Tíminn - 12.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1984, Blaðsíða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friörik Indriöason, Guömundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Ueifsdóttir, Samúei Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síöumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 pg 86306. Verö í iausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Bókun borgarf ulltrúa F ramsóknarf lokksins ■ Á síðari fundi borgarstjórnar Reykjavíkur, sem hald- inn var um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1984, komu fjölmargar breytingartillögur til endanlegrar afgreiðslu. Meðal þeirra var tillaga Framsóknarmanna um að útsvarið yrði 10%í stað 11%. Þetta eina prósent þýðir að útsvarsupphæðin hefði orðið 990 milljónir í stað 1090. - Áður höfðu verið felldar tillögur Framsóknarmanna um lækkun álagsprósentu bæði fasteignaskatts og aðstöðu- gjalds. Allar þessar tillögur voru við það miðaðar að greiðslu- byrði almennings ykist ekki verulega umfram þá spá, sem Þjóðhagsstofnun hefur gert um tekjuaukningu milli ár- anna 1983 og 1984. Ef nota hefði átt útsvarið eitt til að ná því marki, hefði þurft að lækka það í 9%. Af þessu sést hvílíkt öfugmæli það er hjá borgarstjóra, þegar hann segist vera áð lækka skattana. í reynd er um stórhækkun að ræða og það svo mjög að mörgum flokksbræðrum hans ofbýður. Fulltrúar Framsóknarflokksins létu bóka eftirfarandi við lok afgreiðslunnar á fjárhagsáætluninni: „Þessi fjárhagsáætlun einkennist af mikilli skattheimtu og stóraukinni greiðslubyrði á einstaklinga og fyrirtæki frá því sem var á sl. ári. Þetta skeður á sama tíma og allur tilkostnaður hjá borginni verður í lágmarki vegna minni verðbólgu og lægri vaxta. Þannig hækka útgjöldin einungis um 22.5% milli ára. Þrátt fyrir það eiga skattarnir að hækka um 42%. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar þýðir það aukna skattbyrði, sem nemur 16 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni. Til viðbótar kemur svo mikil hækkun allra þjónustugjalda, sem er langt umfram áætlaða hækkun rauntekna. í heild eykst því greiðslubyrði fjögurra manna fjölskyldunnar langt yfir 20 þúsund miðað við áætlaða tekjuaukningu hennar. Þessa hóflausu skattheimtu réttlætir borgarstjóri og meirihlutinn með því að fjárhagur borgarinnar sé slæmur og mikil skuldasöfnun hafi orðið á þessu ári. Hver hefði trúað því fyrir einu og hálfu ári, þegar núverandi meirihluti tók við stjórn borgarinnar, að þannig yrði komið fjárhag hennar 18 mánuðum síðar? Vissulega er það rétt að GrafarvogSævintýrið varð borginni dýrt. Sú tilraunastarfsemi, sem þar átti sér stað, má ekki endurtaka sig. Hins vegar er það fásinna, ekki sízt miðað við það ástand, sem nú ríkir í þjóðfélaginu, að ætlast til þess að Reykvíkingar greiði Grafarvogsmistökin á einu ári. Þann víxil verður að greiða á nokkrum árum líkt og gert var með kosningavíxil 1974. Það er skoðun okkar Framsóknarmanna að borgin eigi ekki að auka skattbyrði á árinu 1984 og láta sér nægja svipuð umsvif í framkvæmdum og þjónustustarfsemi og var á síðasta ári. Við það hafa tillögur okkar um útsvar, fasteignaskatt og aðstöðugjald miðazt, auk þess að hægt væri að greiða hluta Grafarvogsvíxilsins á árinu. Svo er nú komið einu og hálfu ári eftir að sá meirihluti tók við stjórn borgarinnar, sem lofaði að lækka álögur á borgarbúa, að þessi sami meirihluti leggur á þegna sína hlutfallslega hærra útsvar, hærri fasteignaskatt og hærra aðstöðugjald en dæmi finnast um áður. Og þessi meirihluti Sjálfstæðisflokksins hefur gengið svo langt í skattheimtu sinni, að öll sveitarfélögin í nágrenninu eru með lægri innheimtuprósentu framan- greindra gjalda. Þannig eru efndirnar.“ Þ.Þ. f^twitro FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1984 skrifað og skrafaö Meginatriðið er að árangur náist ■ f áramótagrein sem Hall- dór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra skrifar í Austra minnir hann á hvemig ástand- ið var í efnahagsmálum er núverandi ríkisstjórn tók við og þann árangur, sem náðst hefur. í grein Halldórs segir m.a.: „Þegar kosningarnar voru afstaðnar var þegar augljóst að ekki væri hægt að mynda ríkisstjórn án þátttöku Sjáíf- stæðisflokksins. Hann hélt vel fylgi sínu og nýir flokkar gerðu erfiðara fyrir um stjórnarmyndun. Marghátt- aðar viðræður áttu sér stað. Ýmsir aðilar í Sjálfstæðis- flokki og Alþýðubandalagi lögðu mikla áherslu á að útiloka Framsóknarflokkinn frá stjórnarsamstarfi. Reynd- ar má segja að úrslit kosning- anna hafi gefið flokknum þá vísbendingu að eðlilegast hefði verið að vera utan ríkis- stjómar. Hins vegar kom fljótt í ljós að Alþýðubanda- lagið var ekki reiðubúið að takast á við þá miklu erfið- leika sem voru framundan. Kom það heim og saman við afstöðu þeirra fyrir kosning- ar. Því er stundum slegið fram að Framsóknarflokkur- inn sé alltof ábyrgur og telji sig jafnan skyit að taka þátt í úrlausn þjóðfélagsmála á erf- iðum tímum, jafnvel þótt staða hans sé ekki nægilega sterk til þess. Þegar betur er að gáð sjá menn að það er óframbærileg afstaða að vera á móti vegna þess að það er þægilegra. Hins vegar er það áhyggjuefni hvað slík afstaða er ríkjandi í ýmsum tilvikum í þjóðfélaginu. Á það við um stjómmál, verkalýðsmál og ýmis önnur félagsmál. Það er hugleysi að vera alltaf á móti og skapar í reynd meiri upp- lausn í þjóðfélaginu en flest annað. Niðurrif kemur í stað uppbyggingar og ábyrgó þjóðfélagsöfl eiga erfitt upp- dráttar til að leysa úr vanda- málum sem ávallt koma upp og verður að taka á hvort sem líkar betur eða ver. í stjórnarmynduninni var lögð áhersla á að fá sem flesta til samstarfsins. Var lengi talið að Alþýðuflokkur- inn myndi manna sig upp og taka á málum. En sá flokkur vildi líka vera á móti og var það slæmt. Samstaðan þurfti að vera sem breiðust því aðstæðurnar voru óvenjuleg- ar. Þegar ríkisstjórnin var mynduð var komið mikið hættuástand. Verðbólgan var orðin meiri en nokkru sinni fyrr og stefndi yfir 130%. Við þær aðstæður eru ekki margir kostir og fjallar stjórnarsátt- málinn því að miklu leyti um óhjákvæmilegar aðgerðir til að draga úr óðaverðbólgu og taumlausri skuldasöfnun. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að til að ná verðbólgunni niður þurfi skipulegar að- gerðir sem markaðar séu með lögum. Hefur þessi stefna verið nefnd niðurtalning. Ákveðið var að setja lög sem áttu að tryggja að árangur næðist á sem skemmstum tíma og skapa trú þjóðfélags- ins á því að við gætum ráðið við verðbólguna. Að loknu tímabili lögbundinna að- gerða skyldu aðilar vinnu- markaðarins og aðrir taka til við samninga í Ijósi þeirra aðstæðna sem þá hefðu skap- ast í þeirri trú að enginn vildi spilla þeim árangri sem hefði náðst. Má segja að þessi meginsjónarmið hafi verið hornsteinn samstarfsins., Alltaf má deila um hvað hratt skuli farið en meginatr- iðið er að árangur náist. Árangur stjórnar- samstarfsins Allt bendir nú til þess að lögbundnar aðgerðir hafi verið eina færa leiðin út úr ógöngunum. Verðbólgan er komin neðar en gert var ráð fyrir í upphafi. Viðskiptahall- inn og þar með of mikil skuldasöfnun hefur minnkað verulega og atvinnuástand þrátt fyrir allt sæmilegt. út- reikningar sýna að kaupmátt- ur hefur rýrnað verulega. Sumir álíta að það sé merki þess að ef ekki hefði verið farið í aðgerðir væri kaup- máttur meiri. Sú kenning er alröng því óheft verðbólga hefði leitt til enn meiri rýrn- unar kaupmáttar. Atvinnu- fyrirtæki hefðu einnig stöðv- ast sem hefði leitt til atvinnu- leysis og tekjuleysis fjölda heimila. Festan sem við vild- um sýna í upphafi hefur skil- að árangri. 1 fyrsta skipti um langt skeið er verðbólgan að verða viðráðanleg. Skapast hefur trú á gjaldmiðilinn og betri skilningur hefur skapast um þá staðreynd að vísitölu- bætur tryggja ekki raunveru- lega aukningu kaupmáttar. Það eina sem getur tryggt betri lffskjör er aukin verð- mætasköpun. Það eru því komin öll skil- yrði fyrir nýja sókn í þjóðfé- laginu sem byggir á umræðu um raunveruleg verðmæti. Við verðum að auka fram- leiðsluna með nýjum fyrir- tækjum og betri rekstri þeirra sem fyrir eru. Einnig þarf að nýta það fé betur sem við höfum til sameiginlegra þarfa. Verðbólgan hefur sljóvgað á öllum sviðum. Þrótturinn og atorkan þarf að koma í staðinn og nauð- synlegur jarðvegur er kominn. Engar framfarir verða nema trú hafi skapast á gjaldmiðilinn, viljann til að skapa skilyrði og eigin getu. íslendingar hafa ávallt aðlag- ast aðstæðum á hverjum tíma, sem hefur gert þeim breyttar aðstæður. Enn einu sinni hefur því verið forðað að svo langt yrði gengið í skuldasöfnun að ómögulegt væri að rétta við og sækja fram. Hvorki stoðar kæruieysi né svartsýni Grein sinni lýkur Halldór þannig: Við höfum upplifað miklar framfarir. Það hefur gerst með samstöðu og óhaggan- legri trú á landinu. Sjálfstæði og sjálfsforræði hefur orðið slíkur aflvaki framfara að undrun vekur víða um heim. Við megum hins vegar ekki ofmetnast. Áframhald fram- faranna byggist á því að við gætum að fjöreggi þjóðarinn- ar með nærgætni og hlýju. Þar stoðar hvorki kæruleysi né svartsýni. Við getum ekki látið sem við vitum ekki af viðvörunum um ástand fiski- stofna. Hins vegar verður að trúa því að ástandið sé aðeins tímabundið. Forfeður okkar skiluðu landinu til okkar í gegnum margvíslega erfiðleika. Þeir sem stýrðu í gegnum krepp- una væru ekki í vandræðum í dag. Fortíðin sýnir okkur að engin ástæða er til svartsýni um framtíðina ef haldið er af skynsemi á málum. Á nýju ári verður að gæta þess að viðhalda stöðugleika. Þjóðfélag jafnvægis er fors- enda annars. Þá kemst skynsemin betur að og kröfu- gerðin á hendur þjóðfélaginu raunhæf. Það er margt ógert Framsóknarflokkurinn vill leysa vandamál þjóðfélagsins á grundvelli félagshyggju og samvinnu. Mál verða hins vegar ekki leyst nema raun- veruleg verðmæti séu fyrir hendi. Ekki þarf síður að rækta hugann, og þekking- una. í önn dagsins gleymast oft hin andlegu verðmæti sem eru grundvöllur lífs okkar og skilnings á þörfum hvers annars.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.