Tíminn - 07.02.1984, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. FF.BRUAR 1984
7
Annie komst aí) þeirri niOur-
stöðu að tónlistin, sem the Tour-
ists framleidi, var ekki við henn-
ar hæfi. Hún tók sig því til,
ásanit kærastanum sínum, Dave
Stewart, og stofnaði the Eury-
thmics 1980. Þau höfðu ákveðn-
ar hugmyndir Um, hvers konar
músík þau vildu vinna aö, en
fæðingarhríðir hljómsveitarinn-
ar, voru erfiðar. Fyrirhugað
hjónaband þeirra fór í vaskinn,
Annie fékk taugaáfall og plötur
þeirra seldust ekkert í fyrstu. En
samstarfinu héldu þau engu að
síður áfram, og síðan í mars á sl.
ári hafaþau gefið út eina metsölu-
plötuna af annarri.
I the Eurythemics hefur Annie
lagt sér til alveg nýtt gervi,
reyndar fleiri en eitt. I'annig
kom hún fram í vídeómynd með
laginu vinsæla Who's That Girl?
hæði í kvenmanns- og
karlmannsgervi! Og nú fóru að-
renna tvær grímur á menn.
Hvers konar fyrirbæri var hér
eiginlega á ferðinni? Revndar
komust Ameríkanar aö þcirri
niðurstöðu, að hér væri um kyn-
skipting að ræða!
En allt er þetta með ráðum
gert. Annie segist sjálf alveg
vita, hvað hún er að gera. Það
kemur nokkuö í sama stað niður,
hvort hún klæðist klæðskera-
saumuðum herrafötum, krypp-
luðum pokabuxum eða glæsi-
legum kvenfatnaði, röddin er
alltaf sú sama og auðþekkjanleg.
Reyndar segist hún hafa gaman
af öllu fjaðrafokinu út af kyn-
ferði hcnnar og til að skýra
málin, segir hún cinfaldlega: -
Eg vil heldur að mér sé líkt við
karlniann en konu. Sunuini vin-
um inínumfinnst það óhugnan-
legt, hversu auðveldlega ég
skipti uni kyn í gervunum
niínum. En mér finnst gaman að
koma þeim á óvart og hrella þá
svolítið!
■ í hljómsveitinni the Tourists
kom Annie fram með Ijósan
lulilia, en nú er hárið á henni
skyndilcga orðið gulrótarlitt.
mælunum hjá okkur, en mæld
úrkoma var ekki nema 67 milli-
metrar. En snjódýptin var mest
35 sentimetrar, þá er ég að tala
um jafnfallinn snjó, sem er
óvenjulega mikið hér og það var
alhvítt í 30 daga, sem er líka
óvenjulegt. Ég get hins vegar
ekki sagt hvort snjódýptin er
jafn afgerandi afbrigðileg og
hitastigið, því að snjódýptina er
ákaflega erfitt að mæla nákvæm-
lega, en það hefur mælst meira
áður.“
Hefur veðurfarið á norður-
hvelinu öllu verið afbrigðilegt
eða er þetta bara eitthvað sem
hefur verið að gerast hér rétt í
kringum okkur?
„Ég hef ekki yfirlit yfir það,
norðurhvelið er nú stórt og mikið
svæði og veðrið hefur áreiðan-
lega verið mjög breytilegt á því.
Ég hef hins vegar ekki frétt af
neinu verulega afbrigðilegu, en
get aðeins tjáð mig með vissu um
veðrið hér á íslandi og í kringum
það.“
Er eitthvað hægt að segja um
orsakir þessa mikla kulda hér
nú?
„Nei, þvíget égekkisvarað og
get heldur ekki vísað á neinn
sem getur það. Það er hægt að
vísa til þess að hæðir og lægðir
hafi hagað sér svona, en það
leiðir bara spurninguna á næsta
stig, af hverju höguðu þær sér þá
svona, og það hefur enginn svar
við því.“
Hvað um hitastigið annars
staðar á landinu?
„Ég hef ekki ennþá tölur nema
um Akureyri og Höfn í Horna-
firði utan Reykjavíkur. Á Akur-
eyri var meðalhitinn -5 gráður
og það er 3.5 gráðum undir
þessu sama meðallagi, en þá er
þess að geta að það eru miklu
meiri sveiflur í hitastigi þar en í
Reykjavík, frávikið er í sjálfu
sér jafn stórt og í Reykjavík, en
það hefur gerst 11 sinnum frá
1880 að það hefur orðið kaldara
þar en nú í ár. Á Höfn var frostið
að meðaltali 2.3 stig og það er
2.3 stigum undir meðallagi því
að meðalhitinn í janúar er þar
0.0 gráður.
Er nokkuð hægt að spá um
breytingar í þessum mánuði?
„Nei, það get ég ekki. Það er
ástæðulaust að vera að gera gys
að sjálfum sér með því að segja
eitthvað sem maður veit ekkert
um. Við gerum það helst ekki
hér á veðurstofunni, okkur
skjátlast nógu oft.“ -JGK
erlent yfirlit
■ Reagan að flytja þinginu hina árlegu skýrslu sína.
Enginn forseti hefur verið
háðari ráðunautum sínum
Reagan hefur lagt áherzlu á rúman
■ RONALD Reagan varð 73
ára í gær. Hann er orðinn elzti
'maður, sem hefur gcgnt forseta-
embættinu í Bandaríkjunum frá
upphafi. Hann hyggur þó á allt
annað en að draga sig í hlé.
Hann hefur nýlega lýst yfir
því, að hann muni sækja um
endurkjör í forsetakosningunum
í haust. Það er með öðrum
orðum ætlun hans að gegna for-
setaembættinu í fimm árenn eða
þangað til í janúar 1989. Hann
mun þá verða 78 ára eftir fáa
daga.
Rcagan sækist ekki eftir for-
setaembættinu vegna þess, að
hann sé mikill vinnuþjarkur og
finni þörf til þess að hafa stöðugt
eitthvað fyrir stafni. Hann segist
vera latur í eðli sínu. Vinnu-
brögð hans virðast staðfesta það.
Hann fylgir yfiríeitt þeirri
venju, að láta vinnudegi sínum
lokið um fimmleytið. Hann gerir
lítið aö því að taka skjöl með sér
til lestrar. Hann stundar lítið
blaðalestur og hefur ekki í seinni
tíð lesið neina bók, svo að kunn-
ugt sé. Hins vegar horfir hann
mikið á sjónvarp.
Enginn forseti Bandaríkjanna
í seinni tíð hefur lagt eins mikið
kapp á að tryggja sér nægilegan
hvíldartíma. Reagan vill ber-
sýnilega ekki ofþreyta sig. Hann
virðist líka jafnan vel í stakk
búinn, þegar hann þarf að taka á
móti gestum og koma fram opin-
berlega. Framganga hans ber
ekki merki um streitu, þrátt fyrir
aldurinn.
Hann kemur yfirleitt vel fyrir
í sjónvarpi. Hann virðist njóta
þess að halda ræður og vera
aðalpersónan á sviðinu, en því
marki náði hann sjaldan í kvik-
myndunum. Hann er beztur.
þegar hann getur notið hinna
miklu leikhæfileika sinna.
STUTTUR vinnutínn Reagans
veldur því. að hann gctur lítið
sett sig inn í mál að eigin frum-
kvæði. Fréttaskýrendur eru vfir-
leitt sammála um, að enginn
forseti Bandaríkjanna hafi verið
eins háður ráðgjöfum sínum og
Reagan.
Reagan er sagður æskja þess
af ráðunautum sínum, að þeir
haldi sig við aðalatriði, enda er
það eðlilegt. Öðru vísi getur
maður í embætti forsetans ekki
haft yfirsýn um hin margvíslegu
málefni. sem honum ber að fjalla
um. bæði innanlands og utan.
Ráðunautarnir reyna að gera
sitt bezta í þessum efnum, en
■ Reagan og Nancy njóta hvíldarinnar á búgarði sínum í Kaliforníu
stundum vilja aðalatriðin samt
gleymast hjá Reagan.
Þannig segir Time, aö það hafi
komið Reagan á óvart, þegar
Rússar gagnrýndu fyrstu tillögur
hans um takmörkun langdrægra
eldflauga vegna þess, að þær
fjölluðu einkuni um fækkun cld-
flauga, scm staðsettar eru á
landi. Rússar sýndu fram á, að
þetta væri miklu hagstæðara
Bandaríkjunum en Sovétríkjun-
um. Ráðgjafar Reagans höfðu
vanrækt að útskýra þetta fyrir
honum, enda sennilega talið, að
þetta lægi í augum uppi. Það
virtist hins vegar hafa farið fram
hjá Reagan.
Fréttaskýrendur nefna mörg
dæmi um, að forsetinn sé hvergi
nærri nógu vel heima varðandi
mörg málefni, sem hann ræðir
um.
Svipað kemur fram, þegar
forsetinn ræðir við þjóðarleið-
toga, sem heimsækja hann. Að
sjálfsögðu cr hann vel undirbu-
inn af ráðgjöfum sínum og hon-
um kynnt- það rækilega, sem
viðræður muni snúast um. og
hann þurfi að leggja áherzlu á.
Sumt vill þó oft gleymast hjá
forsetanum og honum hættir til
að fara að segja gamansögur og
nýtur hann sín þá bezt. Tíminn
líður þá fljótt og aðalefnið vill
stundum gleymast.
Af þessum ástæðum reynir Re-
agan að komast hjá blaðamanna-
fundum, þar sem hann getur
fengið spurningar um óvænt cfni.
Það var hins vegar hin sterka
hliö Carters, því að hann lagði
áherzlu á að vera vel heima á
flestum sviðum.
FLESTUM blaðamönnum.
sem um þessi mál fjalla, kemur
saman um, að Reagan verði á
næsta kjörtímabili enn háðari
ráðgjöfum sínum en nú, þar sem
ellimörk eins og gleymska hlyti
þá að koma meira til sögunnar.
Fréttaskýrendur eru því þegar
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjori, skrifar
hvíldartíma
farnir að stinga saman nefjuni
um, hverjir scu líklegir til að
verða væntanlcgir ráðgjafar for-
sctans á komandi kjörtímabili.
Verulegar breytingar hafa
orðið á helztu ráðgjöfum Reag-
ans að undanförnu og erti þær
heldui til bóta. íhaldssömum rep-
úblikönum. sem Ivlgdu honum
frá Kaliforníu, hefur fækkað.
Clark dómari og Mecse, sem
voru upphaflega hclztu ráðu-
nautar hans. eru farnir úr Hvíta
húsinu. Sá þriðji þeirra. Deaver,
sem er lalinn standa lorsetanum
cinna næst, er ákveðinn í því að
fara til Kaliforníu aö kosningun-
um loknum. Baker starfsmanna-
stjóri, sem hefur styrkt stööu
sína undanfarið, er talinn stefna
hærra, ef Reagan sigrar í kosn-
ingunum.
Þá þykir líklegt, að Shultz
utanríkisráðherra vilji ógjarnan
halda áfram.
Það verða því að öllum líkind-
um nýir menn, scm verða ráð-
gjafar Reagans á næsta kjörtíma-
bili. Val þeirra mun geta ráðið
miklu um örlög Bandaríkjanna
og raunar alls hcimsins.
Þótt Reagan hafi verið mjög
háður ráðunautum sínum, fer
fjarri því. aö hægt sé aö telja
hann stcfnulítinn. Hann hefur
fylgt fáum vissum grundvallar-
atriðum, en látið ráðunautana
um annað.
Hclzt þessara grundvallaratr-
iða hafa verið auknar landvarnir,
yfirburðir Bandaríkjanna á
hernaðarsviðinu, lækkun skatta
og samdráttur félagslegrar þjón-
ustu og ríkisafskipta.
Þcssi grundvallaratriði, sem
Reagan hefur lagt áherzlu á,
hafa látið vel í eyrum hægri
manna og raunar náð til fleiri.
því að Reagan er snjall áróðurs-
maður. Það verður ekki haft af
honum.
Fylgi hægri manna dugði Re-
agan í forsetakosningunum
1980, ásamt óvinsældum
Carters. Ráðgjöfum hans virðist
hins vegar vafasamt, að fylgi
hægri manna dugi honum nú.
Þess vegna heíur hann aö undan-
förnu verið að breyta um tón. í
málflutningi sínum hefur hann
verið að færast nær miðjunni,
eins og nýlega var lýst í Mbl.
Hann boðar sættir við Rússa í
utanríkismálum og frið við
demókrata í skattamálum. Vel
má vcra, að Reagan hafi hér
fundið þann nýja íón, sem reyn-
ist honum sigurvænlegur í kosn-
ingabaráttunni. Of snemrnt er
þó að fullyrða það.