, að hér með hljóti dagar Johns Travolta sem kvikmyndaleikara að vera taldir. Reyndar hafi grunur leikið á því alla tíð, að hann væri alls ódug- andi sem leikari, en þessi mynd taki af öll tvímæli. John sé og verði alveg vonlaus sem leikarí. Olivia hlýtur ekki öllu betri meðferð hjá gagnrýnendum. Þeir segja hana nánast laglausa og hún hafi ekki hæfilcika til ■ Er John Travolta búinn að vera sem leikari Newton-John laglaus? neins annars en að vera áströlsk Ijósmyndafyrirsæta. Samantekt gagnrýnendanna er því sú, að best hefði farið á því að brenna hreinlega filmuna eins og hún lagði sig, strax að mynda- tökum loknum, því að þar sé ekkert af viti að finna. Sögu- þráðurinn sé heimskulegri en leyfilegt ætti að vera, textinn eintómt píp og það sé hrein tímasóun að horfa á myndina. En hvað segja þau John Tra- volta og Olivia Newton-John sjálf? Þau láta sér fátt um gagn- rýnina finnast og minna á, að ekki séu almennir áhorfendur alltaf sammála sérfróðu gagnrýn- endunum, það sýni vinsældir Grease. Þau hafi haft ákaflega gaman af að vinna saman á ný, enda séu þau alveg sérstaklega samstæðir vinnufélagar. Og nú er bara eftir að sjá, hvaða undirtektir myndin fær hjá almenningi, því að þegar allt kemur til alls, eru það þær, sem úrslitum ráða um framtíð þeirra Johns Travolta og Oliviu New- ton-John. ■ Elísabet Bretadrottn- ing var fyrir jólin á ferð að heilsa upp á þegna sína í samveldislöndum. M.a. lá leið hennar til Indlands, þar sem hún náði fundum Indiru Gandhi, forsætis- ráðherra, en svo óvenju- lega vildi til, að drottning- in kom 5 mínútum seinna til Nýju Delhi en áætlað hafði verið. Drottningin er þekkt fyrir formfestu sína og því lá í augum uppi, að meira en lítiö hafði þurft að koma til, svo að hún héldi HBMSMETHAFINN, SEM EKN VILDIVERA MEÐ í HQMSMETABÓK GUINNES ■ Indira Gandhi tók vel á móti gesti sínum, þrátt fyrir seinkunina. Drottningin fór að fyrirmælum gúrusins - og allt fór vel ekki tímaáætlun sína eins skýring, sem allir tóku nákvæmlega og unnt var. góða og gilda. enda fékkst skýring á þess- Áætlað hafði verið að ari seinkun snarlega, flugvél drottningar færi á loft á mínútunni 12 á hádegi frá Bangladesh, en þar hafði síðasti viðkomu- staður hennar verið fyrir ▼ Cayetanna, núverandi hertogaynja af Alba, er margs konar heimsmeist- ari. T.d. er hún handhafi 20 spænskra „stór“ aðals- titla, auk 20 smærri. Þar að auki er hún talin mesti Indlandsheimsóknina. En gúru einn, sem mikil trú er á í því landi, Iagðist ein- dregið gegn þessum brott- farartíma og sagði hann myndu leiða til mikillar ógæfu, ef stíft yrði haldið við hann. Þótti ekki stætt á því að virða ekki spásögn .gúrusins og því var það dregið um 5 mínútur að leggja af stað, enda gekk ferðin prýðilega og áfaila- laust í alla staði. listaverkasafnari heims. Það vpr því ekki ófyrir- synju, að útgefendur Heimsmetabókar Guinn- es fóru þess á ieit við frúna að fá að fjalla um hana í bók sinni. En hún brást ókvæða við og synjaði þeim leyfisins. Ástæðan? Jú, hertoga- ynjan, sem orðin er 57 ára, sagðist ekki kæra sig um að vera nefnd á nafn innan um heimsmethafa í maraþondansi og - kossa- flensi. Hún væri vön virðu- legri félagsskap. Og þar við sat. ■ Vegtyllur hertoga- ynjunnar af Alba virðast heldur betur vera íþyngjandi. viðtal dagsins | ■ Hrafn Pálsson formaður Jassklúbbs Reykjavíkur við flygilinn og með honum á myndinni eru aðrir stjómarmenn, f.v. Magnús T. Ólafsson, Þórhallur Halldórsson, Guðbjörg R. Jónsdóttir og Ágúst Elíasson. „LBKGIEDW ÍFYRRRÚMI" rætt við Hrafn Pálsson formann Jassklúbbs Reykjavíkur ■ „Við förum af stað 22. janúar með fyrstu sessjón- ina okkar og það hefur orðið að ráði að nemendahljóm- sveitir úr jassdeild Tónlist- arskóla FÍH munu byrja haría og allar sessjónir okk- ar framvegis. Þannig ætlum við að koma ungum og mið- aldra nemendum þess skóla, sem er raunar eini jassskóli á íslandi, í gang og fá þá með okkur strax í byrjun,“ sagði Hrafn Pálsson for- maður nýstofnaðs Jass- klúbbs Reykjavíkur þegar við slógum á þráðinn til hans og leituðum fregna af klúbbnum. „Eftir það munu hinar ýmsu grúppur koma fram hjá okkur, á fyrstu sessjón- inni til dæmis koma fram Kristján Magnússon og fé- lagar hans, Sveinn Óli Jóns- son á trommur, Árni Schev- ing á bassa, Þorleifur Gísla- son á tenór, og Kristján sjálfur á píanó. Síðan kem- ur fram swing sveit sem

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.