Tíminn - 07.02.1984, Blaðsíða 3
Launakönnun Vinnuveitendasambands Islands:
FIMMTI HVER LAUNÞEGI MEÐ
TEKIUR VFIR 35 ÞÚSUND KR.
— en þeir voru helmingi færri sem höfðu tekjur undir 15 þúsund kr.
■ Samkvæmt nýrri launakönnun sem ara um 450 fyrirtækja. Hæsta hlutfall ustu; um og yfir 50%, en 20-30% í Þákomogframaðafþeim 14.000sem heildinni fengið greiddar samnings-
framkvæmd var af Vinnuveitendasam- hlutastarfa reyndist í verslun og þjón- iðnaði. voru í fullu starfi hafði 581, eða 4,1% af bundnar lágmarkstekjur. -HEI
bandinu kemur í ljós að rúmlega fimmti
hver (21,1%) þeirra um 14.000 starfs-
manna sem könnunin náði til hafði
tekjur yfir 35 þús. krónur í októbermán-
uði s.l. Það er um helmingi stærri hópur
en sá sem hafði tekjur undir 15 þús.
krónum, en þeir voru alls 1.585 eða
11,3% heildar úrtaksins.
Pessi launakönnun VSÍ nær til rúm-
lega 450 fyrirtækja og yfir 14.000
starfsmanna þeirra, en einungis er miðað
við fólk í fullu starfi. Miðað er við allar
tekjur þessa fólks í októbermánuði s.l.,
þar með taldar bónus- og ákvæðis-
greiðslur og yfirvinna ásamt öðrum
greiðslum svo sem verkfæra-, fata- og
fæðispeninga en orlofsgreiðslur ekki
taldar með. Könnunin er talin ná til um
40% af starfsmönnum félaga VSÍ nær 5.
hvers starfsmanns á vinnumarkaðinum
sé landbúnaður ekki með talinn, þannig
að hún er sögð eiga að gefa næsta
raunverulega mynd af launadreifingu og
heildarlaunum á almennum vinnumark-
aði.
Iðnverkafólk með
lægstu launin
Af einstökum starfsgreinum virðist
langsamlega flest láglaunafólk að finna í
hópi iðnverkafólks, samkvæmt nýrri
launakönnun sem gerð hefur verið af
Vinnuveitendasambandi íslands. Um
sjötti hver iðnverkamaður hefur því sem.
næst lágmarkslaun, þ.e. á bilinu 11-13
þús. krónur á mánuði. Undir 15 þús.
krónum á mánuði eru 30 af hverjum 100
iðnverkamönnum samkvæmt könnun
VSÍ, en aðeins 13 af hverjum 100 komast
yfir 25 þús. króna markið.
Verka- og verslunarfólk
með svipaðar tekjur
Útkoman hjá svonefndu verkafólki er
töluvert skárri og raunar mjög svipuð og
„ hjá þeim sem starfa við verslun og
þjónustu. En úr þessum hópum voru
u.þ.b. helmingur þeirra sem könnunin
náði til, eða tæplega 7 þús. manns. í
þessum hópum voru um 6% á lægsta
launabilinu, þ.e. 11-13 þús. kr. á mánuði
og um 15 af hverjum 100 sem höfðu lægri
laun en 15 þús. kr. á mánuði. Röskur
þriðjungur þessara hópa hafði laun á
bilinu 15-21 þús. kr. mánaðarlaun í
október en um 29 af hverjum 100 hafði
hærri laun en 25 þús. krónur á mánuði.
Um 14. hver verkamaður og um 10. hver
verslunarmaður hafði hærri laun en 35
þús. kr.
56% sérfræðinga og
stjórnenda yfir 35 þús.
Þegar kemur að hópum iðnaðar-
manna, sérfræðinga og stjórnenda og
sjómanna snúast hlutirnir við. Yfir 56 af
100 sérfræðinga og stjórnenda hafa laun
yfir 35 þús. á mánuði og um 90 af
hundraði sem hafa laun yfir 25 þús. á
mánuði. Meira en helmingur sjómanna
hafa einnig yfir 35 þús. kr. mánaðar-
laun og um 81 af 100 var yfir 25 þús.
króna markinu. Af iðnaðarmönnum var
röskur fjórðungur með hærri laun en 35
þús. kr og um 65 af hverjum 100 yfir 25
þús. króna launum. í þessum hópum var
aðeins um 1% undir 15 þús. króna
markinu.
4,1% með
lágmarkstekjur
í könnun þessari kom í ljós að hluta-.
störf reyndust vera nær 5.300 eða um
27,4% af heildarfjölda starfsmanna þess-
Hafskiphf.
stvðuraukið
'átaktil
útflutnings
islensraar
jdnaðarwðru
Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára
afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð:
1.
2.
3.
4.
Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað-
háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendurtil
boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu.
Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam,
Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif-
stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu.
T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends
milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl-
un og útboð.
Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík,
Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum aukframangreindra aðila.
Leitið til hans með frekari fyrirspurnir.
Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst
hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar-
vöru héðan.
Aukið átak í útflutningi
er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn.
Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks.
Okkar menn,- þínir menn
HAFSKIP HF.