Tíminn - 17.02.1984, Blaðsíða 20
Opið virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 00 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á ollu
Kaupum nýlega
bíla tll niöurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
Ritstiorn86300 - Auglysmgar 18300- Afgreidfda o?. 86300 - Kvbjdsimar 86387 og 86306
Islendingar löghlýdnastir allra Evrópubúa?:
abriel
HÖGGDEYFAR
___i | , • Hamarshöfða 1
(JJvarahlutir sími365io.
Föstudagur 17. febrúar 1984
FANGAR HLUTFALLSLEGfl
LANGFÆST1R A ÍSIANDI
— en hins vegar er hlutfall kvenfanga hæst hér á landi
■ Ef marka má skýrslu Evrópu-
ráðsins cru íslendingar cin lög-
hlýðnasta þjóð í Evrópu. I
samantekl um fangelsismál Evr-
ópuríkja sem Evrópuráðið hefur
sent frá sér, keinur m.a. fram að
1. september 1983 voru hiutfalls-
lega langfxstir fangar á lslandi
eða 24,3 miöað við hverja
100.000 íbúa. Flestir fangar voru
þá í Austurríki eða 114 iniðað
við hverja 100.000 íbúa. Á sartia
tíma var hinsvcgar hæsta hlutfall
kvenfanga á Islandi af öllum
Evrópuþjóðum eða 5,3% af
föngum.
í skýrslunni er dreginn saman
ýmislegur fróðleikur um fangels-
ismál í Evrópu, bæði í tölum og
umfjöllun. Parerm.a. birt heild-
artala fangelsana hjá 19 Evrópu-
þjóðum árið 1982 og voru þær
154 á íslandi eða 65,5 miðað við
100.000 íbúa. Aðeins í Kýpur
var hlutfallsleg fangatala lægri
eða 54,1. Langhæsta hlutfallið
var í Danmörku eða 377,7 en
Bretland og Noregur kom næst
með 315,5 og 292,2.
Á sama tíma var meðaltími
fangelsisvista einna lengstur á
íslandi eða 6,5 mánuðir og eru
aðeins tvær þjóðir með hærri
meðaltíma, Kýpur með 6,6 mán-
uðr og Portúgal með 8 mánuði.
Styst virðist hver fangi sitja inni
í Hollandi eða 1,6 mánuð að
meðaltali.
f skýrslunni kemur fram að
fjöldi fanga virðist aukast hlut-
fallslega í réttu hlutfalli við fólks-
fjölda. Ef þjóðum er skipt í 3
hópa 1. febrúar 1983 koma
Malta, Kýpur og ísland best út
með í kringum 30 fanga á hverja
100.000 íbúa. Þessi lönd hafa öll
undir einni milljón íbúa. I öðrum
hópnum eru lönd með milli 1
milljón og 15 milljónir íbúa með
milli 35 og 65 fanga. í þriðja
hópnum eru síðan þjóðir með
yfir 15 milljónir íbúa þar sem
meðaltal fanga á hverja 100.000
íbúa er yfir 59..
-GSH
■ Þótt sólin sé nú aftur
tekin að skína á ísafirði
öðru hvoru, eftir sitt ár-
lega tveggja mánaða jóla-
frí, er heldur kuldalegt
um að litast á ísafirði
ennþá. Þétt jakahröngl
þekur Pollinn og hlákan
sem hefur verið að
drekkja Suðurlandi
undanfarna daga hafði
ekki lagt leið sína þar
vestur þegar þessi mynd
var tekin nú nýlega.
Tímamynd Finnbogi
Flugleidir:
BRAUTARLENGD-
IN MEIRI EN NÓG
— ef bremsuskilyrði hefdu
verið þau sömu og
flugstjóri fékk uppgefin
■ Vegna fréttatilkynn-
ingar Flugmálastjórnar
um óhapp við lendingu
DC-8 þotu Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli hafa
Flugleiðir sent frá sér
fréttatilkynningu þar sem
segir m.a.:
„Samkvæmt DC-8-63
handbók er nauösynleg
flugbrautarlengd miðað
viö hámarks lendingar-
vigt, þurra braut og góð
bremsuskilyrði, 1997
metrar, án þess aö bremsu-
kný hreyfla sé notaö. Sam-
kvæmt handbókinni á vél-
in að stöðvast á 60% þeirr-
ar vegalengdar þ.e. á 1198
metrum."
Flugleiðir segja jafn-
framt að ef bremsuskilyrði
viö lendingu þotunnar á
Keflavíkurflugvelli hefðu
verið þau sömu og flug-
stjóri fékk gefið upp liefði
brautarlengdin verið nieiri
en nóg til að stöðva vélina
en í tilkynningu Flugmála-
stjórnar er talað unt að
þotan hafi haft 2150
metra.
Við léleg bremsuskil-
yrði er nauðsynleg flug-
brautarlengd samkvæmt
flugrekstrarbók Flugleiða
fyrir DC-8 vélarnar, sem
næst 2.500 metrar og þá
miðað við að bremsukný
hreyfla sé notað. Séu
bremsuskilyrði léleg
(bremsustuðull 0,25 eða
minna) er flugstjórum félags-
ins ráðlagt að reyna ekki
lendingu.
-FRI
Bílageymsluhús fyrir ÍOOO
bifreiðar byggt í midborginni?
■ „Tæknilega séð er ekkert
því til fyrirstöðu að framkvæmd-
ir hefjist strax á næsta ári. Þetta
kostar hins vegar nokkurt fé og
ég get engu spáð um hvort reikn-
að verður með því á næstu
fjárhagsáætlun borgarinnar,"
sagði Þórður Þorbjarnarson,
borgarverkfræðingur, þegar
hann var spurður hvort til stæði
að hefja byggingu tveggja stórra
bílageymsluhúsa í miðborg
Reykjavíkur á næstunni.
Á aðalfundi Félags stór-
kaupmanna í gær sagði Davíð
Oddsson, borgarstjóri, að fyrir
lægju hugmyndir um að byggja
bílageymsluhús fyrir allt að 1000
bíla í Kvosinni. Hann nefndi tvo
staði í því sambandi, autt svæði
austan við Hafnarbúðir og horn
Tryggvagötu og Kalkofnsvegar.
Telur Ðavíð að fjölgun bílastæða
á þessu svæði muni létta mjög á
allri umferð um gamla miðbæ-
inn, en um hann er talið að fari
að meðaltali 42 þúsund bílar á
dag og þar af nokkur stór hluti
sem hringsóli í bílastæðaleit.
-Sjó
dropar
Misskilnin sam-
eignarstefna!
■ Draumurinn um „réttlátt
þjóðfélag" hefur lcngi blundað
hjá sameignarsinnum, þó
sjaldnast hafi þeir haft tækifæri
til að koma hugmyndum sínum
fuilkomlega í framkvæmd. í
kjölfar stjórnarbyltinga í Af-
ríku hafa þó slíkir menn komist
til áhrifa með misjöfnum ár-
angri, sem aliir hafa haft sam-
eignarhugsjónir sínar að leið-
arljósi.
Áhrifamenn í Zimbabwe
föndra við þennan drauin sinn
eins og aðrir í álfunni, en þó er
sá agnúi á að komið hefur upp
misskilningur annars vegar
milli stjórnenda, en hins vegar
íbúa landsins, um túlkun sam-
eignarstefnunnar. Þannig en
öllu steini léttara stolið úr
skólum landsins, s.s. bókum,
stólum, borðum o.fl. á þeim
grundvelli að þjófarnir eigi
hlutina hvort sem er. Standa
yfirvöld í ströngu við að skýra
út, að þrátt fyrir samcignarrétt-
inn á þessum hlutum, þá sé
ætlast til að þeir fái að vera í
friði, svo kennararnir standi
ekki uppi allslausir í skólanum.
Ætlarðu að fara
yfir í sexið???
■ Þau eru mörg spaugileg
atvikin sem gerast í hliðar-
sölum hins háæruverðuga al-
þingis. Þannig fréttu Dropar af
einurn þingmanni á tali við
skjólstæðing sinn í símaklefa
sjö í þinginu, þegar annar
hrinedi oe vildi fá samband við
hann. Þar sem samtalið við
hinn fyrra ætlaði aldrei að
Ijúka greip símastúlka til þess
bragðs að hringja í símaklefa
sex í þeirri von að þingmaður-
inn tæki þar til við nýtt sanital
er hinu fyrra væri lokið.
Leið nú og beið, þar til bæði
sá sem hringdi og símastúlkan
misstu þolinmæöina. Flaug þá
þessi gullvæga setning til þing-
mannsins: Ætlarðu að fara yfir
í sexið og taka upp tólið."
Krummi .. .
... skilur ekki að nokkur semji
ef allir ætla að bíða eftir öllum.