Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1984 — stjórn HSÍ á að biðjast afsökunar en ekki forðast sannleikann með máttlausum útskýringum ■ Friðrik Guðmundsson, „leiðtogi“ íslenskra handknattleiksmanna og formaður HSÍ, og Gunnar Gunnarsson, sjálfskipaður talsmaður sambandsins í fjölmiðlum, hefðu bctur talað sig saman áður en þeir fóru að tjá sig í Tímanum um ástæður þess að ekki var farið með landsleikinn við Norðmenn til Akureyrar síðastliðinn sunnudag, eins og ÁKVEÐIÐ hafði verið. Þeir félagar eru nefnilega tvísaga í viðleitni sinni til þess að afsaka það sem gerðist, og er ekki erfitt að geta sér til um hvers vegna það er. Ástæðan er einfaldlega sú, að báðir forðast þeir sannleikann í málinu, og þegar þeir semja máttlausar afsakanir kemur í Ijós að þeir hugsa ekki alveg eins. Staðreyndin í málinu er sú að leiknum; á laugardag var frestað, og þegar það var gert, BAUÐ Friðrik „leiðtogi" Akureyr-1 ingum að fá leikinn á sunnudeginum, með því fororði að Bogdan þjálfari og þjálfari Norðmanna myndu samþykkja það. Friðrik Guðmundsson segir í viðtal- inu í Tímanum að hann hafi fengið rýting í bakið frá Guðmundi Lárussyni, og á hann þá við ummæli Guðmundar í Tímanum síðastliðinn þriðjudag. Ætli ! það væri ekki réttara að orða þetta i þannig að samherjar Friðriks í stjórn HSÍ hafi stungið rýtingnum í bakið á honum. Friðrik var nefnilega búinn að ákveða leikinn á Akureyri, en atkvæða- greiðsla um málið hjá fjórum stjórnar- mönnum HSÍ síðar um daginn um þá ákvörðun fór 2-2. Síðan kom sá er hafði úrslitavaldið, þjálfarinn Bogdan, og sagði nei. Það mætti því bæta því við söguna að Bogdan hafi snúið rýtingnum í sárinu, því miður. j Ég held að hin réttláta reiði forráða- manna Handboltans á Akureyri hljóti að vera mönnum skiljanleg. Reiði hinna 800 áhorfenda sem höfðu keypt miða í , forsölu á laugardag, og komu í Höllina rétt fyrir klukkan 14 hefur hins vegar ekki komið fram. Því fólki var boðin ' endurgreiðsla, en jafnframt sagt að búið , væri að setja leikinn á klukkan 14 á sunnudag. Hvers vegna var það gert? Voru forráðamenn KA og Þórs sem að leiknum stóðu á Akureyri að Ijúga viljandi að þessu fólki? -Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Fólkið var fiflað af HSI vegna þess að það ákvað að fá ekki endurgreitt, heldur koma daginn eftir, og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða Akureyringa, Olafsfirðinga, eða Húsvíkinga. Handknattleiksáhugamenn á Norðurlandi voru á ferðinni fram og aftur um síðustu helgi vegna þess að Friðrik formaður færði leikinn yfir á sunnudag. Og svo koma sp'ekingarnir, Friðrik og Gunnar í blaðaviðtöl og hafa hátt. Atkvæðagreiðslan fór tvö-tvö segir Friðrik og bætir við að Bogdan hafi ekki viljað fara norður. Gunnar Gunnarsson, hver sem það nú er, segir hins vegar efnislega að stjórn HSÍ hafi alfarið ráðið þessu, og það að Bogdan hafi verið á móti því að fara norður hafi ekki haft úrslitaþýðingu. Gunnar bætir svo við nokkuð drýgindalega,11 enda er hann starfsmaður okkar“. Já hér tala stór- menni. Þessi stórmenni ættu hins vegar að horfa á eftirtaldar staðreyndir: !. Leiknum var aflýst á laugardag og séttur á kl. 14 á sunnudag. 2. Norðmenn samþykktu að fara til Akureyrar á sunnudag. 3. Flugleiðir höfðu flugvél til reiðu til að flytja liðin fram og til baka á sunnudeg- inum. 4. Veðurútlit var óvenju gott, og það fékkst upplýst á laugardaginn hjá þeim á veðurstofunni, endá reyndist sunnu- dagurinn vera mesti blíðviðrisdagur á landinu um langt skeið. Vilji er allt sem þarf er oft sagt, en þessi vilji var ekki til staðar hjá HSÍ, og því fór sem fór. Landslið íslands er landslið allra landsmanna, enda HSI skammstöfun á Handknattíeikssamband íslands. Akureyri og Norðurland eru á íslandi, og þess vegna á fólk þar heimt- ingu á annarri og betri framkomu frá HSÍ en nú hefur átt sér stað. Að tala um þreytu leikmanna vegna biðar á flugvelli á laugardeginum er hlægilegt. Þetta er landslið Islands, en ekki eitthvert trimmlið örfárra gæðinga hjá HSf. Þá má benda HSÍ-mönnum á þá staðreynd, að það er skotfæri land- leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur, ef svo ólíklega hefði viljað til að ekki hefði gefið til flugs frá Akureyri eftir leikinn á sunnudag. Og það er ekki lengri keyrsla en landslið okkar fer í nær daglega í mótum erlendis oft og tíðum. Það er sama hvar borið er niður í þessu máli, það er HSÍ til skammar. En búið er búið, og stóryrtar yfirlýsingar um „hnífaárásir" eru ekki viðeigandi. Allt eins má segja að Friðrik „leiðtogi" hafi verið með handknattleiksáhugafólk á Norðurlandi í þumalskrúfu um síðustu helgi. Forráðamenn HSI eiga að viður- kenna mistök sín, og þeir yrðu meiri menn á eftir. Þeir skulda handknattleiks- áhugafólki á Akureyri og í nágrenni afsökun. Það mætti líka segja að þeir skuldi þessu fólki landsleik. Hver veit nema þeir átti sig, og koma ekki Rúss- arnir í vor? Gylfi Kristjánsson blaðamaður Akurcyri STAÐAN Staðan í 1. deild karla í blakinu er nú þessi: Fram-HK .......................2-3 Víkingur-Þróttur...............0-3 Þróttur......... 10 10 0 30-7 20 HK ............. 10 7 3 22-16 14 ÍS .............. 8 3 5 16-20 6 Fram ........... 10 2 7 16-28 4 Víkingur........ 8 17 11-22 2 IÞROTTIR í KVÖLD: HandboKi - stórleikir í annarri deild og kvenna- fiokki Gylfi Kristjánsson gagnrýnir HSI: ■ f kvöld eru tveir leikir í fyrstu deild karl.a í handbolta. KA og Víkingur eigast við á Akureyri klukkan 20.00, og Stjarnan og Hauk- ar keppa í Digrancsi klukkan 20.00. Stórleikur er í annarri deild karla í kvöld, þár eigast við Fram og Þór frá Vestmannacyjum, tvö efstu lið deildarinnar. Sá leikur hefst í Laugardalshöll klukkan 20.15. Þá er stórleikur í fyrstu deild kvenna í kvöld, FH og Fram keppa í Laugardalshöll klukkan 19.00. Þá keppa 1A og Víkingur á Akranesi klukkan 20.30, og þar verður bitist um stig á botninum. Körfubolti: - Nágrannaslagur á Suðurnesjum ■ í kvöld er einn leikur í úrvalsdcildinni í körfuknattleik. Njarðvík og Keflavík leika í Njarðvík og hefst leikurinn klukkan 20.00. Þessi lcikur átti upphaflega að vera 6. janúar, cn var frestað vegna ferða unglingalandsliðsins til Bandaríkjanna. - Mikill hugur er í mönnum á báðum stöðum fyrir þennan leik, og sagt er að Keflvíkingar leggi allt sitt í að vinna þennan leik, leikurinn við ÍR á sunnudag mæti bara afgangi. Blak: ■ í kvöld eru tveir leikir í 1. deild kvenna í blaki, Þróttur og KA keppa í Vogaskóla klukkan 20.00, og Breiðablik keppir við Völs- ung í Digranesi klukkan 21.30. Þar cr síðasta tækifæri Breiðabliks ef liðið á að eiga möguleika á titlinum. Atli og Bayern ■ f kvöld er leikur Fortuna Dússcldorf og Bayern Múnchen í v-þýsku Búndeslígunni í knattspyrnu:!. Mikill spenningur ríkir fyrir leik- inn, eftir að Múnchengladbach !á marflatt í Dússeldorf fyrir hálfum mánuði. Tíminn hcfur fréttaritara á leiknum. -SÖE Bubka með heimsmet - stökk 5,82 metra ■ Sovétmaðurinn Sergei Bubka, heimsmethafinn í stangarstökki, bætti eigið heimsmet innanhúss uin einn sentimetra í fyrrakvöld á móti i Mílanó. Mótið var skipað ítólskum, spönskum og sovésk- um íþróttamönnum. Bubka náði að stökkva 5,82 metra, en áðurgildandi heimsmet hans innanhúss var 5,81 metri. Á sama móti var sctt heimsmet í 4x2(K) metra hlaupi karla innanhúss, ítalska sveitin hljóp á 1:24,15 mínútum. -SÖE Meistaramót í frjálsum - fyrir sveina, meyjar, drengi og stúlkur 11.-12. febrúar ■ Stúlkna, meyja, drengja og sveinamcistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldið helgina 11.-12. febrúar næstkomandi í Ármanns- heimilinu við Sigtún og Baldurshaga. Keppnin hefst í Ármannsheimilinu á laugardag klukkan 11.20. Á sunnudag verður keppt í Baldurs- haga, og hefst þá keppni klukkan 14.00. Greinar sem keppt verður í eru: í öllum flokkum 50 metra hlaup, 50 metra grindahlaup og langstökk. Drengir og sveinar keppa í hástökki með og án atrennu, þrístökki með og án atrennu og langstökki með og án atrennu. Stúlkur og meyjar kcppa í langstökki án atrcnnu. Þátttökutilkynningar eiga að bcrast Stefáni Jó- hannssyni Blönduhlíð 12 Rcykjavík fyrir þriðjudag- inn 7. febrúar á þar til gcrðum skráningarspjöldum, snyrtilega útfyllt með dagsetningu og grein, ásamt bcsta árangri í hlaupum ef uni þau cr að ræða. -SÖE ■ Brasilíumadurinn Socrates var ný- lega kjörinn knattspyrnumaður ársins 1983 í Ameríku. Socrates er fjórði knattspyrnumaðurínn frá Brasilíu sem hlvtur þennan heiður. Það voru íþróttafréttamenn í Ame- ríku sem sáu um kjörið. Socrates fékk langflest atkvæði, 59 annar varð Ubaldo Fillol frá Argentínu með 30 atkvæði, Eder Brasilíu varð þriðji með 29 og Morena, Urugay fjórði með 25 atkvæði. Þeir sem áður hafa hlotið nafnbót þessa, knattspyrnumaður ársins í Ame- ríku eru eftirtaldir: Zico, Brasilíu þrisvar, Figueroa, Chile þrisvar, Mara- 15-16 ára stúlkur: 1. Guðrún H. Krístjánsdóttir KA. 116.34. sek. 2. Helga Sigurjónsdóttir Þór 125.90. sek. 3. Erla Bjömsdóttir. Þór 126. 74. sek. 15-16 ára drengir: 1. Björn B. Gíslason KA 112.22. sek. 2. Hilmir Valsson Þór 113.96. sek. 3. Smárí Kristinsson KA 121.49. sek. 13-14 ára stúlkur: 1. Hulda Svanbergsdóttir KA 112.88. sek 2. Kristín Jóhannsdóttir Þór 113.92. sek. 3. Jórunn Jóhannesdóttir Þór 114.79. sek. 13-14 ára drengir: 1. Valdemar Valdemarsson KA 104.07 sek. 2. Kristinn Svanbergsson KA 104.27 sek. 3. Bjami Freysteinsson KA 107.51. sek. ■ Björn Víkingsson, Þór varð hlut- skarpastur í stórsvigi í karlaflokki á KA móti í stórsvigi sem haldið var fyrir rúmri viku. Aðstaða til skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli þegar mótið fór fram var mjög góð. Keppni var afar spennandi í öllum flokkum, en keppni var frestað í kvenna- flokki þar til síðar. Úrslit urðu þessi: Karlaflokkur: 1. Bjöm Víkingsson Þór 106.01. sek. 2. Eggert Bragason KA. 106.70. sek. 3. Rúnar I. Krístjánsson KA. 109.78. sek. < ■ Kristján Arason handknattleikskappi hampar bikarnum sem íþróttamanni Hafnarfjarðar er veittur. Myndin er tekin í samsætinu sem haldið var íþróttamönnum til heiðurs í Hafnarfirði í fyrradag, og íþróttamenn sem auk Krístjáns hlutu viðurkenningu frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar sjást í baksýn. Tímamynd Ámi Sæberg. kristjAn íþrótta- MAÐUR HAFNARFJARDAR — Bæjarstjórnin veitti Iþróttafólki viður kenningar í fyrradag Socrates nr.l í Ameríkunni ■ Frá leik Víkings og Þróttar í blakinu í gær. Þetta atvik var eitt örfárra fjöríegra, Bjami leikmaður Víkings er að bjarga upp úr gólfinu, en félagar hans virðast ekki ýkja vel með á nótunum. Víkingar veittu Þrótti enga mótspyrnu í gær sem heitið gat, og hafa nú leikið afar illa í þremur síðustu leikjum sínum. Þess má geta að í næsta leik á undan þessum þremur unnu þeir sinn fyrsta leik í nær tvö ár... Tímamynd Árni Sæberg. FRAM NÁÐI Afi YLU HK VEL UNMR IIGGUM — en Kópavogsliðið hafði betur - enn vlnnur Þróttur - ÍS áfram í bikarnum ■ Fram náði að ylja HK verulega undir uggum í 1. deild karla í blaki í gærkvöldi, er liðin mættust í Hagaskóla. Eftir liðlega tveggja tíma viðureign náðu Kópavogsmenn að vinna, 3-2, eftir að hafa verið undir 1-2. Þróttarar unnu auðveldan sigur á Víkingi 3-0, sama gilti í 1. deild kvenna þar sem liðin léku, og Iþróttaléiag stúdenta komst át'ram i bikarkeppninni með því að sigra annarr- ar deildarlið Þróttar frá Neskaupstað 3-0. Það var í raun aðeins síðasti lcikur kvöldsins sem náði að vera spennandi Eftir að HK náði að sigra í fyrstu hrinu 15-12, en þá náði Fram forystu 12-8, lágu Kópavogsdrengirnir ráðalausir og réðu ekkert við bráðhressa Framara sem léku við hvern sinn fingur. Fram vann því næstu tvær hrinur 15-8 og 15-7. Kópavogsliðið, sem vart hafði verið með hýrri há í leiknum kom þá vel upp, Páll Ólafsson þjálfari kom inn á og hleypti nýju blóði í liðið. HK náði upp góðum leik, lék í raun aðeins vel í tveimur síðustu hrinum 15-2 og 15-6. „Þar með fauk annað sætið hjá okkur ', sagði Björgóflur Jóhannsson þjálfari ÍS, og má nú Kópavogsliðið vera nokkuð ■öruggt með annað sætið í deildinni. - Bestu menn í leik HK og Fram voru Páll Ólafsson og Hreinn Þorkelsson hjá HK, en Kristján Már Unnarsson og Haukur Magnússon áttu góða spretti hjá Fram. Þróttarar eru nær öruggir með topp- sætið í deildinni. Þeir fengu enga mót- spyrnu hjá Víkingi í gær, og unnu ' viðstöðulaust 3-0, 15-11, 15-4 og 15-9. Leikurinn var daufur og leiðinlegur, mótspyrnan lítil sem engin og Þróttur gat labbað gegnum leikinn. Ekki tekur þvi að nefna einn leikmann fremur öðrum í þeim leik. Svipað var uppi á teningnum í leik liðanna í kvennaflokki, þarvann Þróttur 15-12, 15-10 og 15-9. I bikarkeppninni vann ÍS Þrótt frá | Neskaupstað 3-0 í íþrótta húsi Háskól- ans. Urslit í hrinum voru 15-5, 15-12 og 15-5. Þróttarliðið er mjögefnilegt, leikur mjög hugmyndaríkt og skemmtilegt blak, og á framfiðina fyrir sér. Liðið er skipað 3. flokks piltum að miklu leyti, og leikur með skemmtilegum fléttum. -SÖE Bæjarstjórn veitti eins og áður sagði því fóki sem þótti skara fram úr í íþróttum í Hafnarfirði á síðasta ári viðurkenningarskjal. Einnig fengu viðurkenningarskjal þeir sem átt hafa ríkan þátt í eflingu íþrótta í Hafnarfirði. íþröttaráð Hafnarfjarðar skilaði inn til-; lögum í desember. Kristján Arason handknattleiksmaður hlaut viðurkenníngu vegna frábærrar frammistöðu í handknattleik. Þá hlutu skjöl Pálmar Sigurðsson, körfuknatt- leiksmaðurinn snjalli í Haukum, Úlfar Jónsson, kylfingurinn efnilegi úr Keili, Ragnheiður Ólafsdóttir frjálsíþrótta- kona úr FH, Viðar Halldórsson knatt- spyrnumaður úr FH, Rannveig D Guð- mundsdóttir fimleikakona úr Björk, og íþróttakennararnir tveir, Þorgerður M Gísladóttir og Hlín Árnadóttir. Þær hafa um árbil styrkt og eflt fimleika í Hafnar- firði með fórnfúsu og kröftugu starfi. Þorgerður hefur kennt íþróttir og fim- leika í Hafnarfirði síðan 1944 óslitið, og Hlín var aðalþjálfari Fimleikafélagsins Bjarkar í 9 ár og þjálfar þar enn.- SÖE. ■ Socrates - bestur í Ameríku ■ ÞaðveróurKRsemleikurgegn Njarðvík i 8 liða úrslitum Bikar- keppni Körfuknattleikssambands- ins í karlaflokki. KR lagði 1. deild- arlið Laugdæla í íþróttahúsinu á Selfossi í gær 84-62. Það er því Ijóst, að róðurinn verður erfiður hjá Njarðvíkingum í 8 iiða úrslitunum. KR er það lið sem er í öðru sæli í úrvalsdeildinni og hefur sýnt í vetur að það er til alls líklegt. Ekki bætir úr fyrir Njarðvíkingum að leikurinn er í Reykjavík. -SÖE — í fyrirtækjakeppni Badmintonsambandsins um helgina dona, Argentínu tvisvar, Pele, Brasilíu, Kampes, Argentínu og Cubillas, Perú, allir einu sinni. Brasilíumaðurinn Zico hlaut þennan titil tvö síðustu ár, og var valinn knatt- spyrnumaður heimsins 1983 af tímarit- inu World Soccer fyrir skömmu. Knatt- spyrnumaður Evrópu í kjöri France Football í janúar var Michel Platini frá Frakklandi. Það að Zico kom ekki til greina í kjörinu um Ameríkutitilinn og Evróputitilinn er líklega það, að hann lék hálft árið í hvorri álfu, var hjá Flamenco í Brasilíu, og fór svo til Udinese á Ítalíu. -SÖE Tómas vann - á punktamóti Víkíngs ■ Tómas Guðjónsson KR sigraði á punktamóti í borðtennis sem borðtennis- deild Víkings hélt nýlega. Tómas krækti þar í 24 punkta. Ásta Urbancic Erninum sigraði í kvennaflokki og krækti í 15 punkta. í fyrsta flokki vann Jónas Kríst- jánsson Erninum, og Faucher Pascat Víkingi sigraði í 2. flokki. -SÖE Ari, Elín, Steinþór og Gunnar. Þau kepptu til úrslita í heiðursflokki. ■ Kristján Arason var útnefndur íþróttamaður Hafnaríjarðar í fyrradag í samsæti sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt og tileinkaði íþróttahreyfinguitni í bænum. Bæjarstjórnin veitti þeim ein- staklingum sem að mati íþróttaráðs bæjarstjórnarinnar þóttu skara fram úr á síðasta ári, og var Kristján síðan valinn úr þeirra hópi íþróttamaður Hafnar- fjarðar. ■ Margir tóku þátt í fyrirtækjakeppni badmintonsambandsins sem haldin var síðastliðinn sunnudag í TBR húsinu við Gnoðarvog. Alls tóku 41 fyrírtæki þátt, og 16 önnur styrktu keppnina. Keppnin var parakeppni, og urðu þau Sigfús Ægir Arnason og Vildís K. Guðmundsson sigurvegarar, en þau kepptu fyrir Sólargluggatjöld hf. Þau sigruðu Friðleif Stefánsson og Víði Bragason í úrslitaleik 15-5 og 15-6, en þeir félagar kepptu fyrir Friðleif Stefáns- son tannlækni. í heiðursflokki, sem svo er nefndur vegna þess að þar keppa þau pör sem tapa í fyrsta leik, sigruðu Elín Agnars- dóttir og Ari Edwald, en þau kepptu ■ Vildís, Sigfús Ægir, Víðir og Frið leifur, Þau kepptu til úrslita í fyrirtækja- keppni BSÍ. fyrir Hans Petersen hf. Þau Sigurður Gunnar Ólafsson og Steinþór Árnason 15-8 og 15-1, en þeir léku fyrir Ábúrðar- verksmiðjuna. - SÖE. Björn sigraði á KA mótinu KR mun leika gegn Njardvlk - í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ MARGIR TÓKU ÞÁTT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.