Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 3
Hreyfing í áideilunni: ÍSAL-menn skoða hugmynd starfsmanna um bónus ■ Hreyfing virðist nú vera komin á viðræður í dcilu starfsmanna ÍSAL og stjórnenda fyrirtækisins. Einsoggreint var frá í blaðinu í gær, kynntu fulltrúar ÍSAL hugmyndir að framleiðslubónus fyrir fulltrúum starfsmanna í fyrradag. ,Nú munu þessar hugmyndir hafa verið skoðaðar all ítarlega og á stuttum fundi síðdcgis í gær gerðu starfs- mennirnir nokkurs konar gagntilboð á grundvelli hugmyndanna. Tók samn- inganefnd ÍSAL sór frest þangað til í dag til að svara, en fundur hefst í húsakynnum sáttasemjara klukkan 10 árdegis. Enn er ekki farið að ræða launaliðinn sjálfan. -Sjó. Árlegur fagnaður Eyfirðingafélags ■ Eyfirðingafélagið - elsta starf- andi átthagafélagið í höfuðborginni - efnir til síns árlega fagnaðar í átthaga- sal Hótels Sögu föstudagskvöldið 3. febrúar. Akureyringar og Eyfirðingar, fyrrverandi og þeir sem staddir kunna að vera í borginni, eru hvattir til að sækja vel þessa fyrstu hátíð félagsins á árinu og njóta þeirra andlegu og ver- aldlegu veitinga sem á boðstólum verða. Ræðumaður kvöldsins verður Jón G. Sólnes fyrrv. alþingismaður og banka- stjóri, og Ómar Ragnarsson mun sjá um skemmtiefni. Þorramatur verður á borðum ásamt laufabrauði frá kven- félagskonum. Atvinnumalanefnd Borgarness heldur fundi um atvinnumál: „REYNUM AÐ VEKJA ATHYGLI FÓLKSÁ ATVINNU- ÁSTANDINU" ■ „Við erum að reyna að vekja athygli fólks á atvinnuástandinu hér. sem ekki er viðunandi eins og er og því að það þarf því eitthvað að gera í þessum málum'1, sagði Gísli Halldórs- son, formaður atvinnumálanefndar í Borgarnesi. Nefndin er búin að gang- ast fyrir fundi um matvælaiðnað, sem Gísli sagði að verið hefði ágætlega sóttur. Fundur um versiun og þjónustu var á þriðjudagskvöld og á næstunni verða haldnir fundir um byggingariðn- að og síðan járniðnað. Endað verður á fundi um atvinnumál almennt, niður- stöður þessara fyrrnefndu funda um einstaka greinar. Gísli kvaðst ekki búast við að at- vinnumálanefndin sem slík búi til ný atvinnutækifæri. „Við erum fyrst og fremst að reyna að vekja athygli fólks á ástandinu og fá það til að hugleiða þessi mál og gá hvort ekki kemur eitthvað jákvætt út úr því“. Gísli kvaðst t.d. vita að hugmyndir sem fram kontu á fyrsta fundinum séu nú í nánari skoðun, hver sem svo niður- staðan verður. Versnandi atvinnuástand í Borgar- ncsi telur Gísii fyrst og fremst að rekja til þess að þar hafi ekki orðið sú aukning á störfum upp á síðkastið sem til þarf í stækkandi bæ og þar með fjötgun þeirra sem leita eftir störfum. Jafnvel hafi orðið um samdrátt að ræða á sumum sviðum. 1 Borgamesi hafi atvinnuástand verið ágætt undan- farin ár þartil fór að bera á atvinnuleysi síðast liðinn vetur og síðan enn meira á yfirstandandi vetri, svo nú séu tugir manna á atvinnuleysisskrá í Borgar- nesi. -HEI ■ „Þjóðviljinn á enga peninga í slíkt,“ segir Ami Bergmann, ritstjóri Þjóðvilj- ans. ■ Stofnun nýs fjölmiðlarisa er nú í undirbúningi hér í borg og hafa þegar einir þrír fundir verið haldnir í undirbún- ingsskyni. Það eru ýmis öfl af vinstri vængnum sem tekið hafa höndum saman til undirbúnings stofnunar slíks fyrirtæk- is, og er meiningin samkvæmt heimild- um Tímans, að stefna að svipað stóru fyrirtæki og ísfilm hf. er, þannig að safnast þyrftu 12 milljónir í hlutafé. Björn Vignir Sigurpálsson hjá Framsýn - ísmynd sagði í samtali við Tímann í gær að þeim hefði verið boðin þátttaka í umræðunum, en þeir hefðu hafnað því boði vegna þess að þeir vildu ekki taka þátt í svona einlitu vinstra samstarfi. Tíminn hefur heimildir fyrir því að fulltrúar frá Mál og menningu, Menning- ar- og fræðslusambandi alþýðu, Alþýðu- bandalaginu, Þjóðviljanum, Helgarpóst- inum, Alþýðublaðinu, og Kvennafram- boðinu hafi hist og rætt með hvaða hætti hægt væri að koma í veg fyrir einokun á fjölmiðlamarkaðnum, en þessir aðilar telja að mikil hætta sé af því að Isfilm hf. sern borgin, AB, Árvakur, Frjáls fjölmiðlun, SÍS og ísfilm sf. stofnuðu nú fyrir skömmu, muni einoka fjölmiðlun hér á landi. Viðmælendur Tímans úr röðum of- angreindra aðila vildu lítið segja um málið í gær, er Tíminn ræddi við þá, en staðfestu þó að fundir ofangreindra aðila hefðu farið fram að undanförnu. ■ „Þegar Samtök um byggingu tónlist- arhúss, voru í undirbúningi vorum við sem vorum í forustu sammála um að við ætluðum ekki að safna fé með því að nota vinnu undirborgaðs tónlistarfólks, en þó fór það svo að það var starfsfólk Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem reið á vaðið með því að gefa vinnu sína við flutning á 9. sinfóníu Beethovens og nú hefur tónlistarfólk í Reykjavík aftur boðið fram krafta sína og ætla að halda fjáröflunartónleika í Bústaðakirkju á föstudagskvöld." Eitthvað á þessa leið sagði Ármann Örn Ármannsson formað- ur Samtaka um byggingu tónlistarhúss á dögunum, þegar hann kynnti fyrirhug- aða fjáröflunartónleika. Það er Strengjasveit Tónlistarskólans ■ „Sjálfsagt að bjóða borginni aðild að fyrirtækinu, ef af verður,“ segir Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Helgarpóstsins. Þuríður Baxter hjá Mál og menningu sagði t:d. er Tíminn spurði hana hvort hugleiðingar Máls og menningar um þátttöku í nýjum fjölmiðlarisa væru al- varlegar, „Okkur var boðið að fylgjast með og við gerum það.“ Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans' sagði í samtali við Tímann í gær að Þjóðviljinn sem slíkur væri ekki með í þessum undirbúningi, enda ætti hann enga peninga í slíkt. „Menn hafa verið að heyra hver í öðrum, hvernig þeir mætu þessi tíðindi, þ.e.a.s. stofnun ís- film hf,“ sagði Árni, er hann var spurður hver meiningin hefði verið með þessum fundum, sem haldnir hefðu verið, fyrst ekki stæði til af hálfu Þjóð- viljans að taka þátt í stofnun fyrirtækis sem yrði einskonar vinstra-vídeó, til mótvægis við ísfilm hf. Árni sagði að menn hefðu visst pólitískt mat á því sem gerst hefði við stofnun ísfilm hf. en það væri svo annað mál hvað menn ætluðu sér í sambandi við fyrirtækjarekstur. Árni sagði að pólitísk prinsipspursmál væru vakin upp með stofnun ísfilm hf. eins og það spursmál hvort þarna væri að myndast einokunarhringur og auk þess væri fjárhagsleg og annars konar fyrir- greiðsla borgaryfirvalda við Isfilm póli- tískt prinsipmál. Tíminn spurði Björn Vigni hjá Fram- sýn - ísmynd í gær hvort til tals hefði komið hjá hans fyrirtæki að taka þátt í í Reykjavík og Gunnar Kvaran sellóleik- ari, sem gangast fyrir þessum tónleikum, en stjórnandi strengjasveitarinnar er Mark Reedman. Reedman hefur tvíveg- is stjórnað strengjasveitinni á tónlistar- hátíðum erlendis við ágætan orðstír, að vísu ber þá að taka fram að ekki skipar alltaf sama fólkið sveitina, því nemendur koma og fara. Gunnar Kvaran er í röð allra fremstu sellóleikara, og „það er alltaf viðburður þegar hann kemur fram á tónleikum," sagði Ármann Örn. Tónleikarnir hefjast á 3. Branden- burgarkonsert Bachs, þá flytur Gunnar Kvaran með sveitinni sellókonsert Vi- valdis, og tónleikunum lýkur með Strengjakvintett í C-dúr, op. 163 eftir ■ „Sit fundina sem áhugamaður um Ijölmiðlun," segir Vilborg Harðardóttir, fræðslufulltrúi Iðntæknistofnunar og varaformaður Alþýðubandalagsins. stofnun fyrirtækis sem hér hefur verið nefnt: „Okkur var boðin þátttaka, en við höfum hafnað því boði. Við höfum sagt að við værum til viðtals ef það tækist að mynda fylkingu á breiðum grundvelli. Við viljum ekki vera með svona einlitum rauðum aðilum í kompaníi.“ Vilborg Harðardóttir, fræðslufulltrúi Iðntæknistofnunar og varaformaður Al- þýðubandalagsins, er ein þeirra sem setið hefur fundina, og spurði Tíminn hana í gær hvort hún hefði setið fundina sem fulltrúi Iðntæknistofnunar eða sem fulltrúi Alþýðubandalagsins: „Þetta eru nú engir formlegir fundir," sagði Vilborg, „en ég sit þarna bara sem áhugamaður um fjölmiðlun og um ís- lenska menningu." Ingólfur Margeirsson ritstjóri Helg- arpóstsins hefur tekið þátt í þessum fundum, og er Tíminn ræddi við hann í gær, sagði hann að í kjölfar þess að ísfilm hf. hefði verið stofnað, hefðu margir úr fjölmiðlaheiminum spurt sjálfa sig hvort þeir ættu að horfa á svona hringasamsteypu leggja undir sig mark- aðinn eins og hann legði sig, og því hefði verið boðað til fundar til þess að ræða þessi mál, með ýmsum aðilum. Ingólfur sagði að ekki væri hægt að segja að nein ákveðin niðurstaða hefði náðst á þessum fyrsta fundi, en þó hefðu menn verið sammála um að reyna að gera eitthvað. Á öðrum fundi sagði hann að menn hefðu Schubert, sem þau Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Mark Reedman, Bryndís H. Gylfadóttir og Bryndís Björgvinsdóttir leika. Aðgöngumiðasala verður við inngang- inn og tónleikarnir verða eins og áður ■ „Við viljum ekki vera með svona einlitum rauðum aðilum í kompaníi,“ sagði Björn Vignir hjá ísmynd, en þeir höfnuðu boði um þátttöku í fyrirtækinu. verið komnir niður á það að ef gera ætti eitthvað, þá þyrfti að stofna fyrirtæki, sem væri ekki minna í sniðum en ísfilm, og þá með svipað hlutafé, eða um 12 milljónir króna. Ingólfur lagði áherslu á að engin ákvörðun hefði verið tekin um stofnun slíks fyrirtækis, því allur undirbúningur væri á frumstigi. Aðspurður um hvort Reykjavíkurborg yrði boðin aðild að fyrirtækinu, ef af stofnun yrði, sagði Ingólfur: „Það er alveg sjálfsagt að bjóða borginni aöild , að fyrirtækinu, ef af verður." Tíminn hefur heimildir fyrir því að ofangreindir aðilar hafa leitað til fleiri forlaga en Máls og menningar um þátt- töku í stofnun fyrirtækisins. Hafa þeir m.a. boðið Iðunni og Erni og Örlygi þátttöku, cn ekki fengið svör frá þeim. Heimildir Tímans herma að þetta sé m.a. gert til þess að reyna að ná fram breiðari pólitískri fylkingu, því forsvars- mennirnir munuóttst að einlitur rauður litur á fyrirtækinu, muni draga úr mögu- leikum fyrirtækisins á að geta borið sig. Auk þess hafa sömu aðilar haft samband við ýmsa kvikmyndagerðarmenn, en ekki fengið svör enn. Staðan er því sú nú, að menn bíða átekta, þar sem þreifingar á ýmsuni vígstöðvum fara nú fram á bak við tiöldin. Tímamynd Árni Sæberg. segir í Bústaðakirkju í kvöld og hefjast kl. 20.30. Þeir sem hafa hugá að láta fé af hendi rakna til þessa málefnis hafa sem sé tækifæri í kvöld og eiga kost á góðri skemmtun um leið. JGK y y Vinstra-víde6y 9 s „NAUBSYNUGT AD STOFNA FYRIRTÆKISEM EKKI VÆRI MINNA f SNKNIM EN fSfllM” Samtök um byggingu tónlistarhúss: Fjáröflunartónleikar í Bústaðakirkju í kvöld ■ Hópurinn sem stendur að tónleikunum í Bústaðakirkju í kvöld. Mark Reedman og Gunnar Kvaran fyrir miðju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.