Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 1
Dagskrá rikisf jölmiðlarma — Sjá bls. 13 FJOLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Föstudagur 17. febrúar 1984 41. tölublað - 68. árgangur Sidumula 15-Postholf 370 Reykjavik-Ritstjorn86300—Auglysingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 ASÍ og VSÍ stóla á ríkisstjórnina f samningaviðræðum sfnum: TRYGGINGAPAKKIÆIUÐUR RfKINU A 650 MILUÓNIR — Búast má við að Dagsbrún og stór hluti Verkamannasambandsins kljúfi sig út úr samflotinu ■ Tryggingapakki sá sem ríkis- kassinn kemur til með að þurfa að punga út til þess að bæta hag þeirra lægst launuðu, kostar rík- ið 650 milljónir króna, sam- kvæmt heimildum Tímans, en talið er að samninganefnd ASI muni kynna formönnum félaga sinna nú á sunnudag mismunandi leiðir, sem taldar eru færar í samningamálum, sem gera ráð fyrir 12 þúsund króna iágmarks- launum, lágum grunnkaups- hækkunum, og síðan tillögum um þessar kjarabætur í gegnum tryggingakerfið, sem muni eink- um koma þeim lægst launuðu til góða. „Við höfum aldrei farið í neinn launkofa með það, að nú yrði að finna einhverjar aðrar leiðir, og ein þeirra leiða sem við höfum skoðað, eru ýmsar leiðir í gegnum tryggingakerfið, til þess að bæta hag þeirra lægst launuðu,“ sagði Magnús Gunn- arsson framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands er Tíminn spurði hann í gærkveldi hvort helst væri nú rætt um að fá tryggingakerfið til þess að fjár- magna kjarabætur þeirra lægst launuðu. Magnús sagði að enn væru þessar mismunandi leiðir til útreiknings á vegum hags- munaaðila, þannig að ekki væri hægt að benda á eina ákveðna leið sem þá sem farin yrði. Tíminn hefur jafnframt heim- iidir fyrir því að Dagsbrún hafi nú þegar ákveðið að hætta sam- floti með ASÍ í samningaviðræð- unum, og að sama muni verða uppi á teningnum hjá ákveðnum hluta Verkamannasambandsins, þannig að verulegur klofningur sé í uppsiglingu hjá launþegum. Herma heimildir Tímans að Dagsbrún muni greina frá þess- ari ákvörðun sinni að loknum fundi í dag, og þau félög sem ætla að kljúfa sig út úr samninga- viðræðum Verkamannasam- bandsins muni greina frá því á fundi sambandsins á morgun. Tíminn spurði Magnús Gunn- arsson hver afstaða VSÍ yrði, ef þessi klofningur kæmi upp hjá viðsemjendum þeirra: „Við verðum bara að taka afstöðu til þess þegar og ef það verður að veruleika." -AB ALDEILUMENN BÍÐAEFTIR ASÍogVSÍ — ekki búist við að mál fari að skýrast fyrr en eftir helgi ■ Loðnubátarnir eru ennþá í mokveiði fyrir sunnan landið. Frá miðnætti í fyrrinótt fram að kvöldmat í gær voru 16 bátar búnir að tilkynna Loðnunefnd fullfermi, samtals eitthvað á ellefta þúsund tonna. Árni Sæberg flaug yfir loðnumiðin í gær og tók þessa mynd af Svani, sem er með nótina á síðunni. Loðnumjöl: HALDAAÐ SÉRHÖNDUM ■ „Það cr eins og þeir sem svona ákvarðanir taka velti litið fyrir sér ástandi á mörk- uðum. I'aö er alveg Ijóst að yfirlýsing um 265 þúsund tonna viðbótarkvóta á loðnúvertíð- inni hefur neikvæð áhrif á markaðinn. Allt í einu bætast vjð rúm 40 þúsund tonn af mjöli og það er enn ckki búið að selja það sem veiddist fyrir áramót. Þetta veldur því að kaupendur halda að sér hönd- um í von um að fá mjölið á lágu vcrði einhvem tíina seinna,“ sagði Jón Reynir Magnússon, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, i samtali við l ímann í gær. Jón Reynir telur að það hafi verið misráðið að gefa út yfir- lýsingu um viðbótarkvóta. Nær hefði verið að heimila þeim bátum, scm þcgar voru búnir að fylla sinn kvöta, þegar nýjar niðurstöður fiskifræðinga lágu fyrir, að halda áfram veiðiferð fyrir veiðiferð og láta þá sem ekkí höfðu fyllt kvótann hafa forgang við löndun í verstöðv- unum næst miðunum. Jón segir, að verð á loðnu- afurðunt, bæði mjöli og lýsi, hafi lækkað mjög á hcinis- markaði undant'arið. Verð á mjöli hefði til dæmis verið nokkuð yfir 8 dollurum þegar loðnuverð var ákvcðið í haust, cn það væri nú komið eitthvað undir 7 dollara. Aðspurður um hvað mikið hann tcldi að verð á loðnu upp úr bát þyrfti að lækka sagðist Jón ekki geta nefnt neinar tölur, en það væri Ijóst að það þyrfti að lækka nokkuð. -Sjó ■ Svo virðist sem samninga- nefndir í kjaradeilunni í Álver- inu í Straumsvík haldi að sér höndum þar til Ijóst er hvcrt stefnir í viöræðum samninga- nefnda ASÍ og VSÍ. Á fundi sem haldinn var á miðvikudag var aðallega rætt um hugsan- legt verkfall og hvaða af- leiðingar það gæti haft en nán- ast ekkert um kjaramálin og búist er við aö svipað verði upp á teningnum í dag á fundi sem þá hefur verið boðaður. Eftir að Ijóst var að samn- ingaviðræður ASf og VSÍ voru komnar á töluvert skrið virðast deiluaðilar í áldeilunni ætla að bíða með kjaraviðræður þar til Ijóst er hvert stefnir. Boðað hefur verið til formanna fundar aðildarfélaga ASÍ á sunnudag þar sem staða samningavið- ræðna VSÍ og ASÍ verður kynnt og jafnvel er talið að þar verði lögð fram samningsdrög til samþykktar. Ef svo fer hljóta deiluaðilar í áldeilunni að miða sína samninga við það. - GSH Ríkissaksóknari gefur út ákæru í Skaftamálinu: LÖGREGLUMENNIRNiR ÞRÍR AKÆRNR FYRIR ÓLÖGLEGA HANDíOKU — og tveimur þeirra gefid að sök að hafa valdið þeim líkamsáverkum sem Skafti hlaut ■ Ríkissaksóknari hefur ákveð- ið að höfða opinbert mál á hendur þremur lögreglu- mönnum í lögregluliði Reykja- víkur vegna handtöku Skafta Jónssonar blaðamanns og mun málið sæta dómsmeðferð fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari sagði eftirfarandi í samtali við Tímann: „Að undangenginni dóms- rannsókn og að fenginni umsögn dómsmálaráðuneytisins hefur ríkissaksóknari höfðað opinbert mál á hendur þremur lögreglu- mönnum í lögregluliði Reykja- víkur vegna handtöku Skafta Jónssonar blaðamanns, í Þjóð- ieikhúskjallaranum aðfaranótt 27. nóvember síðast liðinn. í ákærunni er lögreglumönn- unum gefið að sök að hafa sam- eiginlega staðið ólöglega að handtöku á Skafta Jónssyni og tveimur lögreglumönnum enn- fremur gefið að sök að hafa annarhvor eða báðir orðið valdir að þeim líkamsáverkum sem Skafti hlaut við flutning í hand- járnum í lögreglubifreið frá Þjóðleikhúsi og að lögreglustöð- inni að Hverfisgötu, eins og þeim er lýst í áverkavottorði. Háttsemi lögreglumannanna er talin varða við tilgreind ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi auk ákvæða um líkamsmeiðingar." Sjá nánar bls. 3. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.