Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjbri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eilas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Týnd í hálfan annan sólarhring ■ Nokkrar umræöur urðu á Alþingi síðastliðinn þriðju- dag um skýrslu þá, sem þrír fulltrúar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 sendu Einari Ágústssyni utan- ríkisráðherra og Mbl. birti úr útdrátt fimmtudaginn 26. jan. síðastliðinn ogtaldi með því sannað, að Arne Treholt hefði lagt á ráðin um brottflutning varnarliðsins. Skýrsla þessi var merkt trúnaðarmál og þótti umrædd birting Mbl. því ekki eðlileg. Pá vakti það forvitni hvernig blaðið hefði fengið skýrsluna í hendur. Vegna þess, að Einar Ágústsson kom hér við sögu, þótti honum rétt að rifja málið upp, en honum bárust samdægurs fréttir af frásögn Mbl. Að ósk hans hóf utanríkisráðuneytið leit að skýrslunni, en hún fannst þá ekki í ráðuneytinu, þrátt fyrir vandaða leit. Þetta staðfesti ráðuneytisstjóri í viðtali við ritstjóra Tímans þá um kvöldið. bennan sama dag, eða daginn eftir, föstudaginn 27. janúar, sneri einn af fréttamönnum sjónvarpsins, Ög- mundur Jónasson, sér til ráðuneytisins og óskaði upplýs- inga um skýrsluna. Hún var þá enn ófundin. Honum bárust svo fréttir af því á föstudagskvöldið að skýrslan hefði fundizt. Það liggur þannig fyrir, að skýrslan hefur verið ófinnan- leg í utanríkisráðuneytinu á annan sólarhring, en kemur þá fyrst í leitirnar. í umræðum á Alþingi kom ekkert fram, sem upplýsti það, að skýrslan hefði verið týnd í ráðuneytinu á annan sólarhring. Utanríkisráðherra sagði, að Mbl. vildi ekki upplýsa, hvernig það hefði fengið skýrsluna, og hann kvað enga ástæðu til að ætla að hún hafi borizt því úr ráðuneytinu. Hann upplýsti hins vegar ekkert um, hvernig stóð á því, að skýrslan var týnd þar á annan sólarhring. Það hvílir því fullkomin hula yfir því, hvernig Mbl. fékk skýrsluna og hvers vegna hún týndist um skeið í ráðuneytinu og fannst svo aftur, þegar búið var að birta kafla úr henni í Mbl. Óneitanlega er þetta með dularfyllri atburðum, sem hér hafa gerzt í seinni tíð. Ein skýringin er sú, að skýrslan hafi verið fjölrituð og Mbl. borizt eitt eintakið. F»að hefði því ekki endilega þurft að fá hana úr utanríkisráðuneytinu. Hver sem rétta skýringin kann að vera á þessu, er það augljóst, að innan eða utan ráðuneytisins er einhver Treholt, sem vinnur fyrir Mbl. af svipaðri dyggð og Treholt hinn norski fyrir Rússa. Þessi Treholt hefur haft umrædda skýrslu undir höndum og talið sig geta heldur betur þjónað Mbl. með því að láta það fá vitneskjuna um hádegisverðarboðið í New York haustið 1971. Mbl. var ekki lengi að gleypa agnið. Útdráttur þess úr skýrslunni gaf helzt til kynna, að íslenzku fulltrúarnir hefðu verið að drýgja eitthvert ódæði. Af einskærri miskunnsemi taldi Mbl. því ekki rétt að birta nöfn þeirra. Til að gera hlut Treholts sem mestan, voru ekki greind nöfn annarra Norðmanna, sem voru boðnir í hádegisverð- inn. Sem betur fer er slík misnotkun á trúnaðarskýrslum einsdæmi. Vonandi verður það lí^ca einsdæmi, að trúnað- arskýrslur týnist í utanríkisráðuneytinu og finnist fyrst eftir að birzt hafa kaflar úr þeim í Mbl. P.P. _____ffflWW________ skrifað og skrafað Plága á tímum jafnréttis Jafnréttið á sér margar hliðar og seint verður því fullnægt svo öllum líki. Um- ræður og barátta ýrnissa hópa fyrir jafnréttinu í öllum sín- um margbreytilegu myndum minnir stundum á apann, sem tók að sér að skipta ostinum. Eftir að hann var búinn að skipta honum í tvennt var annar helmingurinn heldur stærri en hinn. Þá beit hann í hinn stærri hluta sem þá varð minni en sá sem fyrr var léttari. Enn beit apinn í stærra oststykkið til að jöfn- uður næðist. Endirinn var sá að apinn hafði étið ostinn allan í nafni jöfnuðar og réttlætis og ekkert varð eftir til skiptana fyrir þá sem fengu apaköttinn til starfans. Kristján skáld frá Djúpa- læk er dæmi um mann sem ekki stendur jafnfætis flest- um öðrum. Hann hefur hlot- ið skáldgáfu í vöggugjöf og ræktað hana með slíkum ágætum sem raun ber vitni. Hann skrifar um gáfu- mannapláguna í Dag og þá áréttu að gera alla menn og allar konur jafnar í sérhverju tifliíi: „Mikil umræða fer nú fram í fjölmiðlum vegna nýs vanda- máls er uppgötvast hefur en það er að nokkrir nemar reynast hafa meiri greind og námshæfni en almennt gerist. Á tímum „jafnréttis“ þykir þetta ískyggilegt og telja fé- Iagsvísindamenn og sálfræði- lega sinnaðir illa horfa. Má þó strax benda á til hug- svölunar að aðrir telja að öll mistök í stjórn lands og lýðs stafi ekki af of miklum vits- munum. Þar kunni fleira til að koma. En þjóðfélagið er talið í hættu vegna ofgreindra ein- staklinga þó grunnskólar reyni úr að bæta. Alltaf er að skjóta upp einum og einum nema sem ekki er aðeins skýrari í hugsun og skjótari að tileinka sér námsefni held- ur einnig iðnari við námið. Þá kunna sumir að hafa sér- gáfur nokkrar og þó þær séu á einangruðu sviði geta þær valdið minnimáttarkennd og leiða þeirra sem fullnægja kröfunni um miðlunginn. Hér á landi skal ekki þolað að einn skari fram úr öðrum: Syngi einhver beturen annar, yrki eða leiki á hljóðfæri verður að banka dálítið í hausinn á honum. Veiði einn meira ellegar skili betri vinnu, láti fiskverkun bera sig eða iðnað verður að veita þeim hinum sama tiltal. Fái einhver bóndi fleiri mjólkur- lítra eftir kú eða meiri kropp- þunga dilka eftir á, sem sagt búnist betur en öðrum, verð- ur að refsa honum með lægri prís á því sem fer yfir meðal- lag - því hitt gæti sært minni búmenn og „jafnréttishug- sjónin" verið í hættu. Það er þessi göfuga dyggð, „jafnréttið", sem krefst þess að milljónamæringur fái jafn- an styrk með barni sínu og öreiginn, svo og aðra fátækra- hjálp og aðstoð í gigtarkasti. Hið af brigðilega skal kveða niður En stöðva skal á að ósi. Nú er stefnan einmitt sú að kveða hinn „afbrigðilega" niður strax í skóla. Barn með sérgáfu eða óvenju mikla greind og kannski námfýsi að auki skal ekki eitra sálarlíf miðlunga! Einn greinarhöf- undur í umræðunni um hin nýju vandamálabörn, séníin, spyr með þjósti: „Á kannski að sigta gáfnaljósin út (sic) og kosta þau í skóla?" Ja, er von að maðurinn spyrji í þjóðfélagi þar sem gáfur eru allt að því glæpur. Annar höfundur, raunar menntaskólakennari, skrifar í nöpru háði: „Vitanlega eru grey séníin að drepast úr námsleiða og þurfa þar af leiðandi sérmeðhöndlun.“ Hann hefur sýnilega ekki þurft að burðast með þann fæðingargalla sjálfurað liggja námsefnið í augum uppi og verða því að sitja aðgerðar- laus í bekk vetur eftir vetur meðan kennarinn eyðir stundinni í að sansa trassann og tossann. En þessi nýi andi gegn hæfum nemendum er tím- anna tákn í landi meðal- mennskudýrkunarinnar og þeirrar jafnréttishugsjónar sem einhver nefndi „sósíal- isma andskotans" - að enginn megi af öðrum bera til munns né handa. f samræmi við „jafnréttið" var sú regla upp tekin að hætt skyldi að velja nemendur saman í bekki eftir hæfni og þroska, þar skyldi hendingin ráða því b og c bekkingar gætu fengið minnimáttar- kennd gagnvart a bekkjar- nemum. Nú skulu nemar á öllum þroskastigum saman í bekk upp á jafnréttið, upp á hið persónulausa hjarðeðli. Enginn skal vera hærri en annar Spurt hefur verið hvort þeim' seinfærasta líði betur í hópi hinna sem best gengur með námið heldur en með jafningjumsínum. Einkunnir má heldur ekki gefa í tölum, 0-10; lág tala gæti sært þann seinfæra hvort sem verri ár- angur stafaði af námstregðu eða kæruleysi og þeir sem skiluðu 10 gætu ofmetnast. Það óttast menntaskólakenn- arinn, sem áður er vitnað til, mest. Sýnilega hafa íslendingar annan skilning í kennslumál- um en aðrar þjóðir. í Sovét er mér tjáð að strax í barna- skóla sé farið að huga að afburðabörnum á hvaða sviði sem er og þeim gefinn kostur á þjálfun við sitt hæfi. Þar þykir sérgáfan ekki goðgá heldur náðargjöf. Eins munu allar dyr standa þeim nemum opnar í Bandaríkjunum sem fram úr skara, jafnvel af fjörrum löndum. Á íslandi er krafan í nafni réttlætis: Sé einhver höfði hærri en aðrir skal hann stytt- ur um það.“ Már Guömundsson: Athugasemd vegna skrífa um klofning Fylkingarinnar í Tímanum 14. febrúar s.l. er ég undirritaður titlaður hagfræðingur Seðla- bankans í grein sem fjallar annars um alls óskylt efni, þ.e. klofning Fylkingar- innar og inngöngu félaga hennar í Alþýðubandalagið. Síðast þegar ég vissi til var staða hagfræðings Seðlabankans laus til um- sóknar. Mér brá því ekki lítið þegar ég sá að Tíminn var búinn að veita mér stöðuna, sérstaklega þar sem ég hafði ekki einu sinni sent inn umsókn. Þar sem ég vissi að þrýstingsmöguleikar Tímans og Framsóknarflokksins eru töluverðir um þessar mundir, grenslaðist ég fyrir um það, hvort mér hefði verið veitt staðan. Reyndist það ekki vera, enda hefði það verið eins og að vinna í happdrætti án þess að eiga miða. Þessi misskilningur verður líklega að skrifast á reikning þess, að höfundur hennar, OÓ, játar í upphafi hennar, að það sé margt sem honum gengur erfið- lega að skilja í þessum heimi. Ekki gefst færi á því hér að eltast við allan þann misskilning og ruglanda sem kemur fram í grein hans varðandi klofninginn í Fylk- ingunni, en vonandi hefur honum þó nú skilist, aðþaðeróravegurfráþvíaðvera bara einhver hagfræðingur í Seðlabank- anum og hagfræðingur Seðlabankans. Það auðveldar honum kannski skilning- inn ef ég upplýsi, að þessi mismunur var alls ekki fundinn upp af „theológum" marxismans. Rætur þessa misskilnings liggja í upphaflegri frétt Þjóðviljans af klofn- ingnum í Fylkingunni. Með viðtali við mig birtist flennistór mynd og undir henni texti þess efnis, að myndin sé tekin af mér við vinnu mína í Seðlabankanum. Þessi myndbiríing er þannig til komin, að blaðamaður Þjóðviljans taldi blaðið ekki hafa neina frambærilega mynd af mér og vildi því senda á mig ljósmynd- ara. Framreiðsla efnisins í Þjóðviljanum bendir hins vegar eindregið til þess, að markmiðið hafi ekki verið að taka fram- bærilega mynd af mér, enda sú mynd sem birt var verri en önnur þeirra mynda sem Þjóðviljinn hafði af mér fyrir, heldur að taka mynd af skrifborði mínu og auglýsa að ég ynni í Seðlabankanum. Mér detta helst í hug þrjár skýringar á þessu athæfi blaðamanns Þjóðviljans. í fyrsta lagi venjulegt menntasnobb og vaidsdýrkun, og var þá markmiðið að auglýsa að hagfræðingur í Seðlabankan- um hafði gengið í Alþýðubandalagið. í öðru lagi, að blaðamaður hafi haft samúð með fjórmenningunum sem klufu sig út úr Fylkingunni, og hafi viljað nota þá slæmu ásýnd sem Seðlabankinn hefur meðal margra vinstri manna til að veikja málstað meirihlutans. 1 þriðja lagi er hugsanlegt að blaðamaðurinn hafi sjálf- ur ekki komið nálægt uppsetningu efnis- ins og gerð myndtexta. 1 frétt Morgunblaðsins af klofningnum í Fylkingunni, sem birtist 11. febrúar, er ekki minnst á að ég vinni í Seðlabankan- um. Hins vegar er það rækilega undir- strikað í Staksteinum sama dag. í þeim sömu Staksteinum er því haldið fram, að Fjórða Alþjóðasambandið, sem Fylk- ingin er aðili að, stefni að „marxísku alræði" um allan heim. Ég er nú búinn að vera meðlimur í þessu alþjóðasam- bandi í nær 10 ár, en hef þó aldrei heyrt um þetta markmið fyrr en ég les um það í Morgunblaðinu nú, enda felst í því álíka mikill hugtakaruglingur og ef rætt væri um „hayekískan sósíalisma" eða „friedmaniskar bomsur". Ekki eru tök á því hér að útskýra markmið fjórða Alþjóðasambandsins, en vonandi gefast mér tómstundir til að skrifa um það biaðagrein á næstunni ásamt því að útskýra markmið inngöngu félaga Fylk- ingarinnar í Alþýðubandalagið og starf trotskyista í breska Verkamannaflokkn- um, en um þetta rugla þeir báðir hreint ótrúlega, höfundur Staksteina og OÓ á Tímanum. Það er ljóst hvað höfundi Staksteina gengur til þegar hann tengir saman „hagfræðinginn í Seðlabankanum" og „marxíska alræðið". Það verður jafnvel enn ljósara þegarStaksteinar 15. febrúar eru lesnir, en þar er undirritaður sakaður um að vilja koma á „alræði eins flokks" hér á landi og jafnvel gengið svo langt að tala um „gæsagang alræðisins". Ég held að langt sé síðan annar eins sóða- skapur hefur sést í íslenskri stjórnmála- umræðu, og dæmalaus kokhreysti í mál- gagni flokks sem hefur lengi stefnt að því leynt og ljóst að geta einn myndað ríkisstjórn á íslandi, og er jafnframt sá núlifandi stjórnmálaflokkur íslenskur, sem mest daðraði við þá hreyfingu alræðissinna, sem þekkt var fyrir gæsa- ganginn. Það er eins og Morgunblaðið hafi fyllst taumlausri bræði við það að félagar Fylkingarinnar ákváðu að ganga í Alþýðubandalagið. Staðreyndin er hins vegar sú, að höfundum Staksteina og mörgum skoð- anabræðra hans finnst fullkomlega óeðli- legt að yfirlýstur sósíalisti vinni sem hagfræðingur í Seðlabankanum. En til að fá aðra til að finnast hið sama, verða þeir að hylja þessa ólýðræðislegu skoðun sínu á bak við þá röngu kenningu að marxískir sósíalistar stefni að því að skerða lýðréttindi almennings. Hér er hlutum auðvitað stillt algjörlega á haus, því sósíalistar stefna að því að stórauka lýðréttindi almennings og þátttöku hans í ákvarðanatekt á öllum stigum samfélags- ins, þ.m.t. í efnahagslífinuog ífyrirtækj- unum, en í þeim efnum þurfa þeir að takast á við Morgunblaðið og þá sem fylgja skoðunum þess. Miðað við þessa áróðursherferð Morgunblaðsins er það nánast smámál þótt OÓ hafi ruglast á „hagfræðingi í Seðlabankanum" og „hagfræðingi Seðl- abankans". lnnan Seðlabankans fer hins vegar aldrei á milli mála hvor er hvað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.