Tíminn - 12.01.1984, Side 5

Tíminn - 12.01.1984, Side 5
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1984 ■ Barbra Streisand álítur það löngu tímabært að konur komist til meiri valda í Hollywood. I BARBRA STREISAND JETLAR AB FRAMLEIBA KVIKMYND - ÞAR SEM EINGÖNGU KONUR KOMA VIB SÖGU ■ „Hvað yrði um Hollywood án okkar kvennanna“, spyr Barbra Streisand og bætir við“, samt sem áður eru það karlmenn sem sitja í öllum ákvörðunar- stöðum. Það er á þeirra valdi, hvort ein kona nær því að verða stjarna eða ekki!“ Barbra hefur nú hugsað sér að breyta þessu og hjá henni er stutt milli hugmyndar og framkvæmd- ar. Hún hefur nú tilkynnt að hún hafi á prjónunum að gera kvikmynd, þar sem eingöngu koma konur við sögu, og virðist standa í þeirri meiningu, að þetta sé í fyrsta sinn, sem lagt hefur verið út í slíkt fyrirtæki. Barbra hefur þegar ákveðið, að aðalleikonurnar, auk hennar sjálfrar væntanlega, verði Jane Fonda og Goldie Hawn og nú leitar hún með logandi Ijósi að hæfum handritahöfundi, leik- stjóra, myndatökumanni og tæknimönnum af hinu eina rétta kyni. Hún hefur þegar gert samning við kvikmyndafyrirtæk- ið Warner Brothers um fram- leiðslu myndarinnar, og sú reynsla sannaði fullyrðingu Barbra hér að ofan. Þar átti hún í samningum við eintóma karlmenn. Guðmundur R. Einarsson velur með rythma sessjón. Þar verða hugsanlega Frið- rik Theódórsson á bassa, Guðmundur Ingólfsson á píanó og hinir og þessir blásarar, Elfar, Björn R. eða báðir og svo aðrir sem til falla, því að eftir því sem á sessjónína líður þá fer að losna um mannskapinn og verða frjálslegra eins og var í gamla daga í Búðinni. Það er ætlast til þess að allir sem áhuga hafa á taki með sér hljóðfæri og ef þeir komast ekki að á þessari sessjón vegna mikils framboðs á hljóðfæraleikurum, þá verða þeir bara settir á biðlista fyrir næstu sessjón. Við lofum ekki alltaf topp- spilamennsku, en það verð- ur áreiðanlega mikil leik- gleði í fyrirrúmi. Hversu oft hyggist þið halda sessjónir? „Það er meining að hafa þær á mánaðarfresti yfir vetrartímann eða ca. 8 sinn- um á ári. Við byrjum í Kvosinni og sjáum til, kannske reynist það hús- næði of lítið fyrir okkur, en það er gaman að hafa sess- jónir í húsnæði af þeirri stærð, það skapast hugguleg og góð stemmning. Það hefur verið til Jass- klúbbur Reykjavíkur áður en þið stofnuðuð þennan? „Já, já það hafa verið til margir Jassklúbbar Reykja- víkur, sá síðasti hætti að starfa að ég held fyrir svona 10 árum. Við erum að stofna nýjan klúbb og þykir vel við hæfi að nota þetta nafn enda störfum við á Reykjavíkursvæðinu, fólk hvaðanæva af landinu er hins vegar að sjálfsögðu velkomið á sessjónir okkar. Annars miðum við starfsemi okkar einna helst við þann Jassklúbb Reykjavíkur, sem starfaði í Breiðfirðinga- búð fyrir u.þ.b. 30 árum, þar var lögð áhersla á þátt- töku sem flestra í sessjónun- um. ■ Tekur Ritt Bjerregaard við af Anker Jörgensen? Gamla flokkakerfið er að styrkjast af tur í Danmörku erlent yf irlit Utanríkisstefna þingsins verður óbreytt ■ KOSNINGARNAR í Dan- mörku, sem fóru fram í fyrradag, urðu að sumu leyti minna sögu- ■ legar en spáð hafði verið, en að öðru leyti sögulegri en sennilega hefur verið búizt við. Þær urðu minna sögulegar en spáð hafði verið að því leyti, að staðan í stjómmálum er næstum óbreytt og skipting milli hægri og vinstri nokkurn veginn áfram hin sama og hún var fyrir kosn- ingarnar. Stjórnarflokkarnir, þ.e. íhaldsflokkurinn, Vinstri flokk- urinn, Kristilegi flokkurinn og miðdemókratar, bættu að því leyti stöðu sína, að samanlagt bættu þeir við sig ellefu þingsæt- um, fengu 76 þingmenn í stað 65 áður. Þetta nægir þeim þó ekki til þess að fá fjárlögin samþykkt, þó að Radikali flokkurinn, sem greiddi atkvæði með fjárlaga- frumvarpinu, bætti við sig einu þingsæti, fékk 10 þingmenn. Samkvæmt þessu hefur fjár- lagafrumvarpið ekki stuðning nema 86 þingmanna, en þarf stuðning 88 þingmanna til að verða samþykkt. Staðan í þing- inu er að þessu leyti óbreytt. Vinstri flokkarnir (sósíaldem- ókratar, Sósíalski þjóðarflokk- urinn, vinstri sósíalistar) héldu nokkurn veginn stöðu sinni. Samanlagt hafa þeir nú 83 þing- sæti, en höfðu áður 85. Meginbreytingin á skipan þingsins er sú, að Framfaraflokk- urinn, flokkur Glistrups, hefur nú 6 menn á þingi í stað 16 áður. Hann missti 10 þingsæti og hafa þau öll færzt yfir til íhaldsflokks- ins. Sigur Ihaldsflokksins þýðir því ekki, að hægri stefna hafi styrkzt eða hægri sVeifla átt sér stað, þar sem aðalbreytingin er sú að hófsamur íhaldsflokkur vinnur fylgi frá afturhaldssamari íhaldsflokki, sem telja má að mörgu leyti fylgjandi stefnu Fri- edmans í efnahagsmálum. Úrslitin urðu annars þessi (innan sviga þingmannatalan fyr- ir kosningar): Sósíaldemókratar 57 (59), íhaldsflokkurinn 42 (26), Vinstri flokkurinn 22 (20), Sósíalski þjóðarflokkurinn 21 (21), Radikali flokkurinn 10 (9), miðdemókratar8(15), Kristilegi flokkurinn 5 (4), vinstri sósíalist- ar 5 (5). Aðrir flokkar fengu ekki þingmenn kjörna. ■ Poul Schlúter varð aðalsigurvegarinn, en þurfti þó að vinna meira. ÞÓTT staðan í þinginu sé næstum óbreytt, hafa kosn- ingarnar að vissu leyti orðið sögulegar. Úrslitin eru glögg merki þess, að nýju flokkarnir, sem komu til sögu í Danmörku í desember- kosningunum 1973, eru á hröðu undanhaldi. Sú flokkaskipan, sem hafði haldizt frá stríðslokum fram til 1973, er aftur að festast í sessi. í kosningunum 1973 varð eins konar bylting í dönskum stjórn- málum. Tveir flokkar buðu þá fram í fyrsta sinn, Framfara- flokkurinn undir forustu Mogens Glistrup og Miðdemókrata- flokkurinn undir forustu Erhards Jacobsen, sem hafði verið vinsæll borgarstjóri í Gladsaxe og var eitt af foringjaefnum sósíaldem- ókrata. Þessir flokkar fengu báðir mikið fylgi. Framfaraflokkurinn varð annar stærsti flokkur þings- ins og miðdemókratar fengu einnig mikið fylgi. Gömlu flokkarnir urðu fyrir miklu áfalli. íhaldsflokkurinn missti helming þingsæta sinna. Sósíaldemókratar töpuðu 20 þingsætum, Vinstri flokkurinn, Radikali flokkurinn og sósíaliski þjóðarflokkurinn urðu einnig fyrir miklu áfalli, en framantaldir fimm flokkar höfðu verið helztu flokkarnir í Danmörku frá stríðslokum. I kosningunum nú virðist þessi hefðbundna flokkaskipan í Dan- mörku vera að styrkjast að nýju. Flokkarnir, sem eru kenndir við árið 1973, virðast vera að renna skeið sitt á enda. Þegar deilur harðna, eins og nú, og verulega skerst í odda, treysta kjósendur bersýnilega betur gömlu flokk- unum en nýjum flokkum, sem reynast oftast stundarfyrirbrigði. Það er nokkurt dæmi um, að hin hefðbundna flokkaskipan í Danmörku er að festast í sessi, að sósíaldemókratar fengu 62 þingsæti í kosningunum 1968, en íhaldsflokkurinn 37 þingsæti. Ihaldsflokkurinn hefur því vel náð þeirri stöðu, sem hann hafði þá, en sósíaldemókratar ná henni ekki. Þeir réttu þó fljótt viðeftirósigurinn 1973,oghöfðu um skeið mun betri stöðu en 1968. Henni töpuðu þeir í kosn- ingunum 1981, er þeir misstu 10 þingsæti til Sósíalska þjóðar- flokksins. Vinstri flokkurinn og Róítæki flokkurinn voru mun slerkari 1968 en nú. Undanhald Vinstri flokksins stafar af því m.a., að hann á fylgi sitt aðallega í dreif- býli, en þar hefur kjósendum fækkað. Árið 1968 naut Radikali flokkurinn þess, að forsætisráð- herrann, Hilmar Baunsgaard, var þá formaður flokksins, en hann þótti þá ein mesta sjón- varpsstjarna Dana. Sigur íhaldflokksins nú er vafalítið að mestu leyti persónu- legur sigur Pouls Schlúter for- sætisráðherra. Hann virðist nú njóta svipaðra vinsælda og Hilm- ar Baunsgaard. Sama gerðist þegar Poul Hartling, leiðtogi Vinstri flokksins, var forsætis- ráðherra í eitt ár á síðasta áratug, en hann tvöfaldaði þá þingfylgi flokksins. Þótt sósíaldemókratar töpuðu ekki miklu í kosningunum í fyrradag, urðu úrslitin nýtt áfall fyrir Anker Jörgensen, þar sem flokkurinn varð fyrir miklu áfalli 1981, eins og áður segir. Dagar hans sem foringja sósíaldemó- krata geta því brátt verið taldir. Meðal líklegra eftirmanna hans er Ritt Bjerregaard. LÍKLEGASTA niðurstaða kosninganna í fyrradag, er sú, að minihlutastjórn Schlúters sitji áfram. Schlúter mun sennilega reyna að semja við sósíaldemó- krata um fjárlagafrumvarpið og gera einhverjar breytingar, sem tryggja stuðning þeirra eða hjá- setu. Erfitt verður fyrir sósíal- demókrata að fella frumvarpið aftur. Það myndi sennilega leiða til nýrra kosninga. Vafalítið kærir enginn sig um það. Þær geta samt orðið fljótt aftur af öðrum ástæðum. Úrslitin tryggja, að utanríkis- 1 stefnan, sem þingið hefur mótað, verður óbreytt áfram, því að vinstri flokkarnir og Radikali flokkurinn styðja hana. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar wúM JGK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.