Tíminn - 17.01.1984, Side 5
V. > IMT^I
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 19W
fréttir
GENGIKRONUNNAR LÆKK
AD SÍÐUSTU VIKURNAR?
— Seðlabankinn hallar sér að viðskiptavoginni við gengisútreikning
svo Evrópumyntin lækki ekki til samræmis við hækkun dollarans
■ Hin mikla hækkun á gengi
Bandaríkjadollars miðað við
Evrópumyntir undanfarna mán-
uði veldur mönnum í útflutnings-
iðnaði nokkrum áhyggjum og
erflðleikum að því er fram kom á
fundi ullarvöruframleiðenda.
í máli Ólafs Davíðssonar,
framkvæmdastj. FÍI kom fram
að frá maílokum s.l. vor hefur
gengi helstu Evrópumynta lækk-
að um 4-5% en gengi dollara
hækkað um tæp 9% gagnvart ísl.
krónu.
Miklu geti því munað hjá
útflytjendum á hvorum markað-
inum þeir eru að keppa. Vegna
stöðugrar hækkunar dollarans
kvað Ölafur það ekki hafa verið
talið fært nú síðustu vikurnar að
láta Evrópumyntirnar lækka til
jafns við hækkun dollarans gagn-
vart íslenskri krónu, þannig að í
raun hafí gengi krónunnar verið
að lækka síðustu vikurnar.
Bjarni Bragi Jónsson. aðstoðar-
bankastjóri Seðlabankans var spurður
hvort gengi krónunnar væri farið að
lækka. Varðandi útreikning á gengi
sagði Bjarni unt tvær vogir að ræða,
svonefnda myntvog þar sem Banda-
ríkjadollar vegur unt 46% og svo-
nefnda viðskiptavog þar sem dollar
vegur um 29%. „Við höfum notað
meðaltalið milli myntvogar og við-
skiptavogar - haldið því í 100 lengst af
- þar til þetta fór að skekkjast. Síðan
höfum við verið að laga skekkjuna
með því að nota viðskiptavogina sem
nú er að nálgast 100, þ.e. 99,8. Heild-
arvogin er þá um 102," sagði Bjarni.
Hann kvaðst hins vegar telja að það
hafi aldrei verið neitt nákvæmlcga
ákveðið á hvaða mælikvarða stöðugt
gengi eigi að byggjast til frambúðar,
enda muni það aldrei meiru en 1-2
prósentum á heildarákvörðun gengis
hvaða vog sé notuð. -HEI
108 kassar af
vodka fundust í
Hofsjökli:
VERÐMÆTIÐ
ER UM 710
ÞÚSUND KR
— mesta smygl í f jölda
ára. Sumir þeirra sem
taldir eru eiga það hafa
oft komið viö sögu áður
í svipuðum málum.
■ Tollverðir fundu. við leit í Hofsjökli.
í Hafnarfjarðarhöfn 108 kassa af banda-'
rískum vodka og 30 karton af vind-
lingum á laugardag en þetta mun vera
mesta smygl sem upplýst er um fjölda
ára og er vcrðmæti áfengisins um 710
þúsund krónur.
Málið cr í rannsókn en talið er að 7
manns eigi varninginn. Að sögn Her-
manns Guðmundssonar hjá Tollgæsl-
unni hafa surnir þcirra oft komið við
sögu áður í svipuöum málum.
Hofsjökull var að koma frá Bandaríkj-
unum og höfðu tollveröir eftirlit með
skipinu cítir að það var komið í höfn.
Sáu þeir livar menn voru að flytja
varninginn í land og við frekari leit í
skipinu fannst áfengið.
Enginn mun vcra í varðhaldi vegna
málsins en rannsókn þcss beinist m.a. að
því hvort um vitorösmcnn í landi hafi
verið aö ræöa.
-FRI
lceland Seafood:
SOLUAUKNING
19 MILUÓNIR
DOLLARA 1983
Salan hefur tvöfaldast á sex árum
■ Iceland Seafood Corporation seldi á
liðnu ári frystar sjávarafurðir fyrir 120.4
milljónir dollara, á móti 101 milljón
dollara árið 1982, þannig að aukning í
dollurum varð 19.4 milljónir dollara,
sem samsvarar um 485 milljónum ís-
lenskra króna, miðað við meðalgengi
dollarans s.l. ár. í verðmæti var sölu-
aukningin liðlega 19% en í magni 20%.
Aukningin varð nokkuð meiri fyrri hluta
ársins í fyrra.
I frett frá lceland Seafood kemur fram
að þessi góði árangur er mjög í framhaldi
af þróuninni hjá Iceland Seafood hin
síðari ár, en þó er aukningin á s.l. ári sú
mesta sem orðið hefur á einu ári. Á
síðustu sex árunum hefur fyrirtækið nær
tvöfaldað sölu sína í dollurum, úr 61.7
milljónum dollara 1977 í 120.4 milljónir
dollara 1983.
-AB
■ Gunnar Gunnarsson forseti Skáksambands íslands kynnir tilhögun Reykjavíkurskákmótsins fyrir blaðamönnum.
rímamynd Arni Sæberg.
11. Reykjavíkurskákmótið hefst í næsta mánuði:
FJÖLDI ÞÉKKTRA SKÁK-
MANNA ÞÁTTTAKENDU R
■ Iceland Seáfood Corporation, sölufyrirtæki Sambands íslenskra samvinnufélagá
í Bandaríkjunum. Aðalstöðvar fyrirtækisins eru nærri Harrisburg í Pennsilvaníu, þar
sém fyrirtækið starfrækir stóra fiskréttaverksmiðu, með tilheyrandi rannsóknarstof-
um, frystigeymslum og dreifingarmiðstöð.
■ „Undirbúningur fyrir þetta mót,
bréfaskriftir til hugsanlegra þátttakenda,
kynning og dreifing upplýsinga um það
hefur staðið yfir í marga mánuði, en það
eru aðcins nokkrir dagar síðan ákvörðun
var tekin um að halda það,“ sagði
Gunnar Gunnarsson forseti Skáksam-
bandsins á Maðamannafundi i gær þar
sem kynnt var 11. alþjóðlega Reykjavík-
urskákmótið, sem hefst á Hótel Loft-
leiðum 14. febrúar n.k. „Ástæðan var
fjársknrtur sem raunar er ekki séð fyrir
endann á ennþá. Við höfum fengið fé frá
opinberum aðiium, og nú um þessar
mundir er verið að herja á unkafyrir-
tæki. Okkur telst til að það vanti milli 6
og 700 þúsund krónur til að ná endum
saman."
Reykjavíkurmótið verður að þessu
sinni viðlíka'' fjöímertrit og síðasta
Reykjavíkurmót sem haldið'var 1981 og
: eirís og þá verður mótið opið og teflt eftir
sVistnpska kerfinu, 11 umferðir. Um-
hugsunartími verður 45 leikir á 21/2 klst.
Og síðan 20 leikir á klst., en þetta er
heldur knappari tími en venjulega cr í
alþjóðlegum skákmótum.
Vegleg verðlaun verða veitt, fyrstu
verðlaun nema 5(XK) $, en alls verða veitt
10 verðlaun og nemur heildarupphæðin
15600$ eða 468000 krónum. Þettadregur
að sjálfsögðu sterka skákmenn til leiks
og hafa skákmenn sýnt mótinu mikinn
áhuga. Tveim sovéskum meisturum
verður sérstaklega boðið, og eru líkur til
að það verði þeir Efim Geller og Yuri
Balashov, sem þaðan koma. Lev Álburt,
sigurvegaranum frá síðasta Rcykjavík-
urmóti var sérstaklega boðið og ennfrem-
ur dr. Nunn frá Englandi, en vafasamt
er hvort hann sér sér/fært að mæta til
leiks. En lengstan feril allra keppendæá
Bandaríkjamaöurinn ■' Samuel Reshcv-
Sky, en hann er 72 ára að aldri, og var
farinn að tefla fyrir 1920, þá sem undra-
barn og hálfgerður sýnihgargripur. Upp
úr seinni heimsstyrjöldinni var Reshevsky
í hópi allra fremstu skákmanna heims og
fremstur skákmanna vesturlanda
Aðrir þekktir mcistarar, sem mæta til
leiks eru m.a. Georghiu lrá Rúmeníu,
Jansa frá Tékkóslóvakíu, Robert Byrne
frá Bandaríkjunum, Eric Lobron frá
V-Þýskalandi og Pia Cramling trá
Svíþjóð, eina konan sem keppir á
mótinu, en hún er alþjóðlegur meistari í
karlaflokki og stórmeistari í kvenna-
tlokki, stigahæsta kona heims í skák þótt
ung sé að árum og er gjarna eina konan
í hópi keppenda á alþjóðlegum skák-
mótum um þessar mundir. Þetta er í
annað sinn scm kona keppir á Reykja-
víkurmóti! á fyrsta mótinu sem haldið
var tefldi Nona Gaphrindasvili frá So-
vétríkjunum, þá héimsmeistari kvenna í
skák-. /
Állir ísiensku titilhafnrnir í skák verða
meðal keppenda, ríéma hvað ekki er
vitað 'hvort lngi 'R'. Johannssort tekur
þátt.
- JGK.