Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 9 Skímir Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags 157 ár Ritstjóri Ólafur Jónsson Reykjavík 1983 Skímir er í þetta sinn bókmenntatímarit sem flytur ýmislegt sem vert er athugunar hverjum þeim sem yndi hefur af hugleiðing- um og dómum um íslenskar bókmenntir eldri og yngri. Hér er nú ætlunin að minnast stuttlega á efni þessa árgangs. Af miklum lærdómi Matthías Viðar Sæmundsson ritar grein um sögur eftir Gest Pálsson og Sigurð Nordal. Það em sögumar Vordraumur og Lognöldur sem hann fjallar um. Þessi grein er skrifúð af miklum lærdómi og málfar og stíll er með ágætum. En sumar skýringamar virðast nokkuð langsóttar. Matthías Viðar telur sig finna að í Vordraumi Gests örli á „metafýsiskri mót- hverfu á milli menningar: dauða og náttúm: lífs, sem virðist kljúfa mannvistina að rótum. Þetta rof er dulið og ef til vill ómeðvitað". Það er satt að Gestur vissi vel að menn em itáðir umhverfi sínu og ekki nema að takmörkuðu leyti sjálfum sér ráðandi í reynd. Hann gerir ekki lítið úr ábyrgð mannfélagsins. Þó em allar örlagastundir í sögum hans háðar frjálsu vali. Sveinn í Tilhugalífi átti þess kost að fara frá Reykjavík þar sem sultur og örbirgð urðu hiutskipti hans. Sigurður formaður átti þess kost að opna sæluhúsdymar fyrir Einari bróður sínuyn. Og sr. Bjami átti ffjálst val í kvennamálunum. Sögur Gests em einkum um það að þægindi, metorð og almenningsálit beygi menn og geri þá að svikurum á einn eða annan hátt. Það var alls ekki nýtt í sögunni að fást við þá sem selja sál sína. Fleiri en Jóhann Fást höfðu veðdregið sig Fjandan- um. Frelsi mannsins'og sjálfræði gagnvart mannfélaginu, almenningsáliti og meintu velsæmi var algengt viðfangsefni skálda á dögum Gests Pálssonar. Er ekki nóg að nefna Ibsen í því sambandi? Ég hygg að Gestur hafi verið flestum ffemri í því, að rekja hvemig menn telja sjálfum sér trú um réttmæti þess sem þeir gera í ábataskyni. En þetta „ómeðvitaða rof" held ég að skýri ekki neitt. Og skýringarmyndir á þversögn- inni á blaðsíðu 27 og 29 sýna mér ekki neitt eða sanna. Skýring Matthíasar Viðars á heimsspeki Sigurður Nordal er máske rétt en ekki er hún tæmandi. Það má færa nokkur rök að því að Nordal hafi hallast að þeirri skoðun að hvfldarlaus og eirðarlaus leitin kynni að vera reynslutími á þroskaferli mannsins. Það er harla óljóst hvað skáldið á við þegar hann talar um lífsstfl Agnars á Hafnarámnum, sem einkenndist af því „að lifa sem mest, faðma hið óvænta og þurrausa augnablikið, nýta til fulls hvem, þann möguleika sem tilveran bauð.“ Ég er nokkum veginn jafnnær þó ég lesi þetta. A efri ámm skrifaði Sigurður Nordal leikritið Uppstigning. Hér skal ekki fullyrt hvað honum bjó þá í brjósti en ýmsum þeim sem sáu leikinn varð sr. Helgi persónugervingur hins reikula og ráðvillta sveimhuga sem dreymir um uppreisn og uppstigningu en veit þó aldrei hvað hann vill. Hver lifir mest? Er víst að sá lifi meira sem býr með fimm konum en hinn sem býr við eina konu langa ævi? Getur ekki verið að sá lifi meira sem leysir öll vandræði heima en hinn sem hleypur frá sínum málum? Svo má lengi spyrja. Lífsnautnin frjóa verður ekki metin og mæld eftir ytra borðinu. Hversdagsgæfir alþýðumenn geta átt ffjórri lífsnautn en bóheminn svokallaði. Lífsnautnin fer nefnilega eftir því hvað menn gefa af sjálfum sér en tækifæri jiess em raunar ótakmörkuð og lítt bundin ytri skilyrðum. Þessi ritgerð Matthíasar Viðars, svo lærð og skemmtileg sem hún er, mætti kannske vera bókmenntafræðingum nokkur áminn- ing um að halda sig innan þeirra takmarka sem tilefni gefa hverju sinni. Uppsprettumar grísku Kristján Ámason á grein sem heitir Óresteia á íslandi. Hann fjallar um sýningar grískra harmleikja á íslandi en jafnframt um skáldskap þeirra og heimsspeki. Þetta er ein þeirra ritgerða sem eflir þá skoðun að það sé í rauninni býsna fátt fmmlegt og nýstárlegt sem mönnum hafi komið í hug eftir tíma Grikkja hinna fomu. Það er víst sama hvort borið er niður f pólitík eða heimsspeki og þar með talin bæði siðfræði og trúfræði. Og í öðm lagi verður því ekki neitað að rætur íslenskrar menningar hafa með ýms- um hætti legið til Fömgrikkja enda liggur nærri að segja megi að vestrænar mann- Ólafur Jóasson Skírnir 1984 kynssögur hafi lengi vel talið að þar væri að finna upphaf menningarsögunnar. Ólafur kóngur Haraldsson Vésteinn Ólason gerir „Samanburð þriggja íslenskra bókmenntagreina frá lok- um miðalda" í grein sem hann nefnir Kveðið um Ólaf helga. Þessar þrjár greinar em helgjkvæði, sagnadansar og rímur en Ólafur konungur kemur við sögu í þeim öllum. Það er kannske athyglisverðast í þessari grein að Vésteinn bendir á að sagnadansar muni hafa notið minni virðingar bók- menntamanna samtímans en rímur og helgikvæði. Lítið er um að þeir finnist á jafngömlum handritum og verður það naumast skýrt á annan veg en þann að þeir Falleg bók og vekjandi Boris Ersson - Birgitta Hedin. Við erum Samar Samabörn segja frá Ólafur Haukur Arnason þýddi. Æskan. ■ Þetta er falleg bók og vekjandi enda þótt fljótlesin sé. Fallegar myndir af landslagi, fólki og atvinnuháttum. Þær eru umgjörð um frásagnir barnanna. Samar búa á norðurslóðum. Land þeirra er á mörkum menningar samtím- ans og á margan hátt verður erfitt að samlagast nýjum tímum. Oft verða þar árekstrar. Þetta snertir næman streng í brjósti íslendinga. Hér á landi er svo margur bundinn byggð og landi sem á ýmsan veg deilir kjörum með landi Samanna. Straumur tímans leggst gegn byggð og búsetu. Stundum er þráast við, reynt að finna mótleik, aðlaga forna byggð nýjum viðhorfum og nýjum kröfum. Stundum hefur engum vörnum verið við komið. Söknuður og tregi verður ekki mældur og nýtt fólk og nýr tími hefur annað um að hugsa. Þessi fallega bók er óvenjulega skemmtileg og hentug lesbók í landa- fræði. Við erum stolt af því að vera í tölu útvarða menningar í norðri, eða er það ekki? Því skyldum við þá ekki finna til skyldleika við Sama. Svo má minna á ættartengsl Hrafnistumannanna for- feðra okkar við þjóðflokkinn-. Erum við ekki öll komin af Grími loðinkinna? Það væri jákvætt að sem flest íslensk börn hefðu þessa Samabók milli handa og kynntust henni. Frásagnir Samabarn- anna eiga erindi við íslensk börn ekki síður en okkur sem eldri erunt. Þær ná tilallra. Þettaerfallegbókogvekjandi. H.Kr. sem rituðu skáldskap á bækur hafi sniðgeng- ið þá. Þetta er athugun sem varðar menn- ingarsögu þjóðarinnar alls ekki lítið. Saltarablað í Svíþjóð Kannske er frægð saltarans meðal nú- tímamanna mest sú að Sæmundur fróði laust Skoilann í höfuðið með honum svo hann yrði af flutningslaunum. „Sökktist Pauri er Sæmundur óð til lands". En hér skrifar Guðbjörg Kristjánsdóttir skemmti- lega grein um íslensk saltarablöð í söfnum á Islandi, Danmörku og Svíþjóð. Uppistað- an eða tilefnið er eitt blað í Svíþjóð en niðurstaðan verður sú að teiknibókin AM 673 a 4to 111, og stjóm 227 og nokkur saltarablöð á víð og dreif séu af einni rót runnin , trúlega unnin í bókagerðarstöð sem meðfram hefur haft útflutning í huga og benda líkur til að sú stöð hafi verið Þingeyraklaustur. Birtar em nokkrar mynd- ir af þessum blöðum til sönnunar því, að hér er um listaverk að ræða. Guðbjörg styðst við álit ýmsra fræðimanna sem hún nafngreinir jafnframt því að hún tengir vitnisburð þeirra saman. Svo mikið er víst að dráttlist og skrift hafa verið vel metnar listir á íslandi um 1400. Frá Gísla Súrssyni Snörp bitu jám heitir grein eftir Lýð Bjömsson og er hún kölluð hugleiðingar um Gísla sögu. Þar er rifjað upp ýmislegt úr fomri trú en einkum er dvalið við Gíslasögu og ýmsar ráðgátur hennar. Niðurstaða Lýðs er sú að í Gíslasögu sé lýst þjóðtrú frá 10. öld og velur hann nokkur atriði sem hann telur byggjast á þeirri trú. Víst má það vera til hjálpar við að skilja söguna að vita um þá trú og gera ráð fyrir henni. Lýður telur ömggt að þegar sagan er rituð sé mjög stuðst við arfsagnir og vísur. Lýður telur sennilegt að höfundar sög- unnar sé að leita milli Breiðafjarðar og Gemlufallsheiðar. Víst hefur hann verið kunnugur landslagi þar en ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu að hann hefði getað verið norðan Gemlufallsheiðar, þó að Dýrafjörð- ur sé helsta sögusviðið framan af. Um málrækt Ámi Böðvarsson flutti erindi um mál- rækt, bókmenntir og fjölmiðla á aðalfundi bókmenntafélagsins 1982. Það er nú birt í Skími. Ámi vitnar til þess að Rask sagði fyrir 170 ámm að varla myndi nokkur maður í Reykjavík skilja íslensku eftir 100 ár, ef ekki verða rammar skorður við reistar. Ámi segir að það hafi ekki ræst „enda vom" rammar skorður við reistar", skorður meðvitaðrar málvemdar og vax- andi þjóðemiskenndar." Nú segist Ámi vera þeirrar skoðunar að framtíð íslenskrar tungu sé í hættu vegna áhugaleysis of margra og ástæða væri til að hugleiða stofnun samtaka sem hefðu ís- lenska málrækt á stefnuskrá. Eru höfundar Egilssögu tveir? Tveir höfundar Egilssögu er grein eftir Svein Bergsveinsson. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipti um höfund eftir 56. kafla sögunnar. Þetta byggir hann á því að í fyrri hluta sögunnar er tengingin „en er“ ráðandi en „ok er“ í 57. kafla og síðan. Auk þess reynir hann að finna nokkum mun á efni og meðferð þess í fyrri hluta sögunnar og seinni hluta. Það veikir þessi fræði að elsta handrits- brot Egilssögu, þeta, er ekki í samræmi við þessi tengingafræði en það nær skammt og sannar því lítið um uppmnalegt málfar sögunnar í heild. Röksemdir Sveins um annan blæ og reyfaralegri á seinni hluta sögunnar em sumar í slappara lagi. Ég sé ekkert klaufa- legt við þá frásögn að fiskimenn sem áttu að fylgjast með ferðum Egils rem til lands þegar hann var sigldur til hafs. Þeir höfðu átt að vakta hann og nú var hann farinn. Og ekki þarf sverð Egils að hafa bitið eins og rakblað þó að hann gæti sargað skeggið af Ármóði með því. Ekki þarf flugbeittan hníf til að stytta tagl á hrossi ef vel er haldið í það. Það er allt annað að rista sundur ullarlagð fljótandi á vatni. Það gera ekki nema draumavopn. Sveinn bendir á að sumar frásagnir á seinni hluta sögunnar séu Agli ekki til sæmdar en allar ýkjusögur í fyrri hlutanum séu sagðar honum til hróss. Þetta fer allt eftir smekk þess sem les. Ekki hefur öllum þótt hrósvért að Egill drap Grím leikbóður sinn á Heggstöðum eins og tildrög vom. Egill er frá upphafi eins og faðir hans öðmm þræði siðlaus og óbilgjam villimaður en jafnframt allra skálda mestur. Það er eins og höfundur sögunnar hafi viljað sýna hispurslaust og hlífðarlaust ættföður ís- lenskrar þjóðar með þeim eiginleikum sem frá honum erfðust. Þar höfðu Þ.órólfarnir líka hlutverki að gegna við hlið Skallagríms og Egils. Víkingseðlið og skáldlistin kom hvort tveggja að góðu gagni við að halda hlut sínum gegn konungsvaldinu. Þessi kenning um tvo höfunda verður nú að sjálfsögðu viðfangsefni fræðimanna á næstunni. Bendingar og líkur Sveins Berg- sveinssonar verða metnar og rökræddar fram og aftur. Rétt og rangt Siðferði, samfélag og manneðli heitir grein eftir Vilhjálm Árnason. Sú ritgerð er skrifuð í tilefni af bók Páls S. Árdal, Siðferði og mannlegt eðli. Hér er fjallað um hið foma viðfangsefhi hvað geri dyggðina dyggð og hver sé munur á réttu og röngu. „Mælikvarði góðs og ills býr í tilfinningum hvers og eins okkar er við höfum lært að líta á eiginleika annarra frá hlutlausu sjónarmiði". En hvemig gengur að líta hlutlaust á málin. Mér kentur oft í hug staka eftir frænda minn einn, Guðmund Eiríksson hreppstjóra: Lengra komid ekki er enn, oft þó reynum að dylja, réttlæti það reikna menn í reyndinni sem þeir \ilja. Hér má minnast þess sem áður er sagt um Gest Pálsson og sögur hans. Og aftur snúum við að fyrri þætti þessarar umsagnar þegar við lesum viður- kenningarorð Vilhjálms um Aristóteles. Fomgrikkir standa enn fyrir sínu. Jarðvegur fomsagnanna Helgisögur, mælskufræði og forn frásagn- arlist er ritgerð eftir Sverri Tómasson. Hermann Pálsson hefur vakið athygli á því að vissum setningum í fomsögum ökkar svipar til þess að þær gætu vcrið þýðingar á spakmælum og orðskviðum úr latínubók- um. Þessi ritgerð Sverris er hliðstæð þeim athugunum. Hann leggur til gmndvallar menntun og bókmenntir samtímans til að mcta þann jarðveg sem fombókmenntir okkar em sprottnar frá. Þetta hlýtur að vera mjög heillandi viðfangsefni og Sverrir Tóm- asson virðist vera í röð efnilegri fræði- manna. Sverrir lýsir viðfangsefninu svo að það snúist um tvösvið fomíslenskrarsagnaritun- ar, í fyrsta lagi um helgisagnaritun og áhrif hennar á veraldlegar bókmcnntir en í annan stað um mælskufræði, ræður í fomum sögum og hvemig skólalærdómur nýtist frásagnarmönnum. Nú er ritgerð Sverris lesin án þess að hafa séð sumar þær bækur sem hún fjallar um. Það stendur þó ekki í vegi fyrir því að þykja umræða hans bæði fróðleg og skemmtileg. Astæða er til að gleðjast yfir því að þessar rannsóknir beinast nú að sviöum sem lítt hafa verið á dagskrá um hríð, enda þótt ýmsar kenningar unt rittengsl séu nacsta gamlar. Nú er skarð fyrir skildi Enn eru nokkrir ritdómar í Skími svo sem vant er og vera ber. Þeir taka nær 30 bls. Merkastan þeirra tel ég dóm ritstjórans um íslenskar smásögur 1847-1974 I-III. Sú umsögn fyllir 10 blaðsíður með smáu letri. Að baki hennar liggur mikil þekking og mikil hugsun og vekur lestur hennar söknuð vegna þess að höfundur hennar er nú horfinn frá bókmenntaumræðunni og er þar skarð fyrir skildi. Halldor Kristjansson hi skrifar um bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.