Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR i. FEBRÚAR 1984 Tvær með „GULLEPLI" ■ Tvær glæsilegar leikkonur - en þær eru fulltrúar tveggja kynslóða í kvikmyndaheiminum. Þarna eru þær mættar Ann-Margret (t.v.) og Barbara Stanwyck (t.h.) til að veita móttöku hinu gullna epli á hátíðlegum blaðamannafundi í Holiywood. Athöfnin fór fram í Hollywood Women’s Press Club. kjóldragt í myndinni Vertigo. En Novak var ákveðin og sagðist ekki vilja vera í gráu. „Jæja,“ sagði Hitchcock, „mér er alveg sama í hverju hún er, - bara ef það er grá dragt!“ Kim varð að gera svo vel og láta sér vel líka að leika í gráu dragtinni." Líka segir Edith frá því, að karlmennirnir hafi getað verið hégómlegir og eigingjarnir. I myndinni „Sting“ léku þeir Paul Newman og Robert Redford. Þeir eru báðir bláeygðir, og það var eilíf íogstreita milli þeirra um hver ætti að vera í blárri skyrtu eða með blátt bindi. Edith segist hafa jafnað ágreininginn með því að láta þá báða vera í bláum skyrtum og með blá bindi! Hin fullkomna kona segir Edith Head að myndi líta út þannig: Augu - Sophia Loren, nef - Marilyn Monroe, munnur - Ingrid Bergman, handleggir - Leslie Caron, hendur - Debbie Reynolds, barmur - Brigitte Bardot, fætur - Shirley Mac- Laine, reisn og glæsileiki - Grace Kelly. eru Bryndís Gunnarsdóttir og Helga Steffensen, en leikstjóri á sýningunum er Þórhallur Sig- urðsson. „Við höfum sjálfar búið til brúðurnar og gert leikmyndina auk þess að semja hluta þátt- anna, raunar höfum við gert handritið að þeim öllum en tveir þeirra eru byggðir á þekktu efni, annarsvegar er það sagan um Búkollu og hinsvegar saga Guð- rúnar Helgadóttur, Ástarsaga úr fjöllunum,“ sagði Hallveig. Hún sagði ennfremur að hina tvo þættina hefði Helga samið en þeir byggjast mikið á tónlist og heita Risinn draumlyndi og EGGIÐ. Tónlistin í EGGIÐ er eftir Debussy en í þeim þætti er notuð sérkennileg Ijósatækni, sjálflýsandi litir og útfjólublá lýsing. í EGGIÐ er tónlistin eftir Áskel Másson... „Við leggjum mikið upp úr tónlist í sýningum okkar og sem dæmi má nefna að Atli Heimir Sveins- son samdi s^rstaklega fyrir okkur tónlistina í Ástarsaga úr fjöllun- um en leikmyndin þar er fjall, um 2,5 metrar á hæð sem lifnar við og breytist í tröll við og við í sýningunni. Þar eru útskýrð ýmis fyrirbrigði íslenskrar náttúru á gamansaman hátt eins og eldfjöll, skriðuföll og jarðskjálft- ar“ sagði Helga. Að sögn hennar verða sýning- ar Leikbrúðulands í gangi hjá Iðnó á sunnudögum eitthvað fram eftir vetri en síðan er mögu- leiki að sýningin verði flutt eitthvað út fyrir landsteinana. Upphafið að stofnun Leik- brúðulands var árið 1969 er Kurt Zier fyrrum skólastjóri Mynd- listar- og handíðaskólans hélt námskeið í leikbrúðugerð í sam- vinnu við sjónvarpið. Markmið- ið var gerð leikbrúðuþátta fyrir sjónvarp og fyrstu árin gerði Leikbrúðuland nokkra slíka þætti. Fyrir 11 árum fékk Leikbrúðu- land svo inni á Fríkirkjuvegi 11 og hefur það verið með sýningar þar á hverjum vetri síðan en það hefur auk þess tekið þátt í sýningum hjá Leikfélagi Reykja- víkur og Þjóðleikhúsinu og hafa fjölmargir leikarar og leikstjórar lagt Leikbrúðulandi lið á undan- förnum árum. Lausn Kohls á Kiessling- málinu þykir umdeilanleg Leynilögregla hersins hljóp illa á sig ■ SÍÐASTLIÐINN sunnudag kom Helmut Kohl heim úr viku- langri ferð til ísrael, þar sem hann hafði verið sæmdur titli heiðursdoktors og sýnd ýmis önnur virðing. Aðeins einu sinni áður hafði þýzkur kanslari heim- sótt ísrael, en það var Willv Brandt 1973. Hæpið er að Kohl hafi haft erindi sem erfiði með heimsókn- inni í ísrael, en tilgangurinn var sá að sýna, að Þjóðverjar vildu bæta fyrir meðferð þá, sem Gyð- ingar sættu af hálfu Þjóðverja á síðari heimsstyrjaldarárunum. Það væri vilji þýzku þjóðarinnar að sýna ísrael alla þá velvild og virðingu, sem unnt væri. Gyðingar væru ekki Gyðingar, ef þeir hefðu ekki reynt að hagnýta sér þetta. Þeir hófu sama umræðuefnið við Kohl hvað eftir annað, en það var að Vestur-Þjóðverjar hættu að selja vopn til Saudi-Árabíu. Kohl neitaði að fallast á þetta, m.a. vegna þess, að vopnasalan til Saudi-Arabiu er arðvænleg og Bandaríkjastjórn vill losna sem mest við að selja Saudi-Aröbum vopn vegna andstöðu Gyðinga í Bandaríkjunum. Kohl telur sig þurf að taka tillit til Reagans að þessu leyti og styðja þannig við bakið á honum í kosningabarátt- unni. Niðurstaðan var því sú, að hann hafnaði því að hætta vopnasölunni til Saudi-Arabíu. en lofaði hins vegar að veita ísraelum aukna aðstoð á öðrum sviðum. Þrátt fyrir það, varð Israelstjórn ekki ánægð með ár- angurinn. ÞAÐ VÆRI ekki undarlegt, þótt Kohl hafi stundum verið dálítið annars hugar í ísraelsferð- inni. Erfið vandamál biðu hans, þegar heim kæmi, en verst af öllu var Kiesslings-málið. Um áramótin síðustu þótti staða Kohls allgóð, þótt árið 1983 hefði verið honum erfitt, einkum vegna eldflaugamálsins og mótmæla friðarsamtakanna. Honum hafði tekizt að halda þannig á málum, að staðsetning eldflauganna var hafin og nokk- ur kyrrð ríkti í þessum málum, a.m.k. um sinn. Enn betra var þó hitt, að horfur í efnahagsmálum fóru batnandi. Verðbólgan hafði stöðvazt, fjárfesting aukizt. hag- vöxtur farið vaxandi. Vænta mátti, að heldur drægi úr at- vinnuleysinu. ■ Helmuth Kohl. En á gamlársdag sprakk sprengja, sem átti eftir að skapa Kohl mikinn vanda. Sú tilkynning barst þá frá varnarmálaráðuneytinu, að Manfred Wörner varnarmála- ráðherra hefði þá um daginn vikið Gúnter Kiessling hers- höfðingja úr embæfti, enda þótt hann ætti ekki eftir að gegna því nema í stuttan tíma. Kiessling skipaði eina æðstu stöðu hersins og var auk þess háttsettur hjá Nato. Ástæðan fyrir brottvikning- unni var fljótt kunn. Leynilög- regla hersins hafði komizt á snoðir um, að Kiessling væri kynvillingur, en slíkir menn þykja oft líklegir til að verða njósnurum að bráð. Sannanir sínar byggði leyni- lögreglan á því, að Kiessling hefði vanið komur sínar á kyn- villingabar í Köln, Tom Tom að nafni. Leynilögreglan taldi sig hafa uppgötvað þetta fyrir nokkru, en Vörner ráðherra dró eins lengi og hann taldi sér fært að láta til skarar skríða. Kiessling mótmælti strax þess- um ásökunum og.vann nokkru síðar eið að því, að hann væri ekki kynvilltur. Lögreglan í Köln upplýsti um miðjan janúar, að maður, sem væri mjög líkur Kiessling í sjón, hefði vanið komur sínar í Tom Tom. Leyni- lögregla hersins myndi hafa látið blekkjast af því. Fleira kom til, sem benti til þess, að Kiessling hefði verið borinn röngum sökum. M.a. var upplýst, að hann hefði ekki verið neinn engill í kvennamálum. Kröfur voru bornar fram um það, að Kiessling fengi embætti 'sitt aftur, en Wörnersegði af sér. Hann hefði gert sig sekan unt fljótfærni, sem sýndi að hann Þórarinn Þorarinsson, ritstjori, skrifar væri ekki rétti maðurinn í emb- ætti varnamálaráðherra, enda þótt hann hefði verið talinn standa sig vel í því starfi og verið vinsæll í hernum þangað til Kiessling- málið kom til sögunnar. Það bætti ekki hlut Wörners, að hann reyndi að afla sér frekari sannana og átti m.a. langt viðtal við kynvilltan svissneskan leikara, Alexander Ziegler, sem gaf út blað fyrir kynvillinga. Ziegler taldi sig hafa undir höndunt hljóðritaða játningu frá tvítugum manni, sem hefði verið með Kiessling 20-30 sinnum. Þessu viðtali Wörners og Zieg- lers átti að halda leyndu, en Ziegler sagði frá því í blaði sínu. Það var þá upplýst, að hann hafði áður verið dæmdur fyrir að breiða út kynvillingssögur um þáverandi utanríkisráðherra Austurríkis. Wörner hafði ekki gætt þess að kynna sér fortíð hans áður en hann talaði við hann. MÁLIÐ var nú komið á það stig, að Kohl gat ekki látið það afskiptalaust. Það var fyrsta verkefni hans eftir heimkomuna frá fsrael. Helzti keppinautur Kohls, Frans Josef Strauss, var nú kom- inn í spilið. Hann var kominn til Bonn frá Múnchen, þar sem hann er forsætisráðherra Bæjaralands, þegar Kohl kom heim og hóf strax viðræður við hann. Illar tungur segja, að Strauss geti hugsað sér að verða varn- armálaráðherra, en hann hefur áður gegnt því embætti. Annar maður gekk strax á fund Kohls eftir heimkomuna. Það var Wörner, sem lagði fram lausnarbeiðni sína. Kohl tók nú fastar og skjótar á málum en hann er vanur. Hann lét bjóða Kiessling aftur embætti sitt og biðja hann afsökunar. Kiessling þakkaði fyrir sig, en skoraðist undan að taka aftur við embættinu sökum lélegrar heilsu. Jafnframt neitaði Kohl aðtaka lausnarbeiðni Wörners til greina og gegnir hann því störfum varn- armálaráðherra áfram. Það sætir verulegri gagnrýni og er því vafasamt, að hann verði lengi í embættinu hér eftir. Svo getur því farið, að Kohl verði bráðlega að taka Strauss í stjórnina, þótt hann æski þess ekki. ■ Mannfred Wörner og Giinter Kiessling

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.