Tíminn - 19.02.1984, Page 4
4
SUNNDDAGÚR 19. FEBRÚÁR 1984
fullu stofnunar í Bandaríkjunum, Nat-
ional Reconnaissance Center. Þessi
stofnun er ekki í hámælum höfð og á sér
vart tilveru - opinberlega. Embættis-
menn ríkisins eiga ekki að ræða um hana
opinberlega eða staðfesta tilveru
hennar. En ýmsir telja, að fjárhagsáætl-
un hennar hljóði upp á cá. tvöfalt það
sem CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna,
fær í ár.
Jafnvel hin litla og „friðsamlega"
geimskutla getur gegnt hlutverki í hern-
aði. Ef ekki hefði komið til stuðningur
Pentagon væri hún ekki til í dag. Það
voru herfræðingarnir sem ákváðu helstu
stærðir og innviði skutlunnar (hún er 18
metra löng og 4.5 metrar á breidd). Ber
14.500 tonn og halli á sporbaug hennar
um jörðu er 98 gráður. Herforingjarnir
höfðu sitt að segja varðandi þetta allt.
Og "um hundrað flugferðir af ca. þrjú-
hundruð á áætluninni verða helguð hern-
um eingöngu. Spurt er um tilganginn
með þessum ferðum skutlunnar.
■ Frá því að fyrsta gervihnettinum var skot-
ið á loft umhverfis jörðu árið 1957 frá
Sovétríkjunum og fram á þennan dag hafa átt
sér stað stórstígar framfarir í geimvísindum.
En hvers konar framfarir? Hvaða tiigangi
þjóna þær? Fáir gera sér grein fyrir því, að
allflest þau geimför og gervihnettir, sem
sendir hafa vérið út í geiminn geta gegnt
mikilvægu hlutverki til njósna og í hernaðar-
legum tilgangi. Stórveldin halda því ekki á
loft, að tilgangurinn með rannsóknum í geimn-
um sé að vissu marki hernaðarlegs eðlis. En
víst er, að hvorugt stórveldanna vill verða
undir í baráttunni um þokkalega hernaðar-
stöðu utan gufuhvolfsins sem innan þess.
Er stríð í geimnum aðeins martröð eða
hugsanlegur möguleiki innan fárra ára? Vissu-
lega hafa framámenn kjarnorkuveldanna leitt
hugann að þessum möguleika. Hin fræga
ræða Reagans, svokölluð „Star War speech“,
var ekki klaufaleg uppákoma í sjónvarpi eins
og margir Evrópubúar fengu á tilfinninguna í
mars á sl. ári. Ræðan leiddi ekki annað í Ijós
en það, sem lengi hafði verið hugleitt í
herbúðum risaveldanna. Bæði eru þau í óða
önnað undirbúa aðstöðu sína til hervæðingar
úti í geimnum, þó svo þau geri það að mestu
innan þeirra marka, sem þegar hefur verið
samið um milli þeirra.
Það segir mikla sögu í þessu efni, að tveir
þriðju þeirra hluta, sem nú sveima um jörðina
af mannavöldum, er hægt að nota í hernaðar-
legum tilgangi. Þessir hnettir senda til risa-
veldanna upplýsingar um veðurfar, fjarskipti
og ýmsan fróðleik sem annað hvort eru
njósnir eða líkja má við beinar njósnir. Og það
er kannski ekki ýkja langt í það, að út í
geiminn fari vopn, m.a. geislavopn, sem sent
geta skeyti sín af stað til jarðar með hraða
Ijóssins. Kannski vérður það á morgun.
■ Aætlun sem lítið er vitað um, litil geimskutla, sem Sovétmenn hafa smíðað. Ástralski herinn náði myndum
af flauginni á Indlandshafi 16. mars i fyrra, þegar hún var að lenda eftir tilraun.
Gervihnötturinn, sem Sovétmenn
sendu á braut um jörðu 5. október 1957
var ekki stór að sjá, aðeins 58 sentimetr-
ar í þvermál. Spútnikk nr. 1 var kominn
í loftið og Rússar höfðu með því skotist
fram úr Bandaríkjamönnum. Fyrsti þátt-
urinn í nýrri Ódysseifskviðu - nú úti í
geimnum - var hafin. Bandaríkjamenn
létu ekki lengi sitt eftir liggja og stórelfdu
þegar í stað alla starfsemi sína á sviði
geimvísinda.
Síðan 1957 hafa verið sendir hvorki
meira né minna en 3000 hnettir frá
jörðu. Ef brakið úr þessum hnöttum og
aðrir fylgihlutir eru taldir með, eru
meira en fimm þúsund „hlutir“ á sveimi
um jörðina, sem sendir hafa verið þang-
að á síðustu áratugum. Af þessum fimm
þúsund eru aðeins um þrjú hundruð
nothæfir. Og tveir þriðju hlutar þeirra
eru tól, sem hægt er að nota í hernaðar-
legum tilgangi á vegum „Svarthöfðanna"
tveggja, Bandaríkjamanna og Sovét-
manna.
Þessi litlu njósnaaugu úr málmi og
trefjum, smárum og flóknum rafeinda-
tækjum smjúga gegn um skýin til okkar,
greina m.a. ýmisefni á jörðu niðri, magn
þeirra og gæði, þau nema útvarpssend-
ingar, jafnvel símtöl. Þau geta haft tölu
á mannfólkinu og skoða framgang ýmiss
konar átaka á landi og sjó. Gera má ráð
fyrir, að herfræðingar stórveldanna
skoði átökin í Tsjad, Mið-Austur-
löndum, Afghanistan og víðar með
öðrum augum en þeir, sem nær búa. Hin
hárfínu njósnaaugu geta greint smáatriði
á jörðu niðri, jafnvel allt að því nokkra
sentimetra í þvermál. Þetta vita menn í
dag, þrátt fyrir, að fáar myndir hafi enn
verið sýndar opinberlega, sem teknar
eru úr gervihnöttum á vegum Pentagon
og Kreml.
Allt það sem aflað er í hernaðarlegu
augnamiði er vandlega merkt „trúnað-
armál" og ekki auðveldur leikur fyrir
tréholta þessa heirns að nálgast þau
skjöl. Nánast ekkert er vitað um upp-
skeru Big Bird vélanna amerísku, sem
sveima um jörð á sviði gervitungla í 130
km. fjarlægð frá jörðu. Ekki var heldur
vitað nákvæmlega um verkefni KH
11(KH þýðir „key hole“); en „svið“ hans
í upplýsingaþjónustu komst í fjölmiðla
vegna þess að amerískur tréholt að nafni
William Kampiles seldi Sovétmönnum
helstu gögn um hnöttinn. Svo bláeygir
voru menn eða öllu heldur fákunnandi á
þessu sviði, að talið var ógerlegt fyrir
KH 11 að njósna að einhverju marki um
jarðarbúa, þar sem hnötturinn væri svo
fjárri jörðu. En þegar einn starfsmaður
CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna,
seldi Sovétmönnum upplýsingarnar árið
1978, komst upp hvers eðiis var...
Og ennþá hærra uppi...
Og ennþá fjær jörðu, í 36 þúsund
kílómetra fjarlægð frá plánetunni jörð,
vaka yfir okkur önnur augu; svokallaðir
DSP-hnettir, (fyrir Defence Support
Program), sem fylgjast grannt með skot-
stöðvum eldflaugaájörð.u niðri. Sérstak-
lega er fylgst með skotpöllum Sovét-
manna og annarra hugsanlegra óvina í
atómstríði. Þessir hnettir snúast með
jörðu og fylgjast stanslaust með hinum
þremur mikilvægustu hernaðarsvæðum
jarðar, Atlantshafi, Indlandshafi og
Kyrrahafssvæðinu.
Allur afraksturinn af „starfi" þessa
njósnahnatta fara beint til hinnar dular-
Að ræna gervihnöttum?
Menn spyrja einmitt í þessu samhéngi,
hvort geimskutlan verði notuð til að
„ræna" gervihnöttum með þeim tækja-
búnaði, sem henni er ætlaður. Hver
veit? Víst er að þær fjárhæðir, sem renna
nú orðið til hermála í geimnum eru
orðnar býsna háar. í fyrsta sinn í sögunni
eru hærri upphæðir á áætlunum Pent-
agon í þágu geimvísinda en hjá NASA -
geimferðastofnun Bandaríkjanna. Það
talar sínu máli.
Og við skulum ekki ímynda okkur, að
Moskva bíði róleg eftir niðurstöðunum.
Kremlverjar vita hvað klukkan slær.
Bretinn, Geoffrey Perry, sem hlustar á
fjarskipti frá gervihnöttum Rússa ásamt
nemendum sínum í Kettering School
nálægt Lundúnum, segir fullum fetum;
„Þó að aðferðir þeirra virðist stundum
mjög frumstæðar og langt frá því að vera
hefðbundnar, þá eru sérfræðingar Sovét-
ríkjanna á þessu sviði fullkomlega jafn-
færir og starfsbræður þeirra hjá NASA“.
Perry veit vel um hvað hann er að tala.
Það var hann, sem fann skotstað eld-
flauga í Plessetsk, sunnan Arkangelsk,
sem aldrei var getið um í ritum Sovét-
.manna um þessi efni.
Röng staðsetning á
kortum Sovétmanna
Sá leyndarhjúpur, sem hylur allt þetta
starf á bandarísku landsvæði er jafnvel
ekki svo ýkja þykkur miðað við það, sem
gerist í Sovétríkjunum. Myndir þær,
sem U 2 vélarnar komu með úr flugferð-
um sínum á sjötta áratugnum, þar til
Gary Powers var skotinn niður, sýndu