Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1984, Blaðsíða 1
Halldór ákvedur aflamarksleiðina - Sjá baksíðu FJÖLBREYTTARA OG BEIRA BLAÐ! Föstudagur 3. febrúar 1984 29. tölublað - 68. árgangur Siðumula 15-Postholf 370Reykjavik — Ritstjorn86300- Augtysingar 18300- Atgreiðsta og askrrtt 88300 - Kvóldsimar 86387 og 86306 Stofnun nýs f jölmiðlarisa í undirbuningi í Reykjavík: „VINSTRA-VÍDEÓ” STOFNAÐ TIL MÓTVÆGIS VIÐ ÍSFILM? — Sjö adilar á vinstri vængnum hafa haldið þrjá fundi um málið ■ Talsverður hópur ýmissa aðila á vinstri vængnum hefur undanfarið fundað um mögu- lega stofnun nýs fjölmiðlarisa hér í borg, til mótvægis við ísfilm hf. og er þessi hugsanlegi möguleiki gjarnan nefndur „Vinstra-vídeó“. Samkvæmt heimildum Tím- ans munu þessir aðilar, sem eru m.a. frá Máli og menningu, Þjóðviljanum, Alþýðublaðinu, Helgarpóstinum, Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, Kvennaframboðinu í Reykja- vík og Alþýðubandalaginu, hafa rætt nauðsyn þess að stofna fyrirtæki af sömu stærð- argráðu og ísfilm er, þ.e. með 12 milljónir króna í hlutafé, til þess að koma í veg fyrir það sem þeir nefna einokun pen- ingaaflanna. Munu þessir aðilar hafa rætt þessi mál á a.m.k. þremur fundum, og eftir síðasta fund, sem haldinn var í fyrradag, var ákveðið að bíða og sjá hvað setur, á meðan vissir aðilar úr umræðuhópnum ræða við fjár- sterka aðila eins og bókafor- lög, hafa Iðu'nn og Örn og Örlygur verið þar nefnd, og tæknimenn eins og kvikmynda- gerðarmenn, með hugsanlega þátttnkn í huea F.r þetta cinn- ig gert. til þcss að vinstri stimpill- inn verði ekki jafn áberandi og hann ci, miðaö við þá hópa sem hafa tekið þátt í þessum fyrstu fundunt. - AB Sjá nánar bls. 3. ■ Mjög þungfært var víða í Reykjavík og nágrenni í áhlaupinu sem gerði síðdegis í gær. í Breiðholti og Árbæjarhverfi sátu bílar fastir víða og þegar myndin var tekin hér að ofan var Ámi Sæberg , Ijósmyndari Tímans, staddur í Stelkshólum. Eins og sjá má voru menn duglegir að aðstoða hver annan við losa bíla úr festum. „Segjum til þess að koma Al- bert úr nkisstjórn“ segir Steingrímur Hermannsson ■ „Auðvitað erum við ekki að segja þetta til þess að koma Albert úr ríkisstjórninni, en staðreyndin er sú, að við erum búnir að segja að það séu frjálsir samningar hjá aðilum vinnumarkaðarins, og það eru náttúrlega ekki mikið frjálsir samningar, ef menn eru með hótanir um að ríkisstjórnin segi af sér og cfnt verði til kosn- inga, ef laun hækka prósentu meir en við teljum skynsam- legt,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra er Tíminn spurði hann hvort það væri rétt sem Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Tímann, að hann væri með orðum sínum um möguleika á 6% launa- hækkun, að reyna að losna við Albcrt úr ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sagði jafnframt: „Vitaniega er alveg Ijóst að það verður erfiðara að ná þcím markmiöum sem við höfum sett okkur, ef samið verður um hækkanir umfram þau 4% yrði viðskiptahalli líklega ekki 1%, heldur 2%, sem þýddi 6 til 700 milljónum króna meira í er- lendum skuldum. og líklega þýddi það að verðbólgan yrði ekki undir 10%, eins og við stefnum að, heldur á bilinu 10 til 11%. Ég er alls ekki ánægð- ur ef svo fer, en við getum ekki sagt annars vegar það eru frjálsir samningar, og hins veg- ar ef þið semjið ckki algjörlega með hliðsjón af fjárlagafrum- varpinu, þá förum við út í nýjar kosningar. Ég segi því að samningar séu frjálsir og ég vona að þeir verði með sem allra mestu tilliti til þess sem við höfum lagt á borðið, en ef ekki nást samningar á hinum frjálsa markaði, nema um eitthvað sem er umfram það sem við viljum, þá munum við ekki breyta gengi til þess að hjálpa útflutningsatvinnu- vegunum til að standa undir samningunum, þeir vcrða að standa undir þeim sjálfir. Auk þess verðum við að meta hvaða áhrif meiri launahækkanir, cn við höfum ráðgert, hafa á okkar markmið í verðbólgu- málum og viðskiptahalla. Ef áhrifin verða svo mikil að allt fer úr böndum, þá auðvitað verða stjórnarflokkarnir að endurskoða sitt prógramm." - AB. „LITUR UT FYRIR AÐ ÞEIR VIUI — segir Albert Guðmundsson um yfirlýsingar forsætisráð- herra og iðnaðarráðherra um að ræða megi 6% launahækkanir ■ „Eg átta mig nú varla á þessum yfirlýsingum iðnaðar- ráðherra og forsætisráðherra. Það lítur bcinlínis út fyrir að þeir séu að nota tækifærið til þess að losna við mig úr ríkis- stjorninni", sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra er Tíminn spurði hann í gær hver hans skoðun væri á þeim orðum Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra og Sverris Hermannssonar iðn- aöarráöherra að það koll- varpaði svo sem ekki öllu, þótt laun hækkuðu um 6%, en ekki einungis um 4%, eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum. „Þeir segja þetta án þess að hafa nokkurt samráð við mig, en samningamálin heyra undir fjármálaráðuneytið, þannig að þessi orð eru ekki sögö incð mínu leyfi,“ sagði fjármálaráð- herra jafnframt. Albert hcfur ítrckað lýst því yfir, að ef forsendur fjárlaga brystu, þá ætti ríkisstjórnin að segja af sér og leggja málið undir dóm kjósenda. Hann sagðist ekki sjá betur en for- sætísráðherra ög iðnaðarráð- herra vildu með þessum yfirlýs- ingum sínum losna við sig úr ríkisstjörninni og hann bætti við: „Ég lít á þctta sem grófa íhlutun í ntín störf." „Annaðhvort eru mcnn trúverðugir í sínum málflutn- ingi og staðfastir, og trúa því að þeir séu að gcra rétt, eða þeir verða áð fá sér aðra vinnu, sagði Albert -,‘og ef ég hef ekki verið að gera rétt með því að framfylgja stefnu ríkisstjórnar- innar, þá segir það sig sjálft að ég á ekki hcima í ríkisstjórn- inni.“ - AB. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.