Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 9 á vettvangi dagsins ■ Undanfarnar vikur og mánuöi hafa egg, meðferð þeirra og sölufyrirkomulag vcrið mjög á dagskrá, bæði í blöðum og í síðdegisvöku útvarps. Þar hafa verið til umræðu sölumál.í öðru lagi gæði eggja á markaði, einkunt í sambandi við könnun er gerð var á vegum Fæðudeildar Rala, en hún sýndi að óhæfilega mikill hluti eggja á markaði var stór-gallaður þegar sú könnun fór fram. því að nær fimmta hvert egg í verslunum var brostið. í umræðum út af því efni hefur ekki verið talað um aðra eggjagalla, en í kjölfar sprunginnar skurnar er ýmsum hættum boðið heim, í heilsufarslegu tilliti þegar þau eru geymd. auk þess að þau rýra verðmæti neysluvörunnar stórlega. í blöðum hefur mátt lesa. að annarleg viðhorf hafi ráðið því aö umrædd könnun var gerð. Peirri fjarstæðu hefur dr. Jón Ottar Ragnarsson, svarað í Morgunblaðinu þ. 8. febrúar. I öllum þeim umræðum, sem ég hcf lesið og hlustað á hef cg hvergi orðið þess var, að minnst hafi verið á úrræði, sem takmarkað gætu umrædda galla og Meðferð framleiðslunnar. Sé skurnin þykk og þétt hefur hún miklu meira brotþol en þunn skurn og ntcyr. Petta er augljóst efni, sem allir þekkja. Fyrst eftir að almenningur fór að nota vírbúr handa hænunt til framleiðslu neyslueggja kom í ljós, að þegar of margar voru í hverju Itólfi jókst hættan á sprungnum cggjum. I öðru lagi sýndi það sig, að velta á vírum búra og eggjabretta olli stundum sprunginni skurn. Úr þessu hafa menn bætt með því að samræma hólfstærð og fjölda hæna í búri. í öðru lagi hef ég komið þar erlendis, sem eggjabrettin voru plastklædd, það kvað takmarka fjölda eggja með brotna eða sprungna skurn. Velta eggjanna úr búri og á bretti varð mýkri. Hér skal ósagt látið hvort annmarkar af nefndu tagi valda nokkru um fjölda brostinna eggja frá því sem bráðabirgðakönnun hér hefur leitt í Ijós hjá okkur. Umbúðirnar. Því er ekki að leyna að umbúðir þær. sem nú eru notaðar við markaðsfærslu eggja, eru flestar mjög vel til þess kjörnar að varöveita eggin á Gísli Kristjánsson: j vj™ r 1 " L wPi ■ Brostin egg og brotin mega aldrei fara í verslun. ■ Svona egg skal ekki senda á markað. ■ Tvíblóma egg og mjög misjöfn að stærð cru ekki verslunarvara. Góð egg eða gölluð egg? gera þá afbragðsvöru sem egg eru, betri og miklu betri en umrædd könnun hefur leitt í ljós. Brostin egg eru stórgölluð vara og hafa raunar ekkert geymsluþol við þau skilyrði, sem þeim eru búin í flestum verslunum. Það er unnt að gera sitthvað til þéss að takmarka þá galla, sem heita „sprungin egg, skurnveik egg og skjallegg". Um skjalleggin þarf ekki að ræða, þau koma aldrei á markað, ef hænurnar eta þau ekki strax fara þau ekki lengra en til „eggjabóndans". Hvað má þá aðhafast til þess að takmarka umrædda galla og ann- marka?? Sitthvað má gera, bæði til þess að styrkja skurn eggja á framleiðslustað og í allri mcðferð. Á sínum tíma var það þáttur í einni námsgrein minni að mæla skurnþykkt og brotþol eggja, með til þess gerðum tækjum, í þeim tilgangi að staðfesta hæfni stofnhæna til að mynda skurn um eggið þá fáu klukkutíma, sem það er á leið frá eggjastokk niður eggleiðarann uns því er orpið. Þannig má staðfesta lífeðlisþátt þann, sem nauð- synlegur er til að mynda söluhæfa vöru með sterkri skurn. En þessi þáttur í framleiðslunni er ekki bara hinn lífeðlislegi, heldur er hann og háður fóðrinu og þá sérstaklega magni kalks íþvíogsvo D-vítamíni. Hér má fyrst staldra við. Fóðrið. Fram komnar upplýsingar unt staðfesta eggjagalla hafa hvergi gefið til kynna hvort umrædd sprungin egg hafi verið með þunnri skurn eða þykkri og sterkri. Þunn skurn og þannig gölluð á jafnan rót að rekja til skorts á kalki í samanlögðu fóðri, og/eða vöntun á D-vítamíni. Hvað snertir fóðrið er það fóðurselj- enda að bæta úr, en sú úrbót nægir ekki alltaf þar og þegar eggjaframleiðslu er örust. Þá þarf hirðirinn að vera á verði og sjá um að D-vítamín sé nægilegt til að fullnægja aukinni þörf fyrir þennan þátt í lífseðliskeðjunni. Til mín hringja „eggjabændur" við og við og ræða þessi mál. Lýsisgjöf nægir ekki alltaf en viðbót af Calciferolii í viðeigandi magni um sinn hjálpar jafnan, en réttast er að hafa samráð við dýralækni um þetta efni. í stuttu máli sagt: Kalk í fóðri þarf að vera nægilegt. ef til vill grófur skelja- sandur til viðbótar og svo hæfilegt magn D-vítamín, það er lóðið. Skorti annað eða hvorutveggja kemur veik skurn jafnan fyrst í ljós á svera enda eggjanna. Þetta eru atriði fyrsta stigs til fyrirbyggj- andi ráðstafana. ■ Með vélum eru egg flokkuð og markaðsfærð eftir þvngd leiðinni frá framleiðanda til neytanda. Þetta er þó að sjálfsögðu háð því, að r þær séu lögð egg af jafnri stærð. Flokkun eggja eftir stærð er sér í lagi miðuð við hagræna varðveislu þeirra á markaði. Flokkunarvélar á pökkunar- stöðvum greina eggin eftir þyngdar- ntörkum og skipulögð markaðsfærsla krefst þessa þáttar til þess að takmarka að skurn springi vegna misjafns þrýstings við meðferð þeirra og hagræðingu á geymslustað. Nútímasnið á þessu sviði ætti að vera öllum Ijóst. Geymsla. Við geymslu eggja ber ávallt að gæta þess, að á geymslustað séu aðeins sett ógölluð cgg og ný. Þar, eða nálægt, mega ekki vera sterk-lyktandi vörur, því að ef andrúmsloft umhverfis- ins er þrungið af þef uppsogast hann í_ eggin, og jafnvel góð lykt. t.d. af ávöxt- um, getur orðið óþægileg <'g fráfælandi, ef hún hefur uppsogast í egg. Egg skyldi aldrei geyma þar sem tjara, fiskur, jarðolíur, ávextir eða álíka lykt- dreifandi vörureru nálægar. Hafi nefnd- ar tegundir verið varðveittar þar, sem síðar skal geyma egg, er nauðsynlegt að loftræsta vel í millitíð. Rakastigið þarf að vera allt að 80% í eggjageymsluhúsum. bæði í heimahús- um og félagsgeymslum. Sé rakastigið hæfilegt og eggin nýog ógölluð við komu á geymslustaö má geyma þau við 0 stiga hita í 6-9 mánuði án þess að gildi þeirra virðist rýrna svo nokkru nemi. Með þessari stuttu grein er hvergi nærri komið inná öll þau atriði, sem varða heilbrigða framleiðslu eggja og þau skilyrði sem æskilegt er að ráöandi séu til þess að skapa þessari ágætu neyslu- vöru sem besta vegfcrð í allri meðferð frá frantleiðanda til neytanda. Sitthvað annað í þessu sambandi má lesa í Fræðsluriti Búnaðarfélags íslands, sem ég skrifaði og út kom árið 1958. Flest það, sem þar greinir er stöðugt í fullu gildi. Að lokum má í þessu sambandi segja: 1. Brostin skurn býður hcim sveppum og gcrlum, er komast inn í eggin á geymslustað og geta þannig orðið gölluð vara stórskemmda eða jafnvel hættuleg til neyslu. 2. Allar ráðstafanir ber að gera til þess að fyrirbyggja eggjagalla af þessu eða öðru tagi. Þær ber að gera í fyrsta lagi á framleiðslustað, í öðru lagi við pökkun og meðferð til sölustöðva og svo í þriðja lagi að greina frá öll sprungin egg eða á annan hátt gölluð, ef þeim skal komið fyrir í geymslu. 3. Það cr ekki nóg að segja: Reynslan sýnir að svona mikið er af gölluðum eggjum til sölumeðferðar. Hér verður að ráða bót á. 4. Virkasta aðferðin til að sýna fram á hverju er ábótavant er auðvitað að kanna gæði og gildi vörunnar á sölustað, eins og Fæðudeild Rala hefur sýnt viðleitni til. Skipulagðar ráðstafanir hljóta að koma í kjölfarið til þess að ráða bót á annmörkum, hvernig svo sem þeir eru til komnir. Yfirlýsing frá hrepps nefnd hrepps — vegna væntan- legrar starfsemi Laugarlax hf. ■ Á fúndi hreppsnefndar Grímsnes- hrepps. 12.2.1984, var m.a. rætt um væntanlega starfsemi Laugalax h/f. Eftirfarandi bókun var gerð: 1. Ekkcrt samráð hefur verið haft við hreppsnefnd Grímsneshrepþs, unt útfall frá stöðinni í Apavatn, þó um helmingur vatnsins sé í Grímsnes- hreppi. 2. Fyllsta stuðningi er lýst við aðgerðir ábúenda og veiðiréttareigenda við Apavatn. 3. Hreppsnefndin harmarað Byggingar- nefnd Laúgardalshrepps, skuli hafa gefiö byggingarleyfi fyrir stöðinni, án þess að lcita samráðs við landeigcnd- ur við Apavatn. 4. Hreppsneíndin varar alvarlega við því að eldisstöðvar séu reistar efst á vatnasvæði, og útfall fari í fcngsæl veiðivötn. 5. Þá vísar hreppsnefndin til umsagnar hlunnindaráðunauts Búnaðarfél. lsl. Árna G. Péturssonar. Virðingarfyllst F.h. hreppsnefndar Grímsneshrepps. Asmundiir Eiríksson, oddviti Grímsneshrepps Opið bréf til hrepps- nefndar — frá stjórn Laugarlax h.f. ■ Vegna bréfs yðar frá 12.2.1984 vill stjórn Laugarlax hf taka fram eftirfar- andi: 1. Samkvæmt upplýsingum Einars Hannessonar skrifstofustjóra Veiði- málastofnunar í sumar leiö. sem var í forsvari fyrir stofnunina í fjarveru Þórs Guöjónssonar. bar félaginu að lcita heimilda og lcyfa fyrir stöðvar- byggingu og rekstur félagsins hjá hrcppsnefnd í þcim hreppi, þar sem stöðin verður starfrækt. 2. Er hreppsnefnd Grímsneshrepps mcð öðrum lið bókunarinnar að lýsa velþóknun sinni á öllum þeim illind- um, sem ábúendur og aörir viö Apa- vatn hafa staðið fyrir? Og mæla jafnframt bót aðgerðum, sem beinlín- is hafa miðast að því að valda félaginu sjálfu skaða? Er hrcppsnefnd Grínts- neshrcpps e.t.v. tilbúin að bera með þessum aðilum ábyrgó á þeim skaða, scnt þcssir aðilar hafa valdið félag- inu? 3. Eins og margsinnis hefur komið fram er ástæða þess að ekki hefur vcrið haft samráð við aðila við Apavatn aðra en landeigendur Úteyjar 2 sú að ckkert veiðifélag cr um Apavatn, þó það sé skylt lögum samkvæmt. Engin leið er þvi fyrir utanaðkomandi aðila að henda reiður á því hverjir eru réttir aðilar að hagsmunum við Apa- vatn. Haft hefur vcrið fullt samráð við Veiðifélag Árnesinga um stöðvar- byggingu í Laugardalshreppi frá upp- hafi árið 1980. 4. Hefur hreppsnefndin kynnt sér þau mál það rækilcga að hún telji sig geta alfarið dæmt um þau mál? 5. Bréf Árna G. Péturssonar er honum sjálfum til vansæmdar. Hann skrifar það í nafni Búnaðarfélags íslands og hcldúr fram sinni skoðun, sem skoðun B.í. bæði í bréfinu og í fréttum í blöðum. Hann hefur ekki okkur vitandi sett sig inn í málin frá báðum hliðum, enda cru í bréfinu furðu stóryrtir sleggjudómar fyrir mann í hans stöðu. Við lýsum furðu okkar á því að hreppsnefnd Grímsneshrepps skuli á þennan- hátt auka á illindi, sem fyrir eru, þegar ljóst er af umfjöilun opinberra aðila um stöðina að stöðvarreksturinn ntun ekki hafa nein skaðleg áhrif á lífríki Apavatns. Virðingarfyllst Stjórn Laugarlax hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.