Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 4
■ „Þið verðið nú vitni að því sem ég vil kalla byltingu í þessum ákveðna þætti byggingarstarfseminnar hér á landi“, sagði Einar Guðberg Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Gluggaverksmiðjunnar Ramma h.f. í Njarðvík m.a. er hann sýndi fréttamönnum hin nýju tæki til að gagnfúaverja timbur, sem Rammihefur nú keypt og tekið í notkun - fyrst trésmiðja hér á landi - við gluggasmíði. Búnaður þessi og það fúavarnarefni sem notað er, er framleitt af Gori A/S í Danmörku og vörnin í fiokki B, sam- kvæmt stöðlum samræmdum af Nor- ræna timburvemdarráðinu (NTR). Að sögn Einars Guðbergs eru nú liðnir nær tveir áratugir síðan Gori fór að gagnverja timbur, eða árið 1965. Arið 1969 hafi síðan verið lögleitt á Norðurlöndunum að allir gluggar skyldu gagnvarðir. „En hvers vegna höfum við verið svona sofandi fyrir þessum málum? Hvers vegna hefur ekkert verið gert hér á landi í þessum efnum öll þessi 15 ár síðan?“ spurði Einar Guðberg. Sístækkandi hópur smiða lifir af gluggaviðgerðum „Þið þckkið öll hina klassísku spurn- ingu hvers hús- eða íbúðakaupanda hér á landi „hvernig eru gluggarnir?" Það hefur nánast verið litið á það sem eitthvert náttúrulögmál að gluggar séu orðnir fúnir þegar hús eru orðin 30-40 ára gömul og jafnvel löngu fyrr. Sá hópur smiða sem lifir af því góðu lífi að gera við fúna glugga fer sí stækkandi. Aldrei hefur liins vegar verið kannað hvað þetta vandamál er stórt og um- fangsmikið. Síðasta stóra þekkta dæmið er t.d. Víðishúsið". Gagnvörnin er fólgin í því að fúa- varnarefnið gengur inn í viðinn, en ekki borið utaná eins og tíðkast hcfur. Gagn- fúavörnin cr gerð á tréeiningunum full- unnum, þannig að efnið fcr vcl inn í endahlutana sem alla jafna eru viðkvæm- ustu fletirnir fyrir fúa. Tækið sjálft er tvíþætt. Neðri hlutinn er geymir fyrir 13.000 lítra af olíuupplausn, sem síðan streymir upp gegn urn timburstokkinn, sem tekur 6 rúmmetra af viði hverju sinni. Við gagnvörnina er ýmist beitt yfirþrýstingi og undirþrýstingi, þótt hið síðarnefnda sé aðaleinkenni aðferðar- innar, sem oft er því nefnd „vakúum- fúavörn". Enn eitt íslenska heimsmetið Við kaup Ramma á tækjum þessum slógu íslendingar enn eitt heimsmetið, að því er fram kom í samtalinu við Einar Guðberg. Þegar hann fór til tækjakaup- anna til Gori kom í Ijós að arkitektar á íslandi hanna miklu lengri og stærri glugga en almennt tíðkast annarsstaðar í heiminum. í stað þess að Rammi gæti keypt þau tæki, sem algengust eru, þ.e. með 3ja metra löngum tanki varð Gori að hanna stærsta verkfæri heimsins af þessari tegund fyrir Ramnia, þ.e. 6 metra langt. Það krefst þess jafnframt að olíubirgðirnar í geyminum þurfa alltaf að vera miklu meiri en ella væri nauðsyn- legt. Framleiðslan hjá Rammaveröurundir óháðu gæðaeftirliti Iðntæknistofnunar íslands og varan merkt eftir reglum NTR, standist hún gæðakröfur. Eftirlit Iðntæknistofnunar fer þannig fram, að komið er að óvörum í verksmiðjuna og sótt sýni af gagnvörðum viði, sem síðan verður prófaður. Auk eigin framleiðslu mun Ramrni einnig taka að sér gagnfúa- vörn fyrir aðra. Um 2.000 kr. auka- kostnaður við heilt einbýlishús Tækin kostuðu um 1,5 millj. króna. Af olíunni ganga um 0,2 lítrar inn í hvern lengdarmetra af venjulegu glugga- efni. Gagnvörnin hefur þá eiginleika að olían mettar viðinn, þannig að hann tekur ekki við meiri raka og er því varinn gegn þeim rúmmálsbreytingum sem valda fúa; í timbri þegar það verður til skiptis fyrir áhrifum vatns og sólarhita. ■ Gluggar og hurðir í smíðum og auövitað af öllum stærðum og gerðum, þótt slíkt geri þessa hluti um 30% dýrari en þeir þyrftu ella að vera. ■ Einar Guðberg — Hanna þurfti sérstakan tank svo „íslensku” gluggarnir kæmust ofan í hann ■ Unninn gluggaviður á leið inn í gagnfúavarnartækið. Úr því kemur hann aftur snertiþurr eftir 45 mínútur. Rammi kynnir ný tæki til að gagnfúaverja timbur: ENN ERII fSLENMNG- SRAflSLA HDMSMET Taldi Einar Guðberg láta nærri að gagnvörnin þýði um 2.000 króna auka- kostnað við gerð allra glugga í dæmigert einbýlishús. íslendingar vilja ekki 30% ódýrari glugga Það kom og fram í viðtalinu við Einar Guðbcrg að enn virðumst við Islending- ar hafa sérstakt yndi af því að kaupa hlutina dýrari en þeir þyrftu að vera. Stöðlun glugga, t.d. í 4-6 tegundum, hefur nánast ekkert gengið hingað til, þótt slíkir gluggar gætu verið um 30% ódýrari en nú er. Meðal annarra þjóða sagði hann algengt að 50-70% af allri gluggaframleiðslu væru staðlaðir gluggar. Að vísu tók hann fram að aðeins væri farinn að nást árangur í þessa átt hjá stórum byggingaraðilum eins og t.d. byggingarsamvinnufélögun- uni í Kópavogi og Byggung, en þó hafi ekki náðst samræmi milli þeirra aðila innbyrðis. Einar sagði verðskrána þegar lækka töluvert við pöntun t.d. 200-300 eins glugga. Rammi gæti framleitt alla glugga sem hér þarf ef... Þessi sérhyggja landans skapar hins vegar eðlilega mikla vinnu. Fram kom hjá Einari að framleiðslugeta þeirra tækja sem Rammi hcfur sé slík að þar væri hægt á 5-6 mánuðum á ári að framleiða alla glugga sem Islendingar þurfa árlega ef þeir væru staðlaðir. Svipað er að segja um útihurðasmíðina hjá Ramma. Dyragöt á húsum geti verið af öllum stærðum og gerðum, þannig að sérsmíða þurfi nánast alla karma og ramma og annað sem tilheyrir nema kannski hurðirnar sjálfar. Þar sagði hann að einnig gæti munað um 30% á verði með stöðlun. -HEI ■ „Það er allt í lagi að vinna við þessi tæki ef maður passar sig á því að nota réttu handtökin", sagði Hanna Ingi- mundardóttir, starfsmaður í Ramma, þegar Tímamaður hafði orð á því að sér hafi alltaf þótt fræsarar og slík tæki heldur ógnvænleg. Hanna kvaðst nú hafa starfað í Ramma tvö ár samfleytt og alls á fjórða ár og kunna þessari vinnu ágætlega. Spurð hvort hún hyggði e.t.v. á nám í iðninni kvaðst hún ekki vera farin að hugleiða slíkt, en hver veit hvað síðar kann að koma upp á. Samstarfs- maður Hönnu Karólína Þorgrímsdóttir hefur nú 7 starfsár að baki í Ramma, enda taldi Hanna að oftast hafi þar verið tvær til þrjár konur meðal starfsmanna, sem nú eru samtals um 25 talsins. Tímamyndir G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.